Þjóðviljinn - 21.01.1951, Page 6

Þjóðviljinn - 21.01.1951, Page 6
B ÞJÖÐVILJINN Sunmidagur 21. janúar 1951. Fljótið helga Framhald af 3. síðu. sér baráttuvöll í þessum heimi, ■þegar samtíðin ,.þarf strax í dag á þinni hjálp að haida“. En skáldiö stendur yfir reglv.m og boðum — eða hvað? v7ið Sogið forðurn stóð sál hans berskjölduð fyrir einhverjum töfrum sem að henni sóttu. Hvaða töfrar voru það? Skáld- ið fleytir sér framhjá þeirri spurningu, en vilji maður Ihenda einhverjar reiður á hugs uninni sýnist nærtækt að halda að hér hafi verið á ferð draum- urinn um listina, hina frjálsu og óháðu. Nú minnist skáldið Heimsóknar sinnar og skynjar ■það ,,sök“ að vera ósnortinn af Jiví sem aðrir berjast um og fyrir. En — vinir mínir: ,,Ég veld þeirri sök, því ég veit hver hún er, / sú veröld sem fékk :mín ei notið“. Hér finnur höf- undurinn sjálfur að kvæðin lians spaklegu, þar sem hann .hugðist drepa fingri í kviku heims og þjóðar og Iífs, hafa rnisst marks, svo það sýmst óþarfi af mér að rökstyðja það nánar. En af því hann veit hver veröldin er þá veldur hann “þeirri sök. Hún er ekki tíl einsk is, snilldin í kveðandinni, ef hún fær leynt lesandann rök- semdum af þessu tagi. Það skal vera blessun yfir Tómasi vegna töfranna óvígu. En vei þeim sem engir töfrar gistu, en mis- virða samt skáldskap veruleik- ans. Þannig setur höfundur •sjálfan sig, listamanninn, á al- veg sérstakan fótstall. í Fijót- 3nu er honum alvara, eins og leiða má að rök úr ýmsum átt- um. Kvæðið Heimsökn sem und nnskildi engan, og lagði í raun- ánni listamanninum sérstaka skyldu á herðar, var aðeins til- raun í orðum og með orð, g'.eymt og grafið nema i svip- ulli andrá og minningu. Þáð þarf heldur ekki lengi að leita í hinni guðfræðilega titiuðu bók Tómasar Guðmunds sonar til að sjá hver er dís ihjarta hans, von iífs hans. Það er listin. ,,En mannsins list af manni sjálfum ber“. Og henni <=t ekkert smáhlutverk til leiks fengið: ,.Hún mötar örlög vor í hendi sér“. Og hún ,,vinnur“ „aðrar veröld þeim sem lífio brást". ,,Og listin ein ...../ fær flogið með oss aftur heila heim“. Fær oss þannig engrar undrunar þótt enn sé því sleg- ið föstu að hún móti „vilja vorn og ráð.“ Enda hefur því nú að nokkru verið lýst hvern- ig hún mótar vilja og ráð Tómasar Guðmundss., þannig að í alvöru hirðir hann ekki um annan heim en hennar — og veldur þeirri sök. Orðið sjálft er honum svo hugstætt að hann þarf endilega að nefna stjörnublik ..hvolfsins list“. — Eða var það rímsins vegna eins og nafnið á prjónastofunni ? — En nú rekst ég á tilvalið dæmi um lausaleikinn í hugsun þepsa skálds. Hann segir að þegar við í árdaga sáum stjörn- urnar blika á himninum, þá fyrst höfum við skynjað feg- urð lífsins. Og það gerðist fleira: ,.Þá skildi listin leiðir manns og apa. / Þá lærðist oss af guði að fara að skapa“. Svona andlegri skilningu má skilja heiðríkjuna ef mann brest ur ekki skáldgáfu. Og hvað er listin? Hún er enn sem fyrr upphaf og orsök allra hluta. 1 Jafnvel framþróunin er á henn- ar valdi. Þannig skapast ný vís indi af því einu að skilja heið- ríkjuna. — Fimmtugur að aldri yrkir Tómas Guðmundsson af meiri smekkvísi og vandlegri fágun en nokkurt annað íslenzkt skáld samtíða honum. Form lians og kveðandi í sjálfum sér fær manni iðulega mikils unaðar. Samt eru önnur skáld meiri en hann. Jafnvel þau kvæði hans sem hann að líkindum ætlar stærstan hlut, hafa ekki þýð- ingu fyrir framsókn íslands, svo umheiminum sé sleppt. Það á sín rök. Tómas vanskilur og mis- skilur