Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 3
 ,tq ; ' ■? t v J, i Laugardagur 9. sept. 1950. ÞJÓÐVILJÍNN i- i ' - '■>AA m mmmm wm m. %ý. Frá starfi danskra ungkommúnista Ég hitti Jón Nordahl liokkr- um dögum eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Það hafði frétzt, að Jón hefði brugðið sér til Kaupmannahafnar í frí- inu og kynnzt þar dönskum ungkommúnistum og starfsemi þeirra. Ég notaði þess vegna tækifærið til þess að eiga við hann stutt viðtal fyrir Æsku- lýðssíðuna. — Hvað getur þú sagt okk- ur í fréttum frá dönsku félög- unum? —Það er nú svo margt, svar aði Jón, að ég veit varla hvað ég helzt skal segja. Kosningabaráttan var nýhaf- in, þegar ég kom til Kaupmanna hafnar svo starfsemi félaganna var í fullum gangi. — Já, ég hef lesið frásagnir af geysilega harðvítugri baráttu ungkommúnistanna. Segðu okk- ur nú hvernig þeir einkum haga starfsemi sinni meðal fólksins. — D.K.U. í Höfn er skipt niður í hverfi eftir borgarhlut- um, svaraði Jón. Hvert hverfi hefur allmikla sjálfstjórn og stjórnir hverfanna skipuleggja að mestu leyti starfsemi þeirra. -—Þú hefur vitanlega fleygt þér á augabragði út í barátt- una við hlið félaganna, segi ég. — Ja, lítið fer nú kannske fyrir frægðarverkunum á þeim vettvangi. En margt sá ég, og mörgu kynntist ég, sem vel mætti taka til fyrirmyndar hér heima. T. d. tók ég þátt í hjólreiða- móti þar sem nokkur hundruð ungkommúnista hjóluðu í gegn- um borgina með kröfuspjöld og borða, sem á voru letraðar kröf -Já við vitum að hið west- ræna lýðræðisríki er ekki meira en svo orðheldið segi ég. Hvað segir fólkið við hin- um gífurlegu álögum, sem á það eru lagðar til styrjaldarundir- búnings ? -Þótt auðvaldspressan geri auðvitað alllt, sem hún getur, til þess að æsa fólk upp í við- bjóðslegu hatri á heilum þjóð- um, sem þó hafa aldrei gert því neitt, þá eru það samt sem áður mjög fáir, sem fengið hafa nærbuxnaæði þó mjög mikils- metinn maður hafi gefið þar frægt fordæmi. Og Jón glottir háðslega. En svo verður hann skyndilega alvarlegur aftur og bætir við. — En því miður eru þó allt of margir Danir, sem láta sér nokkurnveginn á sama standa og fást ekki til að sjá hlutina í réttu ljósi fyrr en pyngjan er orðin óþægilega létt. —Já, það vill ganga svo til víðar, segi ég. — En segðu mér Jón, er ekki góður félagsandi og samhugur ríkjandi í samtökum danskra ungkommúnista ? — Jú, þeir starfa af frábær- um dugnaði og atorku. Enda held ég, að dönsku borgararn- ir finni tilfinnanlega fyrir því, að þar er ung hugsjónafólk að verki, segir Jón. — Hvað segir þú svo um annað félagslíf ungkommúnist- anna? — Þeir stunda mikið ferða- lög, einkum á sumrin, svarar hann. — Ég hitti marga, sem verið höfðu á Hvítasunnuhátíð- inni frægu í Berlín. — Jæja, og hvemig láta þeir af Austur-Þýzkalandi ? spyr ég. - Þetta fólk hafði ferðazt ur um frið, atvinnu og þess kraf | izt, að ameríska herliðið, sem , víða um Evrópu, séð og kynnzt dvelst í Danaríki, hverfi í burtu mörgu, en aldrei hef ég heyrt þegar í stað. —Hvernig voru þessar kröfu ferðir séðar af yfirvöldunum ? — Auðvitað illa séðar. svar- ar Jón. T. d. skal ég segja þér, þeg- ar westurheimskur herráðsfor- ingi kom til Khafnar nýlega, tóku kommúnistarnir á móti þvilíka hrifningu, sem það lét í 1 jós yfir uppbygging- unni eftir styrjöldina og trú Þjóðverjanna á framtíðina við hið sósíalistíska þjóðskipulag. — Ja, ekki er það nú að heyra á Mogganum, að þetta geti verið satt. En sleppum því. — Halda ungkommúnistarnir honum með fánaborg og tilheyr ,ekki uppi meiri félagsstarfsemi ? andi söng. En þessar glæsilegu I-- Jú, jú, þeir eiga nokkra móttökur féllu ekki betur en jskála, þar sem þeir hafa pólit- svo við smekk þess ameríska, isk námskeið og skemmta sér, að lögreglunni var sigað á hópinn og formaður þeirra, Ingmar Vagner fangelsaður. ■— Ja, mér þykja það aldeilis aðfarir, sagðj ég. v.r; #í En Jón lætur ekki truflast. — Ennfremur fara- ungkom- múnistarnir í kröfugöngur og halda fjölmenna útifundi. — Hvernig er þá stemmingin þar úti meðal fólksins gagn- vart dvöl ameríska herliðsins