Þjóðviljinn - 25.01.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1951, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 25. janúar 1951, IIIÓÐVILIINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. X. Sendimaður erlenda valdsins Blað æstustu Bandaríkjadindlanna, mannanna sem ekki geta sofið fyrr en bandarískt hernám 'er aftur orðið hlutskipti íslendinga, hefur skýrt frá því hvert sé erindi Eienhowers hers- höfðingja hingað. Vegna náinna tengsla þess landráðasnepils við bandaríska útsendara hér á landi, má telja að heimildir þess séu aldrei þessu vant áreiðanlegar, um þetta atriði. Blaðið segir að Eisenhower muni innan skamms senda bandarískt herlið á Keflavíkurflugvöll og einnig á aðra þá staði landsins sem helzt þurfi að „vernda“. Er með þessu staðfest sú frásögn Þjóðviljans að Eisenhower komi hingað til að ganga endanlega frá því að hingað verði fluttur — nú strax á friðartímum, — Banda- ríkjaher. Engum heiðarlegum Islendingi er sá maður aufúsugestur; sem þeirra erinda gistir landið. Skriðmennskan og væmið Iofið í leiðurum bandarísku mútublaðanna breytir engu um þá stað- reynd, verður einungis þjóðinni lærdómsríkt að sjá hve lágt íslenzkir menn geta Iotið. Þjóðin fær’nú að finna hvorir hafa haft rétt fyrir sér í aðaldeilumálum síðustu ára: Sósíalistar og aðrir ættjarðarvinir sem sögðu það fyrir að Keflavíkprsamn- ingur, Marshallsamningur og Atlanzhafsbandalagsþátttaka hlyti að leiða til bandarísks hernáms á íslandi, ekki einungis á stríðstímum, heldur einnig á friðartímum. Hins vegar Bandaríkja lepparnir, sem aftóku að nokkum tíma kæmi til mála að á ís- landi yrðu herstöðvar á friðartímum, Bandaríkjunum gengi aðeins til göfugmennska og hjálpsemi við litla þjóð, sjálf stofnun Atlanzhafsbanda.lagsms nægði til að tryggja heimsfriðinn, banda lagið væri og yrði friðarbandalag — og svo framvegis af enda- lausum blekkingavaðli. Nú sjá það allir íslendingar, að það voru sósíalistar og aðr- ir þeir sem börðust gegn bandarísku ágengninni sem sáu skýrt Og höfðu rétt fyrir sér um gang þróunarinnar. Staðreyndin í þessu máli er sú sem sósíalistar bentu á þegar 1946 að Banda- ríkjaauðvaldið telur sér bráðnauðsynlegt að hafa á íslandi her- stöðvar vegna stríðsfyrirætlana sinna, herstöðvar sem hægt sé að hafa sem fremstu sóknar- og varnarlínu. Tillitið til íslenzku þjóðarinnar, sem þannig væri sett í eldlínu kjarnorkustríðs, er nákvæmlega ekki neitt, ekki fremur nú en þegar bandaríska leyniþjónustan í lok heimsstyrjaldarinnar reyndi af alefli að egna Þjóðverja til loftárása á Reykjavík með því að telja þeim trú um að innrás á meginland Evrópu yrði gerð héðan. Fyrir bandarísku herstjórnina er ísland ekkert annpð en eyland, þægilega sett sem herstöð í fyrirhuguðu árásarstríði Banda- ríkjaauðvaldsins. Þó sú staðsetning herstöðvar tefli í tortím- ingarhættu íslenzku þjóðinni og öllu því sem kynslóðir íslend- inga hafa gert til að gera land sitt byggilegt, er það svo algert aukaatriði bandarísku herstjórninni að það truflar áreiðanlega ekki sálarró neins bandarísks hershöfðingja