Þjóðviljinn - 17.09.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1950, Blaðsíða 4
I ' I I PJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. sept. 1950. HlÓOVIUINN Útgefandl: S&melnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Síml 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 14.00 & mán. — Lausasöluverð 80 aur, elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. r Sjálfskaparvítln mega ekki endurtaka sig • Fyrir Alþingiskosningarnar í fyrrahaust sagði Þjóðviljinn aö þasr kosningar væru hin afdrifaríkasta kjarabarátta; þann 23. október yröi skoriö úr um lífskjör alþýöuheimil- anna næstu mánuði og ár. Meginþorri þjóðarinnar gerði sér ekki grein fyrir þessari staðreynd, heldur leit á kosn- ingarnar sem pólitískan leik, fjarskyldan hinni daglegu lífsbaráttu. Enda urðu úrslitin þau að styrkleikur flokk- anna innbyrðis breyttist lítið, þegar frá er skilið aö Al- þýðuflokkurinn fékk sára rassskellingu, þótt víst væri hún mildari en maklegt var. Orð Þjóðviljans um gildi kosninganna rættust á eftir minnilegasta hátt. Hver einasti alþýðumaður býr nú við langtum verri kjör en 23. október — vegna þess eins að meginþorri þjóðarinnar skildi ekki að kosningabaráttan var kjarabarátta. Og þó á þjóðin enn eftir að reyna mikið af því sem hún kallaði sjálf yfir sig með einu pennastriki í kjörklefanum. En það eru fleiri aðilar en ríkisstjómin og Alþingi sem skera úr um lífskjör almennings á íslandi. Einn veigamesti aðilinn er Alþýðusamband íslands, heildar- samtök verkalýðsins. Alþýðusamtökin geta með ötulli toaráttu og skeleggri stjórn varið lífskjör alþýðuheimil- anna og sótt fram til betri kjara á kostnað auðmanna- stéttarinnar. Ef alþýðusamtökiií eru nægilega sterk og einbeitt hafa þau vald til þess að tryggja að hlutur al- J>ýðunnar í þjóðartekjunum rýrni ekki, þrátt fyrir fjand- samlegt ríkisvald. Ógæfa íslenzkrar alþýðu hefur hins vegar veriö sú undanfarin tvö ár, að auðmannastéttin hefur bæði ráðiö yfir ríkisvaldinu og heildarsamtökum alþýðunnar, þar sem keyptir leppar hafa farið með völd. Þess vegná hafa afleiðingar Alþingiskosninganna orðið svo skjótar og þungbærar; aðalforusta verkalýðs- samtakanna var 1 höndum sjálfra andstæðinganna! í dag hefjast á ný kosningar til Alþýðusambands- þings, kosningar sem ekki eru síður afdrifaríkar fyrir lífskjör alþýðuheimilanna en alþingiskosningarnar í haust. Þess vegna má reynsla alþingiskosninganna ekki Jyrnast, heldur á hún aö vera það leiðarljós sem mótar alþýöusambandskosningarnar allar. Sú kosningabarátta ;sem hefst í dag er kjarabarátta í enn ríkara mæli en mokkrar aðrar kosningar sem áður hafa farið fram á ís- ilandi, hinir augljósu vitar eru annarsvegar stórsigrar verkalýðssamtakanna undir stjórn sameiningarmanna <og hins vegar hin algera niðurlæging tveggja síðustu ára sem náði hámarki með svikunum fyrir hálfum mánuði. Alþýðusambandskosningai'nar eru kjarabarátta, hver alþýðumaöur sem tekur þátt í þeim er að skera úr um Ilífskjör sín á næstu árum. Núverandi sambandsstjórn er ámynd hinnar dekkstu niðurlægingar og áframhaldandi ‘völd hennar eru trygging fyrir sívaxandi árásum, lækk- andi kaupi, vaxandi dýrtíð og atvinnuleysi. Þess vegna hljóta allir heilbrigðir verkalýðssinnar að sameinast um :að fella hana frá völdum við smán og aila stuðningsmenn hennar, en velja til forustu þá menn eina sem hægt er að treysta til ótrauðrar baráttu. Eftir alþingiskosningamar kom gengislækkunin. ÍSlík sjálfskaparvlti mega ekki endurtaka sig. Krossgáta nr. 33. Meiri stórhugur en nokkru sinni fyrr. B.P. skrifar bæjarpóstinum: — „Nú ætlar kratastjórnin brezka að fara að þjóðnýta stál iðnaðinn. Þetta hefur að vísu verið á döfinni í mörg ár, en hefur alltaf þótt óheppilegt, í