Þjóðviljinn - 19.12.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.12.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIL'JINN Þriðjudagur 19. desember 1950. pJÓÐVILIINN Útgefandi: Sámeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórár: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Útvegsmenn lýsa yfir verkfalli Rcykvískir útvegsmenn hafa lýst yfir verkfalli gegn xíkisstjórninni. S.l. föstudag var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einróma í félagi þeirra: „Fundur í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur lýsir yfir: Þar sem ríkisstjórn og alþingi hefur ekki enn tekizt að finna leiðir til að skapa viðunandi grundvöll fyrir báta- xitveginn, verður ekki hægt að undirbúa vertíðina né hefja hana á eðlilegum tíma. Afleiðingin af þessu verður óhjákvæmilcga sú, að vertíðin verður styttri, minni afli, minni atvinna og minni gjaldeyrisöflun.“ Útvegsmenn hafa sem sé lýst yfir verkfalli, þar sem þeim séu ekki búin viöunandi kjör, og sennilegast má telja aö þetta verkfall nái til alls landsins. Hversu alvar- legt það er má marka af því að' bátaflotinn aflar % hluta af gjaideyristekjum þjóöarinnar og aö á vetrarvertíöinni Jæst vei’ulegur hluti þeirrar upphæöar. Þaö er engum efa bundið aö ákvöröun reykvískra út- vegsmanna um verkfall styðst viö full rök. Öll loforö gengislækkunarmanna um fiskverö hafa reynzt svik ein, verðiö -er 20—30 aurum lægra en nauðsynlegt er og hefur lækkað síðan gengisfellingin var samþykkt á sama tíma og allur tilkostnaöur hefur stórhækkaö. En svo rökstudd sem þessi ákvörðun er, má ekki koma til slíks verkfalls. Nýlega er lokið langvinnri stöðvun togaraflotans sem hafði af þjóðinni 100 milljónir króna í dýrmætum erlend um gjaldeyri, og högum þjóðarinnar er nægilega illa kom ið þótt ekki komi til önnur slík blóðtaka. En hvernig á þá að afstýra þessu boðaða verkfalli? Sósíalistar hafa lagt fram á þingi tillögur sem myndu tryggja kappsfulla útflutningsframleiöslu, tillögur um frelsi til sölu á íslenzkum afuröum innan ákveðinna tak- markana. Afturhaldsflokkarnir vilja ekki fallast á þær til lðgur af umhyggju fyrir fámennri einokunarklíku. Þeir hafa hins vegar ekki enn fundið nein önnur ráö til að tryggja rekstur bátaflotans. En hvernig væri þá að fall- ast á tillögur sósíalista þangað til ríkisstjórnin hefur fund ið „bjargráð“ sín? Málið liggur ofurljóst fyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki „bjargráð“ sín til fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Út- vegsmenn gera ekki út aö óbreyttum aðstæöum fyrr en „bjargráðin“ eru tiltæk: Afleiðingin vérður sú aö dagar og jafnvel vikur líða án þéss að auðlindir sjávarins séu hagnýttar og milljónir eða milljónatugir fara forgörðum. Hvers vegna þá ekki gefa leyfi til frjálsrar sölu á þeim afla, sem ekki verður hagnýttur aö öörum kosti, innan þeirra takmarkana um lágmarksverö og hámarksverð sem felast í tillögum sósíalista? Hvers vegna ekki' að leyfa aö selja þann afla sem að öörum kosti veröur ekki dreginn úr sjó? Þetta leyfi gætu einokunai’herrarnir síöan látið afnema strax og „bjargráðin" eru fædtl, Með þessu móti myndi rekstur útvegsins vera tryggð ur. Útvegsmenn myndu þegar í stað láta af verkfalls- samþykkt sinni ef þeir fengju sjálfir að selja framleiðslu isína. Það myndi skapast atvinna, gjaldeyrir og vörur myndu flytjast inn, Gegn þessu litla, takmarkaða frjáls- ræöi getur ekkert mælt nema ótti einokurnarklíkunnar