Þjóðviljinn - 05.10.1950, Page 6
6
þjóðvTljínn
Fimmtudagur 5. október 1950.
VETRARVE0!RH!R
Framhald af 5. síðu.
eru heldur ékki fáir bílar sem
enda slíkt æfintýri með brotnu
drifi, eða öðru sem hlýtur að
láta undan við óeðlilega mikil
átök og umbrot, en verður eig-
andanum erfitt og kostnaðar-
samt að bæta aftur, þar eð
varastykki eru nú mjög tor-
fengin. Það er rétt að taka það
fram, að um þann tíma, sem
rsnjór torveldar ferðir yfir
'Hellisheiði er lítið um lúxus-
flakkara á ferð í lúxusbílum,
heldur menn sem vinna Iangan
og erfiðan starfsdag á þungum
ílutningabílum, sem flytja alla
þungavöru að og frá suður-
landsundirlendinu, og er það
víst öllum kimnugt að það er
mikið magn og engin óþarfa
vara.
Það er oft tafsamt og erfitt
:fyrir bílstjórana sem aka þessa
leið i myrkri og vetrarbyljum,
þó þetta væri lagfært, sem er
líka að manni virðist, sjálfsagt
frá þjóðfélagslegu sjónarmiði,
til að koma í veg fyrir óþarfa
brot á bílum, eyðileggingu á
tijólbörðum og benzíneyðslu
fram yfir það sem nauðsynlegt
<er, en þetta eru allt hlutir sem
verður að kaupa fyrir dýrmæt-
an erlendan gjaldeyri.
Það ætti að vera ráðamönn-
am þjóðarinnar augljóst, að hér
*er verið að spara eyrinn en
kasta krónunni, eða öllu heldur
•dollarnum.
I sumar sýndi vegamálastjóri
xiokkra tilburði í þá átt að
leggja veginn beint yfir Hurð-
arásinn þar sem áður lá oft
illfær vetrarvegur, og taka um
leið af slæmar beygjur og snjó-
þyngsta kaflann austast á heið-
inni. Léttist þá brúnin á mörg-
um vörubílstjóranum, sem þekk-
ir það af eigin raun eftir ótal
margar erfiðar vetrarferðir ár
eftir ár, hvað þetta var mikil
vegabót.
En viti menn! Þegar jarðýta
er búin að róta saman cg undir
byggja rétt alla leiðina, er sagt:
„Stopp, hingað og ekki lengra“.
Og þar með hætt við hálfnað
verk, og sama sem sagt við
hiistjórana: Gerið svo vel, þið
skuluð aka eftir ruðningnum í
vetur þegar gamli vegurinn er
•ófær á þessum stað, sem er nú
raunar oftast. Eins og nú er,
■er þessi ruðningur hálfu verri
yfirferðar en gamli vetrarveg-
urinn var, og eigum vlð bíl-
stjórarnir eftir að troða þarnn
marga dollara ofaní hraunið,
ef ekki verður hafizt handa og
þessi vegarspotti gerður sæmi-
lega akfær áður en snjór leggst
á heiðina.
Það er þvi mjög ákveðin ósk,
til vegamálastjóra frá öllum,
sem verða að aka Hellisheiði í
vetur, að hann sjái sér fært
að láta ganga svo frá þessum
vetrarvegum nú í haust á með-
an tækifæri eru til þess, að
bílar geti mætzt á þeim án tafa
og vandræða, og án þess að
eiga á hættu að brjóta þá eða
eyðileggja á annan hátt.
Bílstjóri.
Glæpaflokkar í U S A
Framh. af 1. síðu
nú skipulögð í Bandaríkjunum.“
Hann upplýsti einnig, að glæpa
flokkarnir væru þeir sömu, sem
myrtu og rændu á bannárunum.
„Costelloglæpaflokkurinn er
enn við lýði í New York, Cap-
oneglæpaflokkurinn í Chicago
og Purpuraglæpaflokkurinn í
Detroit. Nöfnin eru óbreytt og
að svo miklu leyti sem eigend-
umir eru á lífi eru andlitin einn
ig þau sömu,“ sagði Kefauver.
KÓREA
Framhald af 8. síðu.
rískir liðsforingjar segi hraða
og hreyfanleik alþýðuhersins
ganga kraftaverki næst.
