Þjóðviljinn - 10.09.1950, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.09.1950, Síða 6
GóSrar konu minnzf Fyrir nokkru komu Brússel- fararnir heim til Reykjavíkur ■og vah fagnað af miklum mann- f jcílda. Forseti Islands og borg- arstjóri Reykjavíkur fluttu ræður. Sjálfsagt er að gleðjast yfir afrekum þessara ungu manna, þó að þessi metakeppni orki mjög tvímælis um, hve skyn- samleg hún sé. En í sambandi við þessi met, sem mjög eru rómuð, verður mér hugsað til annars mets, sem íg tel meira um vert, þó að slíku sé sjaldan lialdið á lofti, og á ég þar við met í ógleymanlegri kærleiks- þjónustu, sem unnin hefur ver- ið í sama sjúkrahúsi yfir 30 ár. Fyrir nokkru lét Jörgína Gísladóttir af störfum við Landakotsspítalann, eftir að bafa verið vökukona þar um 30 ára skeið. Húh er nú komin yfir sjfítugt, þreytt og útsíitin. Ég er ekki fróður um ætt hennar, veit þó að hún átti til góðra að telja. Faðir hennar, Glsli í Stuðlakoti, var duglegur og samvizkusamur með af- brigðum. Móðir hennar var syst ir fyrri konu Guðm. Björnsson- ar, landlæknis. Ung gekk Jörgina í kvenna- skóla frú Þóru Melsted. og hef- ur hún áreiðanlega notað sér •skólann vel, því að saman fóru góðar gáfur, fróðleiksfýsn, kapp og metnaður. Ung sigldi hún til Skotlands og var þerna hjá Jóni A. Hjalta lín, seinna skólastjóra á Möðru- völlum, og konu hans. Jón var þá bókavc’rður í Edinborg. Þar nam Jörgína svo mikið í enskri tungu, að hún skildi hana og talaði nokkuð. Dönsku las hún einnig og talaði. Eftir heimkomuna var hún þjónustukona ýmsra embættis- manna, t.d. um skeið hjá Klem- <enz Jónssyni. Og loks réðst hún :svo á Landakotsspitalann eg gerðist þar vökukona. Fyrstu árin þar urðu henni mjög erfið, þá var engin mið- stöð í sjúkrahúsinu og varð hún að halda við eldi í ofn- ’unum á tveimur hæðum og þvo stóra forstofu og stiga. Vöku- kona var hún á 2 hæðum Gamla-spítalans til 1936, er Nýi-spítalinn tók til starfa. Eftir það vakti hún á neðstu hæð Gamla-spítalans og sá um 13 stofur með 4ð sjúklingum. Þeir, sem aldrei hafa legið á sjúkrahúsi,- gera sér að lík- indum ekki grein fyrir því, hve ábyrgðarmikið og erilsamt vökustarfið er, og að það getur varðað líf sjúklinganna, að það ísé unnið af trú og dyggð. Flestar vökukonur láta sér nægja að koma þegar hringt er á þær. En það hefði Gína talið lélega þjónustu. Hún hélt sjaldan kyrru fyrir, en var á sífelldum erli milli sjúkrastof- anna til þess að líta eftir líðan sjúklinganna og leita þeim jhægðar, gæta þess að vel færi ofan á þeim, hagræða koddum o.s.frv. Og það var mín reynsla, að engin gerði það eins vel og hún. Það var nautn, sjúkum manni, að hallast að bólstri, sem hún hafði tilreitt, svo mikla alúð, kærleika og ná- kvæmni lagði hún í þetta verk. Þá vakti hún yfir því af ein- stakri nákvæmni, að ekki legði ^kalt loft inn á hvílur sjúkling- anna, ef veður breyttist til hins |Verra. Mun sú árvekni hafa • forða mörgum nýkomnum sjúklingi frá ofkælingu og lungnabólgu. Ef hún heyrði hósta eða brjóstþyngsli var hún ^óðara komin með heita nýmjólk eða vatn, eftir því sem hver óskaði. ^ Engin tók henni fram um að jhjálpa mönnum við