Þjóðviljinn - 25.01.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.01.1951, Blaðsíða 6
6 'S < ? « T í v .í-’ & <«5 ÞJÖÐinLllNN Fimmíudagur 25. j',nuar Í951. ?er er Framhald af 3'. síðu cllum i'essum milljónurn til að brjctast undan Cki afturliáld 3 og fasismá o.g1 stofna sín al- þýðuríki, þar sem verið er nú í ó£a önn að útrýma orsök styrj- alda: arðráni og sfétta'-kipt- ingu. Það er þessi nýja sigur- fcr sameignarskipu’agsins sem auðvaldið kallar „árásarstefnu ímssa á hinn frjálsa vestræna heim“. Enginn vestrænn stjórnmála- maður er samt sem áður það flón að trúa í alvöru á raun- verulega árásarstyrjöld af hálfu Sovétríkjanna né annarra a!- þýðuríkja hins austræna heims. þeir vita mætavel pð bau hafa um allt annað aí hr.gsa og slíkt enda ósamrýmanlegt þeirri lííssteínu sem þau hafa valið eór. Sovétríkin ein misstu 15 milljónir manna i siðustu styrj- öld — fimmtíu sinnum fleiri en Bandaríkin — og 25 milljónir komust á vcnarvöl, auk hinnar hrikalegu gerevðingar lands ctm stóð i miðjum blóma dýr- mætrar nýsköpunar. Ráðstjórn- in væri varla studd þeirri „geysiiegu hrifningu almenn- ing~.“ seni ameríski sendiboðinn dáðist mest að, ef hún s'tefnd: markvíst að því að steypa fólki sínu út í ennþá ægilegri hörm- ungar. Enda er það og mála eannast að hinn ungi heimur eósíalismans biður um frið ekkert nema. frið til þess að græða sár fortiðarinnar cg skapa nýtt menningarlíf — þa? cr hans hljóða svar við öllum stríðsópum auðvaldsheimsins. Þetta er lika alltaf viður- kennt í öðru orðinu. Það er ekki ýkja langt síðan hr. Churchill löðrungaði sjálfan sig einu sinni enn með þvi að játa í brezka þinginu að rússneskrar árá~ar á Evrópu væri ekki aðyænta í náinni framtíð. Eigi að síður mun hann halda áfram pð ber'v atómbumbuna og æra fólk af hræðslu við þessa voðalegu árás etm aldrei verður gerð. Af hverju fær roaðurinn ekki frið- Riverðlaun ? Hitt er svo ekkert leyndar- mál að alþýðurikin eru stað- ráðin í að verja fram í rauðan dauðann þann heilaga lífsrétt jcem þær hafa nú loksins aflað séi'. Jafnvíst er og það að þær hvorki vilja né geta kom’ð í veg fyrir að stéttir og þjóðir auEvaldsheimsiiis fari að dæmi þeirra og bylti af sér oki arð- ráns og kúgunar. Og Ioks er það deginum Ijósara að fái aameignarstefnan að þróast í friði, þá er arðránsstefnan þar með dauðadæmd. Það má því vel segja að kalda stríðið sé $í varilarstríð í vissum skilhingi — það er vafriarkt'ríð auðválds- skipulagsihs gegn þróuninni. Takmark þess er að sameina allar forréttindastéttir og ný- lenduveldi heims í eina alls- herjar samsærisblökk gegn hverri framvísandi lífshræringu alþýðustéttanna og nýlendu- bjóðanna á þessari jörð. Það er af þessari ástæðu sem komm- únisminn er úthrópaður sem glæpur glæpa, Sovétríkin sem kvalarstáður fordæmdra. Það ar af þessari ástæðu sem hver virk frelsishreyfing er stimpluð ■em „árásars'tyrjcld", hver ó- svikinn verklýðsflo'-kur sem „f-immta herdeild", hver einlæg- ur alþýðusinni sem „landráða- -naður“. Hinn eini friður sem forsprakkar þessa samsæris taka í mál er friður arðræn- ingjanna til að svelta mann- kynið og siga þvi siðan út i styrjöld þegar kreppurnar dynja yfir. Hiuir óseðjandi amerísku auðhringar hafa nú tekið við forustu hins vestræna heims. Þeir hafa rakað saman hundruð þúsunda milljóna gróða á tveim heimsstyrjöldum — og hví skyldu þeir ekki vilja græða ueira? Jú, guð almáttugur, víst vilja þeir græða meira, enda hægt orðið um vik eftir að þeim tókst að gera meginhluta Sameinuðu þjóðanna, þar á -neðal sjálft Öryggisráð, að auðsveipum tækjmn sínum í hinu nýja stríðsgrððaspili. Þessi sex ára gamla stofnun, reist á rústum sex ára styrjaldar til hess að tryggja heimsfriðinn og ’eysa mannkynið frá skorti og ótta með því að koma í veg fyrir