Þjóðviljinn - 10.09.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1950, Blaðsíða 1
15. árgangar. Sunnudagur 10. sept. 1950. 199. tölublað. Sýningu Krístjáns Davíðssonar lýkur í kvöld Málverlíasýningu Kristjáns Davíðssonar í Listamannaskál- anum lýkur í kvöld, en sýn- ingin er opin i'rá kl. 10 til 22. Á 6. hundrað manns hafa séð sýninguna og 12 málverk selzt. Afturhald Frakkfands undirbýr faslst- iska árás gegn verkalýðshreyflngunni og Kommánistaflokki Frakklands Kommúnistaflokkur Frakklands hefur brýnt fyrir félögum sínum að vera á verði gegn öllum tilraunum ríkisvaldsins til árása gegn ílokknum. „Við höfum fengið áreiðanlegar fregnir um að verið sé að undirbúa stórfelldar „uppljóstranir” er nota eigi sem tilefni til ofsókna gegn flokkm um", segir í aðalblaði kommúnistaflokksins „Hum- anité". Talið er að hermálaráðherr- ann Jules Moch stjórni þessum aðgerðum. Verið er að undirbúa falsskjöl sem eiga að afsaka árás á verkalýðsstéttina, lýð- ræðið, friðarsamtökin og kom- múnista, meðan þjóðþingið er ekki að störfum. Er hinum fyr- irhuguðu aðförum líkt við rík- isþinghúsbrunann í Berlín, er þýzku nazistarnir framkvæmdu og notuðu sem átyllu til að banna Kommúnistaflokk Þýzka- lands. Humanité hyetur meðlimi flokksins til að varast allar ögr- anir yfirvaldanna. Athyglisvert er að blaðið birti aðvaranir þessar áður en kom til hinna víðtæku fangelsana erlendra kommúnista í Frakklandi sem skýrt hefur verið frá í frétt- um undanfarna daga, en flest- ir þeirra eru útlagar frá Spáni, er dvalið hafa í Frakklandi, ým- ist í fangabúðum eða undir ströngu eftirliti — enda þótt „sök“ þeirra sé sú ein að hafa barizt fyrir málstað lýðræðisins gegn fasistískri villimennsku Francos. FASISTARNIR OG STJÓRNARVÖLDIN VINNA SAMAN Frönsku fasistarnir hafa heldur ekki legið á liði sinu und anfarið til að skapa nauðsyn- legt hugarfar fyrir árás Jules JULES MOCH hcrmálaráðherra Frakklands Mochs. Tilræðisalda hefur geng- ið yfir Frakkland, er ber þess öll merki að hinir fasistísku til- ræðismenn telji sér vísa vel- vild yfirvaldanna. Þannig voru gerð fjögur sprengjutilræði í Nizza hinn 11. ágúst s. 1., er franskt og ítalskt æskufólk var að koma saman til friðarfund- ar. Þremur sprengjum var varp að að flokkshúsum kommún- ista og fjórðu að bíói sem var til afnota fyrir æskulýðsmótið. Samspilið milli tilræðanna og yfirvaldanna kom skýrt fram er. ríkisstjórnin fyrirskipaði að banna friðarfundinn. Daginn eftir, 12. ágúst, réðst hópur fasista inn á ritstjórnar- AiþýSuhernum veitir hvar- vefna betur i Kóreu VEarðir hardagar iim Taegia Harðir bardagar eru enn háðir á Taeguvígstöðvunum í Kóreu, og nálgast alþýðuherinn borgina enda þótt Bandaríkja- menn leggi allt kapp ,á að hefta framsókn hans. Aðalþungi sóknarinnar er að austan. Segir í bandarískum fregnum að þegar sé farið að hlaða sandpokavirki í borginni, sem undir- búning götubardaga. Á vígstöðvunum við Yongihon og Kyongju veitir alþýðu- hernum einnig betur, en Sandaríkjamenn segjast balda báð- um þeim borgum. skrifstofur blaðsins Action í því skyni að myrða hinn þekkta friðarfrömuð Yves Farge. Hann var þar þá ekki svo árásar- mennirnir urðu að láta sér nægja að eyðileggja allt sem inni var. Þeir skildu svo ræki- lega slóð eftir að 12 þeirra handtók lögreglan. Flestum var þó sleppt strax og einn þeirra, Michel Leros, hrópaði á lög- reglustöðinni er hann var lát- inn laus: „Þetta tókst okkur vel, en betur skal það takast næst!“ Svo öruggir cru fransk- ir fasistar um vernd ríkisstjórn- arinnar. 