hægðir, því jlipurð hennar, lægni og þrifnað j ur var með ágætum. Hirðing i hennar á þvagglösum og hráka- könnum vrar slík, að betur varð ekki gert. Hún hefði ekki getað litið framan í nokkurn mann, ef hún hefði látið þá skömm um sig spyrjast, að i þvagglös- in safnaðist hlandsteinn og af þeim legði óþef. Svona voru öll hennar verk, unnin af einstakri alúð og samviskusemi. Mörg eru orðin hundruð sjúklinganna sém Gína hefur hjúkrað og hlynnt að öll þessi ár. Og ég hygg, að allir sjúkl- ingarnir hafi verið á einu máli um það, að störf hennar hafi verið ómetanleg og eigi vart sinn líka. Ekki hefur Gína bundizt manni um ævina. En bónda sín- um myndi hún ekki hafa brugð- ist á örlagastund fremur en þær Bergþóra og Auður Vé- steinsdóttir, svo svipar henni til þeirra um manndyggðir. Og sjúklingarnir hafa orðið börnin hennar,- þeim hefur hún fórnað starfsorku sinni og lífi. En hvað verður- nú um þessa örþreyttu konu, sem unnið hef- ur hjá sömu stofnun yfir 30 ár, af svo frábærri trúmennsku. Sannarlega ætti hún skilið, að ævikvöld hennar þyrfti ekki að formyrkvast af afnahagsáhyggj um. Ef heiðursmerkjum væri út- hlutað að verðieikum, - myndi ég leggja til að hún yrði sæmd Fálkaorðunni, en jafn viss er ég um það, að hún mundi ekki vilja taka við slikri vegtyllu svo yfirlætislaus er hún að eðlisfari. Gína mín! Ég býst við, að þér líki miðlungi vel, að ég fór að skrifa um þig í blöð. En ég gat ekki þagað um verðleika þína. Þessi fáu og fálátlegu orð eiga að tjá þér þakklæti mitt og virðingu fyrir allt, sem þú hefur fyrir mig gert á mörg um undanfömum. árum. B.M. ** l X ' ÞJÓÐVILJlKN Sunaudagur 10. sept. 1950. í m 1. ■ m G e rt i n á L i 1 j a : j Ha . 46. DAGUE min gjuleitin 1 fyrir yfirborðsöryggi í fasi. Þegar Hiila gekk fram úr henni leit hún á hana í laumi. Hún hafði séð andlitið áður en þá var það barna- legt, ómálað. Alfrida! Þessari Alfridu stórborgarinnar var ekki hægt að víkja sér að og heilsa með handabandi: nei, góðan daginn, Alfrida! Hún gekk bara framhjá henni. Hilla fann næstum til vonbrigða þegar hún hélt áfram göngunni: Alfrida hafði gert að engu hugmyndir hennar og Mörtu um Al- fridu sem píslarvott. Þær höfðu myndað sér sína helgisögn um hana, stúlku sem hafði þjáðzt og var ógleymanleg. Og þær vildu halda í þá hugmynd. Einnig Hillá hafði lagt rækt við þá hugmynd, þrátt fyrir vantr sína. Alfrida hafði ekki haft vit á að notfæra sér þá möguleika sem lífið hafði veitt henni, hún lét lífsgleðina og skemmtanafýsnina sitja í fyrirrúmi. En við viljum ekki láta rugla hugmyndir okkar: okk- ur gremst er hinn óhamingjusami verður ham- ingjusamur og hinn hamingjusami óhamingju- samur. Alfrida leit alls ekki út fyrir að vera vinnukona í sendiferð fyrir húsbændur sína, ekki heldur vinnukona á frídegi, hún var kona, sem var orðin heimavön á götunni, hún tiiheyrði hópi hinna tortryggilegu sem ekkert höfðust að. Hvað það snerti áttu þær, Hilla og hún, sam- leið.... Hilla var komin inn á Skipsbrúna. Hún herti gönguna og gekk hratt yfir Slússinn upp brekk- urnar á Söder. Loks gekk hún inn um hlið, gekk upp þrönga, ekki of vel hirta stiga og nam staðar dálítið móð