eða stjórnmála- manns. Alger fyrirlitning á mannhelgi og sjálfstæði smáþjóða er einkenni auðvaldsins hvar sem er, en hvergi munu þeir eigin- leikár hreinræktaðri nú en með hinni gerspilltu auðstétt Banda ríkjanna. Koma Eisenhowers til Islands í kvöld þýðir að bandaríska lierstjórnin og íslenzku landráðalepparnir ætla sér alveg á næstunni að reka smiöshöggið á þá örlagaríku þróun sem stefnt hefur verið að í áföngum: Bandarískt hernám á ný, her- nám, sem báðir þessir aðilar ætlast til að ljúki aldrei upp frá þessu, en með því væri sjálstæði íslands og frelsi þjóðarinnar glatað, íslenzka þjóðin sér nú hvert „leiötogar" hennar í banda- rísku flokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, hafa leitt hana. Og fólkið getur tekið í taumana með því einu móti að gera þessa landráðaflokka á- hrifalausa um íslenzk stjórnmál. Enn er von til þess að friðaröfl heimsins verði bandarísku stríðsæsingamönnunum yfirsterkari. Og á friðartímum getur íslenzka þjóðin samliuga látið rödd sína sína heyrast á alþjóðavettvangi og háð árangursríkt sjálfstæð- isbaráttuna gegn hinni bandarísku ágengi. Bandaríska hernámið, sem landráðaflokkamir ætla sér að leiða yfir þjóðina, ver.ður Islendingum þungur tími. En barátt- þrek íslenzkrar alþýðu tekst ekki að lama. Um allan heim vex friðar- og frelsisöflum heimsins afl og Vtígguvísa bók Merk Það hefur ekki verið vejan að birta bókmenntagagnrýni í þessum dálkum. Þó verður í dag gerð á þessu undantekning, enda tilefnið nokkuð sérstakt. Og Bæjarpósturinn vill taka það fram, að hann er algjörlega sammála manni þeim sem í eft- irfarandi bréfi fjallar um nýj- ustu bók Elíasar Mar: — „Kæri Bæjarpóstur. — Ég vona að enginn móðgist, þótt ég segi, að hin nýja skáldsaga Elíasar Mar, Vögguvísa, sé einn af fá- um ljósum punktum í starfi hinna yngstu höfunda íslenzkra. Mér virðist að bók eins og þessi eigi það skilið að vera keypt og lesin vel af öllum bókmennta- unnendum. □ Alvarleg viðvörun. „Sagan um hann Bambínó kemur til okkar — í öllum sín- um einfaldleik — sem hin þyngsta og alvarlegasta við- vörun um það, hversu hroðaleg- ar uppeldisaðstæður unga kyn- slóðin á við að búa í þessari fyrirmyndarborg „frjálsrar sam keppni“, „einstaklingsfram- taks“ og „lýðréttinda," höfuð- borg íslands, Reykjavík. Það er ekki verið að æpa eða berja I borðið, en svo öflug er þó ádeila sögunnar, að allir hljóta að vakna við og fara að hugsa, jafnvel sljóustu afturhaldspok- ar. — Ég vil sem sagt þakka Elíasi fyrir þessa ágætu bók, og óska honum enn glæsilegri bókmenntasigra í framtíðinni. — Lit.“ □ Þegar mesti lýsisiram- leiðandinn verður lýsislaus Ég tek undir það sem Hannes á horninu segir í gær um lýsi. Það er skrambi hart að ekki skuli alltaf vera hægt að fá nóg af lýsi í þessu landi. Stund- um koma jafnvel tilkynningar um að þa'ð fáist ekki nema gegn lyfseðli, sérstaklega uppáskrif- uðum-af lækni. Á meðan fram- leiða Islendingar 12—15 þús- und tonn af þorskalýsi ár- lega. — Er 'ekki eitthvað bogið við .