I fréttum frá Kóreu í gær
var sagt, að sveitir úr leppher
Bandaríkjamanna væru komnar
115 km norður fyrir 38. breidd-
arbaug og meira en hálfa leið
frá baugnum til Wonsan, þar
sem alþýðuherinn er sagður bú
ast til varnar. Bandaríkjaher
segist hafa tekið bæinn Uijong
bu norður af Seoul eftir margra
daga bardaga.
Á þingi SÞ í gær töluðu Vish
inski utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna og Younger aðstoðar-
utanríkisráðherra Bretlands fyr
ir tillögum sínum um lausn Kór
eumálsins. Sovéttillagan krefst
vopnahlés þegar í stað en
brezka tillagan gerir ráð fyrir
að stríðinu verði haldið áfram.
Báðir sögðu málamiðlun milli
tillagnanna, sem fulltrúi Ind-
lands hafði Iagt til, vera óhugs
andi.
Seint i -gærkvöld fréttist, að
stjórnmá’.anefnd allsherjarþings
ins liefði samþykkt brezku til-
löguna, sem nú fer fyrir fund
í þinginu sjálfu.
Gertrnd Lilja:
Hamingjuleitin
67. BAGUK.
betur en þeim sjálfum. Að vísu áttu þeir allir „Þegar um er að ræða sölu bóka verður
framgirni, en flestir ólu þeir í brjósti hrein- maður að berja sér á brjóst, rétt eins og gagn-
ræktaða ást til bókmenntanna. Og hverjum vart listum, ást, striði og einræði, og spyrja
góðum manni ætti að vera eðlilegt að vilja sjálfan sig, hvort það sé maður sjálfur eða
dást að, gleðjast yfir velgengni annarra, ef allir sem eru að veijða vitlausir", sagði Köhler.
hún er réttlát i hans augum. Endaþótt hann „Og hvað umsagnir um bækur snertir, þá geta
sé tímakorn að sannfærast um að hún sé þær einar nægt til að gera mann ruglaðan í
réttlát. kollinum. Einn daginn er bók hafin til skýj-
Þeir komu með fullyrðingar, án þess að anna og næsta dag er sú hin sama bók talin
skeyta hið minnsta um að þær voru oft eins fyrir neðan allar hellur“.
og tvíeggjað sverð sem særði þá sjálfa um leið. „Það er auðvelt að útskýra það“, sagði Þór.
„Sænskar nútímabókmenntir er listin að segja „Vinur skrifar annan ritdóminn, en hlutlaus
ekki neitt með mörgum orðum", sagði Þór. gagnrýnandi hinn.
„Þú getur gróft um talað — ljóðskáld ku „Já“, greip Hallin fram í, „og þegar gagn-
alltaf vera í orðahraki", sagði Hallin skáld- rýnendurnir eiga í erjum, nota þeir rithhöfund-
sagnahöfundurinn.
„Það er tvennt sem ungir rithöfundar forð-
ast eins og pestina", greip hinn kornungi
Köhler fram í: „viðkvæmni og hversdagsleik“.
„Hinn gáfaði rithöfundur getur bæði leyft
sér að að vera viðkvæmur og hversdagslegur“,
sagði Hallin. „1 keröldum hans verður vatnið
vín. Óreynda skáldið er hrætt um að haga
sér ekki á réttan hátt. Það er tilgangslaust að
afneita staðreyndum. Flest í tilverunni er við-
kvæmt og hversdagslegt.
„Maður þarf að kúvenda inn á trúarsviðið",
hélt hann áfram. „Það er hið eina sem borgar
sig nú á dögum. Rithöfundurinn frelsast, les-
endahópurinn stækkar — fimm, sex útgáf-
ur....“
„Þið eruð kaldhæðnir", sagði Hilla full and-
úðar.
vingjamlegir smádrengir.
Þeir litu á hana allir þrír og brostu þrír
ana sem skálkaskjól“.
„En sá frægðarstraumur sem gagnrýnandinn
kemur af stað, varir sjaldnast í tíu ár“, hélt
hann áfram, „og það er afleitt, því að á með-
an tekst hinum góða rithöfundi að svelta í
hel.... Mér hefur stundum dottið í hug að
senda honum blómvönd... .“
Hann leit upp, undrandi yfir þeim hlátri sein
orð hans vöktu.