tímann svo ltyrfilega að ihann leitar sér lagsmanna og samastaðar í öfugri fyikingu, fylkingu þeirra gömlu og hrumu j sem bráðum eru dánir. Skáld- I skapur hans hlýtur að gjalda I fyrir það val. En á meðan er ; ný kynslóð að sigra lieiminn, með ungt skipulag í höndum og , frjóar hugsjónir í hjarta. B. B. Auglýsing Þeir sem kynnu að hafa keypt gluggatjalda- efni eftir 6. iþ. m. í heildverzlun Magnúsar Har- aldssonar, eru hérmeð vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstoi'u verögæzlustjóra næstkomandi mánudag. V erðgæzlust j óri. .Undir eílífðarstjöntum Eftir A.J. Cronin ] D A G U R Hann tók upp bláan blýant og skrifaði á vegg- inn með stóru letri: Jobey er fantur og fúlmenni. Hann hélt áfram að skrifa svívirðileg illyrði og sora sem ekki er eftir hafandi._ Síðan settist hann í gluggakistuna og taldi peningana sína. Að meðtöldu gullpundinu og smámyntinni í vös- unum átti hann nákvæmlega þrjátiu shillinga. Þrjátíu shillinga. Þrjátíu silfurpeninga. Hann þaut út úr skrifstofunni og skellti hurð- inni á eftir sér og fór beint út á Fountain. Hann setti tíu shiilinga í vestisvasa sinn. Fyrir afgang- inn drakk hann sig fullan. Hann sat og drakk alein þangað til klukkan var hálf ellefu. Klukk- an hálf ellefu var hann augafullur. Hann reis á fætur og vaggaði yfir áð kvikmyndahúsinu. Klukkan ellefu kom Minna út, kæruleysisleg, ljóshærð, flatbrjósta og sýndi glóandi gulltönn- ina sína. Það leyndi sér ekki hvers konar stúlka Minna var. Jói virti Minnu fyrir sér, reikull á fótunum og horfði á hana frá hvirfli til ilja. „Komdu, Minna,“ sagði hann loðmæltur. „Ég er hérna með vinningana þína. Tín shillinga, Það er ekkert á móti því sem þú færð á morgun“. ,,Ó“, sagði Minna með vonbrigðahreim í rödd- inni. „Þið viljið allir það sama“. „Komdu“, sagði Jói. Minna kom. Jói keypti sér ekki hatt þetta kvöld, en einmitt vegna þessa kvölds keypti hann sér marga þegar frá leið. 20 Trén stóðu þögul og hreyfingarlaus í steypi- regninu, vatnið draup af sótugum greinunum, — óljósar, skuggalegar kynjamyndir meðfram veginum í votu rökkrinu. En Davíð sem gekk hratt eftir votri gangstéttinni tók ekkert eftir hinum grátandi trjám. Hann var álútur, svipur hans var einbeittur og íhugull. Hann virtist vera í mikilli geðshræringu þegar hann nálgaðist ,,Brekku“, hringdi bjöllunni og beið. Eftir andar- ____ KVI Kir -UBm wn IDI IR Austurbæjarbíó: Týnclu synirnlr Það er bezt að hafa sem fæst orð um þessa kvikmynd. I henni er enginn ljós punktur, — nema ef vera skyldi járnbraut- arlestin á matarborð- inu, sem flutti sykur- molana á milli gest- anna, því að hún ber „frumleik" leikstjór- ans órækt vitni. hrí. • Nýja Bíó: Maskerade Þetta er þýzk kvik- mynd. Hún mun vera um þaö bil tvitug- að aldri, en ellimarka gætir fremur litið. Efnið er skemmtilegt, allspennandi og hrað- inn góður. Myndin er leikin af góðum leik- urum og þó segja megi að valinn mað- ur sé í hverju rúmi, finnst mér leikur þeirra Walters Jan- sens og Peters Peter- sens beztur. Leikstjóri er Willy Forst, en hann var eitt af hin- um stóru nöfnum kvikmyndanna á þess- um tíma. Mjög er til myndarinnar vandað hæði hvað snertir leikstjórn og sviðaút- búnað. — Sem sagt skemmtileg mynd. 1 DAVlÐ TV tak voru dyrnar opnaðar, það var ekki þjónustu- stúikan, heldur Hilda sem opnaði þær, og þegar hún kom auga á -hann, roðnaði hún. „Þér komið snemma", hrópaði hún. Svo áttaði hún sig. ,,Allt of snemma. Arthur er inni á skrifstofunni hjá pabba“. Hann gekk inn í anddyrið og fór úr blautum yfirfrakkanum. „Ég kom snemma vegna þess að mig langaði að hitta föður yðar“. „Föður minn ?