Þjóðviljinn - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1950, Blaðsíða 4
1 ÞJÓÐVILJIN N Sunnudagur 1. október 1950. Útgefaadl: Sameiningarflokkur alþýBu — Sósialistaflokkurljm. RitBtjórar: Magnús Kjartansson (&b.> Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Xskriftarverð: kr. 14.00 & mán. — Lausasöluverð S0 aur, eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Samtaka um sjómannalistann Sjómannafélag Reykjavíkur — Hásetafélag Reykja- víkur — við þessi nöfn er tengd minning um hörð átök drengilegra alþýðusamtaka, einmitt sjómennirnir skip- uðu sér í forystu verkalýöshreyfingarinnar og háöu af kappi og þrautseigju harða baráttu, þungbær verkföll og erfið, viö blygöunarlaust aröránsauövald nýríkra tog- araburgeisa, og unnu fræga sigra, sem lyftu ekki ein- ungis sjómannastéttinni heldur verkalýöshrey^ingunni allri um þrep. Viö stofnun Alþýöusambandsins var það Hásetafélag Reykjavíkur sem ásamt Dagsbrún, Hlíf og Prentarafélaginu varö meginstofn og styrkur hinna nýju heildarsamtaka. Verkalýöshreyfingu landsins hefur fleygt fram á þeim áratugum sem liönir eru frá því reykvískir sjó- menn unnu stórsigra sína og sýndu hrokafyllsta auð- valdi landsins í tvo heima. En Sjómannafélag Reykja- víkur hefur dregizt aftur úr. Forystumenn þess hafa dregizt aftur úr, slitnað úr tengslum við sjómenn, glat- aö sókndirfsku og haröfylgi stéttarinnar, og í sívaxandi mæli hreiöraö um sig efst í samtökum reyk- vískra sjómanna sem setulið pólitísks flokks — Alþýöu- flokksins — sem á þessum tíma hefur einnig slitnað úr tengslum við hagsmunabaráttu og sókndirfsku ai- þýðunnar í landinu. Reykvískir sjómenn una ekki þessu ástandi lengur. Þeim hefur verið raun að því að sjá félag sitt dragast aftur úr, veröa svo sljótt fyrir brýnustu hagsmuna- málum að stjórn þess trassar að svara þingnefnd um álit félagsins á löggjöf um 12 stunda hvíld togarahá- seta, nýju vökulögin, og hindrar árum saman aö félagið láti baráttuna fyrir því máli til sín taka, þar til þrýstingurinn frá sjómönnum varö óviöráðanlegur nú á þessu ári. Einmitt baráttan fyrir þessu máli og afstaða Sigurjóns. Sæmundar og þeirra manna hefur opnaö augu hundraða sjómanna fyrir niðurlægingu félags síns og þeirri nauðsyn að sjómenn ráði félaginu sjálfir. Reynsl- an af framkomu Sjómannafélagsstjórnarinnar viö kaup- samninga undanfarin ár hefur einnig styrkt þá sann- færingu sjómanna að hér yrði að breyta til. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur að sjálf- sögðu fundið þessa öldu rísa. Viðbrögð Sigurjóns Sæmundar og þeirra manna hafa meira og minna mót- azt af logandi hræöslu viö sjómann á flotanum, hyllzt hefur veriö til að halda fundi í félaginu þegar sem fæst- ir sjómenn eru í landi; í sumar, í þriggja mánaða verk- falli, hefur stjórnin ekki treyst sér til aö halda nema einn fund, enda þótt sjómenn hafi krafizt funda. Framkcma stjórnarinnar í verkfallinu í sumar, tíma- valið og ,.hlutleysið“ fræga um smánartilboö ríkisstjórn- arinnar minnir á þá staðreynd aö foringjar Alþýðu- flokksins, og þá líka Sigurjón og Sæmundur, hafa gert náið bandalag og opinbert við andstæöinga verkalýös- hreyfingarinnar, bandalag sem miöar að því aö tryggja atvinnurekendum úrslitavaldiö yfir Alþýðusambandinu. Sú samfylking skýrir það aö Sæmuhdi og Sigurjóni skyldi skipað aö þegja um smánartillögu sáttanefndar, þar til sjómenn höföu kolfellt hana, og var aöeins leyft aö þenja sig gegn henni löngu seinna, dagana fyrir kosningarnar í Sjómannafélaginu. Þaö samkomulag skýrir einnig þá staðreynd aö hlýtt hefur verið fyrirskip- un atvinnurekenda um mannaval á listann sem boðinn er fram gegn sjómannalistanum. í dag hefst kosningin. Sæmundur, Sigurjón og þeir félagar láta Alþýöublaðiö öskra níö um sjómannalistann, ögra mönnum