fyrir framan dyr á fjórðu hæð. Hún kastaði mæðinni stundarkorn áður en hún studdi fingrinum á dyrabjölluha. Andartak sá hún eftir því, að hún hafði ekki hringt áður en hún fór að heiman, en hún varð rólegri, þegar hún heyrði fótatak. Lykli var snúið I skránni og Þór Hedman stóð á þröskuldinum. Hann togaði hana inn í anddyrið, hneppti frá henni kápunni með æfðum höndum, alltof æfðum datt Hillu oft í hug. Síðan tók hann í hönd hennar og leiddi hana inn í stofurnar. Hann dró hana að sér og kyssti hana. Hilla gekk um i herbergjum hans, tveim rykugum, dálítið vanhirtum piparsveinsherbergj- um. Henni varð þungt um hjartað eins og venjulega, hún hafði ekki smekk fyrir þann bohémeanda sem lýsti sér í sóðaskap og var vantrúuð á fegurðardýrkun listamannanna eftir að hafa komið inn á heimili þeirra: hún gat ekki gleymt óþrifnaðinum þegar henni var sýnd fegurðin. Birta, hreinlæti voru henni skilyrði fyrir fegurð. " ’ 'J „Er ég að trufla þig?“ spurði hún. „Þú truflar mig meira þegar þú ert ekki hérna. .. .“. Hilla þagði. Þetta var þeim stöðugt deiluefni síðau hún yfirgaf Hinrik: að hún vildi ekki flytja til hans, fyrr en búið var að ganga form- lega frá skilnaðinum. Það var einhvers konar hollusta við Hinrik sem hindraði hana í því; meðan hún bar nafn hans varð hún að gæta mannorðs síns og búa ein. Þetta var auðvitað heimskulegt formsatriði, sem þau fóru í kring- vim hvað eftir annað, en Hilla hélt samt fast við það. Hann horfði rannsakandi á hana. Og loks spurði hann: „Er það komið í lag?“ Hilla svaraði ekki. En þegar hann hélt áfram að horfa spyrjandi á hana, beygði hún höfuðið til samþykkis. Það varð dálítil þögn. Hilla hafði ekki vænzt neinnar sérstakrar hrifningar, en ekki heldur þöguls kæruleysis. „Hvenær kemurðu fyrir fullt og allt?“ hann loks. 1 „Ég er hjá þér....“ „Hvenær kemurður fyrir fullt og allt ?“ Hilla leit aftur í kringum sig. Herbergi henn- ar á pensjónatinu var ekki til að státa af, en það var hreinlegt og snyrtilegt. „Verðurðu að búa hér áfram?“ spurði hún. „Það fer vel um mig hér. Komdu og sjáðu?" Hann dró hana með sér a‘ð glugganum og það var ekki hægt að neita því að útsýnið var dá- samlegt. En var til lengdar hægt að láta sér nægja að horfa út um gluggann? Megnið af tímanum horfði maður á herbergið. „Og svo er þetta ódýrt“, bætti hann við. Hilla bældi niður andvarp. Vonleysi sem nálg- aðist örvæntingu gagntók hana, þungur, grár ömurleiki. Þetta var gott fyrir rómantíska ungl- ingsstúlku, en tæplega fyrir borgaralega frú sem hafði vanizt vissum þægindum. Henni fannst hún eins og fangi sem var leiddur inn í klefa: þú átt að kunna vel við þig hér, þetta er heimili þitt, Að vísu stóðu dyrnar ennþá opn- ar, en þó aðeins í orði, því að hvert gæti hún leitað ? Hér átti hún þá að setjast að? Eins og þús- und aðrar konur í Stokkhólmi í lausum sam- böndum, en þær höfðu þó flestar atvinnu í aðra hönd, ef maðurinn þreyttist á þeim. Hér átti hún að elda matinri handa Þór, þvo og stoppa sokkana hans, fara í búðir og á torgið og gera innkaup, eins ódýr og hægt væri.... Andartak fann hún til svima.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.