Þjóðviljinn - 01.10.1950, Page 6
ÞJÖÐVILJINN
.ðfi€Jt TKloi-.to Jt ii r-,"Lijxmir3
Sunnudagur 1. október 1950.
tjwpL1* ík m .•■u- vujiu. i
Gertrud Lilja:
Hamingjuleitiri
64. DAGUR.
^J-JVWJ\JWVWWSWWJWWUWWWWWWWJWWV1
nú orðið, það var eins og hún hefði misst ein-
hvem mátt við það að Hilla yfirgaf hann. Til
tilbreytingar ætlaði haxm sjálfur að taka hana
á dagskrá.
„Mér líður ágætlega þar, hvers vegna ætti
ég að flytja?“ Og áður en hún fékk tíma til að
svara, spurði hann: „Heimsóttirðu Karinu Dahl í
Jeyfinu ?“
„Já.“
„Hvers vegna ferðu í þessar heimsóknir? Hef-
ur Karin nokkra ánægju af þeim?“
Dagmar leit undrandi upp.
„Það hlýtur að vera henni til ánægju, að
gamlir vinir muna eftir henni.“
„Þekkir hún þig?“
„Nei, já, það er að segja, ég veit það ekki. ..“
„Svo að þú heimsækir hana til að fullnægja
éjálfri þér, ganga upp í hlutverki hinnar tryggu
vinkonu?“
Dagmar þagði særð á svip.
Hinrik hugsaði: ég hefði getað sagt margt
svivirðilegra, ég hefði getað sagt að hún heim-
sækti Karinu Dahl til að njóta þess að særa mig.
„Hún er undarleg þessi sálsýki," sagði Dag-
mar loksins. „Að sjá Karinu.......Að heyra grát
hennar og slitrótt tal.......Stundum fær hún
reiðiköst, svo að það tekur marga klukkutíma
að róa hana aftur........Verst er þó að heyra
hana hlæja.
Hinrik hlustaði fullur andúðar.
„Eitt er það sem ég get aldrei skilið,“ sagði
hann, „og það er þegar heilbrigt fólk getur
haft ánægju af því að róta í sálarlífi geðveiks
fólks, og fylgjast með öllum afbrigðum sjúk-
dómsins. Það hljóta að vera einhverjar leifar
af heiðni og fjölkynngi. Þegar maður í sturlun
sinni hefur misst stjóm á sjálfum sér — skiptir
það þá nokkru máli í hversu ríkum mæli það er
eða á hvem hátt? Aðeins læknar og varðmenn
hins sjúka ættu að hafa áhuga á því. Fyrir
óviðkomandi persónu er jafn tilgangslaust að
horfa á umbrot hins geðveika og að horfa á
drukkinn mann, til þess að sjá betur og betur
nieð hverju hliðarspori hve dmkkinn hann er. . .
Hið eina sem við, sem stöndum utan við þetta,
ættum að hafa áhuga á, er hvort hinn sjúki
þjáist í eymd sinni. Hvort hann, þegar hann
hrópar og grætur, þjáist eins og í óljósum
draumi eða bitram veruleika. Meðvitundin er
hið djöfullegasta af öllu...“
Hvað eftir annað hafði Dagmar reynt að grípa
fram í fyrir honum, nú þagði hún.
„Hefurðu nokkurn tíma þjáðst af svefnleysi?“
hélt Hinrik áfram. „Og loks tekizt að sofna, en
gegnum djúp meðvitundarleysis og þægilegra
drauma verðurðu allt í einu vör við hugsun
sem skýrist og vex og rekur loks alla þægilega
drauma á flótta: ég er vakandi. Það er bölv-
unin.“
Hann horfði á hana. Hún gekk þögul og virt-
ist hrædd. Þrátt fyrir alvöru sína gat hann ekki
varizt brosi — ef til vill var auðveldasta lausn-
Sæmundarnir þakka ;
Framhald af 1. siðn.
Með þessum skrifum hefur
stjóm Sjómannafélagsins af-
hjúpað sig að fullu sem hand-
bendi útgerðarauðvaldsins, enda
býður hún nú fram lista í
sjómannafélaginu í opinbera
samstarfi við atvinnurekendur.
Hgfi hún verðskuldað hirtingu
áður, á hún hana margfaldlega
skilið nú. 1 dag og næstu tvo
daga mun hún einnig fá að
sannreyna hug sjómanna og
allra þeirra sem bera hag sjó-
manna fyrir brjósti og vilja
efla styrk sjómannasamtak-
anna.
WWl
„Lýðræðis þenkjandi"
Frámháid af 8. síðu.
að vita það. Hins vegar vita
fimmmenningarnir mæta vel að
fáir munu verða til þess að
nota sér þá heimild; það er
nefnilega éinnig heimilt að
setja kross við B-listann, lista
sjómanna!
Fermingarföt
Fermingarkjólar
Verzl Notað og Nýtt,
Lækjargötu 6.
SKRIFSTOFUSTÚLKA
vön vélritun á ensku og þýzku óskast strax. —
Umsóknir sendist afgreiðslu Þjóðviljans fyrir
miðvikudagskvöld, merkt „vélritun“.
rK.
Námsílokkarnir verða settir í dag
kl. 2 í samkomusal Nýju mjólk-
urstöðvarinnar, Laugaveg 162.
FjáröfSíiíiarclagur SÍBS fyrir Byggingasjóð Vinnuheimilisins að Reykialundi er í dag
:
Tíaaritið „ESYK/fllUHBHR" og MEHKI DAGSiNS vetða á boðsiólnnt allan danirai
Merki dagsins eru tölusett og gilda sem
happdrætíismiði. — Vinningurinn er: Ferð
á „Gullíossi" frá Reykjavík til Kaupmanna-
hafnar og til baka aftur.
Tímaritið „Reykjalundur” er 74 blaðsíður.
Það flytur margvíslegí efni til skemmtunar
og fró^leiks og fjölda mynda af starfsemi
SÍBS. Auk þess söng SÍBS á nótum.
S.ÖLUFQLK ER BEÐIÐ AÐ MÆTA Á SKRIFSTOFU SÍBS I AUSTURSTRÆTI 9.
Skemmfanir dagsins:
Reykvíkingar!
1
Gömlu dansarnir í Breiðfirðingabúð kl. 9.
Stjórnandi Jónas Fr. Guðmundsson. —
Almennur dansleikur í Tjarnarcafé kl. 9.
Látið sölufólkið ekki synjandi frá ykkur
fara Minnist þess, að hver króna sem til
SÍBS rennur er vopn í baráttunni gegn
berklaveikinni í landinu og
STYÐUR SJÚKA TIL SIÁLFSBIARGM.
: