Þjóðviljinn - 25.01.1951, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.01.1951, Qupperneq 3
Flmmtudagur 25. Jánuár 1951. % } V. .i ) ff ií ii «( ÞJÖÐVJL'JINN að er hart að verða að segja það en samt er það satt: frá upphafi vega hefur runnið blóð eftir slóð mannkynsins. Engin sikepna skaparans hefur verið ejálfri sér eins f jandsamleg og homo sapiens, þessi undarlega vera sem stundum kallar sig kórónu sköpunarVerksins. Þó er kannski okkar öld, tuttugasta öldin, blóðugust allra, því láta mun nærri að styrjaldir hennar Og uppreisnir hafi verið jafn- margar árunum sem liðin eru — þar á meðal tvær heims- styrjaldir. Og í dag brennur sama spurningin á allra vörum : Er þriðja heimsstyrjöldin að skella á? Þó er önnur spurning í raun- inni stórum mikilvægari: Hver er orsök styrjalda? Það er sú spurning sem við verðum að brjóta til mergjar ef við óskum friðar. Til þess að koma í veg fyrir eitthvert böl verðum við að finna orsök þess og upp- ræta hana síðan. Það er engin önnur leið til. Frumorsök allra styrjalda er auðsæ: einhver tekur sig til og eölsar undir sig lífskost náung- ans með ofbeldi. Hann nær valdi yfir jörð, atvinnutæki eða vinnuafli unz hann getur lifað í veliystingum praktuglega á annarra kostnað. Þannig er smám saman til orðin stétta- skiptingin í heiminum. Við þekkjum hin ýmsu þröunarstig hennar: fyrst þrælaskipulagið, þá lénsskipulagið og loks auð- valdsskipulagið, og þá baráttu, stéttabaráttuna, sem af þeim hefiir leitt. Fámennar forrétt- jndastéttir hafa rænt megin- hluta mannkynsins arðinum af landi þess eða starfi og sökkt því þannig niður í hverskönar harmkvæli og niðurlægingu. Jafnframt hefur svo þessum arðræningjurn lostið saman í innbyrðis kapphlaupi sínu um auðsuppsprettur jarðarinnar og hefur þannig myndazt einskon- ar stéttaskipting meðal þjóð- anna, allt ofan frá stórveldum niður í nýlendur. ■Af þessu leiðir að vppnavið- skipti geta verið af tvennskon- ar tbga: annaðhvort. styrjaldir, það er að segja kúgunarstríð forréttindastétta eða stórvelda, ellegar upprei=nir og byltingar, það er að segjá frelsisstríð al- þýðustétta eða nýlenduþjóða. Á eðli þeirra og siðferðilegu inn- taki getur því verið munur hinna. ítrustu andstæðna.. En orsökin er æ hin sama: yfir- troðslur arðránsins. Styrjaldir hafa allajafna ver- ið reknar undir einhverju fögru yfirskini. Forréttindastéttirnar hafa ætíð átt sína, þjónustu- bundnu anda (þar á meðal skáld og prófessora) sem flutt hafa hinar ísmeygilegustu kénningar um nytsemi og nauðsyn styrj- alda, enda er mestöll sögu- túlkun hins vestræna heims' þrungin rómántískri ‘hernaðar- dýrikun sem náði hámarki í heimspeki þýzka nazispians með þeim afleiðingum sem öllum ættu að vera í fersku minni. Sjálfsagt er þaðílika með til- liti til þess sem áróðurinn er nú svo mjög stílaður upp á „vestræna siðmenningu“, „and- legt frelsi“, „kristilegan kær- leika“ og allt þetta fínirí sem við þekkjum og á að réttlæta það mikla ,,varnarstríð“ auð- valdsheimsins sem nú þegar er í fullum gangi. Enda þótt áróður arðræningj- anna sé oft einna líkastur öfug- mælavísum hefur hrekklaus al- menningur, fáfróður um rök baktjaldanna, að jafnaði látif glepjast og siga sér mcglunar- laust út í Sihelfingarnar og dauðann — auðjöfrarnir hafa hinsvegar setið öruggir heima á sínum friðstóli og sópað til sín blóðpeningunum — stríðs- gróðanum — en sá er eihmitt hinn raunverulegi tilgangur slíkra harmleikja. Eitt sinn rennur þó upp sú stund að reynsla. fólksins er orðin það djúp, kvöl þess það óbærileg, að augu þess opnast og sjá allt í einu gegnum alla blekk- inguna. og þá hefst frelsisbar- átta þess með uppreisn eða byltingu -— hinu eina ofbeldi sem á sér siðferðilega réttlæt- ingu með því margsannað er að arðræningjarnir beygja sig aldrei fyrir öðru en símim eig- in fornu rökum: valdbeiting- unni. Munurinn á styrjöld og bylt- ingu er samskonar og á dauða- striði og fæðingarhríðum. Eins og franska byltingin 1789 var upphafið að hruni lénsskipu- lagsins og grundvöllur að blómaskeiði