það ástand, sem læt- ur bakarabarn vanta brauð ? Er ekki fyllsta ástæða til opin- berra afskipta, þegar sú þjóð, sem að tiltölu við stærð mun vera mestur lýsisframleiðandi allra þjóða heims, verður að fara krókaleiðir á fund læknis og lyfsala, ef hún á að geta út- vegað það lýsi, sem hún vill gefa börnum sínum? □ skini sólar eru mikil takmörk sett, sé það börnunum bókstaf- lega heilsusamleg nauðsyn að rieyta lýsis reglulega. Má þá ekki skoða það skyldu stjórnar- valdanna að sjá íslenzkum börn um fyrir nægu lýsi? Og ætti það ekki að vera hægur vandi fyrir áhugasöm stjórnarvöld að tryggja frjálst og eðlilegt fram- boð þess í. venjulegum sölubúð- um landsins? — Nú er mér að vísu kunnugt um að verzlanir ýmsar hafa lýsi öðru hverju. I verzlun KRON á Skólavörðustíg kemur það t. d. venjulega á fimmtudögum og endist fram að helgi. En þetta er ekki nóg. Við eigum áð geta fengið lýsi hvenær sem er, í hvaða búð sem er 1— og án nokkurra milliliða. □ Kuldi í Vííilsstaða- rútunni Valgeir Backman skrifar: — „Kæri Bæjarpóstur. Ég átti um daginn viðtal við mann, sem liggur á hæli hér utan við bæ- inn og nefnt er Vífilsstaðir. Hann var í heimsókn hér í bænum. Það kom nokkuð flatt upp á mig livernig maðurinn byrjaði samtalið, en hann byrj- aði á því að segja mér hvað það væri slæmt að engin upp- liitun skyldi vera í rútunni, sem flytur sjúklingana til og frá hælinu, og einnig hvað það væri slæmt að þessi sama rúta, og sem hann liélt og ég einnig, að einungis væri ætluð sjúkl- ingunum, þyrfti að stoppa svo oft á leiðinni til að taka fólk upp í. Ég hélt satt að segja, að slíkt og þvílíkt kæruleysi sem þarna virðist vera, þyrfti ekki að koma til greina, að minnsta kosti sízt þar sem Víf- ilsstaðahæli á i hlut. — Val- geir Backman." * ★ * Eimsklp Bi'úarfoss fór frá Reykjavík í g-ærkvöld 24.1. kl. 22.00 til Grims- by. Dettifoss er í Gdynia, fer vænt anlega 25.1. til Kaupmannahafnar, Leith og Rvíkur. Fjallfoss er i R- vik. Goðafoss fór frá Reykjavík 17.1. til N.Y. Lagarfoss. fór frá Keflavík í gær 24.1. til Vestm,- eyja. Selfoss.er á Siglufirði. Trölla foss kom til St. Johns 23.1. fer þaðan til N.Y. Audumia hefur væntanlega farið frá Immingham 22.1. til Reykjavíkur. Skipadelld S.I.S.: Arnarfell fór frá Rvik 18. þ.m. áleiðis til ítalíu. Hvassáfell lest- ar saltfisk í Faxaflóa. Fæst að vísu stundum Háskólafyrirlestur. Þórhallur Þorgilsson bókav. flyt- ur 4. erindi sitt um klassísk og _ , . , , , ,,,, suðræn áhrif á ísl. bókmenntir,, Læknar segja okkur, að fatt föstudaginn 26. þ m. kl. 615 e h. j jafn liollt fyrir börn einsog j j kennsiustofu háskóians. öllum Isi, Og í löndum, þar sem er heimill aðgangur. ásmegin, fyrr eða síðar skipar íslenzk alþýða sér í þá sveit og gerir upp við kúgara sína, innlenda og erlenda. Það munu hinir erlendu ágengismenn finna að í brjóstum sannra íslendinga lif- ir enn kjörorðið: Eigi víkja, þegar gengið er á íslenzk lands- réttindi. Til fulltrúa og tákns þeirrar ágengni, Eisenliowers, ber íslenzk alþýða sama hugarþel og fyrri alda íslendingar til sendimanna hins erlenda kúgunarvalds. Fermingarbörn Fríkirkjunnar, gem fermast eiga á þessu ári, eru beðin að koma til viðtals-í kirkj-' una í dag, fimmtudaginn 25. jan. kl. G e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson. Fastir liðir eins og venjul. KI. 18.30 Dönskukennsla; I fl. 19.00 Ensku- kennsla; II. fl. 20.30 Tónleikar (plötur); Konsert í leikhússtíl eft- ir Couperin. 