Þjóðviljinn - 17.09.1950, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVÍLJIN N
Sunnudagur 17. sept. 1950.
Sighngin mikla
Siglingin mikla er framhald
af Dauðsmannsey sem út kom
í fyrravor, hjá Heimskringlu.
(Eitt bindi enn er væntanlegt.
Ef trúa má þeim er skrifaði hér
:í blaðið um Dauðsmannsey i
fyrra, þá er það réttlætismál
að vera stuttorður um Sigling-
una, og láta heldur langlokuna
bíða unz sagan er öll. Mun und-
irritaður fullnægja því réttlæti,
enda er honum enn óljós sá
þáttur verksins sem jafnan
verðskuldar lengsta ræðu —
hvort hann er góður eða illur:
tilgangurinn, markmiðið. Og
þó þarfnast hann lengstra ræðu
ef hann að síðustu lokum fyrir-
finnst enginn.
Siglingin mikía hefst í fjör-
unni undan Sauðavíkurkaup-
túni og lýkur við hafnarbakk-
ann í Kviabekk í Ameríku. Ó-
feigur grallari og hans fólk er
komið til sjós, og á hafi úti
gerist þessi hluti sögunnar nær
allur. Það er þröngt svið í tíma
— og í rúmi að því leyti að
allir eru skipinu bundnir, nema
þeir sem deyja á leiðinni. Þeir
fá heimshafið til umráða, og
síðan himininn. Ein í þeim hópi
er Seljalandssigga sjálf, og virð
ist' nú úti um trú dauðsmanns-
eyjardómarans á hlutverk henn
ar í lífi Sigga Guddusonar, og
þarf þó ekki svo að vera. Lif-
andi maður sigrar aldrei minn-
ingu sína, og þess vegna er lík-
ið sterkasti aðili lífsins þegar
það beitir sér. Þannig getur
enn orðið framhald á þeirri
sögu í sögunni. Er þetta enn
sem komið er fegursti þáttur
hennar, og sá listsannasti.
Ófeigur grallari, kvennamað-
urinn og slarkarinn, tekur
stakkaskiptum á þessum sjó.
Hann hefur lengi dútlað við
eilífðarvél sína. Nú snýr hann
sér að þeirri torveldu grein
stærðfræðinnar sem heitir heila
brot. „Hvað hefúrðu verið að
gera alla þína ævi? spurði Ó-
feigur Snorrason sjálfan sig og
tók hryssingslega í nefið.“
Hann reiknar það dæmi ekki til
endanlegrar útkomu að sinni,
on á skipinu ei' maður. dr.
Stefán Ritur-Skagalín, sem
blæs hann fullan af ofur-
inennishugmyndum, svo að
séníið ætlar að yfirgefa
þann pöpul, skríl, sem er
kona hans og börn og aðrar ís-
landsmanneskjur á þessu skipi,
fara til Síkagó, ljúka eilifðar-
vélinni og selja hana fyrir 19
milljónir. En af óútskýrðum á-
stæðum drekkur hinn nýstofn-
aði bindindismaður, Ófeigur
Snorrason, sig fullan undir
ferðalok. Það er ekki prófessor
dr. Stefán Ritur-Skagalín sem
ekur honum brott frá skipsfjöl
til að sigra Vesturálfu, held-
ur stýðja þær hann drukkinn
upp hafnarbakkan, eiginkonan
Sigurfljóð og ljósan Guðrún í
Öxl. — Enn er mér þessi per-
sóna spurn og gáta. Eða kem-
ur það til mála að þessi saga
sé að nokkru leyti táknræn,
symbólsk? Er þetta arma fólk
í Sáttmálsörkinni öfug spegil-
mynd þess lýðs á Islandi sem
nú er á leið til Ameríku — í
andanum, með sjálft líf og
frelsi lands og þjóðar í vasan-
um? ,,Og bak við þá heillandi
upplúkningu sem jafnan fylgdi
máli Guðrúnar í Öxl fann hver
einasta manneskja snertingu
hins dýpsta trega: öllu þessu
höfum við glatað.“ Fjallar þessi
saga öðrum þræði um það gull
sem við erum að láta glata fyr-
ir okkur núna, dýrmætin sem
við látum fína fólkið í landinu
stela frá okkur og hafa • brott
með sér í sálarsiglinguna
miklu heim til dollarans og
skýjakljúfsins ? Spurning mín
er hikandi og hrædd. Því mið-
ur finnst henni hún vera spurð
í bláinn.
Þetta er vel skrifuð bók,
gædd mikilli ljóðrænni fegurð
í stíl. Hinum þræðinum er stíll-
inn hressilegur, beittur, snögg-
ur, dálítið borginmannlegur
með köflum. Um mannlýsing-
arnar gildir hið sama og í
Dauðsmannsey. Þær eru skýrar,
umleiknar svala af heiði. Þess
ber þó að geta að hverri per-
sónu fyrir sig eru oft gerð
Jónas Hallgr.son spurði sig eitt
sinn þeirrar spurningar, hvort
hann ætti nú heldur að halda
inn í hamarinn svarta eða út
betur til Eggerts kunningja
síns, út í heiðið og ljómann. Eg
veit ekki hvers vegna Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson nefnir smá-
sagnasafn sitt Á krossgötum.
