Þjóðviljinn - 17.01.1951, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1951, Síða 6
B ÞJÖÐVJLJINN Mi'ðvikudagur 17. janúar 1951. Enn á að fórna spönsku þjóðimii Framhald af 5. síðu. lög, meinað að kaupa vopn til þess að verjast með. Var það gert eftir kröfu þeirra sem mesta fjármuni áttu í spænsk- um fyrirtækjum. Englendingar neituðu skipum sjórnarinnar nm olíu í Gíbraltar, og Frakk- ar neituou að selja stjórninni flugvólar. Mússólíni og Hitler, sem vildu eiga hlut í bráðinni, tóku að sér böðulshlutverkið átamt Franco. Þótt Franco væri valdasjúkur, hefói iiann ekki þorað að hefja stríðið án stuðnings þessara fjöguira stór ■velda. Er það gleymt sem spæníka þióðin varð að þola á meðan þetta vonlausa, ójafna stríð stóð yfir? Hefur Sevilla gleymzt? Að loknum bardög- um þar myrtu böðlarnir 9000 'verkamenn, rændu húsin og nauðgúðu konum. Hefur Ea- ■dajos gleymzt? Þar voru 4000 varðliðar innikróaðir og 800 ihermenn stjórnarinnar. Fjölda- morð á þeim héldu áfram dag eftir dag. Flugmaður flaug í 40 m hæð og skaut á konur og böm sem voru á flótta; enginn cinasti karlmaður var í hópn- aim, því síður vopn. Og Gran- fida og Saragossa, Guernica og Barcelona, en á þeim stöðurn gerðust sams ikonar atbúrðir <og „múgmorðin frægu í Bada- jos, en þau voru engar undan- tekningar" stóð í The New Statesman. Eru þessir atburðir gle.vmdir af öilum nema þeim íoreldrum af öllum þjóðernum sem sáu syni sína taka sér stöðu við hlið hinnar hrjáðu spænsku þjóðar, berjast með henni og láta lífið fyrir mál- stað hennar? Hvað hefur svo gerzt síð- an? Þegar Franco hafði unnið bug á mótspyrnunni með ao- stoð vopna, flugmanna og her- manna frá stórveldunum, en þjóðin var í sárum með sina íöllnu og særðu, brenndar borg- ir cg hafði beðið ósigur; var sigurvegarinn þá ánægður yfir því að hafa náð völdum í land- inu? Hugsaði hann á þá Lund að þjóðin hefði goldið nóg af- hroð, nú skyldi hafizt handa og bætt fyrir þá ógæfu sem hann hafði leitt yfir hana? Nei, öðru nær. Einræðisherrann fylgir ennþá í fótspor Mússó- línis og Hitlers. En það hefur verið hljótt um Spán í heims- blöðunum um mörg ár. Enda er ástandið á Spáni nú ekki þannig að upphafsmenn eymd- arinnar þar hafi ástæðu til að miklast af. Þess vegna hefur Spánn með handtökur, troðfull fangelsi og aftökur horfið úr dálkum biaðanna. Og nú á að fara að viður- kenna Franco. Hann er fús til —- á jafnréttisgrundvelli — að taka þátt í vörnum Evrópu. Og innan skamms eigum við, sem erum meðlimir Sameinuðu þjóðanna, að láta okkur lynda að iíta á fasistíska einræðis- stjórn hans sem lýðræði; vegna þess að Bandaríkin þurfa á Spáni að halda í liernaðarkerfi sínu eigum við að fórna spænsku þjóoinni. Ellen Hörup, Æskan öll . . . Framhald af 3. síðu. ugum kröfúm okkar um vinnu og makleg laun. Atvinnuleysið er tæki auðvaldsins til að gera vinnandi fólk að ódýrum, tæki- færissinnuðum þrælum. Bar- áttan gegn atvinnuleysinu er barátta gegn sjálfu auðvaldinu. Æskulýðsfylkingin og Sósial- istaflokkurinB munu vinna öfl- ugt leiðbeiningar- og skipulags- starf í framtíðinni, til þess að æskunni verði sem mest úr framlaginu, sem hún lætur í té. Fræðsla í marxisma og al- mennri íslenzkri pólitík mun aukin með hverjum vetri, sem líður. I krafti þeirrar fræðslu mun æskan geta látið til sín taka hvar sem hún er stödd árið um kring. Landneminn, málgagn ungra sósíalista hef- ur haslað sér völl þannig, að hann er eina pólitíska blað æskunnar, sem er lesandi. Og allt starf Æskulýðsfylkingar- innar mun í framtíðinni ganga út á að fylkja allri verkalýðs- æskunni, með fræðslu- og skemmtistarfi, gegn auðvaldi og atvinnuleysi þess og ekki slaka á klónni, hvernig sem árar, hangað til fullur sigur er unn- inn. íslenzk æska ætlar sér ekki að