Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. desember 1950. ÞsJ ÓÐVTLJJNN 11 HVAD SAGÐIÞÓRBERGUR? Hrekklausum lesendum Morg unblaðsins og Alþýðublaðsins barst f jTÍr nokkrum dögum sú fregn að upp væri risinn hér á landi stríðsæsingamaður sem stæðist frægum bandarískum sérfræðingum 4 því sviði full- komlega snúning. Maður sá sem blöðin kynntu á þennan hátt var Þórbergur í>órðarson, en að sögn þeirra átti hann að hafa skýrt frá því á í'imdi um friðarmál að Rússar liefðu fundið upp sérstakt geislavirkt duft, helryk, sem eyddi öllú lífi þar sem þvi væri dreift, og fylgdi það fréttunum að Þór- bergur hefði varla mátt vatni lialda af hrifningu og tilhlökk- un. Annars er rétt að gefa blöðunum sjálfum orðið. Morg- unblaðið sagði: ,,Ræða Þórbergs Þórðarsonar á „friffarfundi“ kominúnista s. 1. sunnudag varpar mjög at- hyglisverðu ljósi yfir afstöðu hans og annarra „dúfumanna“ til friðarmálanná. Öll hin ein- stæða ræða þessa fulitrúa á „friðarþinginu“ var ein sam- felld lofgjörð um síríðsútbúnað Rússa. Ilann kvað Rússa svo sem ekki mikið smeyka við ’ atomsprengjuna. S.jálfir ættu þeir enuþá hræðilegra vopn, þar sem væri „hélrykið“, geislavirkt dui't, „sem“, eins og ræðumað- ur orðaði það, „liægt cr að drepa með líf heilla þjóða, en þeir, sem kynuu að lil'a af, yrðu vanskapaðir aumingjar — það er í raumnni ekkert annað sem skeður en að lífið deyr út“!!! I»essu nýja vopni kommúnist- anna í Kreml fagnaði „friðar“- 1 fulltrúinu ákaflega. Rússar myudu áreiðanlega sigra í næstu styrjöld, sem yrði bana- biti auðvaldsins. Fyrir. þvi myndi „helryk“ Stalíns og Kominform áreið-anlega sjá. Nei, nú þurfti ekki að tala um frið. Nú þurfti ekki að gefa út áskorun um að nota ekki - skelíUeg vopn. Þvert á móti átti „helrykið“ að tryggja Rúss- um og kominúnisniar.uni sigur í næstu styrjökl, jafnvel þó ivð það kostaði tortímingu heilla þjóða. En atombomban cr slæm og hana má ekki nota af því að Rússar eiga hana víst ekki eins fullkomna og Jiin vestrænu lýðræðisríki. En allt í lagi. Þeir hafa þá „helrykið“ og það mega þeir nota eins og þeir vilja!!! Aldrei hafa kommúnistar af- hjúpað hræsni sína og yfir- drepsskap í friðarmálunum eins og með þessari ræðu- „friðar“- ; fulltrúa síns.“ Og Alþýðublaðið talar mjög í sama dúr og Jdvkkir út rneð þessum orðum: „Þórbergur yirðlst vera á góðri leið með að leysa Halldór KUjan Lax- ness af hólmi sem mesti stríðs- æsingamaður íslands.“ Á fundinum þar sem Þór- bergur hélt ræðu sína voru um 600 vitni að því sem haun sagði. Öll þessi vitni vita að Morgurvbiaðið og Alþýðúblaðið . f ara með vísvitaadi -haugalygar af ráðnum. hug, en hyerju máli skiptir það afturhaldsritstjór- ana fyrst hinir eru fleiri sem ekki vita annað en rétt sé hermt. Sú baráttuaðferð hefur verið tíðkuð mjög á imdanföm- um árum, en þó varð ég sami- ast sagna agndofa af undrun þegar ég las frásagnir aftur- haldsblaðanna. Qg í gærmorg- un brá ég mér til Þórbergs tU að vita hver viðbrögð hans hefðu orðið. En Þórbergur hafði ekki orð- ið sérlega uppnæmur. Þegar ég Þórbergur I>órðarson spurði hann um álit hans á slíkri blaðamennsku, svaraði hann: — Bezta svarið við þessu er að prenta samdn það sem ég sagði og frásagnir þessara blaða.. Um helrykið sagði ég orðrétt: „Mönnum hefur orðið tiðrætt um atómsprengjuna, 'enda hafa bandarískir pólitíkusar sýknt og heilagt skekið upp taugar heimsins með hótunum um beit- ingu þessa ægilega morðvopps alla tíð síðan 1945. Það sýnist liggja betur fyrir þeim að tála en skilja liugi manna, þvi að nú er svo komið að engri þjóð í heimi stendur þvílíkur stugg- ur af atómsprengjunni sem þegmun Bandaríkjanna. Til er þó vopn sem er miklu afkasta- meira en atómsprengjan, stór- um ódýrara og einfaldara í gerð, og öllum þjóðum sem búa til algengar sprengjur fært að framleiða það. Það er helrykið, geislavirkt duft sem hægt