Þjóðviljinn - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1950, Blaðsíða 6
ví Þ°J&Ð-VILJ1NW mm :kvsí1k t aa'-irf »•*«•. «s-í'V VSúSívaSH&i**’ SiFMS. iDtfm^n^ .1 -.MgfifM;ji’c*i F&studagur 1. öeþtcmbér 1950. W' t í-t&SWíi^WSiMWRMSSMMfl .. c Bækur gegn afborgun , -VÍ>5•'.*. /. .:t«V, . ’ - ,;;w. . i. *iv ' •<, , ^i. . . • r I ... . íslendfngasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. Ég undirrit.....óska að mér verði sendar Islendinga sögur (13 bindi), IJyskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorru-Edda og Eddulyklar (4 bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öliu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það 1 jóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fuliu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju Ieyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. / I.itur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið yflr það sem ekkl á við. Nafn . Staða Heimili Íítfyllið þetta áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bókum, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum —• þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei haía íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík koslakiör sem þessi. íslendingasögurnar inn á hverí íslenzkt heimUi. íslendingasagnaúfgáfan h. f. Símar 7503 og 81244 — Túngötu 7. Gertrud Lilja: Hamingjuleitin 40. DAGUR. ___________ maður handlegginn í vél: hirðuleysi, örorka, brottrekstur. Og einhvers staðar sat hinn ósýni- legi guð tilbreytingaleysisins, kippti í þræðina og hló. Hinrik Tómasson yar$,, gripinn skyndilegri gremju við tilhugsunina um að hafa ekki fengið að syrgja litla drenginn sinn í friði. Sorgin lá bara eins og þoka yfir , tilyeru hans, eins og gráleitt húm yfir atvinnu,- hlutum 'og fólki, mistur sem byrgðj allt útsýni. Hann mátti ekki sökkva sér niður í sorgina, grafa sig í henni af þörf, ná hámarki — rísa upp úr henni hress og frjáls. Hvort sem þeir hétu Blomkvist, Berg- gren, Bengtson, þá neyddu þeir hann til að halda sambándi við sig, kennslustofuna og svörtu töfluna. Og heima varð sorg hans að víkja fyrir sorg Hillu, draga sig í afvikin horn á sálinni; þar þjakaði hún hann eins og tannpína. Andlit Mats ljómandi af hreysti, óþekkt og lífsgleði, eða þreytulegt í máttvana spurn yfir sjúkdómnum, gat skotið upp í huga hans í miðjum kennslutímanum, svo að háls hans herptist saman og honum varð þungt um andar- dráttinn — en eyru hans heyrðu hvort Anders- son beygði sterku sögnina rétt. Hið óskiljanlegasta af öllu var að sorgin hafði myndað bil á milli hans og Hillu. Hilla hafði sýnt á sér hliðar, sem hann þekkti ekki áður og sorgin hafði sjálfsagt orsakað. Það var eins og hún verði sorg sína með afbrýðisemi fyrir afskiptum óviðkomandi fólks — og Hinrik tilheyrði óviðkomandi fólki. Var Hilla þrátt fyrir gáfur sínar aðeins kynvera sem notaði manninn sem meðal til að ná tilganginum, barninu? Síendurteknar deilur, reiði, sættir. Hið crugga og eðlilega samband þeirra var horfið. Heift Hillu og jafnvægisleysi hafði komið honum óþægilega á óvart — Hilla, sem áður var gam- ansöm, djúphugul og hjartahlý. Sem hafði áður haft svo ósveiganlega réttlætistilfinníngu, gagn- vart fölsku og ósviknu, fallegu og ljótu. Skyndilega fékk hann hugmynd, sem hann hafði margoft fengið áður og margoft gleymt: var hann of gamall handa henni? Var það ekki eingöngu sorgin eftir Mats, var það líka almenn óánægja? Hann rétti úr sér og