Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 5
■Sunnydagur.11. febríar. 1951. Þ J Ö Ð Vt I'IíÍ I N N Hákon. Stengtadvold skrif- aði um íslenzku sýninguna í Aftenposten í Oslo föstudag- inn 2. febrúar, og byrjar grein sína þannig: „Fyrst í stað er maður undr- andi yfir því að það skuli yrfirleitt vera til list á Islandi. Óg það getur vel verið að þessi glæsiiega staðreynd geri ;nann dálítið umburðarlyndari gagnvart veikleikum islenzku .sýningarinnar ,en maður mundi t. d. vera gagnvarf franskri. iÞví í íslenzku listinni finnum •við sterkan og frjálsán lífs- þrótt, sem er túlkaður í safa- rniklum litum og breiðum pens- jldráttum málverkanna, og ekki sízt í hinu undraverða liug- myndaríki myndhöggvaránna“. . Síðan rekur Stenstadvoid í -fáum orðum íforystuhlut.verk -þeirra Þórarins Þorlákssonar, Asgríms og Jóns Stefánsson- ;ar í íslenzkri list, og segir svo: ',,Á sýningu þessari kynnumst við Jóni Stefánssyni bæði sem íslendingi og evrópumanni. Nektarmynd eins og „Rúmönsk .stúlka“, með hinni ákveðnu -teikningu sinni og djúpa purp- uirabakgrunni, gæti staðið sig ,á hvaða evrópskri sýningu sem -væri. Þegar hann málar ís- lenzkt landslag, byggir hann það upp af skærum keilulaga fjöllum handan við láréttar hraunbreiður. Litirnir eru djúp- bláir með hvítu og gulu, pens- ilfarið breitt og rólegt. Sagt er að Ásgrímur hafi 'haft meiri eða minni áhrif á 'alla íslenzka málara á einhverju þróunarskeiði þeirra. Hann kýs einnig að lýsa því stórbrotna í landslaginu, — notar heita for- .grunnsliti og kaldbláan bak- _grunn. „Hjaltastaðabláin“ er svo stórfengleg fjallamynd, áð maður veit ekki hvort það er -frekar landslagið eða hin kraft- .miklu pensilför og lcalda fylling .litanna, sem lieillar mann. ■ Svo er það ef til vill í ;meira eða minna meðvitaðri andstöðu gegn þessu, sem Jó- hannes Kjalval leitast við áð . byggja upp landslagsmyndir sínar af þúsund nærtækum smáatriðum, ef nota má það . orð um svo stórbrotinn lita- , leik. Kjarval dregur fram liti -mosaþembu, grásteins og mold- •ar, og síðan fléttar liann það " án afláts hvað við annað, þar ; til allur flöturinn verður ein samfelld litaurð. Það verður í hæsta máta frumlegt og mikil- . úðlegt málverk, sannfærandi sem persónuleg stemmningstúlk un, en ófullnægjandi sem mvnd- bygging. Því þetta heldur á- fram og endar hvergi, litirnir ■ eru endurteknir aftur og aftur í sömu mynd. Samt sem áður ’ veldur list Kjarvals einum þýð- ingarmestu áhrifum þessarar sýningar. En í mínum augum er Gunn- . laugur Scheving sá ísienzkra . listamanna, sem komizt hefur lengst í því að yfirfæra kend- ir sínar gagnvart náttúrunni í fullkominn búning málverks. Hann notar þá grófu tækni, sem virðist lielzt vera einskon- . ar borgaraleg skylda íslenzkra . málara. Það er hin djúpa nátt- . úruskynjun Schevings og við- ‘ horf -lians gagnvart mótífi sínu, sem kemur okkur til að trúa Ein hinna áhrifamiklu mynda Gunnlaugs Sclievings frá lífi sjómanna á sannleiksgildið í frásögn hans. Með söltum, hafbláum litum, ísgrænum og löðurhvítum, nær hann raunverulegu litræmi, — hleður upp öldum, með bátum og sjómönnum við hrikaverk, lifandi byggingar, sem gera málverk hans að sjálfstæðri, myndrænni heild, og er um leið sannfærandi atburðarlýsing. I hinum litlu og vingjarnlegu landslagsmyndum, svo sem „Hús við sjó“, sem listasafnið hefur keypt, .gefur hann sér, einn allra íslendinganna, tíma til að vinna hvern myndhluta til hlítar, hvern lit og hvern flöt, þar til þeir verða meira en aðeins fullnægjandi liðir í myndrænni frásögn, heldur verða þeir ríkir og gjöfulir. Svo halda hinir yngri lista- menn áfram. Undir áhrifum evrópskrar