verða eftirbátar æsku annarra landa í baráttunni fyr- ir sósíalisma. Ó. Undir eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin 65. D A G U R Haglaust í Skagafirði Framhald af 8. síðu hafa herjað héraðið, og hey- skapur var með betra móti í sumar, Er ástandið því ekki eins alvarlegt og ella hefði orðið. Bifreiðasamgöngur um hér- aðið hafa verið mjög erfiðar að undanförnu og er til marks um það að mjólkurflutninga- bifreiðar hafa verið 7—8 klst. að komast frá Varmahlíð til Sauðárkróks. og hann væri að meðtaka sakramenti. Davíð tók ekki eftir því. Hann hristi höfuðið. ,,Ég hef ekki séð Grace. Hún er ekki heima núna. Er hún ekki í Harrogate?“ „Jú,“ samþykkti Dan og virti fyrir sér eyrun á hestinum. „Hún er í Harrogateý. Þögn; djúp þögn; síðan andvarpaði Dan Teasdale: „Hún er Ijómandi geðsleg stúlka hún Grace“. Hann stundi aftur, þungri, djúpri stunu, stunu sem fól í sér hina vonlausu þrá, sem hann hafði dulið í hjarta sér í næstum átta ár. Þegar hér var komið, voru þeir farnir að nálg- ast Avory búgarðinn og við endann á tröðunum stöðvaði Dan vagninn. Róbert og Davíð stigu niðui' úr vagninum. Þeir þökkuðu Dan fyrir á ný, og lögðu af stað yfir akrana til Wansbeck. Þeir komu niður að ánni: hún var vatnsmikil og góður litur á vatninu. Róbert sagði án þess að líta á son sinn. „Ég fer niður fyrir brúna, Dabbi; þú skalt byrja hér .... þetta er bezti stáðurinn. Veiddu í áttina til mín og svo fáum við okkur matar- bita þegar við mætumst". Hann kinkaði kolli og gekk af stað eftir bakkanum. Davíð gekk frá veiðiáhöldunum, án þess að finna til eftirvæntingar. Hann valdi flugurnar. Þegar hann byrjaði að kasta var eins og gleði- titringur færi um hann: það var eins og hann væri aftur orðinn unglingur. Hann stóð á volg- um þurrúm steini. Lax stökk næstum hljóð- laust út í miðri ánni. Dauft, sogkennt skvampið smaug honum gegnum merg og bein. Það hafði sömu áhrif á hann og á drykkjumann sem heyr- ir tappa dreginn úr vínflösku í fyrsta skipti í mörg ár. Hann kastaði línunni út. Hann færði sig upp með ánni, reyndi fyrir sér á öllum líklegum stöðum. Sólin eyddi skýj- unum og umvafði hann hlýrri birtu. Árniður- inn lét unaðslega í eyrum hans, hinn mildi, eilífi árniður. Hann fékk fimm fiska, sá stærsti var að minnsta kosti pund, en þegar hann hitti föður sinn við brúna, sá hann að Róbert hafði slegið hann út. Tylft fiska lá í röð í grasinu og Róbert hallaði sér út af og reykti. Hann hafði hætt veiðinni fyrir klukkutíma, þegar tylftin var komin. Klukkan var orðin þrjú, og Davið var hungr- aður. Þeir átu nestið sitt saman: brauðsneiðar, flesk, harðsoðin egg, lifrarkæfa og hindberja- kaka sem Marta hafði bakað; það var meira að segja mjólkurflaska, sem Róbert geymdi í vatn- inu undir árbakkanum. Gagnstætt flestum brjóstveikissjúklingum hafði Róbert yfirleitt mjög litla matarlyst, og í dag át hann næstum ekkert, endaþótt matur- inn væri mjög freistandi. Hann var bráðlega far- inn að reykja pipuna sina aftur. Davíð tók eftir þessu. Hann virti föður sinn fyrir sér áhyggjufullur og honum fannst hann hafa horazt — það var eins og hann hefði geng- ið saman. Fólk með berkla fór til Sviss. Flor- ida og Arizona. Það fór á falleg, dýr heilsuhæli; dýrir læknar stjönuðu við það, það spýtti í dýr- ar flöskur. Róbert vann í námunni, enginn stjan- aði við hann og hann spýtti á ferhyrnda bréf- miða. Allar gömlu tilfinningarnar gagntóku Davíð. Hami sagði: ,,Þú hefur ekki borðað neitt, pabbi. Þú ferð ekki nærri nógu vel með þdg“. DAVlÐ rnrn[ 1 > as J22|gr YW \ X ( <z „Mér líður ágætlega", sagði Róbert og var full alvara. Hann var bjartsýnn og öruggur um bata eins og títt er um tæringarveika. Þeir halda ævinlega að þeim sé að batna, en hjá Róbert kom fleira til