bili, einhverra hluta vegna, og framkvæmdum hefur sí og æ verið frestað. Kratarnir í al- þýðusambandinu héma eru líka alltaf að vinna að bættum kjör um verkamanna, einkum til að vinna upp þá kjaraskerðingu sem gengislækkunin hefur haft í för með sér. Þetta hefur að vísu gengið hálfraunalega stund um, en nú ætla þeir heldur en ekki að taka ríkisstjórnina í karphúsið, ef hún lætur sér ekki segjast strax þegar þing kemur saman. • Góð ráð dýr. „En orsakir liggja til alls. Á nýafstöðnu krataþingi í Brighton kom í ljós, að ískyggi lega margir flokksmanna voru famir að hneigjast til „komm- únisma.“ Þessa daga sem liðnir eru síðan krataþinginu. lauk, hefur „kommúnisminn" vaðið uppi í Englandi, og átti hann þó ekki upp á pallborðið áður. En sem sagt, nú em góð ráð dýr. Kratamir héma hafa orð- ið þess varir, að fjöldi verka- manna, sem þeir hafa talið ör- ugga, eru ekki saklausir af „kommúnisma,“ einkum eftir siðustu svikin, og einnig vegna togaraverkfallsins, hvernig á þeim málum hefur verið haldið. Nú eru góð ráð dýr. Það er ekki að furða þótt kratarnir fyllist stórhug beggja megin At lantshafsins. B. P.“ Sinfóníutónleikar útvarpsins. „1 seinustu sinfóniutónleik- um útvarpsins, var leikin ein indælust allra sinfónía, sem samin hefur verið fyrr og síð- ar, sinfónía nr. 7 í a-dúr eftir Beethoven. Verkið var flutt af Philharmonic-Symphony Orch- estra undir stjórn Toscanini. Nú vita flestir, sem kunnugir eru flutningi slíkra verka, að Toscanini er enginn sérstakur Beethoven stjómandi. Kaflarn- ir í sinfóníum Beethovens und- ir stjórn hans, eru varialega ekki eins jafnvel fluttir. Til dæmis er mikill munur á því hve honum tekst betur með „allegro con brio“ heldur en „allegretto". Sé hinsvegar far ið í samanjöfnuð við beztu Beethoven-stjórnanda svo sem Weingartner og Furtwángler, má í einstöku köflum sinfónía Beethovens, líkja hljómsveit Toscanini við barnahljómsveit. Og er gaman að bera saman „allegretto"—kaflann í 7. sin- fóníu Beethovens undir stjóm Toscanlni og Weingartners Maður fær meira af sjálfum Beethoven hjá Weingartner. — Það vita allir að Toscanini er einn af fremstu hljómsveita- stjórum heimsins, en honum lætur betur að stjóma verkum hinna ítölsku meistara en hinna þýzku, þó hins vegar honum takist vel með smn þýzk tónverk. — Þeir, sem sjá um hljómleikaþætti útvarps- ins, vita þetta vissulega betur en undirritaður. Þó er rétt að þessi gagnrýni komi fram. Það er ekkert dýrara fyrir útvarp- ið, að hafa einskonar vertka- skiptingu í tónlistarflutningi af hljómplötum. -— Æskilega verkaskiptingu mætti vel hugsa þannig: Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven, flutt undir stjórn Weingartner, Sinfónia nr 5 s. h., imdir stjórn Furtwángler, en Sinfónía nr. 1 undir stjóm Toscanini. —- Eg ætla ekki að hafa þetta lengra, en vil undir strika það, að úrvinsla er mjög æskileg í þessu efni og verða fjölbreytni því engin takmörk sett. — E. K.“ Bíkissklp: Hekla er á Austfj. á norðurleið. Esja var á Kópaskeri í gær á norðurleið. Herðubreið var á Bakkafirði í gær. Skjaldbreið var á Borðeyri í gær á norðurleið. Þyrill er við norðurland. Ármann er í Reykjavík. Eimsklp Brúarfoss fór frá Hafnarfirði 15.9. til Svíþjóðar. Dettifoss fór frá Antverpen 12.9. væntanlegur til Rvíkur kl. 7 f. h. í dag 17.9. Fjallfoss er í Reykjavík, fer vænt anlega 17.9. kl. 10.00 til vestur og norðurlandsins. Goðafoss fer frá Rotterdam 18.9. til Hull og Reykja víkur. Gullfoss fór frá Kaupm,- höfn 16.9. til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss fór frá Halifax 13.9. til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Keflavík í gærkvöld 16.9. til R,- víkur. Tröllafoss kom til N.Y. 11.9. frá Botwood i N. Foundland. Skipadelld S.