Þjóðviljinn - 19.12.1950, Side 8
STÖBYÁ
C
Ekki hægt að hefja vertíð á eðlilegum tíma. Afieiðing:
„minni afli, ntinni vinna, minni
« a
Fundur í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur, sem haldinn var
:s.l. föstudag, samþykkti eftirfarandi:
1. ,,Fundur í Útvegsmannafélági Reykjavíkur lýsir
yfir: Þar sem ríkisstjórn og Alþingi hefur enn ckki
tekizt að finna leiðir til að skapa viöunandi starfsgrund-
völl fyrir vélbátaútveginn. verður ckki hægt að undirbúa
vertíðina né hef ja hana á eðlilegum tíma. Afleiðingin al' •
þessu verður óhjákvæmiiega sú, að vertíðin verður styttri,
minni afli, minni atvinna og minni gjaldeyrisöflun.1
2. „Fundur haldinn í Útvegsmannaíélagi Reykja-
víkur 15/11 1950 skorar á stjórn L.Í.Ú. að kalla hið
l'yrsta saman aðalt'und sinn, sem frestaö var í nóvember
síðastliðnum“.
Fulltrúaráð verkaiýðsfékganna í Reykjavík:
MótmæSIr
m
vrnnu
Skorar á Alþingi að lella Irumvarp það um vinnu-
miðlun sem mi liggur íyrir Alþingi
Á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Rsykja-
vík, er haldinn var miðvikudaginn 13. þ. m. var eftirfar-
andi samþykkt:
„Fundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélagamia í Reykja-
vík, halclinn 13. des. 1950, mótmælir liarðlega þeirri fyrir-
ætlun núverandi ríkisstjórnar að fella nú niður framlag
ríkissjóðs til vinnumiðlunar í kaupstöðum iandsins í staó
jþess að efla starfsemina og auka, sem þó hefði verið full
nauðsyn á, eins og atvinnuhorfur eru nú í landinu.
Skorar fundurinn cindregið á Alþingi að fella fram-
komið stjórnarfrumvarp um vinnumiðlun, en taka hins-
vegar upp í fjárlög ryrir 1951 nægilega fjárveitingu til
vinnumiðlunar. “
Alþýðuflokksforingjarnir
hafa undanfarið afhent íhald-
inu hvert verkalýðsfélagið af
öðru, sem afborgun til atvinnu-
reikendaflckksins uþp í persónu
legar bitlingaskuldir sinar. Ár-
angurinn af þessari iðju Al-
þýðuflokksforingjanna kom
jfra.m í því að tveir íhaldsmenn
(komnir í Fulltrúaráðið fyrir
tilverknað Alþýðuflokksins og
• á ábyrgð hans, greiddu atkvæði
gegn tillögunni. Þeir eru á
Óðinslínunni, þeir vilja koma
cllum vinnuráðningum undir
.hina pólitísku ráðningarskrif-
stofu Ihaldsins. . Mætti það
verða verkamönnum allra
flokka nokkurt umhugsunar-
efní.
Rannsékn lokið
Sakadómari liefur nú lokið
rannsókn í útvarpsmálinu svo*
kallaða, sem fynrskipuð var út
af ákærum Ilelga Hjörvars . á
útvarpsstjóra. Hefur sakadóm-
ari sent dómsmálafáðherra nið-
urstöður ranngóknarimiar til á-
kvörðunar.
Sýning iifprent-
•aöra málverka
Á sunnudaginn var opnuð í
Listamannaskálanum sýning lit-
prentaðra málverka eftir rúm-
3ega 100 þekkta erlenda mál-
ara, þ. á. m. Leonardo Da Vinci,
Raphael og Pablo Picasso, alls
um 200 málverk. Auk þess eru
til sýnis svartprentaðar myndir
af málverkum frægra máiara.
Allar eru myndir þessar til sölu
og aðgangur að sýningunni ó-
keyþis.
Morganræíiir
í Stjörnubíá
Morgunræður í Stjörnu-bíó,
nefnist nýútkomin bók og eru
það ræður sr. Emils Björnsson-
ar í Stjöfnubíó.