greina, hann liafði haft þetta svo lengi; hóstann, svitann, uppganginn, allt þetta var orðið hluti af honum. Hann hugs- aði ekki lengur um það, nema hann hélt að honum mundi batna. Nú brosti hann til Davíðs og sló á brjóst sér með pípuieggnum. „Hafðu engar áhyggjur, Þetta .... þetta drepur mig aldrei“. Davíð kveikti í pípunni sinni. Þeir lágu báðir og reyktu, horfðu upp í himininn og á hvít skýin sem eltu hvert annað um háloftin. Loftið bar ilm af grasi, vorblómum, tóbaki og möðkum sem eftir voru í tösku Róberts. Það var góður ilmur. Akrar, engi og tré á allar hliðar og ekkert hús sjáanlegt. Þetta var um sauðburð- inn; þeir heyrðu veikburða lambajarmið úr öll- um áttum. Allt var kyrrt, hið eina sem hreyfð- ist voru hvít skýin og litlu hvítu lömbin sem skoppuðu um og teygðu sig undir kvið mæðr- anna sem stóðu jórtrandi og biðu þolinmóðar og gleiðstígar. Lömbin tottuðu og sugu, en þau voru ekki lengi um kyrrt. Þau fóru aftur að hoppa og skoppa til þess að geta sogið þeim mun fastar, fastar. Róbert var að velta fyrir sér livort Davíð væri hamingjusamur — hann hugsaði mikið um það. Ef til vili var hann hamingjusamur á yfirborð- inu, en ekki raunverulega hamingjusamur innst inni. En hann gat ekki spurt Davíð, har.n gat ekki bitið á jaxlinn eins og Marta og ruðzt inn að hjartarótum Davíðs. Hann fann vorið i loft- inu og hann hugsaði: vorblóm, fuglasöngur, meira er ekki nauðsynlegt; gaukarnir eru einu fuglarnir sem ættu að fá leyfi til að syngja á vorin. Ef Davíð hefði aðeins látið sér nægja að taka liana, — hún virtist einmitt vera af þeirri tegund stúlkna — þá lægi hann ekki héma núna með þennan þunglyndissvip. En hann var of ungur til að hafa vit á því, það varð að láta prest leggja blessun sína yfir það. Og nú stritaði liann við að kenna í skólanum, las með Barrasi unga, til þess að vinna sér inn peninga fyrir B.A. prófið, og állar dýr- legu ráðagerðirnar sem þeir höfðu gert sín á milli voru lagðar til hliðar og ef til vill gleymd- ar. Hann vonaði af hjarta að Davíð mundi losa sig úr þessu hið fyrsta, koma sér áfram og vinna sér frama. Ó, liann vonaði það af öllu hjarta. Og síðan hætti Róbert að hugsa um þetta, því áð honum lá fleira á hjarta. Alit í einu áttaði Davíð sig. „Þú ert svo þegjandalegur, pabbi. Er eitthvað sem angrar þig?“ „Æ, ég veit ekki, Dabbi. Það er svo yndis- legt héraa“. Hann þagnaði. „Ólíkt betra en í Scupper göngunum". Það rann upp Ijós fyrir Davíð; hann sagði hægt: ,,Svo að þú ert að vinna þar núna?“ „Já einmitt. Við erum aftur komnir þangað. Við byrjuðum þar fyrir þrcm mánúðum“. „Einmitt það?“ „Já“. „Er blautt þar?“ „Hvort það er“. Róbert tottaði pípuna sína. Vatnið nær uppundir eyru í básnum mínum. Þess vegna varð ég lasinn í síðustu viku“. Róleg rödd Róberts fyllti Davíð skyndilegri angurværð. Hann sagði: I „Þú barðist annars nógu ákaft fyrir því að )þið slyppúð við Scupper göngin, pabbi“. ) „Já, ef til vill. En við biðum samt ósigur. (Við hefðum þegar í stað verið iátnir byrja i (scupper göngunum aftur, ef Barras hefði ekki imisst samninginn. Jæja, hann hefur gert nýjan < samning, og nú erum við komnir í sömu sporin (aftur. Við erum alveg eins og hjól; það snýst (heilan hring ef beðið er nógu lengi“. Það var dálítil þögn; síðan hélt Róbert áfram. „Eins og ég sagði áður, þá stendur mér á sama um bleytuna. Ég hef alltaf unnið í bleytu og í verri og verri stöðum eftir því sem tíminn hefur liðið. Það er vatnið í gömlu námunni sem mér er illa við. Ég skal segja þér, Dabbi, það liggur þannig í málinu“. Hann þagnaði og skýrði út orð sín með því að leggja hönd sína á grasið. „Héma e,r skilveggurinn, granítveggur, sem liggur frá norðri til suðurs. Öðru megin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.