Í.S. Arnarfell kom til Genova í morg- un 17.9. Hvassafell er á Akureyri. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 11.00 Messa í Dóm- kirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 15.15 Miðdegistónleikar (plötur): NBC sinfóníuhljómsveitin leikur; Tosc- anini stjórnar: a) Forleikur að óp. ,,Don Pasquale" eftir Donizetti. b) Sinfónía nr. 39 í Es-dúr eftir Mozart. c) „Harry Janos", svíta eftir Kodály. d) „Valkyrjureiðin“ eftir Wagner. 16.15 Útvarp til ls- lendinga erlendis: Fréttir. 16.30 Tónleikar: „The Rio Grande", kór- og hljómsveitarverk eftir Constant Lambert (plötur). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Upp lestur. b) Einleikur á píanó (Sybil Urbantschitsch). c) Framhaldssag an: „Óhappadagur Prillu"; sögu- lok (Katrín Ólafsdóttir). 19.30 Tón leikar: Fantasíur fyrir strengja- hljómsveit eftir Purcell (plötur). 20.20 Tónleikar: Eleen Joyce leik- ur á píanó (plötur). 20.35 Staðir og ieiðir: Sólskinsdagur heima að Hólum (Helgi Hjörvar). 21.00 Tón- leikar: „Dauðinn og ' dýrðárljóm- Lárétt. 1 fórna — 6 stöndug 7 keyr — 8 nógu mikið — 10 dust 11 fjarvist — 14 2eins — 15 merki 17 skordýr. Lóðrótt. 2 frjáls — 3 hvit blóm 4 samhl. — 5 nes — 7 siða — 8 starta — 9 æsir — 12 Biblíunafn 13 spunnu — 16 guð. Lausn á nr. 32. Lárétt. 1 ystið — 6 múi -— 7 KK —- 8 sálmana — 10 sér — 11 álinn —- 14 Ra — 15 óar — 17 knarra. Lóðrótt. 2 smá — 3 túlki — 4 ilm — 5 skars — 7 kné — 8 smár 9 asnar — 12 lak — 13 Nóa — 16 RR. inn“ (Tod und Verklárung), hljóm- sveitarverk eftir Richard Strauss (plötur). 21.25 Upplestur: Kvæði (Óskar Halldórsson kennari), 21.40 Tónleikar: M.Aj-kvartettinn syng- ur (plötur). 22.05 Danslög (plötur. 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20.20 Útvarps- hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds- son stjórnar). 20.45 Um daginn og veginn (Friðgeir Sveinsson gjaldkeri). 21.05 Þórarinn Jónsson tónskáld fimmtugur. — Erindi og tónleikar: a) Þrjú einsöngslög: „Ave Maria"; ,,Nótt‘; „Fjólan". b) Erindi. c) Prelúdíum og fúga yfir stefið „b-a-c-h“ fyrir einleiks- fiðlu (Björn Ólafsson Jeikur). d) Tvö karlakórslög: „Úr Láka- kvæði"; Ár vas alda". 21.45 Tón- leikar (plötur). 22.10 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f. h. Sr. Garðar Svav- arsson. Fossvogs- klrkja. Messa kl. 2 e. h. — Garðar Svavarsson. Nesprestakall. Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e. h. — Sr. Jón Thorarensen. Næturvörður er í Reykjavíkurapóteki. — Sími 1760. Helgidagslæknlr er Bergsveinn Ólafsson. — Sími 4985. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sín berað trúlofun sína ungfrú Auður Páls dóttir, símamær, _ m Freyjugötu 4 og Ágúst A. Guðmundsson, loftskeyta maður_ Grettisgötu 55. 1 gær voru gef- in saman í hjónaband af sr. Garðari Þor- steinss., Guð- rún Pálsdóttir (Sveinssonar, kennara), Brekkug. 22, Hafnarfirði og Sigurður Pálsr son (Stefánssonar, trésmíðameist- ara), Bergþórugötu 14 A, Reykja- vik. —■ 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Þorsteins syni, ungfrú Petrea Finnbogadótt- ir og Ólafur Guðmundsson, Heim- ili ungu hjónanna er að Nönnug. 13, Hafnarfirði. — 1 gær voru gef in saman i hjónaband af sr. Garð ari Þorsteinssyni, Áslaug Ólafsd. frá Norðfirði og Árni Bjarnason, sjómaður, Reykjavíkurvegi 24, Hafnarfirði. SÖFNIN: Landsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12, f.h. 1—7 og 8—10, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. — Þjóðminjasafnið er opið kl. 1—3 þriðjud., fimmtu- daga og sunnudaga. — Náttúru- gripasafnið er opið sunnudaga kl. 1.30—3 og þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 2—3. — Listasafn Einars Jónssonar er opið kl. 1.30—3.30 á sunnudögum:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.