Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 6
•14 MÓÐVILJINN Suimudagur 17, desember 1950, Undlr ellífðarstiörnnm Eftir A.J. Cronin mig langar til að gera er allt anriars eðlis, og það er liræðdlega erfitt að skýra það út. En meginatriðið er þetta. Mig langar til að hjálpa fólki af mínu tagi, mönnunum sem vinna í námunum. Jói, þú veizt hvernig vinnan er. Til dæmis Neptúnniáman, við höí'um báóir unnið í henni, og þú veizt hvemig hún hefur farið með föður minn. Þú veizt hvernig skilyrðin eru. . . . og kaupið. Mig langar til að hjá'pa þeim til að bæta þessi skilyrði, gera þau viðunandi". . Jói hugsaði með sér að hann væri brjálaður, bandbrjálaður. En hann sagði upphátt með mestu alúð: „Haltu áfram, Dabbi, þannig á það að vera“. Davíð var búinn að tala sig heitan. „Nei, Jói, þú heldur sjálfsagt að ég sé að vaða reyk. En ef þú virðir fyrir þér sögu námumann- anna í Northumberland þá skilurðu betur hvað ég á við. Ef þú hugsar um aðstæðumar þar fyrir sextíu éða sjötíu árum: þá voru námumennimir eins og átthagafjötraðir bændur á lénstímabil- inu. Það var farið með þá eins og þeir /æru siðlausir, útskúfaðir. Þeir höfðu enga menntun. Þeim var neitað um alla fræðslu. Vinnuskilyrðin voru hræóileg, ónóg loftræsting, og slys vom tíð vegna þess að eigendurnir neituðu áð gera nokkrar varúðarráðstafananir vegna gassins. Konur og böm sex ára og eldri máttu vinna í námunum. . . . heyrið þið það, sex ára böm. Drengir unnu átján tíma á sólarhring neðanjarð- ar. Mennimir voru svo bundnir og háðir að þeir gátu ekki hreyft fingur af ótta við að vera reknir burt úr híbýlum sínum eóa settir 1 fang- elsi. Allar nauðsynjar varð að kaupa í verzlun- um námueigendanna eða venzlamanna þeirra, Dg á útborgunardögum var laununum haldið eftir til að jafna þessa reikninga. . . Alit í einu þagnaði hann og hló vandaræðalega. til Jennýar. „Ekki hafið þér neinn áhuga á þessu. Skelf- ingar dóni er ég að þreyta yður með þessu“. „Hvaða vitleysa", sagði hún í áðdáunarróm. ,,Mér finnst þér ótrúlega skynsamur að vita þetta allt saman“. „Haltu áfram, Dabbi“, sagði Jói alúðlega og ’ bað um meira portvín handa Jenný. „Segðu okkur meira“. En i þetta skipti hristi Davíð höfuðið ákveð- inn á svip. „Ég geymi mér það þangað til á umræðu- fundinum í Fabíanfélaginu. Skilyróin hafa batn- að síðan á þeim hræðilegu tímum, sem ég var að minnast á, við höfum komizt- nokkuð áleiðis, en ekki nógu langt. Vinnan er enn hræðilega erfið í sumum göngunum, kaupið lélegt og slys- in of mörg. Fólk virðist ekki gera sér þetta Ijóst. Ég lieyrði til manns í sporvagninum einn daginn. Hann var að lesa blöðin. Vinur hans spurði, hvað væri í fréttum. Hann svaraði: ..Ekkert. Alls ekkert. Bara eitt af þessum námu- slysum“.... Ég leit yfir öxl hans, og, sá að fimmtán rnenn liöfðu farizt í sprengingu í Nott- ingham“. " Það var dáJítil þögn. Augu Jénnýar voru full samúðar. Hún hafði drukkið þrjú glös af port- víni og tilfimiingar hennar voru hámákvæmar; hún beið eftir tækifæri til að hlægja af hjart- ans lyst eða grátá fögrum tárum. Jenný var far- in áö hafa mætur á portvíni í seinni .tíð. Henni fannst kvenlegt að drekka það, það var vín og því drykkur af- heldra taginu. Jói hafði auð- vitað komið henni á sporið. Jói rauf þöguina. „Þú kemst Jangt, Dabbi“, sagði hann aivar- lega. ,,Þú ert komimi fram úr mér. Þú verður kominn í þingið áður en ég hætti að bræða stál“. „Láttu ekki eins og kjáni“, sagði Davíð stutt- -aralega. En Jenný hafði faeyrt þetta; - áhugi hennar á 'Davfð jókst Hún fór aö legpja.; sig alla f«un við «5 hann. Augiaaráð hennar lýsti hrifningu. Hún Ijómaði. Hún vissi áuðvitað allan tírruann að hún var að hefja Davíð á kostnað Jóa. Það var heill- andi tilfinning að hafa tvo strengi að leika á. Þau tóku upp léttara hjal; töluðu um hvað Jói hefði aðhafzt; töluðu og hlógu til klukkan tíu, fjörug og vingjamleg. Þá hrökk Davíð allt í einu við og leit á klukkuna. „Herra minn trur“, hrópaði hann. „Og ég á að veru að vinna“. „Ekki fara strax“,mótmælti Jenný. „Kvöldið er rétt að býrja“. ,,Mér er það óljúft, en ég má til, það er óhjá- kvæmilegt. Ég á að ganga upp i sögu á mánu- daginn“. „Jæja þá,“, sagði Jói alúðþiga. „Við hittum þig á þriöjudaginn, Ðabbi karlinn, eins og við töluðum um. Og þá sleppurðu ekki svona auð- veldlega frá okkur“. Þau stóðu upp, Jenný dró sig í hlé til að „snyrta sig“, Jói borgaði reikninginn svo að púndseðlamir flugu. Meðan þeir biðu eftir Jenný fyrir utan hætti Jói allt í einu að tyggja tannstöngulinn sinn. „Þetta er snotur stúlka, Dabbi“. „Já, það er hún sannarlega. Ég.dáist að smekk þínum“. „Smekk mínum“. Jói hló dátt. „Þú hefur misskilið þetta drengur minn. Við erum að- eins vinir. Það er ekkert á milli mín og Jennýar", „Er það satt?“ Davið virtist fullur áhuga, „Já, það er satt“. Jói hló aftur, svo fráleit fannst honum hugmyndin. „Mér datt ekki í hug að þú myndir taka skakkan.pól í hæðina". Jenný kom tii þeirra og þau urðu samferða að horningu á Collingwood Stræti, en þar skildi Davíð við þau og hélt áfram eftir Westgate Road. „Mundu þetta nú", sagði Jói. „Á þriðjudags- kvöldið“. Kyeðjuhandtakið var kurteislegt; Da- víð hafði aðeins óljósan gmn um að Jenný þrýsti hönd hans. Davíð gekk léttstígm- heim í herbergiskytr- ima sína: það var undarlegt að þeir skyldu ekki hafa hitzt áður. En eins og Jói hafði sagt, þá var Tynecastle stór borg og í henni var aðeins einn Jói Cowlan. Davíð virtist hngsa feiknin öll um Jóa. En andlitið sem brosti til hans upp af blöðiun bókar- innar var ekki andlit Jóa. Það var brosandi and- lit Jennýar. _ , 14 Næsta þriðjudag birtist Davíð stundvíslega í Scottswood Road 117 A. Það var óheppilegt að Jói skyldi einmitt eiga að vinna eftirvinnu þenn- an dag, þegar tekið ér tillit til þess, hversu mjög hann hafði hlakkað til samfundanna. En þannig var þaó, og því varð ekki breytt: ves- 4F EFSTA BRETTi í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.