En hafi hann einhvers staðar
að baki bókar sinnar staðið á
svipuðum vegamótum og Jónas
fyrir Ólafsvíkurenni, þá virðist
hann þegar hafa valið veginn
inn 1 hamarinn. A. m. k. leikur
enginn ljómi um þessa bók.
I bókinni eru 10 smásögur.
10 smáar sögur. Sú fyrsta heit-
ir Rauðir seðlar (það var fyrir
eignakönnunina), og hermir frá
verkamannshjónum á hernáms-
árunum, hvernig Jósep Jónsson
kemst í setuliðsvinnu, hvernig
hann verður verkstjóri, mokar
upp peningum, lagar til í hús-
inu sínu, fær bíl, hvernig hjón-
in fara að drekka og lifa hátt,
hvernig húsið þeirra brennur og
ekkert er eftir nema nokkrir
rauðir seðlar i banka. Þetta er
stuttur reyfari, átakalítill eins
nokkuð einhliða skil, mest á-
herzla lögð á einn þátt skap-
gerðarinnar. Sagan í heild verð
ur þannig auðugt persónusafn,
þótt hver þeirra um sig lifi ekki
riku lífi né margslungnu. Enda
er þetta fólk statt á þeim slóð-
um í lífinu þar sem spurning-
una um að vera eða vera ekki
er eðlilegra að orða sem spurn
ingu um líf eða dauða.
Er ekki nokkuð hæft í því að
öll hin ágæta kímni stílsins og
sögunnar dragi úr tragískum
áhrifum hennar? Þetta skyldi
þó aldrei vera leikur eftir allt
saman ?
En það er sama hvers ég
spyr um þessa sögu að lesnu
öðru bindi hennar. Mér gefst
ekki fullgilt svar fyrr en á
næsta ári, og skal víst sýnast
rólegur þangað TTl. Þó *er ekki
því að leyna að það er í mér
geigur. Að hvaða ósi fellur
þessi saga? Og eru þá nógar
gátur bornar upp um sinn.
B. B.
og vera ber um þá tegund bók-
mennta, og segir ekki meira en
orðin greina. Auk þess sýnist
manni nú að frásögn af spill-
ingu og vellystingum hernáms-
áranna geti komið í verðskuld-
aðri stað niður en hjá verka-
mannshjónum í úthverfi Reykja
víkur. En þetta er sem sagt
eina sagan sem verkalýðssinn-
inu V. S. V. kann að segja frá
stríðsárunum. Sannast það enn
að vegir Guðs eru auðraktir
hjá vegum sumra barna hans.
Sagan af litla drengnum sem
ekki vildi fara heim aftur er
að stofni og hugmynd efni í
allgóða . sálarlýsingu. En það
eru á henni a.m.k. tveir mikl-
ir gallar. Annar er sá að höf-
undur veldur ekki tungutaki
barns nema með höppum og
glöppum. Hinn galiinn er til-
koma englanna undir lokin.
Hún er svo gjörsamlega út í
hött, svo fullkomlega misheppn
uð, að það hlýtur að þurfa al-
veg sérstakan .skáldskaparkjark
til að láta slíkt frá sér fara
— og kynna síðan bókina í út-
varpi einmitt með þessu engla-
k KROSSGÖTUM
Skák
Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
• +0
Skákþáttur, 16. september 1950.
Bronstein vann
Boleslafskí.
Samkvæmt frétt í sænsku
blaði lauk einviginu milli Bron-
steins og Boleslafskís með sigri
Bronsteins í 14. skákinni. Leik-
ar stóðu jafnt eftir 12 skákir
og hin 13. varð einnig jafntefli,
en þá 14, vann Bronstein í 30
leik. Það ve^ður því Bronstein
sem teflir einvígi við Botvinnik
um heimsmeistaratignina, og á
einvígið að fara fram á fyrri
hluta næsta árs.
Ein skák frá Norræna
skákmótinu.
Hér kemur skákin milli Guð-
mundar Ágústssonar og Palle
Nielsen, sem lofað var í næst-
síðasta þætti. Palle Nielsen tefl
ir skákina ágætlega, hann fær
frjálsari stöðu en Guðmundur
upp úr byrjuninni, nýtir hana
vel og sækir á. I 21. leik tekst
honum að brjóta varnargarð
svarts með mannfórn og eftir
það verður örðugt um varnir.
P. Nielsen. G. Ágústsson.
Spænskur leikur,
tefldur í síðustu umferð N.s.
