Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.09.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. sept. 1950. ÞJÖÐVILJIN N 5 BJÖRN TH. BJÖRNSSQN: 03 A sýnrngo Knstjáns Davíðssonar Þcgar dokað er við niðri á eýningu Kristjáns Davíðssonar í Listamamiaskáianum er gam- an að hætta um stund að horfa á myndimar en skoða í þeirra stað sýningargestina sjálfa. Sumir eru auðsjáanlega hneyksl aðir, — jafnvel stórhneykslao- ir. Það eru þeir, sem alltaf vita fyrirfram, hvernig málverk eiga að vera, — akkúrat svona en ekki öðnivísi. Það eru þeir, sem auðsjáanlega hefur láðst að taka talsvert veigamikið at- riði með í lífsfílósófíu sína, — nefnilega möguleikann fyrir því, að hlutirnir geta breytzt, jafnt viðhorf einstaklinga sem þjóða. Aðrir eru talsvert vandræða- legir, vita ekki almonnilega, hvernig þeir skuli helzt standa eða sitja gagnvart þessum „furðulegu" myndum, — og enn aðrir ganga um sýningar- salinn í fullkomlega sálrænu jafnvægi og finnst það ekki nema sjálfsagt og leyfilegt að einn maður geti tekið upp á því að mála myndir sínar öðru- vísi en aðrir. Þessi gi-einilega skipting sýn- ingargesta er auðvitað gömul saga, — haaa hefur mátt finna allstaðar, þar sem eitthvað nýtt hefur komið fram. Hneykslunargrúppan á sína forfeour, og þá dyggilega skjai- festa: Þeir hneyksluðust á Michel Angelo i' sinni tíð, á Rembrandt. á rómantík Dela- croix, á impressionisma Monet, á expressionisma Gauguin, — þeir hafa hneykslast á Picasso, og nú upp á síðkastið hefur Telpa með brúíu þeirra orðið einna mest vart hér heima í Sambandi við högg- mynd eftir Ásm.und Sveinsson. Einnig hún átti helzt að vera einhvernvegimi öðruvísi en lista maðurinn hafði hugsað sér. Og þeir hafa meir að segja verið það hittnir, að vandlæting þeirra er orðin einskonar stað- festing á frjórri iist og því þakksamlega þegin af hverjum listamanni. ★ m m Allar helztu breytingarnar í málaralist þessarar aldar hafa miðað í þá áttina að gera lista- verkið sem óháðast náttúrunni, — losa liti og form úr böndum ákveðinnar skirskotunar og gefa þeirn sjálfstætt gildi. Þegar með expressionismanum kemur þetta greinilega fram, — Gauguin hikar t.d. ekki við að gera hund í mynd sinni há- rauðan, ef hann telur það henta myndinni betur, — og í einu bréfi sínu segir van Gogh þessi crð: „Við verðum að skilja, að litur hefur tjáningargildi í sjálfum sér, og veröum að not- færa okkur það.“ Þróun næstu áratuga hefur fylgt þessu fram. Litir í mál- verki hafa smám sarnan hætt að vera nauðsynleg uppfylling í eitthvað gefið form náttúrunn ar; en þess í stað orðið frjálst túlkunarefni í hendi málarans. Foi’m myndflatarins hafa einn- ig verið losuð úr böndum ákveo inna fyrirmynda og hlotið sjálf- stæðan tilgang í listaverkinu. Af þessu leiðir, að málverkið •þarf ekki lengur að ,,sýna“, heldur að ,,vera“. Það þarf ekki lengur að vera spegill ytri staðreynda, heldur stað- reynd í sjálfu sér: uppfylling sinna eigin raka. Framhald á 6. síðu „Andlit“ nr. 50 á sýningunni KJÖR BÁTASJÖMANNA Frá því fiskábyrgðin var afnumin hefur kaup báta- sjómanna lækkað og þeir enga dýrtíðaruppbót fengið „Stúlka og fugl“ nr. 31 á sýningn Kristjáns Davíðssonar. - Sýmngin .er aðeins opin til sunnudagskvölds Ekki þarf að lýsa því hve dýrtíðin hefur vaxið geigvæn- lega fhá því að krónan var felld í marzmánuði. Um það hefur verið það mikið rætt og ritað, að ég sé ekki ástæðu til að auka við þau skrif að sinni. Dýrtíðaraukninguna hafa launamenn, hvort heldur er dag launafólk eða fastlaunafólk, fengið bætta að nokkru með launahækkun. En ein er sú stétt manna, sem jafnan hefur gleymzt þeg- ar um þessi mál hefur verið rætt, en það eru fiskimennirnir á bátaflotanum. Þessi stétt er fámenn í höfuðstaðnum og nokkrum hinna stærri kaup- staða og mun þar að leita or- sakanna fyrir því, að blaða- mönnum, sem um þessi mál hafa ritað, hefur sézt yfir þær búsifjar, sem hún hefur orðið fyrir, enda hafa fiskimennirnir sjálfir • verið ótrúlega þögulir um kjaraskerðing þá, er þeir hafa orðið fyi'ir. En þó þessi grein verkalýðs- stéttarinnar sé tiltölulega fá- menn í Reykjavík og nokkrum öðrum kaupstöðum, er hún þó uppistaðan í verkalýðsstéttinni víða um land og á starfi henn- ar hvílir heill og afkoma flestra kauptúna og kaupstaða utan Reykjavíkur. Mér finnst óverjandi að það liggi lengur í þagnargildi hver kjör bátasjómenn eiga nú við að búa og verði þessi gréin til að vekja menn til umhugs- unar . um þau og aðgerðir til úrbóta, er tilgangi mínum með henni náð. Um nokkurra ára skeið, allt þar til er gengislækkunarlögin voru sett, var 'ábyrgðarverð á bátafiskinum. Síðast var það 75 aurar kg. af nýjum fiski með haus. Fiskábyrgðin var afnum- in jafnframt því sem gengið var fellt en fiskimönnum jafn- framt gefið fyrirheit um 93 aura verð fyrir kg. í stað 75 aura áður. Hvernig hefur verið staðið við þetta fyrirheit ? Ég veit þess engin dæmi, að fiskverð hafi hækkað. Aftur á mðti veit ég þess nokkur dæmi, að fiskverð hafi beinlínis lækk- að úr 75 aurum í 65 aura kg. Þetta þýðir að brúttókaup fiski- mannsins hefur lækkað stór- lega að krónutali á sama tíma og kaup annarra vinnandi manna hefur hækkað að krónu- tali. 'En ekki er allt talið með þessu. Eins og kunnugt er taka hlutarmenn víðast hvar þátt í útgerðarkostnaði þannig að greiddur er af óskiptu mikill hluti útgerðarkostnaðarins. — Elins og aðrar vörur hafa út- gerðarvörur stigið mjög í verði við gengislækkunina og þar með hefur sú upphæð, er sjómenn verða að greiða í útgerðarkostn að, vaxið stórlega. En þetta þýðir að nettókaup fiskimanns- ins lækkar miklu meira en nem- ur verðlækkun fiskjarins. Og þó fiskur hafi ekki lækkað í verði hefur samt kaup fiski- mannsins lækkað til mikilla muna að krónutali, vegna vax- andi útgerðarkostnaðar. Auð- vitað gildir hið sama um báta- útvegsmenn og sjómenn í þessu tilfelli. Verkalýðssamtökin hafa ekki gefið þessum málum nægan Framhald á 7. síðu. )S!1 Happdrætfis Þjéíviijans m allt iand Gerir þegar ráðstafanir til að dreifa mið- unum til sölu, þar sem það hefur ekki þegr.r verið gert að fullu. — Látið happdrættis- nefndina vita ef þið getið tekið miða til viðbótar. — Sendið vinsamlegast skil fyrir þeim miðum sem þið hafið selt. — Hef jum öflugt starf í þágu happdrættisins og tryggjum þar með tilætlaðan árangur þess. HAPPDR ÆTTl SN EFN D1N.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.