sem þeir hafa látiö standa í þriggja mán- aöa verkíalli með ókvæöisorðinu „verkfallsbrjótur“, al- gerlega að tilefnislausu. Hætt er þó við aö hvorugt dugi lengur, níööskrin um þá sjómenn sem vita hve brýn nauðsyn er að hefja Sjómannafélag Reykjavíkur til þess vegs sem það naut, eöa bægslagangur Sigurjóns og Sæ- jnundar, ,,hlutlausu“ leiðtoganna, þessa síðustu daga Ráð við reimleikum. „Galdra-Leifi skrifar. ---- „Hcill og sæll, Bæjarpóstur! Eitt af því, sem Islendingar telja stundum meðal þjóðarein- kenna sinna, er að þeir séu ekki trúhneigðir. Nýlega birt- ist í Eimreiðinni grein, sem heitir „Reimleikar og ráð við þeim.“ Blessaðir uppfyndinga- mennirnir. Þeir eru þá búnir að finna upp öruggar varnir gegn þessum ósköpum. Látum nú vera, þó að þeim gangi illa að finna lyf gegn mæðiveikinni. Tíminn endurprentaði greinina. Mér dettur í hug, að ef til vill, fari einhverjir lesendur Þjóð- vidljans á mis við að sjá Eim- reiðina og Tímann. Ætla ég því að segja þeim reimleikasögur þessar í stuttu máli: Englahersveitir gegn afturgöngu. „Prestur nokkur í Ameríku hafði um skeið orðið fyrir þung um búsif jum af völdum drauga. Brutu þeir borðbúnað hans og margt fleira. Fimm blaðamenn voru sjónarvottar að þessu. Og ekki skrökva blaðamenn. Klerk- ur leitaði hjálpar hjá liðsfor- ingja nokkrum, hvers nafn og utanáskrift er birt í greininni. Hafði sá átt í brösum við aftur- göngur um þrjátíu ára skeið. Komst liðsforinginn að þeirri niðurstöðu, að illa þokkaður ná- ungi, sem legið hafði í gröf sinni nokkra áratugi, væri vald- ur að óspektunum. Liðsforing- inn kvaddi þegar í stað öflugar englahersveitir á vettvang, og réð, með fulltingi þeirra niður- lögum afturgöngunnar. Huldukona leggur inn ull. „Magnaðri er þó sagan af Þjóðverjanum, sem vaknaði við það, að hús hans var lamið feykilega utan og irinan með ó- sýnilegum bareflum, enda hrundu tveir veggir til grunna. Maðurinn sendi eftir lögregl- unni. Lögreglan leitaði hátt og lágt en varð einskis vísari. — Aumt er að heyra hvernig blessað fólkið í útlöndum á í stríði við illkvittnar vofur. „En maður, líttu þér nær.“ — Ekki er það síður prenthæf saga, sem gerðist fyrir norðan. Þau undur áttu sér stað, að hvert kvöld var hafin höggorusta mikil að potti, sem hvolfdi úti á öskuhaug og stóð hún yfir góða stund. Enginn sá hver valdur var að barsmíðum þessum, en menn hugðu þetta boða ill tíð- indi og fleygðu pottinum út á sjó. — Reyndar er ég ekki hissa á neinu, síðan greinargóður maður gat þess í æviminning- um sínum, að huldukona hefði lagt inn ull hjá kaupmanni í Vík í Mýrdal. — Ójá, þeir eru að segja, að íslendingar séu ekki trúhneigð þjóð. En mér finnst synd og skömm að segja það. Ekki skil ég, að neinni þjóð séu boðnar lygilegri sögur en okkur. • Anza því ekki að Islend- ingar séu orðvarir. „Axmað er það líka, sem ó- maklega er fimdið að íslending- um. Þeir þykjast vera dulir menn, og seinir að kynnast. — Eg var á ferð í áætlunarbíl fyr ir nokkru. Fór þá einn farþega að þylja Ijóðmæli um mann nokkurn, sem hefur öðru hvoru verið að gifta sig. Sumt var ort undir þjóðkvæðalögum. Sálma- lög og rímnalög voru kyrjuð. Hvernig datt fólkinu í hug, að fara með annað eins gaman á almannafæri? Mig dauðlangaði til að læra það kvæðið, sem mér þótti bezt ort. En ég þagði. Hver vissi nema einhverjum far þeganna gæti fallið þetta tal illa? — Síðan anza ég því ekki að Islendingar séu orðvarir menn. — Galdra-LeifL“ ★ Ríkisskip Hekla er í Reykjavík. Esja er væntanleg til Reykjavikur i dag að austan og norðan. Herðubreið er væntanleg- til Reykjavíkur í dag frá Vestfjörðum og Breiða- firði. Skjaldbreið er væntanlegt til Reyykjavíkur í dag frá Breiða- firði. Þyrill er í Reykjavik. Ár- mann fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild SIS Arnarfell kom til Ibiza í fyrra- dag. Hvassafell er í Reyykjavík. Eimskip Brúarfoss er í Færeyjum. Detti- foss fór frá Hólmavik í gær til Drangsness. Goðafoss er í Rvik. Gullfoss fór frá Khöfn í gær til Leith og Rvíkur. Lagarfoss er á fyrir kosningarnar. Sjómenn ganga til þessara kosninga með sama hugarfari og til atkvæðagreiðslu um smán- artilboð ríkisstjórnarinnar. Þeir vita að afturhaldssigur yrði ríkisstjórninni bending um veikleika samtakanna svo hún yrði óprúttnari aö framkvæma hótun sína um gerðardóm. Sjómenn vita hvað það þýðir ef Sjómanna- félag Reykjavíkur, ’stærsta sjómannafélag landsins, skip- ar sér á ný ásamt Dagsbrún í fylkingarbrjóst verkalýðs- samtakanna á íslandi. Þeir vita, aö sendi félag þeirra 16 vaska sjómenn inn á Alþýðusambandsþing yrði þaö til að auðvelda stórum hagsmunabaráttu sjómanna og gæfi alþýðusamtökum Reykjavíkur og landsins alls nýjan svip, nýja reisn. Ósnortnir af æsingaskrifum afturhaldsins, æðrulausir og einbeittir, ganga reykvískir sjómenn til þessa verks, staðráðnir að ljúka því myndarlega. nr. 45. Lárétt: 1 eyja — 6 und — 7 bær — 8 bill — 10 stilla — 11 þvæla — 14 saman — 15 lærði 17 smárrar. Lóðrétt: 2 æði — 3 kirkjuhöfð- ingjar — 4 stafur — 5 fiskurinn 7 skemmtistaður — S hníf — 9 á jakka — 12 garðmatur — 13 ekki gömul — 16 menntaskóli. Lausn á nr. 44. Lárétt. 1 brást — 6 öfl — 7 ha 8 grjótið — 10 aka — 11 raðað 13 ðð — 15 gan — 17 auanna. Lóðrétt: 2 rör — 3 áfjáð — 4 sló — 5 baðar — 7 hik — 8 garð 9 taðan — 12 aða — 13 aga — 16 NN. Akureyri, fer þaðan væntanlega á morgun til Norðfjarðar. Selfoss fór frá Siglufirði i gærmorgun til Keflavíkur. Tröllafoss kom til Halifax 28. þ. m. frá New York. Fjallfoss fór frá Reykjavík í gær til Svíþjóðar. Fimmtugur er í dag Einar Páls- son blikksmíðameistari, Miklu- braut 28. — Helgidagalæknir Óskar Þ. Þórðarson, Flókagötu 5. — Sími 3622. Næturvörður er í Laugavegsapóteki. — Sími 1616. — Næturlæknlr í læknavarðstofunni, Austurbæj- arskrólanum. — Simi 5030. 1 gær voru gefi- in saman í hjónaband ung- frú Sigurbjörg Jónsdóttir og Sigurþór Jóns- son, járnsmíðanemi. Heimili brúð- hjónanna verður að Lauganesvegi 42. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Emil Björnssyni, ungfrú Helga Sigurðardóttir, Berg þórugötu 4 og Valgeir Marinó Ein- arsson, byggingameistari, Mána- götu 25. Heimili brúðhjónanna verður að Mánagötu 25. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Guð- munda Jóhannsdóttir, Lönguhlið 19, Reykjavík og Stefán Bryngeir Einarsson frá Akureyri. Heímili þeirra verður á Akureyri. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11.00 Messa í Hallgríms- kirkju (séra Jakob Jónsson). 15.15 Mið degistónl. (plötur). 16.15 TJtvarp til Islendinga erlend- is: Fréttir. 16.30 Tónleikar: Mark Warnow og hljómsveit hans leika (plötur). 78.30 Barnatími (Þor- steinn Ö. Stephensen): a) Upplest- ur: „Hörður og Mosa“, saga eftir Skúla Þorsteinsson (höfundur les), b) Þáttur af Hreiðari heimska; niðurlag (Þ. Ö. St.). c) Tónleikar o. fl. 19.30 Tónleikar: Valsar og mazurkar eftir Chopin (plötur). 20.20 Tónleikar (plötur). 20.35 Er- indi: Útilegumenn á Sikiley (Egg- ert Stefánsson). 21.00 Tónleikar: Píanósónata í G-dúr op. 31 nr. 1 eftir Beethoven (plötur). 21.30 Upp lestur: Kvæði (Jón Norðfjörð leik- ari). 21.45 Kórsöngur: Kósakka- kórar syngja (plötur). 22.05 Dans- lög (plötur) til kl. 2330. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. KI. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20.20 Útvarpshljóm- sveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): Lagaflokkur eftir Dvor- ák. 20.45 Um daginn og veginn (Sigurður Bjarnason alþm.) 21.05 Einsöngur: Jussi Björling syngur 22.10 ..Létt lög (plötur) tll 22.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.