Þjóðviljinn - 17.01.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1951, Blaðsíða 4
I ÞJÓÐVILJINN Mi'ðvikudagur 17. janúar 1951. þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur .alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson - (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuðí. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans k. f. i Verkamenn vernda samtök sín Alþýðusambandsþingið í haust samþykkti þessa ályktun: ,,22. þing Alþýðusambands Islands mótmœlir barSlega hvers 'kyns afskiptum atvinnurekenda af innri málefnum verkalýðs- samtakanna, svo sem afskiptum af kosningum í verkalýðsfé- ,lógunum. Sérstaklega fordæmir fpingið tilraunir einstakra atvinnurek- enda til að hafa áhrif á atkvœðagreiðslur verkafólks, m. a. með stofnun pólttískra félaga innan samtakanna í þeim tilgangi að tryggja ákveðnum hópi sambandsmeðlima atvinnuleg sérréttindi. Þingið skorar á óll verkalýðsfélög að vera vel á verði gegn óllum tilraunum í þessa átt og standa saman sem einn maður um þá meðlimi samtakanna, sem kunna að verða beittir atvinnu- og skoðanakúgun af hálfu atvinnurekenda eða fulltrúa þeirra'. ★ Allir fulltrúar á alþýðusambandsþinginu vissu að þessi álykt- un var ekki flutt og samþykkt að ófyrirsynju. Afskipti atvinnu- rekenda af innri málefnum verkalýSsfélaganna urSu svo áber- andi og ósvífin einmitt í kosningunum til AlþýSusambands- þingsins í haust aS þess eru engin dæmi í sögu verkalýSshreyfing- arinnar á íslandi, — og jafngróf og ósvífin íhlutun aSalíhalds- flokks landsins væri t. d. meS öllu óhugsandi á NorSurlöndum. SkaSsemdarviðleitni pólitískra félaga íhaldsins innan verkalýSs- samtakanna, þar sem beinlínis var stefnt aS því að láta þá verkamenn sem ganga til þjónustu við atvinnurekendur njóta forréttinda um atvinnu, var líka rík í hug mörgum þingfulltrú- um. Dæmi um tilraunir til atvinnukúgunar þekkir hver verka- maður ekki sízt síðan fór að minnka um atvinnu fyrir alvöru. Mikill meirihluti fulltrúa á Alþýðusambandsþingi samþykktu því að sjálfsögðu ályktun þá sem hér er birt, en svo undarlega brá viS aS þó nokkrir þingfulltrúar greiddu atkvæði móti henni. Sýnir það betur en flest annað til hvers samfylking AlþýSu- flokksins og Ihaldsins í verkalýðsmálum stefnir: Verkamanna- fulltrúar sem ekki eru andvígir (eða þora ekki að láta annað uppi) afskiptum atvinnurekenda af innri málum verkalýðsfé- laga, atvinnuiegum forréttindum pólitískra klíkuhópa og at- vinnu- og skoðanakúgun af hálfu atvinnurekenda! ★ ÞaS er aS gefnu tilefni að rifjuS er upp þessi samþykkt AlþýSu- sambandsþingsins í haust. Enn á ný er hafin hin viðbjóðslega verzlun Alþýðufiokksburgeisanna við verstu óvini alþýðusam- takanna, þar sem hagsmunir verkalýðsins og samtaka þeirra eru notaðir til gjalda fyrir bitlingasúpu Alþýðuflokksins. Enn á ný, í undirbúningnum að stjórnarkosningum í verkalýðsfélögunum, taka níðingarnir úr Alþýðuhúsinu að laumast niður í Sjálf- stæðishús til að leggja á ráðin um sameiginlega ,,kosningabaráttu“ í verkalýðsfélögunum ásamt klækjamestu auðburgeisum lands- ins. Enn á ný reynir fimmta herdeild Alþýðuflokksbroddanna innan verkalýðsfélaganna að afhenda auðmannaklíku lyklavöld aS verkalýðsfélögunum, meS því aS misnota þær slitrur af trúnaSi sem ýmsir rosknir verkamenn sýna enn Alþýðuflokknum og meS smölun skoðanalausra meðlima á kjörstaS. Og enn á ný, og betur en áður mun alþýðan svara hinni svörtu samfylkingu bitlingahítanna og burgeisanna. Svara með því að fylkja sér um verkalýðsfélögin og tryggja þeim forystu sem þorir aS hreyfa sig án þess að spyrja fyrst um leyfi í Holsteini, forystu manna sem reyndir eru að því að bregðast aldrei málstað verka- lýðsins. Aldrei er verkamönnum brýnni þörf á djarfri og heils- hugar forystu cn á atvinnuleysis- og krepputímum. Skilningur a því er almennari nú meðal