Þjóðviljinn - 10.09.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. sept. 1950. ÞJÖÐVILJIN N Mótunin, sem hitti í mark Fyrir tveimur árum hélt all- mikill hluti verkalýðsins ís- lenzka. að hann væri að þjóna eigin hagsmunum með því að kjósa fylgismenn núverandi Al- þýðusamb.stj. á sambandsþing. Þetta verkafólk varaði sig ekki á blekkingum hins samstillta áróðurs borgarastéttarinnar og flokka hennar. Það gerði sér ekki Ijóst, að kjörorð aftur- haldsins þá um að fella kom- múnistana, var í rauninni kjör- orð um að lækka gengið og lækka kaupið. Nú er þetta komið á daginn. Gengið var fellt um tvo fimmtu, og síðan hefur dýrtíðin farið eins og logi um akur, en geig- vænlegt atvinnuleysi blasir við verkalýðnum. Enginn er leng- ur öruggur um atvinnu sína. ' Það getur hent beztu menn að láta blekkjast einu sinni. En lærdómar tveggja ára þjón- ustu Alþýðusambandsstjórnar við yfirstéttina eru alitof til- finnanlegir til þess að nokkur verkamaður eða verkakona hafi efni á að láta blekkjast í ann- að sinn. ★ Menn hafa kannski ekki tek- ið almennt eftir því, en stjórn Alþýðusambandsins héfur énn ekki sem slík mótmælt gengis- lækkunarlögunum. Þegar Al- þingi spurðist fyrir um álit ASl á gengislækkunarfrumvarp- inu, var látið nægja að Jón Sig- urðsson sendi þinginu fáeinar línur með nokkrum hreystiyrð- um, en svo sem kunnugt er hefur sá maður sérstakan smekk fyrir það að setja nafn- ið sitt undir tilkynningar sam- bandsstjórnar. Verkalýðsráðstefnán, sem haldin var í marz s. 1. var sam- ankvödd vegna eindreginna krafna verkalýðsfélaganna. Á þessari ráðstefnu héldu sam- bandsstjómarmenn samheldn- inni mjög á lofti. En þeir stilltu jafnframt svo til, að ráðstefn- an var kvödd saman og henni slitið rétt áður en gengislækk- unarlögin voru samþykkt. Og þegar sambandsstjórnin fékk á- skorun — fyrir samþykkt geng- isfellingarinnar — um eins dags allsherjar mótmælaverkfall, þá hafði hún engan tíma til funda- halda fyrr en eftir setningu lag- anna, þegar augnablikið var hjá liðið! Þannig hefur sambandsstjóm in haft raunverulegt samspil við yfirstéttina, skref af skrefi, og gert henni sem þægilegastar allar árásir hennar á lífskjör verkalýðsins. Þegar líða tók að nýjum kosn- ingum til Alþýðusambandsþings taldi stjórn ASl sig þurfa sér- stakan undirbúning til þess að halda velli. Hann var fólginn í máíamyndabaráttu gegn geng- islækkunarlögunum. Tækifærið kom, þegar ríkis- stjórnin ákyað í júlí s. 1. að stinga aukreitis nokkrum vísi- tölustigum í vasa atvinnurek- enda. Öllum laiudslýð skyldi «ýnt, hvemig sambandsstjómin verði hagsmuni verkalýðsins. 21. júlí sagði Helgi Hannes- son í Alþýðublaðinu, að verka- lýðurinn yrði að leggja til bar- áttu um allt land til þess að fá uppborna „alla þá kjararým- un, sem gengisfellingin hefur orsakað“. Daginn eftir sendi stjórn ASÍ út bréf til allra sam bandsfélaga, þar sem þau eru hvött til að segja upp samning- um með „kaupgjaldsbaráttu fyrir augum“ til þess „að fá uppborna þá kjararýrnun, sem alþýða manna hefur orðið fyrir af völdum gengislækkunarinn- ar“. Stjórn ASl virtist vera á leið- inni að taka mikla jóðsótt. Eins og vænta mátti, brugðu samein- ingarmenn í verkalýðsfélögun- um skjótt við, lýstu yfir fullu Samþykki sínu við hinar yfir- lýstu fyrirætlanir ASl-stjóm- ar og lögðu til gagngerar ráð- stafanir til að tryggja skjótan og öruggan sigur. ★ En það voru einnig aðrir, sem