Þjóðviljinn - 17.01.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. janúar 1951. ÞJÖÐVILJINN 5 Endurreisn og nýsköpun kínversk iðn aoar a an a Grein úr esperantoblaSinu EL POPOLA CINIO, á ársafmœli alþýðustjórnarinnar Kínverska þjóðin, 450 milljónir manna, er að taka fyrstu skrefin á leið endurreisnar og nýsköpunar á hinu auð'uga landi sínu, undir forystu Kommúnistaflokks Kína, og hún hefur sýnt, eins og segir í lok þessarar greinar að Kínverjar kunna að byggja heimafyrir jafnframt því að þeir standa dyggilega á verði gegn erlendum heimsvalda- sinnum. Fátt er af kínverskum blöðum sem vesturlanda- búar geta lesið — en þessi grein er samt tekin beint úr Pekingbiaði; þar brúar esperanto'bilið milli heimsálfanna. Ár er liðið frá því alþýðu- stjórn Kína var mynduð, og á þessu ári hefur kínverskri al- þýðu skilað góðan spöl á þeirri braut að skapa iðnað er einung- is sinni þörfum fólksins. Þrædd hefur verið hin stórbrotna áætl un, sem samþykkt var á al- menna ráðstjórnarþinginu í september 1949, og hefur þeg- ar talsvert áunnizt við endur- reisn þungaiðnaðarins og líka vefnaðariðnaðarins og annars léttaiðnaðar; en með því er byrjað að leggja grunn að á- ætlunum til lengri tíma. Einkum vekur athygli hve vel hefur gengið endurreisn og nýsköpun mikilvægasta iðnaðar svæðisins, Norðaustur-Kína, enda þótt það væri ákaflega illa komið af völdum ófriðar. Kolaframleiðsla — grunnur allra endurreisnaráætlunarinnar — hefur þegar náð 87% af hinu mikla framleiðslumagni ársins 1944. Og þessi árangur hefur náðst enda þótt 50% færri námur séu nú unnar en 1944. Járn- og stáliðnaðurinn afkastaði á þessu ári 1 600 000 tonnum grófjárns og stáls. Kominn er upp nýr iðnaður ■— vélsmíðaiðnaðurinn. u. -smssasr ★ Annáð sem ekki ber eins mik ið á en er þó einn meginsigur iiðna ársins er hin stöðuga að- iögun iðnaðarins að fullnægingu hinna sivaxandi þarfa þjóðar- innar, í stað þess að elta villuljós erlendra markaða. Til kínverska iðnaðarins var að mestu stofnað af heimsvalda- sinnum og erlendum auðbur- geisum í því skyni að þióna þeirra hagsmunum en ekki kín- versku þjóðinni. Arðrán til einkagróða leiddi tii ó'afnrar þróunar. Iðnaður Kína hafði öll merki nýlendu eða há’fnýlendu. Einkennandi fyrir nýja þró- unarstefnu á licna árinu eru breytingarnar á bnðmuliariðnað inum. Nú þarf ehki lengur að flytja inn erlendis frá óunna baðmull í stórum stíl handa verksmiðjunum, sem staðsettar eru af erlendum auðmönnum í Sjanghaj og með ströndinni, langt frá innlendri baðmullar- framleiðs’u og eins illa settar fyrir inn'.endan markað fyrir unnu vörurnar. Baðmullarrækt- in hefur þegar verið aukin að því marki að hægt er að fara að athuga um umframmagn til útflutnings. Siðastliðinn árs- helming var 70% framleiðslu magns baðmullarverksmiðjanna í Sjanghaj einbeitt að þörfum kínverska sveitafólksins. Eins hefur verið útrýmt hin- um fyrri árekstrum einstakra greina jám- og stáliðnaðarins. Framleiðsla á landbúnaðarverk færum hefur verið efld um allt land til að fullnægja heima- þörfum. Verksmiðjur sem til skamms tíma framleiddu her- gögn handa Kúómíntang, full- nægja nú nærsveitaþörfum fyr- ir plóghnifa og önnur land- búnaðartæki. Víða hafa risið upp verksmiðjur til framleiðslu á áburði, skordýraeitri og sem- enti. ★ 1 byrjun ársins hafði alþýð- an náð traustu taki á stjórn- artaumunum, og gat nú, með leiðsögn Kommúnistaflokks Kína gert eins árs áætlun um fyrstu framleiðsluskrefin, og var þar megináhersla lögð á endurreisn iðnaðarins í ýmsum mikilvægum greinum. Þar var sagt fyrir um notkun helztu hráefnanna, hita- og aflgjafa aðaliðnaðarfj’rirtækjanna. Lagt var til fjárfestingar það sem frekast var unnt. Ríkisstjórnin kvaddi til ótal ráðstefna til að gera almenningseign hverja