Þjóðviljinn - 17.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1950, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. sept. 1950. iiw^MnMMn/wuvuvwwwuwuwiAnMwvvwuiAiwuv%n^vwuvvwwvuw/u%njvuwu,uvuv Bækur gegn afborgun Islendingasagnaútgáfan hefur nndanfarna mánuði selt bæknr sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. Ég undirrit.....óska að már verði sendar Islendinga eögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snoriu-Edda og Eddulyklar (4 bækur), aamtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr, 155.00 að viðbættu öllu mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem póstburðar- og kröfugjaldi og afg=nginn i næstu 11 greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það Ijóst, að bækumar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt ti[ að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að elnhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Lltur á bandi ósfcast Svartur Brúnn Bauður StrUdð yflr það sem ekfcl á við. Nafn .. Staða .. Heimili tJtfyllið þctta áskriftarform og sendið það til átgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bókum, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum — þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bæknr um er að ræða. Aldiei hala íslenzknm bókaunnendum verið boðin slík kostakjör sem þessi. Islendingasögurnar inu á hvert islenzkt heimili. íslendingasagnaútgáfan h. f. Símar 7508 og 81244 — Túngötu 7. Gertrnd Lilja: Hamingjuleitin UWJVWWVW 52. DAGUK. Þjóðviljann vantar ungling til að bera biaðið.til kaupenda við Vogahverfi og Eskihlíð Þjóðviljinn. sími 7500. ið í nánu sambandi við hinar horfnu persónur. Það kom fyrir að Marta vék úr vegi til að losna við að mæta honum. t hvert skipti sem þau hittust varð loftið þrungið af því sem þau létu ósagt. Hún vissi, að þau hugsuðu bæði um Hillu um leið og þau komu auga hvort á annað. Blóðið streymdi fram i vanga Mörtu, síðan varð hún náföl og hjarta hennar sló örar um leið og hún kom auga á hann framundan. Ótti hennar var næstum sjúklegur, nokkurs konar komplex. Áður hafði hún í augum Hinriks verið vinkona eiginkonu hans, lítilsigld kvenpersóna, en nú setti hann hana sennilega á bekk með Hillu, sem siðferðilega vanþroska konu. Innst inni var hún þó gagntekin meðaumkun með honum sem yfirgnæfði þessar hugsanir. Þegar á allt var litið mátti henni á sama standa hvað Hinrik Tómasson héldi um hana, sennilega hugsaði hann alls ekkert um hana. Veturinn dragnaðist áfram löturhægt, jólin voru daufleg. Mörtu fannst inniveran með móð- urinni eins og andleg og líkamleg byrði, and- rúmsloftið var eins og í fangaklefa. Og hún var í ævilöngu fangelsi. Ráðagerðir sínar um að læra barnahjúkrun, vinna að þjóðfélagsmálum, losna úr prísundinni með einhverjum ráðum, hafði hún fyrir löngu lagt á hilluna. Hún gat ekki látið móð.urina sitja og prjóna eina og yfirgefna. Eða — gat hún það? Allar aðrar dætur hefðu getað það, en ekki Marta. Það var um seinan. Hún megnaði ekki að rífa sig,lausa, hún horfði aðeins sljó- um augum í kringum sig í fangaklefanum og dreymdi ekki einu sinni um frelsi og flótta. En einn daginn hafði hún þó neytt allrar orku sinnar og skrifað bróður sínum bréf. Systkinin höfðu aldrei staðið í sérlega nánu sambandi hvort við annað, en hann var ungur og hafði sinni köllun að gegna, hann hlaut að skilja sjónarmið hennar, skilja að henni var að- gerðarleysið óbærilegt. í dag hafði hún fengið svar. Gráleitt, þunglyndislegt húm febrúarmánaðar umlukti hana á göngunni, og henni fannst hún næstum eins og fangi á daglegri göngu sinni. Fangi, sem hafði verið synjað um náðun. Að lifa fyrir móðurina og gera henni ellina bjarta og þægilega, hlaut að vera henni fullnægj- andi hlutverk í lífinu, skrifaði bróðirinn. Hann hélt áfram að prédika í þessum mærðartón allt bréfið — sennilega dauðskelkaður yfir þeim hugsanlega möguleika að móðirin settist að -á heimiii hans. Hvemig hafði henni líka dottið sú heimska í hug að skrifa Lennart? Hún hefði átt að geta sagt sér sjálf hvemig svar hans yrði. Og þó virtist hún hafa gert sér vonir um ann- að. Því að bréf hans var henni eins og dauða- dómur. .... Háls hennar herptist saman, henni var örðugt um andardráttinn. Lennart! Sem lifði lífinu í hópi menntamanna, átti eiginkonu eftir sínu höfði, og heilbrigt, fallegt, gáfað barn ...... Sem fékk að liggja og hvíla sig 1 skerjagarð- inum umvafinn blíðu móður sinnar, sigla út á vélbátnum, þegar blíðan gékk of langt; fara burt strax og honum tók að leiðast, ferðast til útlanda, og umfram allt helga hug sinn og hjarta því starfi sem honum var hjartfólgið. Hvernig gat slíkur maður skilið hana? En hvers vegna voru menn svona hugmyndasnauðir og héldu að aðrir gætu látið sér nægja svo miklu minna en þeir sjálfir? Hún gat skilið kommúnista, anarkista, byltingamenn. Hún gat skilið Hillu Tómasson og alla þá menn sem gerðu uppreián og rifu sig upp úr því um- hverfi sem þeim var ætlað að stirðna í. Loks fann hún að hún var orðin dauðþreytt og sneri við. Hún var komin langt út fyrir bæ- inn. Og henni stóð rétt á sama hvað klukkan var. En þegar hún kom aftur inn i bæinn, sá hún að það hlaut að vera orðið framorðið, það var næstum ekkert fólk á ferli. I fjarska sá hún hávaxinn mann koma á móti sér, og endaþótt göturnar væru illa upplýstar, þekkti hún Hinrik Tómasson. Þau mættust fyrir utan húsið sem hann bjó í. Ef til yill var það þess vegna sem hann nam staðar. Þetta kvöld fékk Marta ekki hjartslátt, blóðið streymdi ekki fram í kinnar henni, hún stóð þarna köld og róleg við þá tilhugsun að nú átti hún meiri lífsleiða og mannfyrirlitningu en hann; henni stóð á sama um allt, ekkert skipti máli, allt var tilgangslaust eins og dauðipn. Hann heilsaði henni með handabandi. „Er ungfrú Borgström ein á ferli svona seint ?“ Hún tók í hendina á honum og fór að velta því fyrir sér, hvort hann hefði nokkru sinni séð hana nema eina. Það varð dálítil þögn. Hann leit upp í dimma gluggana á íbúð sinni.' „Hilla, vinkona yðar, gat ekki þrifizt innan þéssara veggja,“ sagði harm. Það var kald- hæðni og beizkja í röddinni. Og auðvitað var það mér að kenna, hugsaði Marta. En þegar hún sá í augu hans, hrökk hún við — þau voru full vonleysis og angistar. Hafði honum einnig liðið illa í kvöld ? Hún ætlaði að fara. Hún hefði átt að vera farin fyrir löngu, en hún hreyfði sig ekki. Það var eins og þau þyrðu ekki að skilja, af ótta við það að verða einmana á ný. Hann horfði þögull á hana. Augu þeirra mætt- rt Ð a v i ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.