Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1950, Blaðsíða 5
Sunnudaeur 17. desember 1950. ÞJÓ'ÐVILJINN 13 Einn góður vinur minn, sjö ára gamall snáði, kom að máli við mig um daginn, þvi að hann var búinn að frétta um ferða- lag mitt í austurátt og hafði mikinn hug á að heyra hvernig faríð væri gegnum Járntjaldið. Ég vildi ekki trúa honum fyrir leyndarmálinu alveg strax, held ur reyndi ég fýrst að fiska eft- ir hans eigin hugmyndum varð- andi þetta tjald. Og þegar ’ég hafði. dekstrað vininn dálitla stund lét hann tilleiðast að skýra frá niðurstöðum sinum. DÓSAHNÍFUR MUNDI ÞAR EKKERT GAGNA Það voru fróðlegar niðurstöð- ur og frumlegar. Að vísu var það fræga tjald í austri mjög svipáð útlits einsog tjaldið í Iðnó. En þeim mun ævintýra- • legri hafði hann hann hugsað sér fyrirferð þess, því að mér skildist það væri, varlega áætl- að, á hæð við Esjuna. Ekkert vildi hann fullyrða um hvort hægt væri að hreyfa tjald þetta í eina eða aðra átt, en lét þó í ljós miklar efasemdir um möguleikana til slíks, enda hafði hann aldrei einusinni get- að skilið hvernig þeir færu eiginlega að því að draga tjald- ið frá og fyrir í Iðnó. Tjaldið í austri var úr þykku járni, það vissi hann fyrir víst. Og ef geit '-var ráð fyrir, að því yrði hvorki haggað upp né útá hlið, þá gat hann ekki bet- ur séð en ógerningur væri fyr- ir fólk hérnameginfrá að kom- ast hinumegin. Hann taldi hlægilega þá hugmynd eins fé- laga síns, að eftilvill mætti gera gat á það með nógu stór- um og sterkum dósahníf. Ann- að mál væri kannski að brúka logsuðuáhald einsog það sem liann sá einu sinni notað niðrí Landssmiðju, og þó mjög hæp- ið að slíkt bæri nokkurn ár- angur. ÞAÐ SEM GERÐIST HINUMEGIN Þegar mér hafði þannig tek- izt að veiða uppúr vininum heiztu hugmyndir hans varð- andi gerð Járntjaldsins þá bað ég hann að segja mér álit sitt á því sem ætti sér stað hinu- megin við þáð. En vinurinn var mjög tregur til að úttala sig um þá hlið málsins, spurn- ingin virtist jafnvel valda hon- um óþœgindum. Þó fann ég, að einnig um þet;ta atriði var hann undir allsterkum áhrifum frá Iðnó; það sem gerð ist hinumegin við Járntjaldið væri sem sé að öllum líkindum ekkert ósvipað ýmsum lítt þokkalegum framkvæmdum sem svartálfar og þeirra nótar gengjust fyrir 1 Nýjársnóttinni og öðrum • sllkum ævintýraleikj um. Að taka frá mönnum tjaldið Ég þarf ekki að taka það fram, að snáði þessi er mjög bráðþroska, — og farinn að lesa Morgunblaðið. En nú var röðin komin að mér að skýra vininum frá nið- urstöðum þeim sem ég hafði komizt að varðandi Járntjald- ið. BLÓM, SÖNGUR, FAGNAÐARLÆTI Tékkneska flugvélin, sem flutti okkur Þórberg og fleiri fulltrúa á friðarþingið frá London 15. nóvember, lenti eftir þriggja tíma flug í Prag klukkan um átta að kvöldi. Og þegar við stigum útúr henni, mætti okkur kátur og fjörug- ur söngur brosandi unglinga sem stóðu í hópum báðumegin við gangveginn til farþega- stöðvarinnar og fleygðu óspart yfir okkur stórum vöndum af krýsantemum og öðrum skraut- blómum. En í sérstökum sal á farþegastöðinni, fagurlega skreyttum með fánum flestra þjóða heims, myndum af frið- ardúfunni og áletrunum þar sem friðurinn var hylltur á sex eða sjö útbreiddustu þjóð- tungum, var örstutt móttöku- athöfn með smurt brauð og létt vín. Kona nokkur, for- maður friðarnefndarinnar í börginni, hafði orð fyrir Tékk- um og kvaðst vilja sannfæra okkur