auðvaldsskipulags- ins og borgaralegrar menning- ar, eins var rússneska bylting- in 1917 upphafið að hruni auð- valdsskipulagsins og grundvöll- ur að ófyrirsjáanlega löngu þróunarskeiði nýs stéttlauss þjóðfélagsforms, sameignar- skipulagsins, og þeirrar óskor- uðu alþýðumenningar sem upp af því mun vaxa. Þessari stað- reynd fá engin ókvæðisorð haggað og þeir hafa til lítils lært sögu sem ekki skilja svona augljósan hlut. Leiðin til friðar er ekki sú að láta steinrunna. fordóma villa sér sýn um alla orsakakeðju heimsviðburðanna. Enginn er neinu nær þó hann staðhæfi út í bláinn að allt svæðið vestan frá Saxelfi og austur að Gula- hafi sé eitt óslitið þrældómshús, enda þótt öll staðfest dæmi votti að einmitt þar hafi alþýðan hrundið af sér margra alda grimmilegri ánauð. Sannleikur- inn og sannleikurinn einn mun gera yður frjálsa. I dag er veröldin klofin í tvo andstæða helminga: heim sósí- alismans með Sovétríkin í farar- broddi með Bandarikin í fararbroddi. Stundum eru þessir helmingar ikenndir við austur og vestur og fer vel á því frá táknlegu sjónarmiði: í austri dagrenn- ing, í vestri sólarlag. Kvöld- löndin hafa dregið járntjald fyrir útsýnið til morgunland- anna og sagt þeim kalt stríð á hendur. Til þess að átta sig á eðli og tilgangi þess stríðs er nauðsynlegt að rifja upp hin þýðingarmestu söguleg rök, sem að því liggja. Fyrst er þá þess að minnast að svo heiftarlega tók auðvalds- heimurinn rússnesku bylting- unni og tilkomu Sovétríkjanna að sumarið 1919 börðust herir 14 þjóða, þar á meðal Breta, Frakka, Þjóðverja, Bandaríkja- manna, Kínverja og Japana, gegn ráðstjórnarþjóðunum á þeirra eigin grund og þegar búið var að hrekja allt þetta árásarlið á brott tók við þrot- laust nið og ótrúlega haturs- fullt sem ekkert lát varð á fyrr en þrengingarnar á styrj- aldarárurum neyddu rógberana til að gera nokkurt hlé á iðju sinni. Næst er þess að geta að heimskreppan milli styrjald- anna vakti æðisgengið hungur hins háþróaða þýzka iðnaðar- auðvalds í „Lebensraum“, það er að segja nýlendur og mark- aði, og spratt rtazisminn upp úr þeim jarðvegi í öllum sínum kvalalosta. I því sambandi er vert að festa það vel í minni að fasismi er í rauninni ekkert nýtt þjóðskipulag, heldur það andlit, að vísu mismunandi eftir stund og stað, sem kapítal- isminn setur upp þegar þróun- in neyðir hann til að varpa lýðræðisgrímunni fyrir borð. Skyldleikinn lét sig þá heldur ekki án vitnisburðar, því árum saman sáu nýlenduveldi Evr- ópu í gegnum fingur við þennan umskipting, frænda sinn, í því fróma. trausti að hann snéri geiri sínum gegn Sovétríkjun- um samkvæmt hinu mikla kjör- orði sínu: baráttan gegn komm- únismanum. Loks varð þó uppi- vaðsla hans innan sjálfs auð- valdsheimsins slík að ríki þessi misstu þolinmæðina. Síðari heimsstyrjöldin hófst því sem kapítalískt stórveldastríð og það var ekki fyrr en nazisminn réðst á ráðstjórnarþjóðirnar að inntak hennar breyttist öðrum þræði. Með árás Japana á Bandarík- in urðu syo hin tvö höfuðveldi austursins og vestursins sam- herjar og þá rann upp það merkilega tímabil er „vestræn siðmenning“ sá sig tilneydda að játa að allt sovétníðið hefði verið ein haugalýgi frá uppha.fi ttl ænda. Var þar með fengin sönnun fyrir eðli auð- valdsáróðursins gegn sósíalism- anum. Skulu nú rifjuð upp fáein ummæli vestrænna stórhöfð- ingja frá þeim tíma, ef einhver kynni að hafa gleymt þeim óvart á þessum síðustu og verstu tímum. Þann 22. febr. 1942 sagði MacArthur hershöfðingi — ég vona menn kannist við nafnið: „Núverandi heimsástand bendir til þess að vonir sið- menningarinnar séu b'undrar við lotningarverða gunnfána hins hugrakka rússneska bers“. Það sama ár sagði William Batt, einn helzti stríðsstjórn- andi Bandaríkjanna, þá ný- kominn úr sendiför til Moskvu: „Ég fór mjög ruglaður og órólegur yfir þeim sögum sem hér gengu manna á milli um ósamkom'ulag og kæruleysi innan rússnesku stjórnarinnar. Ég komst að raun um að stjórnir. er sterk, hlutverki sínu vaxin og studd geysilegri hrifningu