Þjóðviljinn - 24.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.09.1950, Blaðsíða 6
v í n ft: í ■. 'i 4, vi n v ÞJÓÐVILJIN N Sunnudagur 24. sept. 1930. Sknk Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 24. Hal—dl Dd6—b4 og hvítur gefst upp. SKAKDÆMIN: 7. John Tornerup. Hvít'ur: Ka5, Dd7, Bh8, Pc2. Svartur: Kc5, Bf7. Hvítur á leik og á að máta í 2. leik. 8. Ja:i Mortensen. Hvítur: Kfl, Da3, Bf4. Pd5, Pg3. Svartur: Kg4. Hvítur á leik og á að máta í 2. leik. LAUSNIR 5. Eric Poulsen. Ka6, Df5, Hd3, Bb2, Ra3, Kc4, Ka2, Ha3, Pb4. Mát í 2. leik. Lausnleikur- inn er 1. Kbl. Svartur á aðeins 3 svör, og er Kxbl, Ha3 mát snotrasta tilbrigðið. 6. Poul B. Thomsen. Ke3, Dg7, Ba4, Re5, Kd5. Mát í 2. leik. Þettá er ljómandi falleg þraut. Lausnin er 1. Rg4. Svarti kóngurinn á þá 4 reiti og koma fram 4 hrein mát. (Mát er kallað hreint, ef hver flótta- reitur svarta kóngsins er vald- aður af einum hvítum manni en ekki fleirum.) LEIÐRÉTTING. 1 úrslitaskákinni milli Vestöls og Baldurs Mcllers á Norræna skákmótinu, sem birtist í þess- um þáttum-daginn eftir að hún var tefld, var talið að Vestöl hefði átt færi á jafntefli rétt undir lokin. Mér hefur nú verið bent á að þetta er ekki rétt. Staðan var þessi: hv. Kdl, Hgl, Pc2, Pe6, Ph4; sv. Kf5, He5, Pa6 Pa3, Pc3, Pd2, Ph5. Hvítur á leik. Vestöl lék 1. Hflf og gafst upp eftir Kg4, Hglf, Kh3. Ég skrifaði að hvítur gæti haldið jafntefli með því að leika Hg5f. Svartur verður þá vita- skuld að drepa peðið, því! að annars vinnur hvítur. Eftir 1. Kxe6 á hvítur engan mann sem getur hreýft sig nema hrókinn. Hrókunnn eltir því kónginn sí- skákandi. Nánari athugun leiðir í ljós að sv'artur getur sloppið imdan hróknum: 1. Hg5f Kxe6 2. Hg6f Kf5 með Kb4 8. Hb3f Ka4 og vinnur. Hvítur getur reynt 7. He3, en það dugar .ekki heldur .vegna a2 eða Hd5 (En ekki Hf5? vegna He5+!). Hvít- ur getur einnig reynt 6. Hf5, en svartur vinnur þá með He4 eðaKd4, Hf4f, He4. Þjóðviljann vantar unglinga til blaSburðar við Sólvallacrötu, Ásvalíagöta. Miðbæ, Gilmsstaðaholt, Voga. ÞIÖÐVILJINN, sími 7500 Skákþingið í Dubrovnik. Fjögra manna flokkar frá 18 löndum mættust 15. ágúst til kappleikja í Dubrovnik, sem er júgóslavneskur baðstaður á strönd Adríahafsins. Úrslit urðu þau að Júgóslavar sigr- uðu, nánari fregnir eru ekki komnar enn, en efstu 6 lönd munu hafa verið þessi: 1. Júgó- slavía, 2. Argentína, 3. Holland, 4. Vestur-Þýzkaland, 5. Banda- ríkin, 6. Belgía. Bandaríkin sigruðu oftast nær á þessum sveitarkeppnum fyrir styrjöld- ina, en þarna urðu þeir að- eins 5., og voru þó Reshevski og Horowitz báðir með. I sveit Argentínu tefldi Najdorf á 1. borði en Rosetto á öðru borði. Norðurlöndin sendu sveitir til keppninnar nema ísland. Skákþing í Szczavno-Zdroj. í borginni Szczavno-Zdroj <öðru nafni Bad Salzbrunn) var í sumar haldið skákþing til minningar um pólska taflmeist- arann Przepiorka, sem lét lífið í fangabúðum í síðustu heims- styrjöld. Meðal þátttakenda var margt ágætra taflmanna, meðal annars tveir af keppendunum frá Budapest, en alls voru kepp endur 20. Úrslit urðu þessi: 1. Keres, USSR, 14y2; 2.-4. Taj- manoff, USSR, Barcza og Szabo báðir frá Ungv., 13)45-—6. Bondarefskí og Geller, báðir USSR, 12,14; 7. Foltys, Tékk., 12. Hér fer á eftir ein skák frá mótinu. Tajmanoff. Tarnofskí. 