er að slökkva með líf heilla stór- borga og drepa með allan jarð- argróður víðra landfiæma á nokkrum klukkustundum. En þeir sem kunna að sleppa lífs af út úr þessupi geisladauða eiga það á liættu að verða ör- kumla menn það sem eftir er æfninar og að afkvæmi þeirra, ef nokkur verða, fæðist and- vana eða vanskapningar og fá- bjánar að því er sérfræðingar segja. Og þessum voða má strá úr flugvélum yfir bæi og byggðir án þess að menn viti fyrr til en þeir eru orðnir hel- sjúkir og , gi'óðm- jarðarinnar dauður. Það verður engiim hvellur, enginn ljósglampi í lofti,. engir skruðningar frá hrynjandi húsimi; það er í raun og veru ekkert sem gerist annað en þetta að lífið deyr. í samanburði við þetta vopn getur atómsprengjan heitið meinlítill morðkuti." - Já þetta var ,;fögnuður“ þinn yfir helrykinu. En Morg- unblaðinu sárnar einnig mjög að þú telur sigur sósíalismans öruggan þótt til styrjaldar dragi. — Ég sýndi fram á það með óvéfengjanlegum rökum að sig- ur sósíalismaas er óumflýjan- legur einnig þótt styrjöld skelli á, en af því dró ég þessar á- lyktanir: „Næsta heimsstýrjöld, ef hún skellur yfir, vei-ður úr- slitahríð milli auðvalds cg sós- íalisma. Þess vegna má telja vist að hún verði háð af geig- vænlegri grimmd og með hrað- dræpari vopnum en heims- styrjaldirnar tvær sem á und- an eru gengnar, og virtist þar þó fullur mælir vera af hvoru- tveggja. Ég er í engum efa um, eftir að hafa íhugað alla mála- vexti, að hún verður baoabiti auðvaldsins og sigur sósialism- ans um allan heim. En hún verður búin að leiða svo miklar hörmungar yfir mannkynið áð- ur en sá sigur er unninn, að það verður að afstýra þeim háska að hún detti á. Er það hægt? Er unnt að koma i veg fyrir nýja heimsstyrjöld? Já, með fullri vissu. Og með hvaða hætti er það unnt? Það er unnt, pg það er meira að segja auðvelt með iþeim hætti að skipuleggja samstillt fjöldasamtök fólksins sem heimti skilyrðislaust af þing- um, rikisstjórnum og sam- einuðu þjóðunum frið yfir alla jörð og afvopnun og brennimerki allan styrjaldar áróður sem stríðsglæp og þá herra stríðsglæpamenn sem honum lialda uppi. Með slík- um múgsamtökum má ein- angra livert árásarríki, hvort sem það er í austri eða vestri, svo það sjái sér ekki fært að hefja styrjöld . . . Friðarhreyfingunni hefur ver- ið hrundið af stað af raun- sæjum vitmönnum sem sjá. það fyrir, hvílík skelfing bíður mannkynsins ef út skyldi brjót- ast ný heimsstyrjöld, og þeir hafa tekið höndum saman til þess að forða hehninum frá slíkum ragnarökum. Að frið- arhreyfingunni stendur því fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og öilum lífsskoðanakerfum, þar eru ekki aðeins kommúnistar heldur og íhaldssinnar, frjáls- lyndir menn, gamlir friðarvin- ir, sósíaldemokratar, samvinnu- menn, prestar og heiðingjar, — fólk sém hefur sameinazt um þessa mikilvægustu hugsjón í heimi, að bægja frá öllum jarð- arinnar bömum nýrri heims- styrjöld.....— ... . - Friðarhreyfingin hefur verjð skipuiögð og efld vegna allra þjóða á jarðhnettinum, Hún starfar engu .síður til veradar bandarískum borgurum en rúss- neskum, engu síður til vemd- ar Englendingum en Kinverj- um> enguj síður til verndar Frökkum en Pólverjum, engu síður til vemdar íslendingum en Albaníumönnum. Friðar- hreyfingin starfar fyrir allt mannkynið, alla einstaklinga sem jörðina byggja.