1 Cannes var framið morðtil- ræði við íhaldssaman borgar- stjóra vegna þess að hann hafði leyft að halda friðarfund á íþróttavelli! Finnsk borgara- blöö hæðast að striðsæði Trumans Finnsk borgarablöð henda gaman að enn einu dæmi um stríðsbrjálæði Bandarikjanna, í frásögn af því er tvö finnsk skip „Sirius“ og Hamina“ voru stöðvuð úti fyrir Fíladelfíu og vandlega leitað í þeim að kjarn- orkusprengjum! Þá fyrst er þeirri leit var lokið fengu skip- in að fara inn í höfnina. Blaðið Ilta-Sanomat segir m. a.: „Ríkisstjórn Bandaríkjanna má treysta því að enn líða nokkur ár þar til hinar litlu stríðsskaðabótaverksm. Finna eru orðnað þess umkomnar að framleiða kjarnorkusprengju eða kjarnorkuvopn „made in Finland“. Engu er líkara en kjarnorkuæðið sé farið að tutla í taugarnar á Bandaríkjamönn- um“. Það var snemma í ágúst að Truman forseti staðfesti lög sem gefa Bandaríkjastjórn víð- tæka heimild til að vernda hafn ir í Bandaríkjunum fyrir kjarn- orkuárásum. Lögin gefa forseta vald til að fyrirskipa eftirlit með öll- um erlendum skipum í banda- riskri iandhelgi og varúðarráð- stafanir við hafnir og strendur Bandaríkjanna ef hann telur að Bandaríkin séu í hættu að lenda í stríð. 54 rl MILUONUM króna í erlendum gjaldeyri hefur nú verið kastað í sjó- inn með stöðvun 28 nýsköpunartogara um hábjargræðis- tímann. Hversu geigvænleg og vitfirringsleg þessi sóun er síst bezt ef hún er borin saman við innflutningsþarfir þjóðarinnar á ýmsum helztu nauðsynjum í heilt ár. Fer hér á eftir skrá yfir þarfir Islendinga af helztu nauðsynjum í heilt ár, og er þá miðað við innflutnings- áætlun Fjárhagsráðs frá síðasta ári: Korn, skcpunfóður og annað kornmeti Kaeffi, te, kakó, sykur, krydd Hverskyns vefnaðarvara Hverskyns skófatnaður Hverskyns byggingarefni og byggingarvörur Allar rekstrarvörur til útflutn.atvinnuveganna Benzín og olíur 34.5 millj. 14.7 millj, 59.5 millj. 9,5 millj. 86.7 millj. 56.6 millj. 58.7 millj. Landbún.vélar og aðrar gjaldeyrisþarfir landb, 26,4 millj. Skip, vélar og varahlutir 111,4 millj. Búsáhöld og verkfæri 10,7 millj. Allt hráefni til iðnaðarins 38,1 millj. Sápur, sódi og aðrar hreinlætisvörur 2,7 millj. Allar pappírsvörur 10,8 millj. Tóbak 9,1 millj. Tilbúinn áb'urður 10,1 millj. Með öðrum orðum: Það hefur verið kastað í sjóinn nærri tveggja ára skammti af kornvörum. Það hefur verið kastað í sjóinn nærfellt fjögurra ára skammti af kaffi, te, kakó, sykri og kryddil Það hefur verið kastað í sjóinn nærri heilum árs- skammti af allri þeirri vefnaðarvöru sem Iandsmenn þúrfa að nota. 1 Það hefur verið kastað í sjóinn öllum þeim skó- fatnaði sem landsmenn þurfa að nota í sex ár. Það hefur verið kastað í sjóinn eðlilegri 9 mánaða notkun af byggingarefni og byggingarvörum. Það hefur verið kastað í sjóinn öllum þeim gjald- eyri sem þarf til útflutningsframleiðslunnar í heilt ár. Það hefur verið hellt í sjóinn ársþörf landsmanna af olíum og benzíni. Það hefur verið kastað í sjóinn öllum þeim gjald- eyri sem Iandbúnaðurinn þarf í tvö ár. Það hefur verið hent í sjóinn öllum þeim vélum og varahfutum og þeim skipum sökkt sem væri eðlileg ný- sköpun landsmanna á hálfu ári. Það hefur verið hent í sjóinn fimm ára birgðum af búsáhöldum og verkfærum. Það hefur vcrið kastað í sjóinn öllum þeim hrá- efnum sem iðnað’urinn þarf í hálft annað ár. Það hefur verið kastað í sjóinn öllu því sem þjóðin þarf af sápu, sóda og öðrum hreinlætisvörum í tutt- ugu ár, Það hefur verið kastað í sjóinn öllum þeim pappír sem þjóðin þarf að nota í fimm ár. Það hefur verið hent í sjóinn öllu því tóbaki sem íslendingar nota á sex árum. Það hefur verið hent í sjóinn öllum þeim áburði sem þjóðtn þarf til ræktunar í rúm fimm ár: Hvcisk Iengi á þessi vitfimng að Iialda áfram?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.