Þjóðviljinn - 14.11.1950, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1950, Síða 5
í>riðjudagur 14. nóv. 1950. e*- V Þ J Ó ÐVILJINN Leikféiag Reykjavíkisr: LSKU RUT eftir Norman Krasna Leikstjéri: Gnnnar Hansen Leikfélag Reykjavíkur er tekið til starfa að nýju. Um skeið virtust örlög hins virðu- lega félags í nokkurri óvissu, sumir vildu leggja það niður eða skipta um nafn, en hitt mun engum hafá til hugar komið, að sýningar féllu niður i Ieikhúsinu við Tjörnina. Fé- laginu óska ég gæfu og géngis, og þykist þess fullviss að það vinni mikið starf og gagnlegt á komandi árum, en undir því er framtíð íslenzkrar leiklist- ar komin, að ungir efnilegir leikendur hljóti næg tækifæri til þess að efla dug sinn og þroska. Tómlæti leikhúsgesta þarf félagið tæplega að ótt- ast, svo ákafur var fögnuður þeirra, hlátur og lófatak á föstudagskvöldið var, að frum- sýningin líktist helzt endur- fundi góðra vina. Ekki verður sagt að leik- félagið fari geyst af stað eða ráðist í stórvirki að þessu sinni, en til þess liggja auð- skildar ástæður sem engin þörf er að ræða. „Elsku Rut“ er amerískur grínleikur af létt- asta tagi, fyndinn og líklegur til vinsælda, en í engu *' ný- stárlegur; atvikin kátbrosleg og smáskrítin, tilsvörin skemmti og Anna Guðmundsd., Wilhelm Norðfjörð og Þorst. Ö Stephensen. Vignir tók myndirnar. Erna Sigurleifsdóttir og Gunnar Eyjólfsson leg og kímin. Unglingur elsk- ar stúlku, það er auðvitað efni leiksins; en stúlkan er öðr- um lofuð, svo að málið reynist ærið torsótt og flókið, en hvað um það, allt hlýtur að fara vel að lokum. Það er ekki hægt annað en 'hlæja að þessu ágæta gamni, en þegar líða tekur á kvöldið og greitt er úr helztu fiækjunum hlýtur maður reynd ar að spyrja hvort að þau fari nú ekki loksins að ná saman, og þegar út er komið er öllu gleymt, og enginn veit lengur að hverju hann var eiginlega að hlæja. Þeir sem fara í leik- húsið til þess að leita þar hvíldar eftir önn dagsins geta ekki hlotið betri skemmtun. Það verður ekki annað séð en félagið eigi mörgum góðum leikendum á að skipa, og ekki leynir sér örugg og smekkvís handleiðsla leikstjórans, Gunn- ars Hansens. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur dómarann og heimilisföðurinn með því full- komna látleysi og öryggi sem einkennir hann, og svo kostu- lega og skemmtilega, að eng- in leikenda vakti jafnmikinn glaum og gleði. — Hin ríka skopgáfa Þorsteins hefur vart verið nægilega metin, fáir virð- ast betur til þess fallnir að fara með stórbrotin hlutverk í sigildum gleðiieikum. Geðfelld er kona dómarans, Anna Guð- mundsd., en stendur þó manni sínum ekki á sporði. Ágætlega fer Gunnar Eyjólfsson með hlut verk elskhugans, ungur maður og glæsilegur í foringjabúningn um ameríska, vasklegur, mál- snjall og rómantískur og ást- fanginn í Rut sinni upp yfir bæði eyru. Erna Sigurleifsdótt- ir er varla gædd nægum yndis- þokka til þess að leika Rut, þrætueplið í leiknum, en hún er lagleg stúlka, eðlileg og blátt áfram og einlæg í ást sinni. En það er önnur dóttir yngri á heimilinu, ákaflega erfið foreldrum sínum og syst- ur, og sú er kemur öllum ó- sköpunum af stað. Það leynir sér að vísu ekki að Sigrún Magnúsdóttir er komin af gelgjuskeiði, en tilburðir henn- ar, tal og innræti er eins skemmtilega ungæðislegt og á verður kosið, og vel við hæfi þessarar brögðóttu skólastelpu. Wilhelm Norðfjörð er á réttum stað sem eldri unnustinn, mátu- lega hagsýnn, leiðinlegur og smáhuga; ekki alltaf nógu ör- uggur