endurfæðingu fasismans, hún er nú orðin opinber arftaki Hitlers í baráttunni gegn komm- únismanum, baráttunni gegn Sovétríkjunum —. þeim sam- herjanum sem vonir sið- menningarinnar voru bundnar við að dómi MacArthurs 1942. Herstöðvakerfi Bandaríkj- i.nna, Atlanzhafsbandalagið, 'larsjallhjálpin, Evrópuráðið, Schumanáætlunin, endurher- væðing Vesturþýzkalands, náð- un nazistaforingja og stríðs- glæpamenn, daðrið við spönsku fasistastjórnina, fjáraustur og vopna í böðla eins og Tsaldaris, Sjangkaisék og Syngman Rhee, yfir höfuð grimmdaræði kapítal- fsmans gegn frelsisbaráttu al- þýðunnar í Grikklandi, Kína, Indónesíu, . Malakkaskaga, Burma, Indókína, Kóréu — allt eru þetta. talandi tákn um eðli þess yarnarstríðs sem „vestræn menning“ nú heyr. Framhald af 7. síðu. Undir Eftir A.J. Cronin 72. D A G U B bæri það aldrei með sér, þá var hann núna á heljarþröminni. I sannleika sagt var hann at- vinnulaus. Hann var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að fara aftur til Milljngtons; eigin- lega hafði Stanley Millington lofað að veita hon- um aðstoð sina, þorparinn sá arna. Já, hann ætlaði að fara til Millingtons. En ekki strax, ekki alveg strax. Það var dálítið annað, sem Jói hafði áhyggjur af. Jói hafði áhyggjur af sjálfum sér, líkamlegar áhyggjur. Hamingjan góða, skelfingar fífl gat maður verið; en ef til vill var þetta ekki neitt, ef til vill var þetta á- stæðulaus ótti. Afleiðingarnar af þessari líkamlegu óvissu voru þær, að hann var hógværari í framkomu, hann var eins og maíur sem snýr loks heim til að hitta aldraðan föður sinn og vill sem minnst tala um hina augljósu velgengni sína i lifinu. Og hann var svo hrifinn af að hitta Davíð, svo hrærður yfir því að hitta gamla vininn sinn aft- ur. I framkomu sinni við Jenný var Jói auðmjúk- ur, afsakandi og kurteis. Hann hrósaði postulín- inu hennar, kniplingunum, kjólnum hennar, matnum. Hann hafði góða matarlyst, endaþótt hann væri augsýnilega vanur íburðarmeiri mat en köldu kjöti og baunum. Og hann var stór- hrifinn af þvi hvað þau höfðu komið ár sinni vel fyrir borð. „Að hugsa sér“, endurtók hann í sífellu. „Það má nú segja að þetta er betra en i Scottswood Road“. Það var ekkert lengur út á siði hans að setja. Hann notaði ekkj lengur hnifinn til að KVIKfnYnDIR Trípólíbíó: ALASKA. Þess er almennt ekki getið í bók- menntasögum að Jack London hafi skrifað skáldsögu er nefnist Alaska. Það sýnist líka lítil ástæða til þess ef hún er ekki viðameiri né merki- legri en kvikmyndin sem hvað vera gerð óg heitin eftir henni, og sýnd er í Trípólí- bíó þessa dagana. Myndin gerist rétt fyrir aldamótin og fer nær öll fram áHafnarbíó: málum við annan. mann, en ber hærri hlut að lokum. Það er gífurlegur hasar en svo er söguhetjan mikil kempa að ekki dettur henni í hug að blása úr nös eftir við ureignina, heldur lem- ur næsta mann, vopn- aðan, í gólfið eins og ekkert sé. Siðan fær maðurinn stúlkuna. Það eru falleg fjöll í Alaska. Og það er mannlýsing í pinum Shakespeare-þyljara, drukknum. B. B. skemmtistað einum sem ekki mun hafa nein alösk sérkenni. Maður nokkur kemur þar aðvífandi. Söng- kona gengur fram á sviðið, og það verður ást við fyrstu sýn — af mannsins hálfu. En það eru ýmsar hindranir i veginum, m.a. er hetjan sett í handjárn fyrir manndráp, lendir einn ig í ofsalegum slags- Blanche Fury. Mynd þessi er verð þess að maður leggi leið sína í Hafnarbíó. Leikur er yfirleitt á- gætur og ber þar af Valerie Hobson. Þráð- ur myndarinnar er það spennandi að það þarf enginn að láta sér leiðast og auðsætt er að til hennar^hef- ur verið vandað á ailan hátt. BEIS. DAVlB spæna upp í sig baunirnar. Hann var glæsilegri en nokkru sinni fyrr og framkoma hans var mjög riddaraleg. Þetta var balsam á sár Jennýar; hefðar- svipurinn