Ræðtisafnið er gefið út ,.tíl
eflingar kirkjubyggingársjóði
Óháða Fríkirkjusafnaðarins,
ellr. hefði þáð ekki komið út.“
segir höf. í formála. í formálá
segir ennfremur: ,,. Þetta
eru fj7rstu ræíurnar cem flutt-
ar eru í söfnuðinum, í öðru lagi
eru þær fyrstu ræðurnar sem
höfundiir semur og flytur, o'g í
þriðja lagi eru þær fiuttar í
opmberu kyikmyndahúsi, sem
mun vera. einsdæmi hér á
!andi.“ — Áðsókn nð' þesstnn
prédikunum sr. EmiJs hefur ver
ið meiri cn dæmi cru til um
kirkjusökn hér í bæ — og í
þessari bók geta merm séð þann
boðskap er haft hefur slíkt nð-
dráttarafl.
í fyrramorgun, kl. rúmlega
9, fór kcna nokkur frá heimili
sínu hér í bænum og hefur ekk-
ert af henni frétzt síðau jirátt
f.yrir lei.t og eí'tirgrennslanir
Uigreglunnar.
Kona þessi er frú Ragnhild-
ur Halidói’sdóttir, Sólvallagötu
6. Er liún fór að lieiman kvaðst
hún ætla að sækja mjólk, en
síðan er ekkert um ferðir henn-
ar vitað.
Ragnhildur er 48 ára að aldri,
lágvaxin, ljós yfiriitum og
kringiuléit með mikið skolleitt
liár. Hún var klædd grárri
dragt, með brúnan klút bundinn
um höfuðið. Þeir sem kynnu
að liafa orðið Ragnhejðar varir
eftir kl. 9 í fyrramorgim eru
góðfúsiega beðnir að lá.ta ránn-
sóknarlögregluna vita.
Jólahefti
Lífs og iisiar
Jólaliefti tímaritsins ,,Lif og
list“ er komið út, vandaó að
efni og frágangi. Steingrimur
Sigurðsson skrifar þar um
myndlistarsýninguna, sem nú
er nýiokið í Þjóðminjasafninu
nýja, og -nefnir hann greinina:
Evrópusýning íslénzkrar mynd-
listar. Fjlgja greininni margar
myndir af málverkum, sem voru
á sýningunni og er greinin hin
athyglisverðasta. Halldór Kiljan
Laxness á.þarna grein er nefn-
ist Skáldskaþarhugleiðingar um
jólin 1950, og kennir þar
margra grasa. Þá eru tvær
greinar tun Bernard Shavv, önn-
ur eftir H. G. Wells, en hin eft-
ir Hesketh Peárson og fjallar
um persþnuleika Shaws; Jóla-
saga eftii’ Francois Mauriac,
Fegurð heimsins og Hreinum
er allt hreint eftir Markús Ár-
elíus, Sveinn Bergsveinsson
skrifar um sýningu Þjóðleik-
hússins á leikritinu Jón biskup
Arason. Loks er greinarikorn
um myndabók Kjarvals og jóla-
kort Helgafelís og þátturinn
A kaffihúsinu. A forsíðu er
litmynd eftir franska málarann
Georges Rouault. Heftið er 36
síður eða þriðjungi stærra en
venjulega.'
Hvalfell kom af ísfiskveiðum
á laugardaginn með 185 iestir
er fóru í frystihúsin, Það fór
aftur á ísfiskveiöar á sunnudag-
iijn. Haliveig Fróðadóttir kom í
gæi raorgun ; hafði hún losað áð-
,Ur 60 tonn í Skúla Magnússon.
Hailveig fer aftur á isfiskveið-
ar„ Ilelgafejl kom í gær af ís-
fiskveiðum og fér aftur á is-
fiskveiðar. Askur kom um helg-
ina. Bjarni riddari og Surprice
komu til Hafnarfjarðar i gær,
veiddu báðir í bræðslu.
þlÓÐVILJiMV
Stöðvast akstur sérleyfisleiða
eftir áramótin?
„Allar rekstrarvörur íil biíreiða haía stórhækkað
í verði vegna hækkandi verðlags ðrlendis, gengis-
lækkunar og síhækkandi tolla og skatta''
W
Stjórn Félags sérleyfishafa hefur sent blöðum greinargerð
lil almennings fyrir ástæðunum að því að
„akstur sérleyfisbifreiða kunni að stöðvast eftlr árámótin,
ef sérle.vfíshafar verða neyddir til að grípa til ne.yðarráðstafana
vegna þeirra fjárhagsörðugleika, sem rekstur sérléyfisbifréiða
er liáður, og sem er bein afleiðing hiima þuiigu skattaálaga
sem ríkisvaidið hefur lagt á sérleyfishafana. En skattur þessi
og álögur eru langtuni þyngri en á öðrum fliitiiingatækjum
landsmanna.“
Greinargerðin er allöng og
ekki rúm til að birta hana í
heild, en þar segir m.a. svo:
„Skattar þeir sem sérleyfis-
hafar verða að greiða umfram
aðra aðila sem annast flutn-
inga eru: þungaskattur, sem
er kr. 36.00 á hvern 100 kg.
