Þjóðviljinn - 01.09.1950, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. september 1950.
ÞJÖÐVILJJNN
7
-n
180 miiljónir Afríkubúa vakna
Á þessum stað tekur blaðiS til birtingar smáauglýs
ingar um ýmiskonar efni. Þær eru sérstaklega
hentugar fyrir allskonar smáviðskipti, og þar sem
verðið er aðeins 70 aurar orðið eru þetta lang-
samlega ódýrustu auglýsingamar sem völ er á.
Ef þér þuríið að selja eitthvað eða kaupa, taka á
leigu eða leigja, þá auglýsið hér.
Kaup-Saia
Húsgögnin frá okknr:
Armstólar, rúmfataskápar,
dívanar, kommóður, bóka-
skápar, borðstofustólar og
borð margskonar.
Húsgagnaskálinn,
Njálsgötu 112. Sími 81570
Kaupum hreinar
ullartuskur.
Baldursgötu 30.
M u n i ð
Kaffisöluna
í Hafnarstræti 16.
Kaupum tuskur
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Daglega
Ný egg
soðin og hrá
Kaffisalan Hafnarstræti 16.
Kaupum
húsgögn, heimilisvélar, karl
mannaföt, útvarpstæki, sjón
auka, myndavélar, veiði-
stangir o. m. fl.
Vöruveltan
Hverfisgötu 59.—Sími 6922
Karlmannaföt —
Húsgögn
Kaupum og seljum ný og
notuð húsgögn, karlmanna-
föt og margt fleira. Sækjum
—sendum.
SÖLUSKÁLINN,
Klapparstíg 11. Síini 2926.
Fasteignasölismið-
stöðin
Lækjargötu 10 B, sími 6530,
annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða o. fl. Ennfremur
allskonar tryggingar o. fl. í
umboði Jóns Finnbogasonar
fyrir Sjóvátryggingarfélag
Islands h. f. — Viðtalstími
alla Virka daga kl. 10—5 á
öðrum tímum eftir samkomu
lagi.
Kaupum — Seljum
og tökum í umboðssölu alls-
konar gagnlega muni.
GOÐABOKG
Freyjugötu 1 — Sími 6682
Lögfræðistörf
Áki Jakobsson og Kristján
Eiríksson, Laugaveg 27, 1.
hæð. — Sími 1453.
SkÓTÍnnnsloian
NJALSGÖTU 80
annast hverskonar viðgerðir
á skófatnaði og smíðar sand-
ala af flestum stærðum.
Nýja scndibílastöðin,
Aðalstræti 16 — Sími 1395
Ragnar Olafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun,
fasteignasala.
Vonarstræti 12 — Sími 5999
Húsgagnaviðgerðir
Viðgerðir á allskonar stopp-
uðum húsgögnum.
Húsgagnaverksmiðjan,
Bergþórug. 11. — Sími 81830.
Saumavélaviðgerðir —
Skrifstofuvélaviðgerðir
S y 1 g j a,
Láufásveg 19. Sími 2656.
HúsnsEcli
i s
Agæit hcrbergi
| til leigu. Upplýsingar í síma
i 1577.
Farfugíar
og ferðamenn
Gönguferð á Grimmannsfell
um helgina. A laugardag farið
í Heiðarból eg gisí þar. Upp-
lýsingar á Steíánskaffi í kvöld
frá kl. 9—10.
Framhald af 5. síðu.
uppeldisstarf. sem tengir fjöld
ann í Afríku hinni alþjóðlegu
baráttu fyrir friði. Gabriel
D’Arboussier, aðalritari R.D.A.
var einn af forsetum friðarráð-
stefnunnar í París í fyrravor
og síðar fulltrúi á friðarráð-
stefnunni í Ráðfatjórnarríkjun-
um, ásamt W. E. B. Du Bois
frá Bandaríkjunum.
1 því nær hverju einasta hér-
aði Afríku er að finna ein-
hverskonar þjóðfrelsissamtök.
Slikur félagsskapur er Þjóð-
fylkingin í hinu brezk-egypzka
Súdan, sem neitaði að taka
þátt í skrípakosningunum til
,,löggjafarþingsins“ i nóvem-
ber 1948. 1 Uganda Austur-
Afríku starfar Batakaflokkur
inn, sem stjórnarvöldin bönn
uðu eftir ceirðirnar í Kenya í
fyrra, Afríkubandalagið í Som
alilandi, er krafðist árangurs-
laust sjálfstæðis á síðasta alls
herjarþingi SÞ., hefur 100 þús.
félagsbundna m_-ðlimi og þre-
falt fleiri óflokksbundna fylgj-
endur. I Suður-Afríku starfar
Þjóðlegi Afrikanaflokkurinn,
sem var stofnaður 1912.
Hinu sameiginlega marki
allra þessara samtaka er bezt
lýst með eftirfarandi orðum
svarta sltáldsitis H. Dhlomo
frá Suður-Afriku: „Ný þjóð er
að fæðast. Þessi þjóð nefnir sig
Afrikubúa. Að þeirra skiln-
ingi tákna ættbálka- og kyn-
þáttanöfn lítið eða ekkert ann-
að en innblástur og þann grund
völl, sem er undirstaða hinnar
verðandi þjóðar. Hinir litlu,
einangruðu veraldir Zulu-
manna, Xosaþióðarinnar og
Basutosvertingjarna eru liðnar
undir lok og rísa aldrei upp
framar. Átta milljónir manna
(í Suður-Afriku), sem allir tala
einni rödd. er ekki hægt að
leiða eilíflega hjá sér.“
Að sjálfsögðu er nokkur
munur á þvi í hinum ýmsu
hlutum Afriku að hve miklu
leyti þjóðernisvitundin hefur
útrýmt hinu gamla hugmynda-
kerfi ættbáikaskipulagsins. —
Þar sem hinir gömlu samfö-
lags og framleiðsluhættir hafa
lengst verið við liði og orðið
fyrir minnstum röskunum af
völdum erlendra yfirdrottn-
unarseggja, t.d. í hinum mú-
hameðönsku emíradæmum í
Norður-Nígei’íu — þar miðar
þjóðernisvakningunni enn til-
tölulega liægt áfram. En eng-
inn skyldi írnynda sér, að þjóð-
ernisvakningin sé takmörkuð
við örfáar strandborgir og um-
hveifi þeirra. Afríka 1950 er
ekki hin sama eg Afríka 1920
eða 1940.