hvarf brátt af henni, hún varð ræðin, kát og glettin á sinn virðulega hátt. Að vísu talaði Jói ekki mikið við Jenný. Nei, ónei. Það var augljóst að Jói hafði ekki mik- inn tíma afgangs handa kvenfólki núna — hann var aðeins kurteis og vingjarnlegur við Jenný. Jói sinnti Davíð einum, fullur af forvitni, áhuga, aðdáún. Þáð var dásamlegt, að Davíð skyldi ætla að ganga undir B.A. prófið eftir hálfan mánuð, þessar' helgar hjá Carmichael voru áreiðanlega gulls ígildi. Það kom sér vel að vera hugmynda- ríkur. Jói og Davíð töluðu lengi saman eftir kvöidverðinn, og Jenný leit inn til þeirra við og við til að fylgjast með hvernig færi á með þeim. „Þáð var gaman að hitta þig aftur“, sagði Davíð þegar Jói reis loks á fætur til að fara. „Það sama. segi ég, gamli vinur“, sagði Jói. „Það er alveg dásamlegt. Ég býst við að ég verði héma eina eða tvær vikur; við verðum að hittast aftur. Labbaðu með mér niður götuna. Já, gerðu það, það er ekkert framorðið“. Jói þagnaði, fitlaði við úrfestina og það var kyn- legur glampi í augum hans. „Ég var næstum bú- inn að gleyma því, Dabbi, ég rúði mig alveg jnnað skyrtunni í dag fyrir pabba gamla, gaf honum dálitla fúlgu, allt sem ég hafði á mér, ég mátti til eftir allan þennan tíma. Ekki gætir þú víst lánað mér smáupphæð, eitt eða tvö pund — þang- að til ég heyri frá bankanum. Bara eitt, tvö pund“. „Eitt, tvö pund. ... Jói ?‘< Davið starði for- viða á Jóa. „Jæja þá, það er allt í lagi“. Brosið hvarf af vörum Jóa; hann var særður á svipinn; gremja og vonbrigði skinu út úr andliti hans. „Það gerir ekkert til.... ef þú vilt það síður. . . . það skipt- ir engu máli..... ég get hæglega fengið það , annars staðar“. f „Jæja, Jói.Sársaukasvipurinn á Jóa stakk Davíð í hjartastað, honum fannst. hann vera nízkur og andstyggilegur. Hann átti um það bil tíu pund upp í skáp í svefnherberginu, sem hann hafði sparað sér saman til prófsins á löngum tíma. Hann sagði skyndilega’: „Auðvit- að vii ég lána þér það, Jói. Bíddu andartak. ..." Hann þaut upp á loftið, tók fram tvö pund og fékk Jóa þau. 9 „Gott, Dabbi". Jói hafði fengið trúna á mann- ^fólkið. Hann ljómaði. „Ég vissi að þú mundir *gera gömlum vini greiða. Bara þangað til í viku- flokin, skilurðu". J Jói ýtti hattinum aftur á höfuðið þegar þeir ; gengu niður götuna. Kveðja hans hljómaði eins |j'og guðsblessun. Davfð beygði inn í Cowpen stræti. Hann hafði upphaflega ætlað sér að heimsækja föður sinn í kvöld, en klukkan var langt gengin tiu- Jói hafði setið lengur en hann hafði búizt við, og Marta átti það til að verða önug þegar hann kom seint á kvöldin, rétt eins og henni fyndist Ihann vera að lítilsvirða heimili hennar. Hann gekk eftir Freehold stræti og ætlaði sér að stytta sér leið gegnum Bertel stræti, en þá sá hann skyndilega hvar Hughie kom þjótandi á móti honum eftir dimmri götunni í stuttum leikfimis- buxum og hærskyrtu. „Hughie, Hughie", kallaði hann hátt til að stöðva hann á hlaupunum. Hughie nam staðar og gekk til hans. Enda þótt hann væri búinn að hlaupá þrjár mílur andaði hann létt og rólega; hann var í góðri æfingu. Þegar hann uppgötvaði að það var Davíð sem hafði kallað á hann, rak hann upp gój óg þaút upp um hálsinn á honum. „Dabbi, blessaður engillinn". Davíð losaði sig úr faðmlögum hans. „1 guðs bænum, Hughie". En í þetta skipti tók Hughie ekki sönsum. „Stundin er runnin upp, Dabbi. Loksins", hróp- aði hann fagnandi. „Vissir þú það? Ég fékk þréfið í dág þegar ég kom heim úr námunni. Þeir eru búnir að mæla með mér. Gamli grútar- háleistur, þeir mæltu með mér. Er það ekki alveg knasandi fínt“. „Mælt með þér til hvers. Hughie?" spurði Davíð alveg ringlaður, Hann hafði aldrei séð Hughie svoirá himinlifandi; hefði hann ekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.