brugðu skjótt viÖ og vissu, hvernig þeir áttu að taka hinu skyndilega upphlaupi ASÍ- stjórnar. Það var Ihaidið, auð- stéttin. Strax þann 21. júlí skrifaði „Vísir“ m. a. þetta: „Það virðist vera kominn tími til, að stjórnin hætti að hlaða undir og taka tillit til broddanna í Alþýðuflokkn- um“. Tveim dögum síðar, 23. júlí, fer Morgunblaðið allt í einu að spyrjast fyrir um Innkaupa- stofnun ríkisins. Og 26. júlí spyr Morgunblaðið, hvort Al- þýðublaðið vilji ekki vera svo jelskulegt“ „að komast yfir upplýsingar um þann sparnað, sem leitt hefur af Innkaupa- stofnuninni“ undir stjóm Finns Jónssonar. Og daginn eftir upplýsir svo „Vísir“ að „Alþýðuflokkurinn hefur af annarra náð fengið nokk- ur ítök í stjórn Alþýðusam- bandsiqs og fær að leika þar tiltölulega lausum hala“. „Vísir“ og „Morgunblaðið" hittu beint í hjarta Alþýðufl.- broddanna. Það sem þau sögðu var þetta: Þið fáið bara að leika „til- tölulega“ lausum hala í Al- þýðusambandinu, en ef þið ætl- ið að fikta við gengislækkunar- lögin, þá tökum við bitlingana Framhald á 7. síðu. Sk áh Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Lausn á skákdæmunum í síðasta þætti: Hvítur mátar í öðrum leik. 1. H. Petersen. Kd2, Db4, Rd4, Ke4, Pd5. 1. leikur er De7. 2. H. Petersen. Kd7, Dh7, Re6, Rg4, Pg2 ; Kf5, Pc7, Pg6. Hvít- ur mátar í 2. leik. 1. leikur er Kc6! ' j ' Hér koma tvær nýjar. 3. Erik Paulsen. Hvítt: Kd8, Ðb3, Ba6, Rc5, Re4. Svart Ka5, Pc6, Pc7. Hvítur á leik og á að máta í 2. leik. 4. E. Gize. Hvítt: Ke4, Da4, Hb6, Bd6. Svart: Ka8, Hb8, Pa7, Pb7. Hvítur á leik og á að máta í 2. leik. Lausnir koma í næsta þætti. I dag birtast tvær skákir frá Norræna skákmótinu án nokk- urra skýringa. Meistaraflokkur. Friðrik Ólafss. V. Rasmussen. 1. d2—d4 Rg8—-f6 ; 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 B18—b4 4. a2—a3 Bb4xc3 Áhugal'iósmyndarinn áf Bg| «t|J 5. b2xc3 0—0 6. e2—e3 c7—c5 7. Bfl—d3 d7—d6 8. Rgl—e2 e6—-e5 9. í2—f3 Dd8—e7 10. e3—e4 Rf6—e8 11. Ddl—c2 Rb8—c6 12. 0—0 b7—b6 13. f3—f4 f7—Í6 14. Bcl—e3 Bc8—a6 15. Re2—g3 c5xd4 16. c3xd4 g7-g6 17. d4xe5 d6xe5 18. c4—c5 Ba6xd3 19. Dc2xd3 Kg8—g7 20. Dd3—d5 De7—b7 21. f4xe5 Ha8—d8 22. e5xf6 Re8xf6 23. Dd5—g5 Rf6—g8 24. c5xb6 a7xb6 25. Hal—cl Hf8xfl 26. Hclxfl Hd8—d3 27. Be3—cl h7—h6 28. Rg3—f5 Kg7—h7 29. Rf5xh6 Hd3—d7 30. Rf6xg8 Kh7xg8 31. Dg5xg6 Hd7—g7 32. Dg6—^e6 Kg8—h7 33. Hfl—f6 Gefið Drottningarbragð Norræna skákmótið, 1. flokkur 29. júlí Birgir Sigurðsson A. W. Olson 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 c7—c6 3. Rbl—cS Rg8—Í6 4. Rgl—f3 e7—e6 5. Bcl—g5 Rb8—d7 6. e2—e3 Dd8—a5 7. RfS—d2 Bf8—b4 8. Ddl—c2 0—0 9. Bg5—f4 Hf8—e8 10. Bfl—d3 h7—h6 11. 0—0 Rf6—h5 12. Bf4—e5 Bb4xc3 13. b2xc3 d5xc4 14. Rd2xc4 Da5—d8 15. f2—f4 Rh5—f6 16. Hal—bl b7—b5 17. Rc4—d6 Rf6—d5 18. Bd3—h7 Kg8—f8 19. Re5xf7! Rd5xe3 20. Dc2—g6 Rd7xe5 21. f4xe5 Dd8—d7 22. Rf7—d6 Re3—f5 23. g2—g4 Kf8—e7 24. g4xf5 e6xf5 25. Dg6xg7f Ke7—d8 26. Dg7xd7f Gefið T'.Ht&Cr' Viðurkenning skilyrði fyrir rannsókn Útvarpið í Peking sagði í gær að engri rannsóknarnefnd frá SÞ yrði hleypt inní Kína til að rannsaka kæru Kínastjórn- ar á hendur Bandaríkjaflug- her fyrir árásir á borgina Antung í Mansjúríu. Sagði út- varpið, að meðan meirihluti SÞ meiuaði fulltrúa. Kínastjórn ar áð, taka sæti landsins hjá SÞ væri ekki hægt að ætlast til að rannsóknamefnd frá SÞ yrði hleypt ioní, iandið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.