Eitt höfuðeinkenni frelsisbar
áttunnar í Afr.'kií og það sem
flestir veita fyrst athygli, er
sú staðreynd, að menntamenn
úr millistétt, — málaflutnings-
menn, kaupsýslumenn og blaða-
menn — mynda kjamann í
forystuliði frelsissamtakanna.
I þessu sambandi er vert að
taka það fram, að i Afríku er
ekki til nein stétt auðugra og
voldugra innlendra stórjarðeig-
enda og iðjuhölda eins og í
Indlandi. — Grundvallarkröfur
afrísku millistéttarinnar falla
því saman við kröfur verka-
manna og bænda eins og sakir
standa.
Eitt þýðir.garmesta tækið til
að skapa þjóðarvitund meðal
Afríkubúa eru blöðin. Azikiwe
hefur t.d. mjög áhrifaríkt
vopn, þar sem er blað hans,
Pilot, og fjögur önnur dagblöð
1 Nígeríu. Nkrumah nær dag-
lega til Alþýðufylkingar sinnar
á Gullströndinni með frétta-
sendingar. 1 Austur- og Suður-!
Afríku eru mörg blöð, gefin
út á málum hinna ýmsu þjóða-!
flokka og/eða er.sku, í þjón-^
ustu frelsishreyfingarinnar. En
útgáfa slíkra blaða er áhættu- ^
söm, þvi imperialisminn ber
enga virðingu fyrir prentfrels-
inu. Nýlenduyfirvöldin geta
bannað þessi blöð eftir vild og
gera það óspart Með villandi
eða ærumeiðandi ummæli að
sakaryfirvarpi dæma þau rit-
stjórana í þungar sektír eða til
langvarandi fangelsisvistar. —-
Hafa slíkai árásir á blöðin
orðið æ tíðari og harðari
uridanfarin tvö ár.
f ’ ■ ;|
Hverjar cru grundvallakröft-
ur frelsissamtakanna í Afríku ?
Lýðræði, pólitískt vald, sjálf-
stæði. Landinu, sem hinar vest
rænu þjóðir hafa stolið og rænt
frá Afríkumönnum, verði skilað
aftur, og hinu efnahagslega
kverkataki einokunarhringanna
verði létt af. Laun, sem hægt
er að lifa á mannsæmandi lífk
Betri lífskjör. Réttur til að
stjórna landinu og nýta gæði
þess til hagsbóta fyrir íbúana
sjálfa.
Allir eru sammála um, að
fyrsta og þýðingarmest skil-
yrðið fyrir þróun Afríku sé það
að landsmenn nái hinu pólitíska
valdi í sínar hendur. I flestum
nýlendunum hafa afríkubúar'
ekki kosningarétt. I öllum ný-
lendunum er landsstjórinn, sem
hefur verið sendur þangað frá
útlöndum, alvaldur einræðis-
herra. Afríkumenn eru hættir
að gera sig ánægða með handa-
hófslegar stjórnskipunarbreyt-
ingar, sem ekki breyta nein-
um grundvallaratriðum cg hafa
enga þýðingu, sem máli skiptir.
Þeir gera sig ekki ánægða með
neitt minna en lýðræðislega
sjálfstjórn. »
TILKYNNING
frá félagsmálaráSaneytinu
um húsaleigu
Vegna misskilnings, sem vart hefur oröið í
sambandi vi3 tilkynningar, sem birtar hafa verið
varöandi heimild til hækkunar á húsaleigu sam-
kvæmt núgildandi lagaákvæðum þar um, vill
ráðiö taka þetta fram:
1. í húsum, sem reist voru fyrir 14. maí 1940,
má ekki hækka húsaleigu frá því sem þá var
um samið og goldið, nema samkvæmt húsa-
leiguvísitölu þeirri, er gildir á hverjum tíma
cg nú er 178 stig. Auk þess má í þessum
húsum, eins og verið hefur, hækka húsaleigu
eftir mati húsaleigunefndar sökum verð-
hækkunar á eldsneyti eöa lýsingu, sem inni-
falið er í leigunni, vaxtahækkunar af fast-
eignum og annars þess háttar.
2. í húsum, sem reist voru á tímabilinu 14.
maí 1940 til ársloka 1944 má leigan ekki
vera yfir 7 krónur á mánuöi fyrir hvern
fermetra gólfflatar íbúðarinnar, miðað við
utanmál og 2,5 m lofthæð. Ekki bætist húsa-
leiguvísicala við þessa ieigu.
3. í húsum, sem reist voru eða reist verða eftir
árslck 1944 má leigan ekki vera yfir 9 krónur
á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflatar íbúð-
arinnar, miðað við utanmál og 2,5 m loíthæð.
Ekki bætist húsaleignvísitala við þessa leigu.
4. Um atvinnuhúsnæði gilda sömu reglur og
undanfarið.
FélagsinálaráSimeyiið,
31. ágúst 1950.
I
Komið í skrifstofu Só síalistafélagsins dag og gerið skil fyir seld-
um happdrættismiðum