Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 1
BERJAFERÐ 15. árgangur. Laugardagur 9. sept. 1950. 198. tölublað. um helgina: FaiiS verðux frá Þórsgötu 1 í dag og á morgun kl. 10. — Báða dagana verður farið á Dragháls. Ályktun Dagsbrúnarfundarins I gœrkvöld: Hagsmunaharáfta verkalýðsins verður ekk! stöðvuð - Næsta verkefnið er að fella núverandi svikastjorn Alþýðusambandsins og fryggja Aiþýðusambandinu forustu heiðarlegra manna til að leiða hagsmunabaráttu verkalýðsins fil sigurs. Ðagsbrún lysir samning Alþgðusambands- stjórnarinnar stórfelld svih — Felur stfórn fétagsins að annast framlengingu samninga3 að óbregttum aðstæðum „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 8. sept. 1950, telur að stjórn Alþýðusambandsins hafi með samningum sínum við ríkisstj. um nýjan útreikning á vísitölunni framið stórfelld svik við hagsmunabaráttu verkalýðsins, þar sem hinar lítilfjörlegu bætur, er samið var um, eru ekki nema lítið brot af þeirri kjaraskerðingu, sem gengislækkunarlögin og hinar stórfeldu verðhækkanir á öllum sviðum hafa í för með sér fyrir alla laun- þega. Fundurinn lítur svo á, að verkalýðshreyfingin hafi nú haft möguleika til glæsilegs sigurs þar sem stærri hópur félaga en nokkru sinni fyr hafði sagt upp samningum sínum og var reiðubúinn að leggja til baráttunnar sam- tímis. Fundurinn lýsir því allri ábyrgð á hendur stjórnar Alþýðusambandsins fyrir að þessu tækifæri verkalýðshreyfingarinnar til sigurvinnings skuli snú- ið í ósigur hennar. Fundurinn telur, að með áskoruun sinni til sambandsfélaganna um að aflýsa kaupdeilunum og framlengja samninga sína óbreytta, hafi stjórn Al- þýðusambandsins klofið verkalýðshreyfinguna svo að ekki sé fært fyrir ein- stök félög að leggja til atiögu að sinni, en fundurinn lýtur hinsvegar svo á, að hagsmunabaráttan verði ekki stöðvuð og að næsti áfangi hennar sé að ryðja burt núverandi stjórn Alþýðusambandsins. Fundurinn skorar því á meðlimi allra verkalýðsfélaga, að vinna ötul- lega að því að fella frá fulltrúakjöri til næsta Alþýðusambandsþings alla stuðningsmenn núverandi sambandsstjórnar og að kjósa þá menn eina, sem reiðubúnir eru til að tryggja Alþýðusambandinu nýja forystu heiðarlegra manna, er leitt geta hagsmunabaráttu verkalýðsins til sigurs." Verkamannafélagið Dags- brún hélt fund í gærkvöld i Iðnó og samþykkti fundurinn einróma framanskráða ályktun. Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar hafði framsögu um málið og rakti í ítarlegu máli aðdraganda þess hvernig nú er komið. Rifjaði hann upp samþykktir verkalýðsráðstefn- unnar í vetur, þar sem Alþýðu- sambandsstjórn var falið að hefjast handa með aðgerðir til að bæta kjör verkalýðsins ef gengislækkun yrði framkvæmd. Hann skýrði ennfremur frá þeirri stefnu Dagsbrúnar að til baráttu yrði að fylkja öllum félögunum sameiginlega og tryggja þar með sigur barátt- unnar. Þessi stefna var einnig sameiginlegt álit annarra verka lýðsfélaga. Þá rakti Eðvarð ennfremur áskoranir Dagsbrúnar og fjölda annarra félaga til Alþýðusam- bandsstjórnarinnar um að kalla saman ráðstefnu verkalýðsfé- laganna til að undirbúa sam- eiginlegar kröfur félaganna og baráttu þeirra. Sem kunnugt er virti Al- þýðusambandsstjórnin kröfur verkalýðsfélaganna ekki svars en á sama tima og fulltrúar Dagsbrúnar náðu ekki tali af Alþýðusambandsstjórninni sat hún að makki við gengislækk- unarstjómina um smánarbæt- ur þær sem siðar