„Stendur þá frægð rithöfundar aldrei í réttu
hlutfalli við verk hans?“ spurði Hilla.
Það varð dálítil þögn.
„Sennilega gerir hún það ekki“, sagði Hallin
loks. „Komandi kynslóðir verða að dæma. Og
þær fá ekki einu sinni tækifæri til að kveða
upp réttláta dóma, þær verða fyrir áhrifum af
bókmenntasögum. Og frægð er í rauninni ekki
annað en múgsefjun. Hún er ríkulega útilát-
In ávísun, sem ekki er alltaf til innstæða fyrir.
En hinn frægi þarf ekki að óttast: verk hans
gleymast en frægð hans lifir. Og jafnvel þótt
Nýja bíó:
Óvarln borg.
Eftir að maður hef-
ur séð sögu verka-
mannasambyggingar-
innar í hersetinni
borg eins og sú saga
birtist í myndinni Ó-
varin borg, finnst á-
takanlega til þess, að
maður er orðinn svo
vanur, að þenja sig út
af kvikmyndaruslinu,
að maður stendur orð-
vana, þegar þenzlan
á að verða mynd til
lofs. Hvað skal segja?
Minnsta kosti þetta:
Óvarin borg er mynd
sem maður notar til
viðmiðunar. Þó mað-
ur hafi farið svo
hundruðum skiptir í
bíó, er það ekki nema
6—10 myndir, sem
manni finnst maður
hafa séð. Hinar voru
ailar eins og að fara
í strætó. Þær skilja
ekkert eftir. Óvarin
borg er ein af þeim,
sem lendir í minninu
við hliðina á þeim
fáu, sem manni finnst
maður hafa séð. Til
þess að lýsa henni
þarf skáld. Til þess
að njóta hennar og
muna hana lengi þarf
mig og þig.
Gustator.
verkin gleymist ekki, er ekki hundrað í hætt-
unni: lesandinn er alltof háður frægðinni til
að gagnrýna hlutlaust.
„En stundum getur frægðin hindrað skáldið
í að ná til hjarta lesandans", hélt hann áfram.
„Byrjandinn byrjar auðvitað alltaf að lesa
frægustu verk hvers höfundar. Sjálfur þræl-
aðist ég gegnum Friðþjófs sögu og lagði því
næst Tegnér á hilluna. Fimmtán árum seinna
rakst ég af hendingu á bréf hans og smáljóð:
„Ýki? Ég segi afdráttarlausan sannleikan.
Það eru ekki blóðdroparnir rauðu, ekki helsært
hjartað sem skapar ódauðleikann, það eru heilir
bálkar og hetjuljóð: trum, trum, tara, trum!
Það er hreinasta hending ef maður finnur litla,
rúbíninn, eðalstein skáldsins, dropann úr þyrni-
kórónunni í allri þeirri orðamælgi sem hefur
skapáð frægð hans“.
Menn þögðu lengi og hugsuðu. Hilla brosti
við. I rauninni hafði Hallin lýst hennar eigin
hugsunum um skáldskap og frægð. Loks spurði
hún:
D a v i 3
„Hvers vegna hafa sænskir rithöfundar ekki
áhuga á stjórnmálum? Þeir minnast aldrei á
þjóðfélagsmál í bókum sínum...."
Enginn svaraði i fyrstu. Henni fannst hún
hafa vakið máls á viðkvæmu efni.
„Sú verður áreiðanlega ekki raunin á eftir
riokkur ár“, sagði Köhler loks. „Það er erfitt
að hafa taumhald á fólki með gamansögum, þeg-
ar hús þess er að brenna. Maður fyllist viðbjóði
á sjálfum sér. ..."
„Enn viðbjóðslegra stjórnmálum, stríði og
einræði er mannlegt eðli“, sagði Hallin. „Að það
skuli eklri vera til einn einasti maður sem liægt
er að treysta. Ef ég vissi, að til væri sá maður
sem væri ekki reiðubúinn að svíkja bezta vin sinn
og helgustu tilfinningar sínar fyrir hvatir sínar,
metorðagirnd og hagnað, þá mundi ég hvorki