Þjóðviljinn - 01.10.1950, Page 5
Suimudagur 1. október 1950.
S
ÞJOÐVILJIN N
-....... .... ............. ... , -
Siömannafélagi nr. ... hefur orð/ð
Berklavarnadagurinn
Við sem komnir erum yfir
miðjan aldur eins og það er
kallað og höfum verið í Sjó-
mannafélagi Rvíkur á annan
áratug eigum hægara með að
gera okkur grein fyrir þeim
gagngerðu umskiptum sem orð-
ið hafa á forystu þessa merka
félags á þessum tíma.
Við sem á þennan aldur erum
komnir verðum vart svo gamlir
að okkur ekki hlýni við að minn
ast fyrstu átakanna og fyrstu
sigranna og hversu heimurinn
breyttist skyndilega í augum
okkar við að finna hvers við
gátum verið megnugir í krafti
samtakanna. — Og þá var for-
ysta okfear hluti af okkur sjálf-
nm og við hluti af henni.
En það er ekki síður ömur-
legt og napurt þótt nauðsyn-
legt sé, að bera saman við það
sem áður var þá mynd, sem nú
blasir við af forystu okkar í
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Hverjir voru það, sem áður
fyrr stóðu í miðjum hring okk-
ar sjómanna á tunnubotni eða
kassa niður við höfn, eggjuðu
okkur til samheldni, börðust
við hlið okkar til sigurs og
voru ofsóttir af andstæðingum
okkar, kallaðir „kommúnistar"
og „rússabolsar" í Morgunblað
inu, Vísi og öðrum málgögnum
atvinnurekenda ?
Hverjir eru það nú, sem um
margra ára skeið hafa ekki sézt
í miðjum hópi sjómanna niður
við höfn?
Hverjir eru þeir, sem um
margra ára skeið hafa forðast
það eins og heitan eldinn að
hafa fundi með sjómönnum,
einkum þegar kaupdeilur standa
yfir og mest ríður á því að sam-
tck sjómanna séu sem bezt á
verði?
Hverjir eru þeir, sem um
fjölda mörg ár hafa neytt allra
bragða til að koma í veg fyrir
að sjómenn geti notið félags-
legs réttar til að stilla upp eigin
lista við stjórnarkjör og vinna
að kosningu hans í þeirra eigin
félagi — og hafa gengið svo
langt í þessu að neita sjómönn-
um um afnot kjörskrár og full-
trúa til að fylgjast rneð stjórn-
arkjöri og talningu atkvæða?
Hverjir hrópa hæst „kommún
istar“, „rússabolsar“ við hlið
Bforgunblaðs- og Vísis-manna
og annarra málpípna atvinnu-
rekenda á eftir þeim, sem
ganga nú fremstir í hagsmuna-
baráttu sjómanna?
Hverjir skipuleggja nú inn-
an verkalýðssamtakanna sam-
eiginlega kosningabaráttu með
atvinnurekendum, Vísisdóti og
Morgunblaðsliðum í þágu kuld-
ans og skortsins nú þegar
skammdegið fer í liönd og hafa
í félagi símanúmerin 7105, 6066
og 5020 (þvílík svívirða!)?
Það verður að segja hverja
sögu eins og hún er, þótt hún
sé beisk: Þetta eru yfirleitt
sömu mennirnir, sem við sjó-
menn fyrir tuttugu árum sáum
meðal okkar þegar við sóttum
fram og litum á sem hluta af
okkur sjálfum. — Og þó ekki.
Þetta eru breyttir menn.
Raunverulega aðrir menn: Um-
skiptingar.
Af þjóðsögum höfum við Is-
lendingar nokkra menntun í
meðferð umskiptinga, — og við
gamlir og ungir félagar í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur skul-
um notfæra okkur hana.
Atvinnurekendafígúrur á borð
við Sæmund eru búnir að vera
nógu lengi í félagi okkar til
skaða og skammar. Sigurjón,
Ólafur Friðriksson og fleiri
hinna gömlu eru eins og fyrr
er vikið að orðnir átján barna
feður í álfheimum og eru bezt
geymdir þar heima hjá sér.
Við sendum umskiptingana,
með simanúmerin þrjú. heim
I Morgunblaðinu, málgagni
stórútgerðarinnar, er verið að
reyna að koma því inn hjá al-
menningi, að við togarasjómenn
höfum hafnað einhverjum kosta
kjörum er við felldum miðlun-
artillögu sáttanefndarinnar. —
Til að gera þessa fullyrðingu
sennilegri eru svo birtar tölur,
sem eiga að takast sem óvé-
fengjanlegar staðreyndir. Að
vísu verða togarasjómenn ekki
blekktir á þennan hátt, til þesð
eru þeir málum of kunnugir
en vegna þeirra sem kynnu að
taka útreikninga blaðsins al-
varlega af því þeir hafa ekki
annað í höndunum, þykir mér
rétt að skýra frá minni reynslu
af aflasölu nýsköpunartogara
á tveimur s.l. árum.