komu á dag- inn. Eðvarð taldi fulla ástæðu til að ætla að allt brölt Alþýðu- sambandsstjórnarinnar um upp sögn samninga til að fá bætta kjararýrnun gengisfellingarinn ar hefði verið sett á svið til þes!s eins að útvega sambands- stjórn ofurlitla skrautfjöður fyrir Alþýðusambandskosning- arnar, en aldrei búið nein al- vara á bak við um að bæta kjör Verkafólksins. Lauk hann máli sínu með því að hagsmunabarátta verka lýðsins yrði ekki stöðvuð, en næsta verkefni hennar væri að fella núverandi sambands- stjórn og tryggja Alþýðusam- bandinu heiðarlega forustu til að leiða baráttuna til sigurs. Lagði hann því næst fram á- lyktun þá frá stjórninni er að framan greinir og samþykkt var einróma. Kexverksmiftjustjórinn læddist út! Sæmundur kexverksmiðju- stjóri, sem afturhaldið dubbaði upp sem varaforseta Alþýðu- Framhald af 8. síðu. Hlíf frestar aðgerðum Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur framlengt kaup- og kjarasamninga sína við atvinnurekendur óbreytta, en uppsegjanlega hvenær sem er með 30 daga fyrirvara. Verka- menn í Hafnarfirði telja sig verða að fresta hagsmunabaráttu sinni vegna framkomu stjórnar Alþýðusambandsins í málinu. Hér fer á eftir fundarsamþykkt Hlifar þ. 6. þ. m.: „Þar scm miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur lagt til við þau verkalýðsfélög, sem hafa sagt upp samningum sínum. að þa'u framlengi samningana um óákveðinn tima, hafa skapazt þær aðstæður, að eining innan verkalýðshreyfingarinnar um framhald kaupgjaldsbaráttu til að fá uppborna þá kjararýrnun, sem alþýða manna hefur orðið fyrir af völdum gengislækkunar- innar mun ckki vera til staðar. Þar með er burt fallin ein veigamikil ástæða fyrir uppsögn Hlífar á samningum við atvinnurekendur, þar sem uppsögnin, vegna erfiðra tíma, var bundin því skilyrði, að full eining yrði innan verkalýðshreyfingarinnar í fyrirhugaðri káupgjaldsbar- áttu. Fyrir því samþykkir fundur lialdinn í Verkamannafélaginu Hlíf miðvikudaginn 6. septeniber 1950 að veita stjórn félagsins heimild til að framlengja óbreytta samninga við atvinnurekend- rir um óákvcðinn tíma, uppsegjanlega með 30 daga fyrirvara“. Konur og börn bíða við námuopið þar sera 128 raeiu eru grafnir lifandi Tuttuga metia moldarveggur lokaði þá 230 metra undir yfirborði jarðar Konur og börn stóðu í htnapp við kolanámuop í Skotlandi í gær og fylgdust með starfi manna, sem unn- ið höfðu að því að hreinsa námugöngin látlaust síðan í fyrrakvöld, er moldar og grjótskriða stíflaði þau á um 20 metra kafla og gróf 128 kolanámumenn lifandi 230 metra undir yfirboröi jarðar. Björgunarliðið varð að fara eftir námugöngum, sem fyrir löngu er hætt að nota og eitr- aðar gastegundir hafa sáfnazt fyrir í. Voru björgunarmcnn- irnir látnir koma upp á yfir- borðið til að anda að sér lrreinu lofti á hálftíma frcsti og tafði það fyrir greftrinum. Námumennirnir, sem grafn- ir voru, geta talað í sima uppá yfirborð jarðar. Þeir láta vel af liðan sinni og vinna að greftri frá sinni hlið á móti björgunarliðinu. Óttast var urn. tíma, að ekkert loft bærist inn, til mannanna og þá myndt þrjóta súrefni í dag en sá ótti er nú talinn ástæðulaus. Von- azt er til að búið verði að> bjarga mönnunum árdegis í dag. Síðast er fréttist liafði b'örg unarliðinu tekizt að grafa mjóa holu í gcgnum stífluna í námu- göngunum og getað kallazt á við þá, sem innibyrgðir eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.