þunga bifreiða < og sérleyfis-
gjald er nemur 7cc af öllum
seldum farmiðum. Auk þess er
sérleyfishöfum gert að skyldu
að flytja póst ókeypis. . . . Auk
þeirra skatta er sérleyfishafa.r
verða að greiða umfram aðra
aðila, hafa allar rekstrarvörur’
til bifreiða stórhækkað í verði
vegna hækkandi verðlags er-
lendis, gengislækkunar og sí-
hækkandi tolla og skatta af
hálfu liins opinbera. — Loks
má geta þess að bifreiðagúmmí
það sem flutt var inn frá
Tókkóslóvakíu s.l. sumar reynd
ist gjörsamlega ónýt vara.“
Þá ræðir um tvær leiðir:
fargjaldahækkun eða lækkun
skatta og álaga. 1948 var leyfð
25% hækkun fargjalda, en
„hefði þá þurft að verða 37fá“.
Um fargjaldahækkunina segir
svo: „Reynslan frá 1948 leiddi
það ótvírætt í ijós, að sú leið
að hækka fargjöldin var ekki
Happdrætti
Sósíalista-
flokksins
1 gær þegar Þjóðviljinn hafði
tal af Guðmundi Hjartarsyni
hafði eftirtalinna vinninga í
happdrætti Sósíalistaflokksins
verið vitjað: nr. 4708, sem var
ryksuga, hana fékk Sigurður
Jónsson, kaupmaður i Gróttu,
Blönduhlíð 7. miðann keypti
hann af Einari Andréssyni. Nr.
9295, matarstellið, fékk Kristín
Sigurðardóttir Drápuhlíð 31,
miðann keypti hún af Áka
Jakobssyni. Nr. 12087, sauma-
vélina, fékk Sigurður Guðmunds
son Suðurlandsbraut 78. -Mið-
ann keypti hann* við glugga
KRON í Bankastræti. Nr.
92125, rafhaeldavélina, fékk Er-
lendur Erlendsson Bergþóru-
götu 45. Miðann keypti hann
af Guðbrandi Guðmundssyni.
-. Vinninganna sé vitjað til
Guðmundar Hjartarsonar, Þórs-
götu 1, sími 7510.
fæi' þá og því síður nú, því
ráðstafanir sem leiða það af
sér að fólk yerður að neita sér
um að nota þessi ódýrustu
flutningatæki sem til eru í
landinu, eru engin lausn á
þessu vandamáli, því það er
engin lausn á málinu að gera
ráðstafanir sem banna fóiki að
nota sérleyfisbifreiðar. Þó væri
miklu fljótvirkara að banna
rekstur sérleyfisbifreiða með
öllu.“
Félag sérlevfishafa ræddi
málið á fundi í gær og 29. þ.m.
heídur það aftur fund um
málið.
væníanlegur í febrúar
Það stóð til að sænski tafl-
meistarinn-Stálberg kæmi hing-
að og tefldi á afmælismóti Tafl-
félags Reykjavíkur, og urðu
það mörgum vonbrigði að af
því gat ekki orðið.
Nú hefur borizt skeytj^ um
að hann geti komið hingað í
febtúar n. k. Það var Guð-
mundur S. Guðmundsson sem
samdi um þetta við Stálberg á
tafimótinu í Hollandi.
300 hjálparbeiðnir
1 gærkvöld höfðu þi'jú
hundruð manns snúið sér til
Vetrarhjálparirinar með hjálp-
arbeiðnir. Af þeim liöfðu 123
þegar hletið úrlausn, og var
verið að vinna að aðstoð til
hinna.
Úthlutað hefur verið and-
virði 27 þús. króna. Safnazt
hafa ellefu þúsund krónur auk
fata og matvæla að verðmæti
um 1700 kr.
í kvöld fara skátar um Vest-
urbæinn að safna gjöfum, á
miðvikudagskvöld um Austur-
bæinn og á fimmtudagskvöld í
Laugarueshverfi.
Afmælismót
TaílSékgs HafnarfjarSas
Afmælismóti Taflfélags Hafn-
arfjarðar lauk á sunnudaginn.
Úrslit urðu þau áð Friðrik Öl-
afsson varð efstur með 4U vinn
ing. Næstir voru Guðjón M.
Sigurðsson og Sigurgeir Gísla-
son með 31/. vinning hvor.