á Grænlandi ? —Yfirleitt'allir, sem ég hitti, hvar í flokki sem þeir stóðu, voru mjög andvígir hersetunni, svarar Jón. — Og þetta fólk benti réttilega á, að meira að segja hinir „landvinningá- trylltu“ Rússar hefðu staðið við sína samninga og farið frá Borgundarhólmi með allan sinn her. ennfremur hafa þeir mikla út- gáf.ustarfsemi. Þeir gefa út blað ÍA „ÉfCe.mad" sem sama sníði og við gefum út ,,Landnemann“, og svo. mxpfgskpnar önnur rit og bæklinga. - Og það get ég fullyrt, bætti Jón að síðustu við, — að D.K.U. er sterkasta og starfsamasta æskulýðsfélagið í Danmörku — eins og Fylkingin okkar er hér heima. Bo. ŒSHUraSSlÐHll Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar ---- sambands ungra sósialista. RITSTJÓRAR: Páll Bergþórsson. Ólafur Jensson Það er ekki ótrúlegt, að þess- ar línur verði mörgum hneyksl- unarhella. Þeir kennimenn og snillingar í málaralist, sem hér eru gerðir að umtalsefni, munu sennilega móðgast yfir afskipta- seminni. Samt held ég, að þessi skrif verði ekki til skaða. Séu þau ósanngjörn, falla þau um sjálf sig, en séu þau sanngjörn, ættu þau að geta opnað augu einhverra lesenda. — í trausti þess læt ég þau frá mér fara. Það er bezt að segja strax, hvert er efni þessa greinar- korns. Mér finnst ýmsir list- málarar okkar of aðgangsharð- ir við að þröngva smekk sín- um upp á almenning. Þeir sem ekki gleypa umsvifalaust við skoðun þessara herra um, hvað sé fagurt og hvað sé ljótt í málaralist, eru kallaðir aftur- haldssamir og ósmekklegir. — •Þetta þykja mörgum óviðfelldn- ar nafngiftir. Afleiðingin verð- ur að heilir hópar manna, sem vilja gjarnan vera álitnir fram- farasinnaðir og smekklegir, beygja sig fyrir áróðrinum og gala síðan hverjir upp í aðra, að það, sem þeim finnst í raun- inni ljótt, sé dásamlegt, það sem þeir sjá enga glóru í, sé þrung- ið af djúpri vizku. Eg nefm ekki sérstaklega fulltrúa neinnar vissrar stefnu í málaralist. Það gildir einu, hvort maður snobbar fyrir ab- straktri eða natúralískri list. Snobbið heldur áfram að vera snobb fyrir því. Það er jafn- framt að afneita sínum eigin smekk, hvort sem hann hneig- ist til realisma eða súrrealisma. Því er haldið fram, að nýjar liststefnur eigi rætur sínar í breyttum þjóðfélagsaðstæðum og lifnaðarháttum. Þetta er vafalaust að nokkru leyti rétt. En af því má ekki draga þá ályktun, að hverri nýrri list- stefnu eigi að fagna, bara af því að hún sé sprottin upp úr jarðvegi nútímans. Hér eins og annarsstaðar verður að velja úr. Fólk verður að hafa frjálst i-val um þau listavérk,"sem frám ' Komá. Það má ekki Vhrá fjötr- að af ótta við hortuga kenni- menn, sem þykjast utvaldir að stjóma tilfinningum annarra fyrir því, hvað sé fagurt eða Ijótt, gott eða illt, Ef svo tekst tV, þá eru það heldur ekki breytileg lífsviðhorf fólksins, sem stjórna þróun listarinnar, heldur öllu fremur duttlungar fárra sérvitringa. ■ Enginn vafi er á því, að þessi ótti fólks við álit annarra stjórnar oft dómum þess um listaverk. Til eru músíksnobb-" ar, manneskjur, sem standa í biðröð fyrir hverja hljómleika af því að þær teljast hneigðar fyrir þá tegund listar, jafnvel Pólskir piltar, sem ætla að gera sjómennsku að ævistarfi sínu, fá æfingu á skólaskipunum tveimur, sem hér sjást. Skipið á efri myndinni heitir „Dar Pormoza“ og á því eru 180 sjómanna- efni en hitt heitir „Zew Morza“ með rúm fyrir 27. Myndirnar voru teknar í sumar er skipin komu við í Kaupmannahöfn á siglingu um Eystrasait. þótt þeim líði fremur iíla af að hlusta á söng. Sumir nota fegurstu lýsingarorð um mál- verk Kjarvals, þó að innst inni finnist þeim sömu listaverk klossuð, vitlaus og Ijót. Aðrir dást að myndum Þorvaldar Skúlasonar eða Svavars Guðna- sonar með vörunum, en gera kannski allt annað í huganum. Þetta er áreiðanlega ekki hollt fyrir heilbrigða þróun list- anna. Listimar eiga að vera fyrir fólkið, en ekki handa tak- mörkuðum hópi manna. Þess Framh. á 7. síðu ŒSHULYÐSSIÐRN ....----------^...............---------- Hugleiðingar leikmaims um málaralist

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.