í hreyfingum og máli, en ágætur þegar hann kemst ærlega úr jafnvægi. Ein gifting er vitanlega ekki nóg í slíku leikriti, hin brúðhjónin heita Bryndís Fétursdóttir og Árni Tryggvason. Skýr og eðlilegur er leikur Árna, hins unga und- irforingja; Bryndís er mesta myndarstúlka, en ekki nægilega hrifin af piltinum sínum. Nína Sveinsdóttir er þjónusta á heim ilinu, afkáraleg úr hófi fram. en veldur þó engum skaða. Tómas skáld Guðmundsson þýddi leikinn og víða liðlega sem vænta má, en stundum dottar sá góði Iiómer og raun- ar oftar en góðu hófi gegnir. Leiktjöldin, björt og smekkleg, eru verk Magnúsar Pálssonar, ungs og efnilegs kunnáttu- manns á því sviði. A. Hj. sögn Jóas Axels Eg hef í tveim b'.öðum Þjóðviljans borið fram spurn- ingar, sem beina má í tvær áttir: Öunur til stjómar Sjómannafélags Reykjavíkur, hin til Jóns Axels Pét- urssonar. Spurningarnar eru á þessa leið: Eru ákvæði uia for- gangsrétt félagsbundinna sjómanna á félagssv:eði Sjó- mannáfélags Reykjavíkur virkilega ekki í hinum nýju samningum? Er það satt, að Jón Axel Pétursson liafi sem forstjóri bæjarútgerðarinnar notað aðstöðu sína til að bola sjómanni úr skiprúmi vegna þálttöku lians í ný- afstöðnu verkfalli ? Eg höfi nú beðið eftir svari við þcssum spurr'ngum síðan á föstudag og ekki fengið sviir frá hlutaðeigend- 'um. — Hinsvegar hefur Alþýðublaðið kveinkað sér und- an þessum spurningum vegna Jóns Axels og svarað með refjum einum, sem þess var vox- og vísa. Jón Axel Pétursson! Hefur þú gert þér Ijóst hversu þögn þín og refjar Alþýð'ublaðsins hjálpast að því að lýsa sökinni á hendur þér? Jón Axel, þú veizt vel hvaða mann ég á við, spumingin er aðeins þessi: Ætlarðu að gerast sannur að einu því ljótasta sem þekkist í fari versí’u manna í atvinnureker-dastétt, sem sé því, að leggja stein í götu lífsbaráttu góðs verkamanns fyrir það að hann er cinnig góó’ar félagsmaður í sínu stéttarfélagi, — þú sem ert sjálfur komLnn í góða atvinríu fremst af öllu fyrir styrk verkalýðssamtakanna? — Svaraðu maður sjálfur. Þögnin og Alþýðublaðið viína á móti þér. Svo er hin spurningin. Eg hef rú fengið upplýsingar 'um það, að ákræðið um forgangsrétt félagsbundinna manna var eliki í togarasamningur'um 1942 og eklsi held- ur í smánarsamningnum í fyrra né samningsuppkasti því er samþyklct var um daginr. Þetta er \ itanlega hneyksli þegar þess er gætt að hér er um að ræða eitt stærsta og elzta verkalýðsfélag landsins á sama tíma og varla finnst á öllu landinu svo smátt og 'ungt félag að það hafi eklci knúið fram forgangsréttarákvæði fyrir með- limi sína. — En þá vaknar ný spurning: Hafa hinir „þrautreyndu“ sjómannafélagsforingjar hér ekki enn í allri sinni sögu fengið forgangsréttarákvæðið í togara- samr'ngana, eða hafa þeir vitandi vits gloprað því niður til að geta sigað hundum á úrvalsmenn ver’.ialýðs- samtakanna? — Eða er það af tómúm sljóleika sS í sáttatilboðinu er síðast var samþykkt skyldi ekki fyrir- finnast hin algenga klausa, þegar um harðvítugar deil- ur er að ræða, þess efnis að erginn skyldi gjalda á neinn liátt eftir á þátttöku sinnar í deilunni? Sjómaður. 1. VINNINGUR í HAPPDRÆTTI SÓSÍALISTAFLOKKSINS ER STOFUSETT AÐ VERÐMÆTI Hver liefur efni á að láta fram Iijá sér fara? — .1 tækifæri Nina S v einsd ó tti r pib mm |............ _ i; jLítið í sýningarglugga happdrættisins í Bankastr. 2 ■: SJðN ER SÖGU RÍKARI ' I ^avwvwwwwvwvwi.vvvvvwwvwvivvvwvs.'w^v.'wv.v.v.v.-.vav.v.w.v-'.^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.