“ Hún réyndi að gera rödd sína liáðslega, en hún virti andlit hans vandlega fyrir sér. ,,Þér eruð svo alvarlegur“. „Finnst yður það?“ „Já, grafalvarlegur“. Hann tók eftir háðinu í rödd hennar, en hann svaraði ekki. Þrátt fyrir allt geðjaðist honum vel að Hildu, hún var að minnsta kosti opinská. Það varð dálítil þögn. Endaþótt henni væri sýni- lega forvitni á að vita, hvert erindi hans var, þá gekk hún ekki frekar á hann. Hún sagði kæruleysislega: „Þeir eru uppi á skrifstofunni eins og ég sagði áðan“. „Má ég fara upp?“ Hún yppti öxlum án þess að svara. Hann fann a'ð dökk angu hennar störðu á liann, síðan sner- ist hún á hæli og fór. Hann stóð kyrr andartak og hugsandi áður en hann lagði af stað upp stig- ann. Síðan barði hann að dyrum á skrifstofunni og fór inn. Það var bjart í herberginu og hiýtt, fjörlegur eldur snarkaði í arninum. Barras sat við skrif- borðið, en Arthur stóð vi'ð arininn fyrir framan hann. Þegar Davíð kom inn brosti Arthur hlý- lega til hans eins og hann var vanur, en kveðja Barrasar var kuldalegri. Hann sneri sér við í stólnum og starði á Davíð með undrunarsvip. „Nú“, sagði hann stuttur í spuna. „Hvað er yður á höndum“. Davíð leit á þá á víxl. Hann beit á vörina. „Mig langaði til áð tala við yður“ sagði hann við Barras. Ríkharður Barras hallaði sér aftur á bak í stólnum. 1 rauninni var hann í ágætu skapi. Með síðdegispóstinum hafði hann fengið bréf frá borgarstjóranum í T.ynecastle, þar sem hann var beðinn að taka að sér formannsstöðuna í nefnd- inni sem átti að sjá um byggingu á nýrri álmu við konunglega ríkisspítalann. Barras átti sæti í réttinum, í þrjú ár hafði hann verið formaður skólanefndar og svo bættist þetta við. Hann var ánægður, fann þef af nýjum titli, eins og hundur sem snuðrar uppi bein. Með eigin hendi — ritvél fyrirfamist ekki á „Brekku“ -— var hann að setja saman viðeigandi svarbréf. Og þar sem hann sat var hann eins og lifandi í- mynd ánægju yfir lífinu og tilverunni. „Um hvað ætlið þér að tala við mig?“ sagði hann, og þegar hann tók eftir augnaráðinu sem Davíð sendi Arthur, bætti hann við óþolinmóð- lega: „Haidið þér áfram, maður. Ef það er eittlivað um Arthur, þá er bezt að hann hlusti á það“. Davíð dró djúpt andann. Gagnvart persónu- styrk Barrasar, virtist honum það sem hann ætl- aði að segja, fáránlegt og hjákátlegt. En hann hafði ákveðið að taia við Barras; ekkert gæti liindrað hann í því. „Það er í sambandi við kolavinnsluna í para- jdís“, -hann talaði liratt svo að Barras gæti eklri gripið fram í. „Ég veit að ég lief engan rétt til að tala. Ég er hættur að vinna í Neptímnámun- um, en faðir minn vinnur þar og tveir bræður mínir, Þér þekkið föður minn, herra Barras; hann hefur unnið þrjátíu ár í námunni; hann er ekki vanur að fárast út af smámunum. En allt frá því að þér gerðuð þennan nýja samning og fóruð að láta höggva úr skilveggnum, hefur hann óttazt vatnsflóð“. Það var dauðaþögn í herberginu. Barras horfði á Davíð með kuldalegu undrunaráugnaráði. „Ef föður yðar geðjast ekki að vistinni í para- dísinni, þá getur hann farið þaðan. Hann var með þessar sömu grillur fyrir sjö árum. Hann hefur alltaf verið ófriðarseggur“. Davið fann blóðið stíga sér til höfuðs; en hann knúði sjálfan sig til að tala rólega. „Það er ekki faðir minn einn. Það eru miklu fleiri en hann sem eru með þungar áhyggjur. Þeir segja að þeir nálgist gömlu námuna í-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.