Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILÍINN Sunnudagur 11. febrúar' 1951. Neyðin á Bíldudal Framhald af 8. síðu Samanlögð vinnulaun yfir mánuðinn ............. kr. 4246.00 Meðallaun yfir mánuðinn ........................ kr. 303.00 Til framfærslu hvers einstaklings (62) ......... kr. 68.00 10 einhleypir karlaf: Samanlögð vinnul. yfir mán. kr. 740.00 Meðallaun yfir mánuðinn ......................... kr. 74.00 6 konur 'með 1 barn á framfæri: Samanlögð vinnulaun yfir mánuðinn .............. kr. 263.00 Meðallaun yfir mánuðinn.......................... kr. 44.00 Til framfærslu hvers einstaklings (7) ........... kr. 38.00 Þetta skal tekið fram í sam- bandi við niðurstöður þessar: Er skráningin fór fram höfðu um 20 menn ráðið sig til sjó- róðra á 2 bátum, er hófu róðra hécan frá Bíldudal í janúar. Fiestir þeirra voru atvinnulaus- ir i nóv. og des. og hafa haft mjög rýrar tekjur í janúar. — Þessir menn komu ekki til skráningar. Allmargir, sem atvinnulausir voru í nóv. og des. fóru suður á land um áramótin í atvinnu- leit. Enginn þeirra tók því þátt í skráningu þessari fyrir nóv. og des., og því síður fyrir j'anúar. — Um það bil er skrán- ingin fór fram var að hefjast vinna við bryggjugerð hér og munu þar vinna um 10 menn, þar af 6—7 er atvinnulausir hafa verið að undanförnu. Þess- ir menn komu ekki til skráning- ar, hvorki fyrir janúar, þó þeir væru enn atvinnulausir þann mánuð, né heldur fyrir nóv. eða desember. Loks. létu enn margir hjá líða að taka þátt í skráning- unni, þótt eins væri ásfatt um MWUWVWMWVVIMVWVMMVWWVWUWWUVVVVIAV tekjur þeirra og hjá þeim, sem skráðir voru. Um aðra vinnu er ekki að ræða hér sem stendur en við bryggjugerðina, bátana tvo, og þann afla sem þeir bera að landi, sem til þessa hefur ver- ið mjög lítill. Jafnframt skráningu þess- ari safnaði félagið skýrslum um atvinnutekjur verkafólks á s. 1. ári. Bárust skýrslur frá 23. •— 11 fjölskyldumenn með 41 á framfæri höfðu samanlagt kr. 95462.00. Meðalárstekjur kr. 8678.00 eða ca. kr. 1836.00 á hvern einstakling. 7 einhleypir karlar höfðu samanlagt kr. 46246.00. Meðalárstekjur kr. 6607.00. 5 konur með 1 á fram- færi höfðu samanlagt 27009.00. Meðalárstekjur kl. 5402.00 eða ca. 4501.00 á einstakling. Afkoma verkafólks og sjó- manna á Bílduda' bcfur ótvl- rætt verið mun -r.rri s.I. ár, en um ára eða áratuga skeið að undanförnu, og eru horf- ur um atvinnu á þessu ári sízt betri. F. h. Verkalýðsfél. „Varnar“ Ingimar Jólíusson“. .Undlr eilífðarstjömum Eftir A.J. Cronin 1 87. D A G U B Áðvörun um viðurlög vegna vanskila á söluskatti Hér með er alvarlega skcrað á þá, sem enn eiga ógreiddan söluskatt fyrir árið 1950, að Ijúka greiðslu hans hið allra fyrsta. Söluskattur 4. ársfjórðungs 1950 féll í gjald- daga 15. janúar s. 1. hafi einliver eigi greitt skattinn innan mánaðar frá gjalddaga, þ. e. í síð- asta lagi 15. febrúar, skal hann greiöa 1% í drátt- arvexti fyrir hvern byrjaðan mánuö frá gjalddag- anum. Þá mun og atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa skilað skattinum, verða stöðvaður þar til full skil eru gerð, samkv. heimild í 4. málsgr. 24. gr. laganr. 