almennings“. Þann 31. ágúst 1943 sagði Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra. Breta, ef þið hafið einhverntíma heyrt hann nefndan: „Engin stjórn sem menn hafa nokkrti sinni myhdaí hefur verið megnug þess að standast svo þung og grimmi- leg áföll sem þau er Hitler hefur bakað Sovéríkjunum“. Þannig mæltu þessir herrar þá, en þannig mætti lengi rekja ef tími væri til. Ég ætla þó að láta nægja að klykkja út með ritstjórnargrein einni í New York Herald Tribune frá 11. febr. 1945, stríðslokaárið, en þar segir svo meðal annars: „Lýðræðisríkin erga nú um tvo kosti að velja. Annar er sá að vinna að endnrreisn heimsins með Sovétríkjunimi — en til þess er nú útvalið tækifæri ef við trúum á styrk okkar eigin grundvallarsjón- armiða og viljum sanna það með því að fara eftir þeim. Hinn er sá að flækja okkur í ráðabrnggi við öll aftur- haldssinnuð og lýðræðis- fjandsamleg öfl Evrópu, en eini árangurinn af því yrði að gera ráðstjórnina okkur fráhverfa“. Þetta er næsta spámannleg viðvörun og þarf varla að taka það fram hvorn kostinn lýð- ræðisríkin völdu. En slikur var sem sagt yfir- borðstónninn í þá daga, enda haldinn hver • stórmennaráð- stefnan af annarri í þessum sama anda og að lokum stofn- þing Sameinuðu þjóðanna i San Fransico í júní 1945. Það voru miklir dýrðardagar. Gervalt mannkyn varð gripið bjartri von um lausn frá skorti og ótta og traustan og ævarandi frið. En Adam var ekki lengi í Paradís — það hafði l'eynzt snákur í aldingarðinum. Öll styrjaldarárin höfðu harðsvír- uðustu auðklíkur heimsins hald- ið áfram baktjaldamakki sínu um samsæri gegn sósíalisman- um og var miðstöð þess vitan- lega í sjálfu höfuðvígi kapítal- ismans, Bandaríkjunum. Þessi myrkraöfl hötuðu jafnt Sovét- ríkin sem Roosevelt forseta af öllu sínu kalda steinhjarta og voru reiðubúin að taka upp hið fallna merki Hitlers með áletr- uninni: baráttan gegn kommún- ismanum. Að striðslokum gerðust svo tveir örlagaríkir atburðir: kjarnorkusprengjan var fundini og forsetinn dó. Þar með þótt- ust auðjöfrar Bandaríkjanna hafa fengið það svigrúm og slíkt vopn í hendur að í krafti þess og stríðsgróðans væri nú óhætt að venda sínu kvæði í kross. Það stóð þá heldur ekki á hinum nýja forseta að opin- bera þjónustu sína með hinum frægu, hernaðarlega þýðingar- lausu morðárásum á varnar- lausa japanska alþýðu. Með þeirri skelfilegu ákvörðun var 'kalda stríðið í raun réttri hafið — það skilur maður bezt nú. A ð réttum rökum var styrjöld hinna vestrænu auðvaldsríkja. við Möndulveldin ekki barátta gegn fasisma, heldur stríð við skæðan en skyldan keppinaut um heimsyfirráð. Óðara og þessum innbyrðis átökum var lokið settust vesturveldin að andlegri arfleifð fasismans, að vísu bak við togleðursgrímu „frelsis og lýðræðis“, en þó með óbreytt kjörorð Hitlers að leið- arljósi. Eins og hendi væri veif- að var samherjanum í austri reist níðstöngin á nýjan leik. Aðeins einu misseri eftir stríðs- lok flutti Churshill hina frægu Fultonræðu sína og Iýsti nú þeirri sömu ráðstjóm er hann fyrir tveim árum hafði talið goðum likasta sem „ógnun og hættu fyrir vestræna siðmenn- ingu“ og eggjaði auðvaldsheim- inn lögeggjan til að mynda hernaðarbandalag gegn Sovét- ríkjunum. Þar með var hafm. hin nýja krossför gegn sósíal- ismanum og um leið öllum al- þýðustéttum og nýlenduþjóðum heims — óttinn og skorturinn. þessir tveir höfuðfjendur mann- kynsins se'm Koosevelt hafði aldrei þreyzt á að fordæma, urðu nú að forríðurum kalda stríðsins sem lagðist eins og mara yfir hið særða og þreytta brjóst jarðarinnar. Tilefni þessara tíðinda var að vísu ekkert smáræði. Auð- valdsheimurinn hafði sem sé: orðið að horfa upp á það áð heill tugur þjóða í Evrópu tækí upp skipulag sósíalismans og nú hefur f jölmennasta þjóð veraldar bæzt í þann hóp. Það leiðir af sjálfu sér að Sovét- ríkin hafa eftir megni hjálpað Framh. á 6, siðeí FramsögurœSa Jóhannesar úr Köflum á sfúdentafúndínum um fríSarmálin og heim kapítalismans sígild

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.