dýr mæta reynslu og til að leita á- lits allra hlutaðeigandi starfs- hópa. Rikið veitti lán með lág- um vöxtum mikilvægum einka- fyrirtækjum og gerði samninga við þau til langs tíma varðandi viðgerðir og endurbætur. Þjóðnýtti iðnaðurinn, mjög mikilvægur þáttur atvinnulífs- ins, tók framförum, er veitti nýju lífi í allan annan iðnað og viðskipti. Pantanir «r ríkis- stjórnin gerði á nýjum vélum, nam t.d. 70% allrar framleiðslu vélaverksmiðjuiðnaðar landsins. ★ Viðgerð og nýbyggingar járn brauta er stór liður endurreisn arinnar. Á umliðnum 12 mánuð um hefur endurreisnin á þessu sviði orðið endurreisn iðnaðar- ins mikil hjálp. Hinn 1. janúar 1950 hófust að nýju ferðir á aðaljárnbraut- inni milli Peking og Kanton, en hún er 2300 km löng. I fyrsta sinn um þrettán ára skeið voru allar aðaljárnbrautir landsins í notkun og hægt að flytja farþega og vörur við- stöðulaust frá Mansjúríu, allt frá landamærum Síberíu til suð urlandamæra Kína. Nú er heldur ekki látið sitja við endurreisn fyrri járnbrauta, heldur er einnig hafin lagning nýrra. Ný járnbraut milli Sjún- king og Sjengtúa flytur öllum suðvesturhéruðunum mögu- leika á velmegandi iðnáði og viðskiptum, fyrst með öllu því er þarf til að byggja slíka járn braut og allt er henni til- heyrir, en þó framar öðru með þeim fyrirtækjum sem spretta upp jafnvel áður en brautin er lögð vegna vissunnar um nýja samgöngu- og flutningsmögu- leika. ★ En þar sem nýsköpun kín- versks iðnáðar veltur þó á fram ar öllu er batnandi lífskjör hins mikla fjölda sveitafólks í land- inu. Og fyrsta sporið í þá átt er nýsköpun landbúnaðarins. Batnandi lífskjör sveitafólksins þýðir vaxandi innlendan mark- að fyrir iðnaðarvörur. Þannig varð sala vefnaðarvöru í Man- sjúríu þreföld á síðastliðnu ári miðað við árið áður — og ellefu sinnum meiri en árið 1947. Annar mikilvægur þáttur til skilnings á hinum mikla á- Framh. 4 7. síðu Enn á að fórna spönsku þjóðnmi DansUl rithöfundurinn Ellen Hörup sem víökunn er fyrir skrif sín um aiþjóðamál héfur birt grein þessa £ danska borg arablaðinu Volitiken út af því að til máia hefur komið að Spánn fengl upptöku í SI*. Að undanförnu liefur veriö mildð kapphlaup um að viðurkenna rrancostjórnlna og skipa sendi herra hjá henni. Hvort man nú enginn Spán? Er hann aðeins ríki í suðvest- urhorni Evrópu, sunnan Pýr^ eneufjalla? Vita Sameinuðu þjóðirnar ekkert annað um Spán? Hafa þær gleymt því að sá Franco sem nú ætlar að ganga í SÞ er hinn sami Franco sem stjórnaði blóðugri styrjöld gegn spænsku þjóðinni? Hafa SÞ gleymt þvi um hvað var barizt cg við hvern ? Spánn var land sem ekki hafði fylgzt með í þróuninni. Þjóðinni var haldið í eymd og fáfræði af kaþólsku kirkjunni og lénsaðl- inum sem áttu jarðirnar og, eins og á ítalíu, histu ekki um að rækta meira en þeim gott þótti. Baráttan var háð tun jarðnæði þeim til handa sem ræktuðu jörðina, en fengu ekki nema 60 sentímur á dag fyrir 12 stunda vinnu hjá landeig- anda. Það var barizt gegn hungri og neyð. Landeigend- urnir, kirkjan og herinn barð- ist við þjóðina í þeim tilgangi að verja völd sín, fjármuni og forréttindi. Þetta var ekki raunveruleg Ellen Hörup. borgarastyr jöld; ekki bylting sem blossaði upp milli stétta eða flokka innanlands, heldur stríð sem átti fjárhagslegar og stjómmálalegar rætur erlendis. Enskir cg franskir auðmenn sem áttu stóra hluti í námum, járnbrautum, rafstöðvum og bönkum, tendruðu ófriðarbálið. Þeir bundu trúss við Hitler og Mússólíni og notuðu Franco sér til framdráttar, því að hann var stéttarbróðir þeirra, og varð ekki grunaður um að vilja þjóðnýta verksmiðjur og skipta upp stórjörðum. Hags- munir auðkónganna réðu hlut- leysisstefnu Englands og Frakk lands. Löglegri stjórn Spánar var, í trássi við alþjóðarétt og