verkamanna en á undanförnum ár- öm. Þess vegna á svarta samfylkingin enga sigurför í vændum, reykvískir verkamenn og iðnaSarmenn hafa ekki í hyggju aS afhcnda félög sín íhaldinu og þjónum þess. Guð og Geysisslysið. Ég var að lesa athyglisverða grein í tímaritinu Afturelding, sem Filadelfía gefur út. Grein- in fjallar um Geysisslysið. Höf. skrifar hana af því honum þótti áhöfn flugvélarinnar ekki nógu þakklát Guði fyrir björg- unina. Því það var allt Guði að þakka hversu giftusamlega tókst til, þrátt fyrir allt, og ekki urðu alvarlegri meiðsl á fólkinu. Allt Guði að þakka. Hans verndarhendi var til stað- ar hina köldu og dimmu sept- embernótt á Vatnajökli, og stillti slysum í hóf. □ Því lét hanu það verða? Eftir lestur þessarar grein- ar hygg ég margur muni vilja spyrja: Fyrst Guð hafði svona mikil afskipti af þessu máli, til hvers var hann þá yfirleitt að láta flugvélina rekast á jökul- inn? Af hverju sá hann ekki um að hún kæmist heilu og höldnu heim til Reykjavíkur, og losaði þannig áhöfnina við erfiði og margkyns þjáningar, en aðstendendur hennar við angist og kvfða? □ „Sá er vimir . . .“ Hér liggja sem sé fyrir okkur mikilvægar spurningar: Eigum við að hrópa upp af aðdáun og gera stórtíðindi úr þegar Guð sýnir okkur einhverja nær- gætni, en þegja um og láta sem ekkert sé ef misbrestur verður á framkomu hans? Ég fyrir mitt leyti vil að minnsta kosti ekki trúa þeim hégóma- skap uppá Guð, að hann leggi þvíaðeins eyrun við að til hans sé talað hrósyrðum og þökkum, en frábiðji sér gagnrýni. Og sjálfsagt hefur hann heyrt gamalt og gott máltæki sem þannig hljóðar að „sá er vinur sem til vamms segir‘f. — I stuttu máli, okkur er það auð- vitað fagnaðarefni þegar Guð kemur í veg fyrir að fólk deyi í flugslysum, en hitt hlýtur samt ætíð að verða mest um vert fyrir okkur, að hann láti flugslys alls ekki eiga sér stað. □ Maðurinn andspænis Guði. En þá er komið að þeim þætt- inum í nefndri grein sem fjall- ar um manninn og kosti hans andspænis Guði og hans kost- um. Höfundi finnst bersýnilega að sú aðdáun sem fram kom á þreki og dugnaði Geysis-fólks ins hafi verið í mikinn máta óveiðeigandi, þarna átti, eftir því sem bezt verður skilið, að gera mest úr náð Guðs og misk unn. Talar höf. á einum stað um „að mannsdýrkunin sé kom- in í það sæti, sem guðsdýrkun- in á, og mannaóttinn þar sem Guðs óttinn á að vera“. Birtist hér sem sé enn sú gamla og varhugaverða kenning að mað- urinn sé í rauninni aldrei neinn ar viðurkenningar maklegur, hverju sem hann annars kann að afreka, því að öll afrek séu Guðs afrek, allir verðleikar séu verðleikar Guðs. Því er hún varhugaverð ? Þessi kenning er varhuga- verð af því að hún beinist gegn því sem manninum er einna mest um vert, gegn trúnni á manninn: í samanburði við Guð inn er maðurinn lítill og auð- virðilegur, og ekkert á honum byggjandi. Og ef maðurinn sýn ir af sér eitthvað líkt því sem Geysis-fólkið sýndi á Vatna- jökli, afburða þrek og kjark, þá er það fyrsta sem kemur í hug játendum þessarar ,kenn- ingar, þar á meðal höfund- ur greinarinnar í Aftureldingu, þetta: En hvað Guð er nú mik- ill og sterkur! — Þeir sem ekki hafa með öllu glatað virð- ingunni fyrir manninum, að- hyllast afturámóti þá skoðun, að t. d. sómi Ingigerðar flug- freyju af umræddu máli sé fullt eins mikill og Guðs. □ Ljótt orð. Hér hefur nú orðið úr lengra mál en til var ætlazt í upphafi. En í fáum orðum er það þetta sem ég vildi segja útaf marg- nefndri tímaritsgrein: Guðsótti er ljótt orð. í staðinn fyrir ótt ann á að koma eitthvert ann- að orð, fallegra orð, til dæmis vinátta. Við eigum ekki að smjaðra fyrir Guði einsog þræl ar þegar hann hefur reynzt okkur vel en taka með þögn og þolinmæði misgjörðum hans. Við eigum ekki að vera þrælar andspænis neinum, hvorki Guði né mönnum. Og ef við getum ekki verið trúaðir án þess að