Morgunblaðið segir að sátta-
nefndin liafi gert ráð fyrir að
togarahásetar fengju 3600 kr.
á mánuði að meðaltali, og sé
þá gert ráð fyrir að togari
selji fyrir 8 þús. sterlingspund
að meðaltali, eða afli 275 tonn
í salt á mánuði.
Þessar tölur h'ta kannski
nógu fallega út á pappír Morg-
unblaðsritstjóranna, en reynsla
okkar sjómanna er bara sú að
þær séu alltof háar og aug-
ljóslega fram settar í blekk-
ingarskyni.
Um ísfisksöluna er það að
segja, að í fyrra seldu togar-
arnir að jafnaði frá 3600 kits
og upp í 4000 kits í hverri
veiðiferð. Sala togarans sem ég
var á var þá frá 5214 pundum
og upp í 11426 pund. Síðan
hefur það gerzt, að fiskkaup-
endur hafa takmarkað hvað
mikið má flytja út í hverri
ferð, og er það nú ekki nema
2000—2500 kits, í stað 3600—
til föðurhúsa sinna. — Við
látum ekki stéttarandstæð-
ingana nota pólitísk skoðana-
skipti okkar til að byrgja okk-
ur sýn að hinu sameiginlega
takmarki, ekki heldur muninn
á þvi að vera ungur eða gam-
all sjómaður. Við erum stað-
ráðnir í því að endurreisa á-
hrifavald og virðingu Sjómanna
félags Reykjavíkur í stéttarsam
tökum íslenzkrar alþýðu, gera
það að því vígi sem það var í
fyrstu og átti ætíð að vera í
hagsmunamálum okkar. Þetta
má ekki seinna vera.
Þess vegna erum við allir,
gamlir sem ungir, staðráðnir í
að sýna þetta í verkinu með því
að tryggja sigur sjómannanna
við fulltrúakjörið á 22. sam-
bandsþingið og kjósa B-listann.
4000 áður. Þessi takmörkun
þýðir, að túrinn getur ekki
gert meira en 4800 til 5000
pund, með því magni sem nú
er leyft að flytja í hverri sölu-
ferð.
Hvað veiðar togaranna í salt
snertir er sömu sögu að segja.
Þar er gert ráð fyrir langtum
meira aflamagni en gengur og
gerist í meðal fiskirii. Sannleik-
urinn er sá, að í veiðiför sem
tekur ca. 23 sólarhringa mun
nærri lagi að gera ráð fyrir
150—200 tonna aflamagni. Því
til sönnunar get ég bent á, að
úr okkar bezta túr á þessu ári,
en þá var fiskað í Hvítahafinu,
komum við með 224 tonn af
fiski, umsöltuðum í skipið, og
var það þó 5 vikna túr. Og
kaupið í þessum bezta túr árs-
ins? Hvað haldið þið að það
hafi verið, herra Morgunblaðs-
ritstjórar? Það var 2998 kr.
fyrir 5 vikna strit.
Að hlutur sjómanna á öðrmn
togurum hafi ekki verið betri
má sjá af því að annar togari,
sem var 6 vikur í Hvítahafinu
fékk 2—4 tonnum meiri afla.
Og svo þykjast þessir þjónar
stórútgerðarinnar, sem Morgnn
blaðið rita, geta reiknar með
3600 kr. mánaðarkaupi!
Morgunblaðið sér ofsjónum
yfir því, að togarasjómenn fái
30 pund til frjálsrar ráðstöf-
unar í hverri söluferð, og reyna
að ala á öfund meðal verka-
manna og hlutasjómanna yfir
þeim hlunnindum okkar. En hér
er allt á sömu bókina lært.
Staðreyndirnar látnar víkja
fyrir blekkingunum og þeim
megintilgangi með þessum skrif
um, að rægja okkur togarasjó-
menn og gera hagsmunabaráttu
Framhald af 8. síðu.
mið fyrir augum að berklasjúkl
ingar gætu dvalið þar eftir að
þeir eru útskrifaðir af berkla-
hæli og safnað þar kröftum
unz þeir væru aftur fullvinnu-
færir. Alls hafa nú milli 60—
70 útskrifazt sem vinnufærir frá
Reykjalundi. Þar geta nú dval-
ið 88 vistmenn.
Skólastarfið.