gekk hraðar. Á þennan hátt gat hann auðveldlega orðið sturl- aður, engu síður en Karin Dahl. Ef maður mál- aði fjandann á vegginn, þá stóð hann þar Ijós- lifandi áður en varði. Hilla hafði af tilviljun komizt úr jafnvægi, það var allt og sumt. Sumar konur urðu engilblíðar af sorginni, aðrar sem voru skapmiklar, komust i andstöðu við alla og urðu dálítið móðursjúkar. Hann mundi að honum og Hillu var boðið til Hedman í kvöld. Hann hefði heizt viljað vera heima, hann hafði mikið að gera, meira en nokkru sinni fyrr síðan rektoririn veiktist. En fyrir Hillu yrði það tilbreyting Það hafði verið þægilegt að hafa Hedman þennan tíma, hann hafði iðulega heimsótt þau á kvöldin, setið og rabbað við Hillu, meðan Hinrik leiðrétti stíla og stundum hafði hann farið með henni í göngu- ferðir á daginn. Nú, þegar Marta Bergström var alltaf önnum kafin, átti Hilla engan kunningja sem henni samdi við. Hann hrökk við þegar kastað var á hann kveðju. Það var Dagmar Sjödin sem birtist við hlið hans. Þau voru komin í nágrenni skól- ans. „Hvemig líður Hillu?“ „Þökk fyrir, ’ ágætlega held ég“. „Já, hún hefur jafnað sig mikið. Ég mætti henni í gær með herra Hedman. Það var ánægju- legt að sjá hvað hún var hress og kát.“ Hinrik þagði. Hann varð undarlega snortinri af orðum Dagmar, endaþótt þau væru ef til vill sögð í góðu skyni. Hún átti vanda til að segja vingjarnleg orð á þann hátt að þau stungu eins og nálar. Maður var alltaf reiðubúinn til að andmæla henni. Hvern fjandann kom henni við, hvort Hilla var glöð eða sorgmædd á svip? Hann vissi ekkert um að hún hafði verið á gönguferð með Hedman í gær, og það hafði Dagmar áreiðanlega vonað. Það var merkilegt að þessi vel búna, snotra og greinda stúlka skyldi líkjast svo hýenu, hún var alltaf reiðu- búin að stinga í aumustu bletti sálarinnar. „Það var gott að þú minntist á Hedman, ég hafði gleymt að hringja og þakka honum fyrir boð hans í kvöld“. Dagmar þagði, og Hinrik fann. til bamsleg- rar ánægju með sjálfum sér. „Þór Hedman virðist kunna vel við sig héma núna“, sagði hún loks. „Hann er ekki vanur að dveljast hér svona lengi“. „Og ef það er leyfilegt, þá vildi ég þakka okkur Hillu dálítið af þeim heiðri“. sagði Hinrik. „Það líða ekki mörg kvöld án þess að við' hittumst“. Dagmar gafst upp og skipti um umræðuefni. Þau gengu inn á skólavcllinn og fleiri félagar slógust í förina. Þegar Hinrik gekk inn í kennslustofu sína var hann að velta fyrir sér, hvers vegna Hilla hefði ekki minnzt á gönguferð sína og Hedmans. Og svo mundi hann að það hafði verið fundur í gærkvöldi, að hann hefði gleypt í . sig mat- inn og þotið aftur að heiman. Og þegar hann kom heim var hún sofnuð. „Þurfum við að fara til Hedmans í kvöld?“ „Auðvitað þurfum við þess ekki“, , svaraði Hilla dálítið gremjulega. Hinrik leit á skrifborðið sitt sem var þakið D o v i 3 Iþróttir Framhald af 3. síðu Haukur Bjarna sem bakverðir voru góðir, og nú sleppti Karl sírium manni ekki eins lausum. Gunnar í markinu var ágætur. Bezti maður Þjóðverjanna var hægri framvörður og jafnframt 'bezfi maður vallarins. Léikni hans, skrokksveiflur og auga fyrir samleik er framúrskar- andi. Miðframvörður var líka góð- ur og innherjar. Annars er lið- ið jafnt og erfitt að gera upp á milli manna. 1 þessum 5 leikjum hefur Rínarliðið unnið 3 gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Dómari í þessum leik var Guðjón Einarsson. Áhorfendur voru um 3000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.