málaralistar, seni auðsjáanlega er komin um Kaupmannahöfn, hafa þeir náð tökum á túlkunarmöguleikum hreinnar abstraktlistar. Þor- valdur Skúlason á hér eina mynd, sem er fulikomlega ó- hlutræn, og gæti verið máluð af hverjum, sem væri, — þ. e. a. s. góðum listamanni, ;— en svo fer hann að sveigja liinn óhlutræna túlkunarmáta sinn undir álirif frá myndauögi um- hverfisins, fer að nota fiskinet, hús, máva og annað slíkt í myndir sinar, og tengir mynd- bygginguna með hinni sterku iáréttu Jínu hafsins, sem er víct bakgrunnur alls, sem fyrir augað ber á íslandi. „Sjávar- þorp“ er slík mynd, áhrifa- mikil og.einföld. Hrein furðuverk eru grímur Kristjáns Davíðssonar, — og er hin undarlega .mynd „Tvö andlit“ mest unnin af þeim“. Eftir að hafa farið lofsam- legum orðum um altaristöflu Guðm. Thorsteinssonar, heldur hann áfram: „Hér sjóum við einnig hinar mjúku landsiagsmyndir Júlíönu Sveinsdóttur, sem eru undir dönskum áhrifum, og bera vott um menntaðan og fágaðan mál- ara, — sterkar lýsingar Karen- ar Agnötu og hina frjálslegu og skemmtilegu andiitsmynd eftir Nínu Tryggvadóttur. Landlagsmyndir Jóns Þorleifs sonar og Sigurðar Sigurösson- ar eru mildar og ljóðrænar, málaðar í anda, sem minnir nokkuð á Lillehammer málara okkar. Hinar litríku myndir Jóns Engilberts eru léttar og glaðlegar, og Snorri Arinbjarn- ar gefur landslagsmyndum sín- um, sem málaðar eru með breiðu pensilfari, ákveðna mýkt með því að láta litina jaðra léttilega hvern yfir í annan. Kristín Jónsdóttir leitar eft- ir dramatískri túlkun, og kemst, eftir mínu áiiti, lengst i hinni dimmbláu mynd „Vetur“. „Morgenposten.-1 í Oslo (Moss J.) skrifar 31. jan. á þessa leið:. „1 stórum dráttum er ís- lenzka sýningin lík þvi, sem við bjuggumst við. Margir hinna yngri manna, svo sem Scheving, Engilberts og Finnur Jónsson hafa, eins og þeir eld.ri, á- kveðin þjóðareinkenni, sem eru túknræn fyrir Sögueyjuna. Sal- ‘ urinn, sem myndir þeirra eru í, með Ásgrim í broddi fylking- ar, vekur óblandna hrífningu manns með hinum máttuga þunga og djúpu alvöru mynd- anna. Hér mætir auganu svo mikið af því, sem við höfum lesið um ísland bæði í sögun- um gömlu og nýrri bókmennt- um, •— liið hrjóstruga lands- lag með jöklum og hrauni, hafi og sorfnum. klettum og lcyrr- um fjallavötnum. Þótt listrænt gildi sé reyndar upp og ofan, eru áhrif heildarinnar samt mjög sterk. Ásgrímur Jónsson málar með gífurlegum krafti, bæði í tækni og litgjöf. Hann er ekki alltaf nógu vandlátur, ----- mynd eins og „Morgunn á Þingvöllum“ er frekar athyglisverð en góð. En það er yfir henni undarlegr ur blær, sem er sannur og sprottiun af djúpri tilfinningu. Það sama má segja um mynd- irnar „Djákninn á Myrká“ og „Birkirunni í Húsafellsskógi." Hin fyrri virðist mér ekki vera nægilega unnin. . Svo er hér hinn gamli kunn- ingi okkar, Jón Stefánsson. Það er óblandin ánægja að sjá gömlu myndirnar hans frá Par- isarárunum, — „Ung stúlka ,á ísl. búningi" er ef til vill feg- ursta mynd sýningarinnar. Einnig eru myndirnar „Ávextirl í skál“ og „Stúlkan í Ijósrauðri biússu“ mjög fínar. Nýrri mynd •ir hans eru hvergi nærri eins góðar. Útigangshestarnir og lómarnir tveir búa yfir mikilli stemmningu, en síðustu myndir hans, sem eru málaðar í skörp- um gulum, grænum og rauð- um litum, hefði ekki átt að taka með“. (Hér á Moss J. við myndirnar „Hestar í ,sól og skugga“ og Hrafnabjörg“, sem voru nr. 96 og 97 á sýningunni hér). „Jón Engilberts er mjög at- hyglisverður listamaður. Mynd hans, „Vetrardagur í Kópa- vogi“ er ein þeirra, sem ég álít beztar á sýningunni. - „1 sveit“ er einnig góð. Hin und- arlega mynd „Kvöld í sjávar- þorpi“, sem er í öllum regnbog- ans