1. d2—d4 d7—d5 2. Rgl—f3 Rg8—f6 3. c2—c4 c7—c6 4. Rbl—c3 e7—e6 5. e2—e3 Rb8—d7 6. Bfl—d3 Bf8—dG 7. e3—e4 d5xe4 8. Rc3xe4 Rf6xe4 9. Bd3xe4 e6—e5 10. 0—0 e5xd4 11. Bcl—g5 f7—f6 12. Rf3xd4 Rd7—eö 14. Rd4—f5 Bd6—c5 15. Ddl—b3 Bc8—eG 16. ílal—dl Dd8—c8 17. Db3—c2 gl—S6 18 Rf5—dS Dc8—c7 19. Bh4—g3 Bc5xd6 20: c4—c5 Bd6—e7 21. Í2—f4 f6—f5 22. Hdl—d6 Be7xd6 23. c5xd6 Dc7xd6 lrAnjVVVUVVWUV%BJWAWjWAVWVVVVVWW1AVUVVVVWJVVIJVWVVVWUVMW/VUVWJVWJVJV 31 Gertrnd Lllja: Hamingjuleitin WVWJWWUW 58. DAGUK. aWUVVWJVVVVVVVWVVWUIJVVVVVVVVVUVVVVVJVVVVUW Hann elti hana. „Fyrirgefðu. Þú veizt að ég er ekki ham- ingjusamur. Þú veizt að óhamingjusamir menn verða oft beizkir og kaldhæðnir.... Ég get ekki neytt þig til að vera kyrra“, sagði hann, þegar hún svaraði engu en hélt á- fram göngunni. „Enginn maður á eins lítið til- kall til þín og ég. En ég held að þér skjátl- ist, ef þú heldur að við eigum ekkert vantalað saman". Hann lyfti hattinum og sneri við. Hann gekk heim. Hugur hans var í uppnámi en hann var ekki óhamingjusamur. „Af því að ég vil helzt koma aftur....“ Þetta hafði verið opinská játning hreinlífrar konu. Nú gat hann ekki snert' hana. Nú átti hann ekki um aðra leið að velja til hennar en hina beinu leið sem hafði ábyrgð í för með sér. Og hann vissi, að þá leið hafði hann fyrir löngu ákveðið að fara. FIMMTI KAFLI En barnið er ekki glaðlegt. „Getur Lena hlegið? Þekkir Lena mömmu sína ?“ Lena lá I rúmi sínu og horfði á Hillu en hún brosti ekki. Hún var bráðum ársgömul og stór eftir aldri, en hún var ekki farin að ganga. Það var eins og augu hennar horfðu framhjá Hillu, sæu hana án þess að sjá. „Heldurðu að eitthvað sé að henni? Hún hlær aldrei“. „Hún er hraustleg og hefur matarlvst, hún er sjálfsagt alvarleg í lund“, sagði Þór. En Hilla gat ekki brosað. Það var svo margt sem hún kannaðist ekki við í fari Lenu, þegar hún bar hana saman við Mats. Var hún bara seinþroskaðri en Mats? Mats hafði hlegið eins og herforingi þegar hann var fjögra mánaða, hann hafði hlustað með öllum kroppnum þegar hann heyrði klukku slá. Tíu mánaða skreið hann um gólfið, ársgamall gekk hann hreyk- inn og hjólfættur um gólfið innanum leikföng- in sín. Tveggja ára — tveggja ára var hann horfinn úr lífi hennar.... En börn eru svo ólík. Hilla las með ákefð alla bæklinga um börn og þroska þeirra — það mátti ekki miða allt við bráðþroska börn. En henni var engin huggun að þeim nema rétt á meðan hún las þá. Hún hélt brúðu fyrir framan andlit Lenu. Lena horfði kæruleysislega á hana. Jæja, brúðan var ekkert eftirtektarverð. Hún tók upp marglitan bolta, Lena þreif ekki í hann með höndunum. Mats hefði ekki látið sér nægja að þrífa í hann, hann hefði rekið upp öskur ef honum hefði ekki tekizt að ná í hann. Loks lyfti Hilla Lenu hátt upp í loftið: Lena var : Miðgarður Þórsgötu 1 — Sími 7513 Hvað má bjóða yður? Kaffi Te með allskonar heimabökuðum kökum. með smurðu brauði. Súkku laði me3r)°I?a ponnukokum. Heitao mat ikl. 12—1. * Séljnm eiimig út í bæ allskonai heima- bakaðar kökuz. MUNIÐ Við seljum allar íáanlegar tegundir aí cigarettum, vindlum og reyktóbáki..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.