við aö láta sjást í framkvæmd afleiöingar þeirrar hel- stefnu sem nú þjakar þjóöina. Það er glæpsamlegt ef ríkisstjórnin knýr útvegs- menn til að framkvæma verkfallssamþykkt sína. En það væri hins vegar í samræmi við allar aðrar aðgerðir henn- HY. Ríkisskip Hekla var vsentanleg til Norð- fjarðar í gærkvöld á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavik og fer væntanlega í kvöld til Breiðafjarð- á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Hafborg fór frá Reykjavik í gærkvöld til Horna- fjarðar. /y' Fastir iiðir eins og vénjulega. Kl„ 18.30 Dönskukennbla; I. /fi. — 19.00 Ensku- kennsla; II. fl. — 20.20 Upplestrar úr nýjum bókum -— og tónleikar. 21.55 Fréttir og veðurfregnir; dag- skrárlok. — (22.05 Endurvarp á Grænlandskveðjum Dana). ; TILKYNNING ! Hérmeö er vakin athygli á auglýsingu frá ráðinu um frílista dags. 18. desember, er lesinn var í útvarpi þann dag og verður birtur í Lög- birtingablaðinu 20. desember. Reykjavík, 19. des., 1950 Fjárhagsráð. ; r.%vvA%w.vv-w.v.*.v.váv.w Orðsending til bæjarbúa Sundhöll Reykjavíkur er opin fyrir bæjarbúa alla þessa viku. Sundhöllin og Sundlaugarnar verða opn- ar til kl. 11,30 á aöfangadag jóla og gamlársdag, en lokaðar báöa jóladagana og nýjársdag. Baðhús Reykjavíkur verður opið til kl. 10 síödegis næstkom- andi fimmtudag og til kl. 12 á miönætti bæöi föstu- dag og laugardag. A%W-%V^VWAV-WWdW \ Við fáum nýjai- bækur daglega Sendum heim ef óskað er Kassakvittanir fyrir öllum viðskiptum BÓKABÚÐ Alþýðuhúsinu — Sími 5325 fý ; Með straumnum Höftindur þessarar bók ar, Sigurður Árnason, er fæddur vestur við Patreks fjörð árið 1877 og elst þar upp til 1G ára aldurs, er leið hans liggur noröur í Húnavatnssýslu. Þar hef- ur hann þó slcamma við- dvöl, fer brátt suður til Hafnarfjarðar, þaðan til Keflavíkur cg kemst þá á brezkan togara. Hann dvelst í Englandi, sem sjó maður nokkur ár, en kem ur heim til íslands aftur og sest að í Reykjavík, þá 26 ára að aldri. Fyrstu árin eftir heimkomuna er hann' starfsmaður hjá klæðaverksmiðjunni Ið- unn, en ræðst síðan sem vólamaður hjá grjótnámi Reykjavíkurbæjar og vinn ur þar enn þann dag í dag. Jamaica-kráiti JAMAICA-KRÁIN er dularfullur og illræmdur staður, þar sem ungar stúlkur ætfu ekki að vera, en Mary verður að setjast þar að. Plún kemst brátt að því, að hér er eitthvað dularfullt á seyði. Vöru- vagnar koma og fara í hijóðlátu myrkri nætur- innar. Umhverfið er öm- urlegt og draugalegt. Eig andi krárinnar Joss Mer- lyn er samvizkulaus hrotti, konan hans, hin áður glaðværa og á- hyggjulausa frænka Mary var orðin eyðilögð mann- eskja, táugaveikluð og hrædd. ,Mary langar lil að ségja |jtm Merlyn frá áhj’ggjum síntim, en er nokkurt vit í því, þar sem hann er bróðir hins illræmda kráareiganda ? Skáldaþing eftir dr. Steian Einarsson Skáldaþing er úrval af ritgerðum er dr. Stefán hefur safnað saman, og er hér s-aman kominn marg- víslegur fróðleikur um flest hin merkari skáld vor frá Jónasi Hallgríms- syni til Halldórs Kiljans og Guðm. Hagalín. Fágæt bók: Bangárvellir 1930 eftir listakonu, Helgu Skúladóttur frá Keldum. — Getið er þar að nokkru búenda allra á Rangár- völlum ásamt siðum og háttum fólksins, félagslífi fæði, klæðnaði o. s. frv. Bók þessi fyrnist ekki. Gengi hennar eykst og margfaldast með aldrin- um og hún getur orðið fyrirmynd annarra hér- aða. ruvvvvvvvvvvvvvvv-.ruwvvvuvyvvru’iruvv'Vvvvsr.-.-uvvvvvvv."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.