litum, er ófær í þessum þykka, gyllta ramma. Hinar dekoratívu myndir Kjarvals eru mjög fínar, —- landslagsmyndirnar aftur á móti of þvingaðar. Myndir. Schevings lýsa sterk- um persónuleika og eru mjög sannfærandi. Stóra myndin ,,Á miðinu" er ef til vill ekki öll jafngóð, en samt er það heill- andi verk, persónulegt í túlk- un, heilt í byggingu og lifandi í frásögn. Það er Islánd eins og við þékkjum það, þótt það gæti reyndar alit eins vel verið frá Noregi. Listasafnið hefur tryggt sér eina af hinum á- gætu myndum hans, kuldalegt og veðurbarið sjávarþorp. Finnur Jónsson mótar bein- línis með litunum, —- myndir hans eru langt frá því fallegar og geta tæplega kallazt mál- vei'k, en samt eru hin sönnu verk hans áhrifarík. Litameðferð Júlíönu Sveins- dóttur sýnir mikla hæfni og er jafnvel góð, þar sem hún tak- markar sig aðeins við grátt og svart, eins og í-myndinni. „Vest mannaeyjar”. Nína Tryggvadóttir er einnig ein þeirra, sem maður stanzar gjarnan við. „Andlitsmynd“ hénnar er mjög snjöll mynd. Ennfremur vil ég í þetta sinn nefna Kristínu Jónsdóttur og Svein Þórarinsson, en mun í næstu grein minnast á fleiri málara. og á höggmyndalist sýningarinnar. “ Ole Mæhle skrifar heilsíðu- grein um sýninguna i Dagblad- et í Oslo þann 3. febrúar. Eftir almennan inngang um þróun islenzkrar listar og hin miklu áhi'if stórbrotins landslags á flesta málara okkar, tekur haiin til við einstaka menn og segir: „Með frumstæðum krafti leit- ast Ásgrímur Jónsson við að túlka áhrif landslagsins. Tær- ustiv íramsetningunni nær hann í myndinni „Hjaltastaðabláin“, ,þar sem svalir littónar búa yfir beizluðum gtyrk. . Jón Stefánsson er einn 'frum- • herjanna, og eru lilyndir hans meðal hornsteiná sýningarinn- ar. Myndrænt mál hans er fág- að og tamið, og lionum tekst að túlka náttúruskynjanir sínar í heilsteyptum málverkum, sem bæði eru magnþrungin og fög- ur. Hin fína mynd „Sumarnótt“,- þar sem tveir dökkir fuglar eru í forgrunni á móti skærbláum fjöllum í kaldri birtu aftureld- ingar, segir okkur mikið um Island. Sjálfsmyndin og „Stúlka á ísl. búningi11 sýna á hve per- sónulegan hátt hann hefur til- einkað sér lögmál Cézannes, að móta formin með litum. Með samanburði á hestamyndunum tveim frá 1929 og 1950, má finna hæfni hans til sífelldrar endurnýjunar. Þar sem hin eldri byggir á þeirri stemmningu, sem grágulir litir geta vakið, ■reynir hann í nýju myndinni að túlka skynjun sína í hreinum og sterkum litum. Jóhannes Kjarval, sem er fjórum árum yngri, dregur að sér mikla athygli og segir okk- ur einnig mikið um landið. Mynd ir lians eru traustlega málaðar, eru næstum eins og hlaðinn múrveggur af þykkum lit, og þó missir liann aldrei takið á mynd byggingunni. I ráðandi lit, eins og t. d. þeim járnrauða í „Haustlitir“ eða þeim svalgraina í „Mosi og hraun“, er samt mikið litaspil, efniskennd og kynngi, sem kemur okkur til að skynja sjálft eðli þeirrar jarðar sem hann lýsir, e!d og ís. Þá virðist mér Jón Þorleifs- son ójafnari, heldur grófur og laus í litum, en í myndinni „Þingvallavatn" er margt fall- egt, sem veitir manni ánægju. Dönsk málaramenning ein- kennir hinar fcgru myndir Júlí- önu Sveinsdóttur. Þær skera sig úr, hvnð snertir fína efnis- kennd, tigna og jafnvæga ró. „Frá Vestmannaeyjum", sem er í einföldum litum, er sérlega svipmikið Jistaverk. Mynd Kristínar Jónsdóttur „Vetur“ er hrein mynd og djúp í tjáningu. Sama er að segja um „Mannlaus hestur“. Það virðist gem. listakonan leiti þess myrka og dularfulla í náttúr- unni, en efnin hrökkva ekki alltaf til. Einstaka mynd verð- ur nokkuð þung og óskýr.“ Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.