um, að fulltrúar á frið- arþing væru miklir aufúsugest- ir í þessu landi. En stjórnár- meðlimur einn í brezku vehka- mannafélagi þakkaði fyrir hönd okkar hinna. Meðan á þessari athöfn stóð gekk til mín einn af heima- mönnum og spurði hvort ég væri frá íslandi. Og þegar ég játti því, skipti maðurinn taf- arlaust yfrí reiprennandi esp- erantó. Hann var sem sé for- maður í esperantistafélagi borg- arinnar, sérstaklega hingað kominn til að heilsa uppá Þór- berg. — Ég vísaði manninum á Þórberg, og þar varð auðvit- að mikill fagnaðarfundur. ENGIN LÖNGUN TIL AÐ HNÝSAST í / EINKABRÉF Síðan var ekið með okkur í glæsilegt hótel, sem ég er bú- inn að gleyma hvað heitir, og framreidd stór máltíð og góð. Og eftir nokkra bið í bezta yf- irlæti þar í sölum, var farið á járnbrautarstöðina, þaðan sem haldið skyldi áfram með lest til Varsjár, — og hverjum manni búið rúm í svefnklefa. Það hafðj eklci verið litið í ferðatöskur okkar, ekki spurt um neitt sem við kynnum að hafa í vösunum nema vegabréf til skjótrar athugunar, hvergi sýndur . neinn minnsti * vottur þess mikla áhuga, sem virtist ríkja meðal brezkra tollvarða í Prestyík, að hnýsast í einka- bréf manna. Hinsvegar mættu okkur alstaðar brosandi ung- lingar með krýsantemum, lófa- taki og söng. Og þetta var járntjaldið. Þegar ég hafði lauslega skýrt vininum litla frá þessari reynslu minni, sat hann lengi hljóður, og það færðist einhver undar- legur tómleikablær yfir andlit hans. — Og var þetta í raun- inni nokkuð nema eðlilegt? Ég hafði jú raskað heilu hug- myndakerfi fyrir honum. Ég hafði tekið frá honum tjaldið. Og þá dettur mér í hug, að kurteisast hefði verið, vegna þeirra lesenda, sem eftilvill hafa komizt að eitthvað svipuðum niðurstöðum og vinurinn, að vara þá við því, strax í upp- hafi þessarar frásagnar, að hún gæti kannski truflað vissa þætti í hugmyndakerfi þeirra, og tek- ið frá þeim tjaldið. Annars er ég þeirrar skoðun- ar, að vinurinn muni jafna sig fljótt og sjá sem er, að ævin- týri Morgunblaðsins hafa aldrei verið svo merkileg, a,ð á því sviði sé ekki allt ennþá merki- legra í Iðnó. DANS KYNÞÁTTANNA Á JÁRN- BRAUTARSTÖÐINNI Það ríkti sami fögnuðurinn á járnbrautarstöðinni einsog ann- arstaðar. Tékknesku ungling- arnir tóku farangur gestanna, jafnóðum og þeir komu, og báru inní lestina, þangað sem hverjum einstökum höfðu verið ætlaðar vistarverur, sungu og hylltu friðinn á sínu máli, nema sumir hrópuðu „Via la paix!“ til marks um að þeir væru að læra frönsku í skólanum. Stór lúöra- sveit lék lög frá ýmsum lönd- Þessar dömur voru meðal þeirra sem tóku á móti hinum er- lendu þingfúlltrúum við landamæri PóIIands. um með sérstöku tilliti til þjóð- ernis þeirrar sendinefndar sem :þá og þá var að koma á stöðina. En eftir því sem á leið og minna varð af farangri til að bera, færðist danshugur í ung- lingana, og þar kom um síðir að fjörugur tékkneskur þjóð- dans var ‘ stiginn um stöðvar- pallinn v allan. Ungt fólk úr hópi gestanna lokkaðist líka smámsaman inní þessa lífsglöðu hringiðu, nokkrir ástralskir sjó- menn urðu fyrstir til að taka utanum tékknesku blómarósirn- ar og sveifla sér af stað, en síðan bættust við brezkir verka- menn, afríkanskir negrar og grannvaxnir piltar með ská- sett augu frá Asíu. Manni fannst einsog gleði og ham- ingjuþrá hinna ýmsu kynþátta. hefði skyndilega safnazt sam- an á þessari járnbrautarstöð og fengið frámrás í