“ — Þetta heitir á máli Al- þýðublaðsins stríðsæsingar. — Þetta var það sem ég sagði í ræðu miimi um helryk- ið og styrjöldina. Með því að bera þetta saman við frásögn Morgunblaðsins og Alþýðu- blaðsins geta menn gengið úr skugga um hvílíkt algert sið- leysi og skepnuskapur ríkir í málaflutningi þessara blaða um friðarmálin. Og það er ekki að- eins í þetta eina skipti sém þau fremja slíkan glæp gegn friðarhugsjón mannkynsins og lífi íslendinga, þannig hafa öll þeirra skrif verið frá því fyrsta er friöarhreifingunni var hrund- ið af stáð. Allt útreiknaðar lyg- ar og vísvitandi ranghermi. Hvers konar livatir eru það sem stjóma svona giæpsamleg- um vinnubrögöum ? Ritstjórar æssara blaða hafa gengið á mála hjá pólitískum flokkum sem beinlínis eru orðnir tengd- ir vopnaframleiðendunum, kaup mönnum dauðans, til þess að vinna þessi óþokkaverk gegn sannleikanum og lífi mánnkyns- ins. — Hvernig viltu að lokum helzt draga saman ályktanir þinar um friðarþingið í Varsjá ? — Á þinginu ríkti mikil al- vara og áhugi og mjög ákveð- inn vilji til að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld, og það er enginn efi að friðarhreyfingin er farin að hafa víðtæk áhrif meðal þjóðanna og þau áhrif verða Sterkari og sterkari með hverjum mánuði sem líður. Daginn fyrir þingslit samþykkti þingheimur, 2000 sundurleitir fulltrúar 81 lands, einróma yf- irlýsingn til allra þjþða um þátttöku í voldugri samfylk- ingu fyrir friði og gegn styrj- öldum. Ennfremm’ aö stríðinu í Kóreu, sem ógnaði heims- friðniim, skyldi hætt, nýlendu- þjóðunum skyldi veitt frelsi, að ekki skyldi aftur blásið á ófriðarbálið í Þýzkalandi, að bönnuð skyldu kjamorkuvopn • og önnur stórvirk drápstæki. að hafin skyldi almenn afvopn- un, að sett skyldu lög sem þögguðu niður stríðsáróður o. s. frv. Fyrir þessum samþykkt- um mun friðarhreyfingin heyjá slcelegga baráttu í öllum lönd- um og öllum álfum heims með sívaxandi fjöldafylgi og sívax- andi afli, þar til stríðsglæpa- lýðurinn stendur uppi einangr- aður og fyrirlitinn, eins og sneyptur rakki, og friður og ró eru tryggð um alla jörð. Við íslendingar verðum líka að beita kröftum okkar til áð skipuleggja öflug samtök al- þjóðar gegn stríði og herstöðv- um áíslenzkri jörð, og við verð- um að kveða niður stríðsáróður- inn sem hér er þreyttur í blöð- um og útvarpi þangað til fávit- amir sem fyrir þeirri glæpaiðju standa finna sig fordæmda í landinu. Með friði lifum viS: i stríði deyjum við. M. K. Minningar Björgvins Guðmundssonar Mig langar til að biðja Þjóðvilj- ann fyrir nokkrar linur um nýja bók, sem mér hefur dvalizt við undanfarin kvöld og hefur orðið mér drýgra lesmál og kærkomn- ara en annað slíkt um langa hríð. Það eru Minningar Bjöfg- vins Guðmundssonar tónskálds. Stærð bóka er sjaldan öll, þar sem siður þeirra eru taldar; þar er löngum of eða van; og um blaðsíður þessarar bókar segir talan 455 heldur elcki mikið; það tognar úr henni, svo tíðflett sem manni verður um opnurnar. Og enda þótt svó sé, að fyrri hiuti hennar a. m. k., sem fjallar um bernsku- og unglingsár höfund-. arins, hljóti einitum að verða Vopnfirðingum sérstaklega hug- næmur lestur, þá er þó hið al- menna menningar- og lífssögulega gildi þessara frásagna slikt, að margir yngri sem eidri munu lcannast þar aftur við sinn borfna æskuheim, að nöfnunum sleppt- um. Þeim heimi er lýst af svo hlýju þeli, svo furðuglöggri at- hugun og gaumgæfu minni, að það ber í senn gáfum og mennt- un höíundarins og þeirrar alþýðu sem fóstraði hann hið loflegasta vitni. í og af þessum horfna héimi gerðist svo ævintýr hins eilífa smaladraums, sem sjaldan hefur þvi miður rætzt svo vel sem rakið er i þessari bók. Söngvarnir, sem ómuðu fegurst í brjóstum alda- mótakynslóðarinnar, urðu allt of margir andvana fæddir i hros's- hársstrengjaleik umkomulausrar æsku. Smaladrengnum austfirzka varð þess nær einum auðið að' brjótast tii landnáms að nolckru ráði í veröld þeirra hljóma sem mæltu hann í bernsku sínu hill- ingamáli. Á vit þeirrar vcraldar steig hann í Ameríkuskip hin þungu spor margra íslendinga á þessum árum, og sækir í þessu fjarlæga landi fram til þroska I list sinni við hin örðugustu skil- yrði af sjaldgæfri markvísi og þrautseigju. Leyndardómurinn við sigursæld þeirrar baráttu verður augljós af Framhald 4 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.