100 frá 1948, sbr. lög nr. 112 frá 1950. Reykjavík, 10. febrúar 1951. Tollstjóraskrifstofan jjl Hafnarstræti 5. Lynton Roscoe: Andartak, herra minn. Hvar áttu þessar umræddu viðræður sér stað? Davíð: Við Wansbeck ána. Við vofum að veiða. Lynton Roscoe: (Með tortryggni í rómnum) Ætlið þér að reyna að telja okkur trú um, að faðir yðar, sem lifði í sífelldum ótta við að missa lífið hafi farið í veiðiferð til að skemmta sér? (Háðsleg þögn )Herra Fenwick, við skul- um tala í einlægni. Var faðir yðar menntaður maður ? Davíð: Hann var gáfaður maður. Lynton Roscoe: Svona, herra minn, verið ekki að snúa út úr spurningum mínum. Ég spurði hvort hann hefði verið menntaður? Davíð: Ekki í hinni þrengsty merkingu þess orðs. Lynton Roscoe: Mér skilst þá, þótt þér séuð ófús á að játa það, að hann hafi ekki verið menntaður. Hann háfði til dæmis enga vísinda- lega þekkingu á námufræðum ? Svarið mér játandi eða neitandi. Davíð. Nei. Lynton Roscoe: Hafið þér slíka þekkingu? Davíð: Nei. Lynton Roseoe: (hæðnislega): Þér gefið yð- ur að-kennslustörfum, eftir því sem mér skilst? Davíð (með hita): Hvað koma kennslustörf mín námuslysinu við? Lynton Roscoe: Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að spyrja yður um. Þér eruð yngsti kennarinn í xmgiingaskóla, og hafið ekki einu sinni B.A. práf. Þér hafið viðurkennt fáfræði yðar i námumáJum. Og samt sem áður. . . . Davíð: Eg. ... Lynton Roscoe: Andartak. /Slær í grindurn,- ar). Höfðuð þér eða höfðuð þér ekki umboð frá verkamönnunum til-að kófha fram-eins og þér gerðuð? Davíð: Nei, ég hafði ekkert umboð. Lynton Roseoe: Hvernig gátuð þér þá búizt við að herra Barras gæti gert annað en virt að vcttugi þessi óviðeigandi afskipti ýðar? Da\íð: Er þjð óviðeigandi að-reyna að bjarga á annað hundrað mannslífum? Lynton Roscoe: Reynið ekki að vera ósvíf- inn. Davíð: Ég hélt ekki !að þér hefðuð einka- rétt á ósvífni. Dómarinn: Ég álít, herra Lynton Roscoe, að við höfum enga frekari þörf fyrir þetta vitni, eins og ég hef minnzt á áður. Lynton Roscoe (með handaslætti): En.... Dóniarinn: Nægir yður ekki ef ég fullyrði að ég sé enga ástæðu til að ætla herra, Ríkharði Barras neitt misjafnt. Lynton Roscoe: (bugtandi og beygjandi)’: Ég þakka dómaranum. Dómarinn: Hafið þér eitthvað frekar fram að færa, herra Lynton Roscoe? Lynton Roscoe: Nei, en þó langar mig til að rekja í stuttu máli helztu staðreyndir máls- ins. Við getum fagnað því að hafa fengið full- komna skýringu á öllu varðandi slysið. Það er engum vafa undirorpið að kort eða uppdrætt- ir af gömlu Neptúnnámunni eru ekki fyrir hendi. Eins og ég hef minnzt á áður, var öll vinna þar lögð niðui 1808 löngu áður en nokkrar kröfur voru gerðar um kort, uppdrætti og þvi um líkt, þegar náma var lögð niður, — og allur námu- rekstur og reikningshald var á mjög lágu stigi. Ekki berum við neina ábyrgð á því. Yfir- heyrslurnar hafa leitt í Ijós að herra Barras DAVÍB hefur alltaf verið traustur og áreiðanlegur vinnu- veitar.di og hann hefur haft eftirlit með vinn- unni í Scuppergöngunum á hinn bezta og full- komnasta hátt. Hann hafði ekkert hugboð um hina yfirvofandi hættu. Ég trúi þvi ekki að herra Nugent með yfir-' heyrslum Fenwicks hafi viljað gefa í skyn, að nokkrir mannanna sem létu lifið í slysinu, hafi látið í ljós ótta sinn um flóð í Scuppergöngun- um. Ég vil biðjá hinn háa dómara, eftir að hann hefur íhugað frásagnir Fenwicks af orðum föður síns, um að gera sér ljóst að það er ekki til neinn grundvöllur fyrir þessum fáránlegu full- yrðingum. Hér er í hæsta lagi um að ræða til- viljunarkennd orð í þýðingarlausu samtali. Fyr- ir liggur eiðsvarinn vitnisburður margra námu- manna um að ekki einn einasti af námumönn- unuin eða íbúa