einum tékk- neskum þjóðdansi. Og. svo virt- ist sem dans þéssi ætti við álla músík jafnt, því það dró aldrei neitt úr honum þó að lúðra- sveitin léki hin/og önnur lög af óiíkasta uppruna, ég held jafnvel hann hafi aldrei verið fjörugri en einmitt meðar. hún setti allan sinn kraft i „Roll out the barrel“ í tilefni af því að stór hópur Breta var að koma á stöðina. En yfir dansinn risu fánar þjóðanna og héldu uppi stórri mynd af friðardúfuiuii. POKOJ! POKOJ! Klukkan að ganga eit.t lagði svo lestin af stað, og iauk þanu- ig ógleymanlegri heimsókn í Prag. Söngur tékkneskra ung- linga dó út í fjarska. ,y Menn sváfu vel þessá nótt, og næsta dag var ekið um Pól- land. Það þurfti að stanza. í hverri borg svo að fólk fengi sem víðast tækifæri til að fagna gestunum, lúðrasveitir,ý. fána- skreytingar, syngjandi ungling- ar, brosandi skólabörn,, alstað- ar sami mannfjöldinn hrópandi pokoj! pokoj! sem þýðir. friður. — Klukkan var um 10 að kvöldi þegar lestin brunaði inná jám- brautarstöðiaa í Varsja. J. Á. SKAK Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Erlend skákmót Talsvert hefur verið um skákmót í Evrópu það sem af er vetrarins og skal hér getið þriggja hinna helztu. FENEYJAR I Feneyjum er haldið skák- þing árlega nú orðið, og vakti hið síðasta meiri athygli en ella, því að þar tóku tveir Rússar þátt. Smysloff og Kot- off. Smysloff var sigurvanast- ur keppenda, hann tefldi vel og örugglega og tapaði ekki skák allt þingið út. Kotoff byrj- aði heldur dauflega, og í 6. um- ferð varð honum á að tapa fyrir lítt kunnum Itala, og hafði þá einungis 3% vinning af 6 skákum. En nú var eins og Kotoff vaknaði af dvala, hann vann 9 skákir í röð og tókst að komast % vinning fram fyrir Smysloff. Vinningafjöldi efstu manna var þessi: 1. Kot- of 12%. 2. Stnysloff 12, 3 Rossotimo 10, 4. Pachmann 9%, 5.—7. Letelier (Chile), H. Steiner (U.S.A.) og Wade (Nýja Sjilaud) 8% hver. ! BLED Bled: er Erægur b.ær i skák- sögunni, því að þar vann Alje- chin einhvern glæsilegasta sig-: ur sinn, nýkominn norðan frá íslandi. Þar var haldið skák- ] 'ng skömmu eftir ólympíuna í Dubrovnik og sigraði Najdorf, Vinningar féllu þannig: 1. Naj- dorf IOV2. 2. Pilnik (Argent.) 9, 3. O’Kelly (Belgía) 8M-, 4; Fuderer (Júgósl.) 8. Þarna tók einn norrænn maður þátt, Svi- inn Stoltz, en hann náði ekki nema 6 vinningum, einum meira en sá sem neðstur varð, doktor Tartakower, en hjá honum er aldurinn farinn áð segja til sín. AMSTERDAM Mest og merkast ’ þessara þinga er það, sem nú fer fram í Amsterdam og eigi er að futlji lokið er þetta er ritað. ís.lenzkir skákmenn hafa fylgzt með þessu þingi af miklum áhuga og reyndar almenningur einnig, ■því dð ein,n ísienzkur skákmað- ur teflir þama eins og kunu- ugt er. Forstöðumenn mótsins buðu skákmönnum hvaðanæva áð, meðal annars heimsmeist- aranum Botvinnik og fleiri rúss- neskum taflmeisturum, en eng- inn þeirra kom. En að þeim frátöldura eru þarna saman komnir flestir kunnustu skákmeistarar heims- ins, og mun þetta véra öfliug- asta skákþing, sem íslenzkur einstaklingur hefur tekið þátt j í. Najdorf hefur teflt afburða i "oh ef dæma á eftir vinninga- 1 fiö!da hans, en hann hafði 14 I vmninga og eina biðskák úr f8 skákum þegar þetta var rit- ?.*>. Næstur honum er Band.i- r’kjamað.urina. Reshevsky með 13 og biðskák, þriðji StáM- Framhald á 15. síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.