Framhald á 7. síðu. EYKJAVÍKURÞÆTTI íhaldið vill ekki tryggja starfrækslu Fiskiðju- versins og fellir tillögu um að fisksölumið- stöðin taki til starfa IT’itt allra gleggsta dæmið um þá eymdargöngu sem aftur- haldsstjórnir íhalds, Framsókn ar og Alþfl. hafa fetað allt frá 1946 er rekstur og ásig- komulag Fiskiðjuvers ríkisins. í byggingu þessa myndarlega og nauðsynlega fyrirtækis var ráðizt á nýsköpunarárunum, fyrir frumkvæði sósíalista, sem skildu nauðsyn þess að sem fullkomnust skilyrði væru hér fyrir hendi til þess að gjör- nýta þann sjávarafla er að landi berst, svo að unnt yrði að flytja hann út sem fullunna vöru, í stað þess að selja fisk- inn sem hráefni eingöngu fyr- ir langtum lægra verð, og svifta um leið fólkið þeirri miklu vinnu, sem til fellur við verkun og niðursuðu, og þjóðina í heild möguleikum til stórauk- innar gjaldeyrisframleiðslu. A fturhaldið var frá upphafi algjörlega andvígt byggingu fiskiðjuversins, eins og það hef ur yfirleitt staðið í vegi fyrir og sýnt fuilan fjandskap allri baráttu Sósíalistaflokksins fyr- ir vaxtarmöguleikum og þróun stórvirkrar iðnaðarframleiðslu í landinu. í samræmi við þessa afstöðu hafa allar ríkisstjórn- ir afturhaldsflokkanna, sem setið liafa að völdum á Mars- halltímabilinu, verið samtaka um að koma í veg fyrir nýt- ingu þeirra miklu framleiðslu- og vinnslumöguleika sem Fisk- iðjuverið ræður yfir, með því að neita því um nauðsynlegt rekstursfé og láta innflutnings- og gjaldeyrisyfirvöldin neita því um leyfi fyrir erlendu efni til niðursuðunnar. — Með þess um aðferðum hefur íhaldinu, Framsókn c.g Alþýðuflokknum tekizt að koma í veg fyrir starfrækslu Fiskiðjuversins fram til þessa, nema að sára- litlu leyti, til stórtjóns fyrir út- gerðina, bæjarfélagið og þjóðfé- lagið í heild. ¥-|egar fjárhagsáætlun bæjar- “■ ins var til umræðu í bæjar- stjórn flutti ég því eftirfarandi tillögu; „Vegna hagsmuna útgerðar- innar í bænum, atvinnuþarf- ar bæjarbúa, og brýnnar nauðsynjar á sem mestri gjaldeyrisöflun, telur bæjar- stjórn algjörlega óviðun- andi, að ekki sé tryggð nema að litlu leyti starfræksla Fiskiðjuvers ríkisins, og á- kveður því að fela bæjar- ráði og borgarstjóra að hefja viðræður við ríkis- stjórnina um, að ríkið tryggi í’iskiðjuverinu nægilegt rekstursfé svo og gjaldeyris- leyfi fyrir því nauðsynlega erlenda efni, er þarf til þess, að niðursuða fisks og fisk- metis geti þegar hafizt og verði framkvæmd með sem fyllstum afköstum. — Jafn- framt leggur bæjarstjórn á það ríka áherzlu, að ekki sé lengur dregið, að hin fyrir- h'ugaða fisksölumiðstöð bæj- arins, sem ætlað er húsnæði í Fiskiðjuverinu, talti til starfa.“ Thaldsfulltrúarnir 8 að tölu -*■ samþykktu að vísa tillög- unni til bæjarráðs, samkv. til- mælum borgarstjóra, og eru örlög málsins þar með ráðin. — Hér var einstakt tækifæri fyrir bæjarstjórnarmeirihlutann til að leggja lið þýðingarmiklu at- vinnu- og framfaramáli, sem út gerðin í bænum og verkalýður- inn eiga mikla hagsmuni tengda við. Mjög þrengir nú að um atvinnu alla, og myndi fullkom- in nýting Fiskiðjuversins reyn- ast bæjarbúum notadrjúg, með bðrum sjálfsögðum ráðstöfun- um til atvinnuaukningar, sem 'ória’iistar i bæjarstjórn hafa lagt til að ráðizt yrði í. 17’n hvað varðar bæjarstjórnar- me’rihlutn íhaldsins, full- trúa auðmanna og heildsala, um vandamál alþýðunnar í bænum, scn nú korfir fram á atvinnuleysi og "kort brýnustu lífsnauðsynia ? Ö:I afstaða 1- haldsins í bæja; stjórn til til- lagna sósíalista í atvinnumál- um, sýnir, að bað sefur værum og djúpum svefni, ótruflað af þeim þrengingum sem alþýðu- heimili bæjarins kynnast nú í æ ríkara mæli fjTÍr tilverknað afturhaldsins og Marehall- stefnunnar. G. V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.