20.45 Lestur fornrita: Saga Haralds harðráða' (Einar Ói. Sveinsson prófessor). 21.10 Tón- leikar (plötur), 21.15 Aidarafmæli norska skáldsins Arne Garborg: a) Erindi (Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri). b) Fáein orð um Ijóða flokkinn ,,Haugtussa“ (Halvard Mageröy lektor), c) Upplestur og tónleikar:,Lög úr „Haugtussa" eft- ir Garborg-Grieg (Kirsten Flag- stad syngur; við hljóðfærið Ed- win McArthur. — Finnborg Örn- ólfsdóttir les kvæðin í ísi. þýð- ingu). 22.10 Passíusálmur nr. 4. 22.20 Sinfónískir tónleikar: Norð- urlandatónlist (plötur): a) Fiðlu- konsert op 33 eftir Carl Nielsen (Emil Telmanyi og konungl, hljóm sveitin í Kaupmannahöfn leika; Egisto Tango stjórnar). b) Sin- fónía nr. 6 op. 31 eftir Kurt Atter- berg (Philharmoniska hljómsveit- in í Berlín; höf. stjórnar). Sl. laugardag V'óru gefin sam- an í hjónaband ■ Nína Þórðar- , dóttir, tannsmið ur, Leifsg. 15 og Trausti Einarsson, prófessor. Heimili þeirra er að Sundlauga- vegi 22. Sr. Þorsteinn Bjöl'nsson hefur beðið blaðið að geta þess, að símanúmer frikirkjuprestsins er 5239. Saumanámskeið Mæðraféiagsins hefst 1. febrúar n.k. Enn mun vera hægt að bæta við nokkrum nýjum þátttakendum. NáttúndækningaíV'lag Islands heldur fund i Guðspekifétagshús- inu, Ingólfsstræti 22, fimmtudag- inn 25. janúar. Jónas Kristjáng- son, iæknir, segir frá manneldis- tilraunum danska læknisins og vísindamannsins Mikkel Hindhede. — Nýjum félögum veitt móttaka. Rafniagnsskömnitunin. Straumlaust verður í dag kl. 11—12 í nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan tii sjávar við Nauthóls- vík í Fossvogi, og Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Hjónunum Jó- / hönnu Guðjónsdótt ur og Sigurbergi Bénediktss. Efsta- sundi 5 fæddist 17 marka dóttir 30. desember s. 1. Freyiv 1.—2. tbl, þ.á. er komið új. Efni: Baldur Bald- vinsson: Áramót (kvæði), Landbún- aðurinn 1949 (úr skýrslu Landsbanka Islands), H. J. Hólmjárn: Mót Landssambands hestamannafélaga á Þingyöllum 7.- 9. júlí 1950, Rætt við Stefán á Svalbarði, Jónas Baldursson: Hrakningur og vothey, Sigurjón Kristjánsson: Rekstur diesel-raf- stöðvar, Páll A. Pálsson: Óþrif á nautgripum, Til lesenda, Gaddur i sauðfé, Annáll o.fl. — Heilsu- vernd, 4. hefti, 1950, er komið út. Efni: Mikkel Hindhede, Dr. Kir- stine Nolfi: Hráfæðið og heilsan, S.W. Doods, læknir: Burt með lyfin, Sykursýkissjúklingur segir frá. Mataræðissýning N. L. F. R., 2. landsþing NLFl o. fl. Ungbarnavernd Líknar, Templara- sundi 3 er ópin þriðjudaga kl. 3.15 til 4 e. h. og fimmtudaga kl. 1.30 ■til 2.30 e. h. Einungis tekið á móti börnurn er fengið hafa kíghósta eða hlotið ónæmisaðgerð gegn hon- um. Ekki tekið á móti kvefuðum börnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.