tigna í auðmýkt einhvern refsi- vönd æðri máttarvalda yfir okk ur, þá skulum við heídur vera trúlausir. □ Deilt við dómarann „Bíógestur" skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. — Ég verð að biðja þig að hnýta svo- lítið í einn vina okkar, þeirra er skrifa um bíómyndirnar, því að mér finnst hann alls ekki Framhald á 7. síðu. * ★ * Ríkisskip Hekla fer á morgun frá Rvík vestur um land til Akureyrar. Esja er væntanleg til Reykjavík- ur í dag að vestan og norðan. Herðubreið lá í Reykjavík í gær vegna vélabilunar, en átti að fara þaðan í gærkvöld, ef að- stæður leyfðu. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyr ill er á leið frá Vestfjörðum til Reykjavíkur. Ármann lá veður- tepptur í Reykjavík í gær, en á að fara til Vestmannaeyja strax og ástæður leyfa. ( Eimskip Brúarfoss er í Reykjavík. Detti foss fór frá Hamborg 15. þ. m. til Stettin, Gdynia og Khafnar. Fjall- foss hefur væntanlega farið frá Leith 15. þ. m. til Rvíkur. Goða- foss fór frá Reykjavík í gærkv. til N. Y. Lagarfoss fór frá Khöfn 13. þ. m. til Reykjavíkur. Sel- foss fór frá Reykjavík 15. þ. m. til Akraness og vestur og norður, og til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss .fór frá Reykjavík 15. þ. m. til St. Johns og N. Y. Auð- umla fer væntanlega frá Antwerp en í dag til Rvíkur. Skipadeild SÍS Arnarfell er í Rvík. Hvassa- fell er í Keflavík. Húnvetningafélagið heldur n. k. föstudagskvöld skemmtisamkomu í Oddfellow. Fjölbreytt skemmti- skrá. — Skemmtinefndin. Nýlega hafa opin- berað trulofun og Gísli Ólafsson, sína Jóhanna Hall- dórsdóttir, Önguls- stöðum, Eyjafirði Kraunastöðum, Aðaldal, S.-Þing. — Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hulda Bjarna- dóttir, afgreiðslumær, Reykjavík og Karl H. Björnsson, Akureyri. Rafmagnsskömmtunin. í dag, kl. 11—12, verður straumlaust í ná- grenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sund- laugarvegi. venjulega. — KL 20.30 Kvöldvaka: a) Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari flytur erindi: Frá Þingvallavatni — (fyrra er- indi). b) Einsöngur: Guðmunda Elíasdóttir og Þorsteinn Hannes- son syngja (plötur). c) Kjartan Gíslason frá Mosfelli les frumort kvæði. d) Magnús Jónsson náms- stjóri flytur frásöguþátt eftir Ól- al Gunnarsson frá Vík í Lóni: Gamlir íslendingar í Noregi. 22.10 Danslög (plötur) til 22.30. Flugferðir Loft- leiða h.f. — Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar kl. 10; til ísafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur kl. 10.30 og til Vestmannaeyja kl. 13.30. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar kl. 10 og til Vestmanna eyja kl. 13.30. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ung- frú Líney Ólöf Sæmundsdóttir frá Veiðileysu á Ströndum og Hermann Jónsson, búfræðingur, frá Hálsi í Öxnadal. Heimili þeirra er í Hafnarstræti 74, Akureyri. — Nýlega voru gef- in saman i hjónaband á Akureyri ungfrú Ingibjörg Bjarnadóttir og Sumarliði Jens Sumarliðason, húsa smíðanemi. Heimili þeirra er að Brekkugötu 33, Akureyri. Þorrablót heldur Eyfirðingafé- lagið í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar n. k. föstudagskvöld, fyrsta þorradag kl. 6 síðdegis. — Verða þar ýmsir þjóðlegir réttir á borðum. Eyfirðingar sem enn eiga eftir að sækja aðgöngumiða að blótinu eru beðnir að sækja þá í dag í Hafliðabúð, Njálsg. 1. íliekað brot Framhald af 8. síðu. Guðmundssyni, hin fyrri þess efnis, að lágmarkstími ökuleyfis missi fyrir akstur undir áhrif- um áfengis skyldi hækkaður úr 3 mánuðum í tvö ár, hin síðari unj að fella burt það ákvæði laganna sem leyfir undanþágur frá ökuleyfissviptingu fyrir slíkt brot. Báðar tillögurnar voru felldar með jöfnum at- kvæðum, hin fyrri með 11:11, hin síðari með 10:10. Frumvarpið fer nú fyrir efri deild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.