bæjarins hafi látið í ljós við þá ótta um yfirvofandi hættu. Vitnið Fenwick hefur með sorglegri framhleypni lagt áherzlu á samtai sitt við herra Rikharð Barras að kvöldi 12. apríl. En hvernig átti námueigandi að taka nokkurt mark á svo ósvífnúm og óviðeigandi af- skiptum ? Hefði það verið maður með fulla á- byrgð, svo sem herra Aramstrong, herra Hud- speth. eða cinhver af embættismönnum námunn- ar, sem bar fram þessa fyrirspurn, hefði verið allt öðru máli.að gegna. En óviðkomandi maður, sem talar af megnustu fáfræði um yfirvofandi hættu, vatn og bleytu.í námunni? Neptúnnám- urnar hafa alía tíð verið blautar, og vatnið sem rann inn ’ þær að jafnaði gaf ekkert tilefni til að álíta að flóð væri í nánd. Með öðrum orðum, herra dómari, höfum við fengið það fullkomlega staðfest, að námustjór- inn hafði enga hugmynd um þá staðreynd að verið var að virtha .á 'næstu grösum við gömlu námuna. Enginn kort voru til vegna hinnar ófullkomnu löggjafar fyrir 1872. Og það, herra dómari, er höfuðatriði málsins. Og með yðar leyfi herra, legg ég málið fyrir úrskurð dóms- ins. Dómarinn: Herra Roscoe, ég þakka yður hina skýru greinargerð. Herra Nugent, mér var ekki fullkomlega ljóst, hvort þér höfðuð eitt- hvað frekar fram að bera. Harry Nugent reis hægt á fætur. 1 Harry Nugent: Ég hef ekki miklu við að bæta. Seinna hef ég í hyggju að leggja fyrir þingið frumvarp til laga um þessar vatnssósa námur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flóð valda hinum hörmulegustu slysum. Viö höfum hliðstæð dæmi, þar sem alger skortur á kort- um og uppdráttum yfir gamlar, nærliggjandi námur, hefur orðið mörgum mannslífum að bráð. Ég hlýt að endurtaka hversu alvarlegt og þýðingarmikið þetta atriði er. Ef við eigum að búa við öryggi í námum, er tími til kominn áð hafizt sé han.la. Við þekkjum öll dæmi þess, að námueigendur hafa verið mjög kærulausir, svo að ekki séu notuð sterkari orð, um aðstæð'- urnar neðanjarðar, einkum þegar mikil ágóða- von er í aðra hönd. Þetta ófremdarástand stend- ur í beinu sambandi við rekstur einstaklingsins. Jafnvel þegar bezt árar farast i námunum að meðaltali fjórir menn á dag, alla 365 daga árs- ins. Hugsið um, að maður er drCpinn sjötta hvein klukkutíma, maður særður þriðju hverju mínútu. Við höfum verið sakaðir um óhlífni í þessu máli Én ég vil 'þo .geta ’ þess, að ég hef meiri áhuga á cryggi í námunum yfirleitt en á þessu sétótáka tilfelli. Við erum úeyddir til áð nota þéssi slj's til að berjást fyrir bættum kjör- um námuverkamannanna, því að það ér aðeins þegar þessi siys ber að höndum, að við fáum ör- litla samúð. Hinar svokölluðu framfarir innan námurekstursins hafa ekki leitt til annars en aukinnar dánar og slysatölu. Og við trúum því, við hljótum að trúa því, ,að meðan þetta þjóð- skipulag, sem tryggir eignarétt einstaklingsins, er við líði, þá haldi þessi sóun mannslífa áfram. Annað hef ég ekki að segja í þessu máli. Dómarinn (hörkulega): Ég vil þá lýsa því yfir að réttarrannsókninni er lokið. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessari rannsókn. Mig langar einnig að láta í Ijós hluttekningu mína við fjölskyldur hinna látnu manna, einkum fjölskyldur mannanna tíu sem ekki hafa fundizt. Að lokum langar mig að láta í ljós aðdáun mína á herra Ríkharði Barr- as fyrir hið hetjulega starf hans og óbugandi þo] meðan á björgunarstarfinu stóð, og lýsa þvi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.