1. e2—e4 e7—e5
2. Kgl—Í3 Kb8—c6
3. Bfl—b5
4. Bb5—a4
5. 0—0
6. d2—d4
a7—a6
Kg8—f6
Bf8—e7
b7—b5
Hér má einnig leika e5xd4 7.
e5 Re4 8. Hel Rc5.
7. Ba4—b3 d7—d6
8. c2—c3 0—0
9. Hfl—el Rf6—d7
Tilgangur þessa leiks og
þeirra næstu er að valda peðið
á e5 svo örugglega að það geti
staðið óhaggað hvað sem á dyn
stússi. — Eg held Blá glugga-
tjöld sé skársta sagan. Það er
að vísu háborgaraleg rit-
mennska að sleppa hend-
inni af. fátækum alþýöu-
manni, sem slí'kum, eins
og Vilhjálmur gerir í þessari
sögu, en vefja sjáifan sig í þess
stað í ástaflækjum, en eigi að
síður er sagan sómasamlega
byggð. Endirinn kemur manni
á óvart, um leið og hann bregð-
ur þó Ijósi á einstök atriði sem
maður áttaði sig. ekki á, fyrr í
sögunni. Bróðurleit má líka
lesa, enda falli maður ekki í
þá freistni að gera óhóflega
strangar kröfur til höfundarins.
Svo koma aftur reyfarar eins
og Blessaður gamli maðurinn,
Áning og Síðasti blossinn
(hvernig er það með aldur kaup
mannsins þar?). Silfurbjöllur
er ævintýri sem brestur það að
vera dýrlega skrifað, enda er
stíllinn allur heldur hversdags-
legur, tilþrifalítill, og nær sér
aldrei á neitt verulegt listar-
strik. Sama er að segja um mál
ið. og er það þó líklega hlut-
fallslega skárra en stíllinn.' En
hastarlegar eru setningar á
Framhald á V7 .síðu.
ur. Gállar þessarar áætlunar
eru þeir að svörtu mennirnir
hafa lítið svigrúm.
10. Rbl—d2
11. Rd2—fl
12. Bb3—d5
13. Rfl—e3
14. Re3—g4
15. Rf3—g5!
16. f2—f4!
17. f4xe5
18. Bd5xb7
19. f4—f5
20. Ddl—f3
Be7—f6
§7-g6
Bc8—b7
Bf6—g7
Kg8—h8
Dd8—e7
Re6—d8
d6xe5
Rd8xb7
Rb7—d8
f7—f6?
h6 er heldur ekki gott: 20. —
h6 21. Dh3 h5, og nú Rf2 og
g2—g4.
21. Rg5xh7!
Þessi fórn ræður úrslitum.
21........ Kh7—g8
22. DÍ3—h3f Kh7—g8
23. f5xg6
Peðið er manns ígildi og svart
ur verður að hafa sig allan við
til þess að forðast mát.
23...... Hf8—e8
24. Dh3—h7f Kg8—f8
25. Bcl—h8!
Hvítur hótar Dh8 mát. Svart
ur getur með naumindum var-
izf því, en missir manninn aftur
við illan leik.
25........
26. Kgl—hl
27. Bh6xg7f
28. Dh7—h8f
29. Dh8xg7t
30. Hal—dl
31. Dg7xí6
32. Df6xe7
33. Hel—fl
Skákdæmin.
5. Erik Poulsen. Hvítt: Ka6,
Df5, Hd3, Bb2 Ra3, Rc4. —
Svart: Ka2, Hal, Pb4.
Hvítur á að máta í 2. leik.
6. Paul Thomsen Hvítt: Ke3,
Dg7, Ba4, Re5. — Svart: Kd5.
Hvítur á að máta í öðrum
leik.
Lausnir.
3. Erik Poulsen. Hvítt: Kd8,
Db3, Ba6, Rc5, Re4, Kao, Pc6,
Pc7.
1. Dg4 Kb6 Dxc7 mát.
Kb4 2. Dc3 mát.
4. E. Gize. Ke4, Da4, HbG,
Bd6; Ka8, Hb8, Pa7, Pb7
1. Dc6 bxcö 2. Hxb8 mát.
axbö 2. Da4 mát.
a6 eða aö 2. Ha6 mát.
Leitin að „Geysi"
Framhald af 8. síðu.
gengu á Vatnajökul í- gær en
urðu frá að hverfa vegna veð-
urs, sem fór versnandi eftir
því sem á kvöldið ieið. Myndir
voru teknar af leitarsvæðum úr,
lofti, ef ske kynni að þær leiddu
eitthvað í ljós sem mannlegt
auga fengi ekki greint. Stjórn-
aði Ágúst Böðvarsson mynda-
tökunni.
Slysavarnafélagið hefur nú
tilbúna björgunarsveit, sem m.
a. er skipuð fallhlífarmönnum
og verður hún flutt austur ef
vart verður við hina týndu flug*«
véL ,
De7—c5t
Rd8—e6
Re6xg7
Kf8—e7
Ke7—d8
Dc5—e7
Kd8—c8
He8xe7
Gefst upp.