Jafnframt þessu var á s. 1.
hausti hafið þar skólastarf til
að kenna vistmönnum ýmsar
iðngreinar og starfandi iðnskóli
þar s. 1. vetur og mun starfa
áfram í vetur. Kennsla er þar
í sömu greinum og í Iðnskólan-
um og nemendur ganga undir
iðnskólapróf. I vetur mun einn-
ig verða tekin þar upp kennsla
í ýmsu fleiru.
Vinna og starf.
Þótt vistmenn að Reykja-
lundi séu ekki færir til fullrar
vinnu liggja þeir ekki I leti
heldur vinna þar stuttan tíma
á dag að margvíslegri nytsamri
framleiðslu. Þar er járnsmíða-
verkstæði og trésmíðaverkstæði
er framleiða ýmisleg liúsgögn,
þar er saumastofa, leikfanga-
gerð, skermagerð, vinnuvettl-
ingagerð og einnig er unnið
nokkuð við bókband. Starfsemi
þessi hefur skilað nokkrum
hagnaði.
Nýja vinnuskála!
Nokkuð af þessu starfi fer
fram í gömlum hermannabrögg
um, er á sínum tíma voru ekki
ætlaðir nema til stuttrar notk-
unar. Ætlunin er að byggja 5-6
vinnuskála, og eru það þó fyrst
og fremst tveir skálar sem
bráðliggur á.
Með framlögum sínum til
Reykjalundar hefur þjóðin sýnt
að hún kann að meta starfið
þar og að ekki muni verða lát-
ið stranda á fjárskorti þegar
bygging vinnuskálanna er haf-
in, en þeir hafa ekki fengizt
byggðir — það hefur tvisvar
verið neitað um fjárfestingar-
leyfi fyrir þeim. Telja verður
víst að fjárhagsráð endurskoði
þá afstöðu sína og veiti leyfi a.
m. kosti fyrir þeim 2 skálum
er mest liggur á.
okkar tortryggilega og „ósann-
gjarna" í augum almennings.
Sannleikurinn er sá, að í til-
lögum sáttanefndarinnar var
ekki minnst einu orði á 30
sterlingspundin, sem þó var
gert í fyrri samningi. Og hvers
vegna var það ekki gert? Var
meiningin sú að svipta okkur
þessum hlunnindum alveg eða
rýra þau?
Nei, stórútgerðarauðvaldinu
og málgagni þess, Morgunblað-
inu, gagnar ekki að bera slíkar
tölulegar „staðreyndir" á borð
fyrir lesendur sína, þær eru
auðliraktar, og sjómenn munu
eftir sem áður standa fast á
kröfum sínum um lífvænleg
kjör og mannsæmandi vinnu-
tíma.
, Togarasjómaður.
Kaupið merki berklavarna-
dagsins.
Almenningur mun enn sem
fyrr ekki láta standa á sér að
leggja í dag fram sinn skerf
til þess að hægt sé að hefjast
handa með byggingu skálanna
þegar leyfi hefur fengizt fyrir
þeim, sem vonandi verður bráð-
lega. Hvert merki sem keypt er
í dag er steinn í vinnuskálabygg
ingarnar að Reykjalundi.
I
Höfðingleg gjöf.
Þegar blaðamenn skruppu
upp að Reykjalundi s. 1. fimmtu
dag hittu þeir þannig á að þang
að var nýkomin kona norðan.
úr landi með höfðinglega gjöf
til S.I.B.S. Bréf er gjöfinni
fylgdi er svohljóðandi:
r
28.9. 1950.
Til S.I.B.S.
„Ég hefi ákveðið fyrir
nokkru að gefa nokkra fjár-
upphæð til líknarstarfsemi í
minningu um foreldra mína,
Þorbjörgu Ingibjörgu Ólafs-
dóttur og Svein Guðmunds-
son. Þau bjuggu í Bjarna-
staðahlið í Vesturdal í Skaga
fj.sýslu um 35 ára skeið, frá
1870. Eignuðust þau 15 börn
og komust 12 til fullorðins-
ára. Eru nú 8 á lífi, ég yngst.
Nú hefi ég fylgst með starfi
Reykjalundar og séð hve ó-
eigingjarnt og göfugt mann-
úðarstarf þar hefur verið
unnið með stofnun þess fé-
lagsskapar.
Læt ég hér með fylgja
10,000,00 krónur til minning-
ar um mína ástkæru for-
eldra.
Guð blessi starf ykkar.
Guðrún Þ. Sveinsdóttir,
kennslukona,
Sauðárkróki.“
Létt og hlý sængurföt
eru skilyrði fyrir
góðri hvíld
°g
værum svefni
Við gufuhreinsum og
þyrlum fiður og dún
úr sængurfötum.
Fiðurhreinsun
Hveriisgötu 52.
TogarasfómaÖur skrifar:
AflasöEur Morgunblaðsins
og staðreyndirnar