Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.02.1951, Blaðsíða 4
3 Þ I .L .J + SunouJaggr Jl. ^íebsúgr.;,J.:951jf u tgefandi: tíameimngarílokkur alþýöu — Soaíaliataflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason, Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur). Askriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint., Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Á síöasta hausti birti Morgunblaöiö í nokkra daga hinar fagnsóöarríka.stu greinar um áhuga íhaldsflokksins á því aö menn fengju frelsi til aö byggja smáíbúöir handa sjálfum sér. Skömmu seinna kom fram á þingi þings- ályktunartillaga frá nokki'um íhaldsþingmönnum þar sem fariö var fram á að slíkt frelsi yrði látiö í té. Einnig tóku íhaldsþigmenn bátt í aö flytja frumvarp sama efnis ásamt sósíalistum og einum þingmanni Alþýöuflokksins. Frumvarp þetta vsr síöan samþykkt í neðri deild og fór rétta boöleiö til efri deildar. Þar geröust hins vegar þau tíöindi aö einhver annarlsg öfl skárust í leikinn meö þeim árangri að málió hefur ekki fengizt afgrsittt. Þessi annarlegu öfl eru nú kcmin fram í dagsljósiö éins og rakið var í blaöinu í gaer. í bréfi>*frá Fjárhagsráöi um þingsályktunartillögú íhaldsmannanna segir svo: „Fjárhagsráði hefur skilizt aö vegna tilrauna til þess aö iá aö nota fé úr mótviröissjóði verði að f. takmarka árloga fjárfestingu við ákveðið hámark og það sé fullkomið skilyrði fyrir því að leyfi fáist til þess að nota mótviröissjóð. Ef fariö væri eftir tiilögu þessvri myndi það gera ómögulegt að sýna F forráðainönum mótvirðissjóðs fram á, hver fjár- F festingin væri, þar sem takmarkanirnar næöu aö- eins til hluta hennar.“ Mótviröissjóðurinn er sem kunnugt er þannig til kominn að þar er safnað saman andviröi allra þeirra „gjafa‘.‘ sem marsjallstofnunin lætur okkur í té. Sjóöur þessi er nú aö veröa voldugasta fjármálavald hér innan- lands. Samkvæmt marsjallsamningnum má ekki nota •eyri úr þessum sjóöi nema meö leyfi Bandaríkjanna og þetta ákvæði merkir 1 framlcvæmd aö öll fjárfesting er háö samþykki bandarískra ráöamanna. Því aðeins fást þeir til aö sleppa fé úr mótvirðissjóönum að hver einasta framkvæmd, stór og smá, sé borin undir þá. Og nú lýsir FjárhagsráÖ yfir: þaö er ekki hægt aö veita einstaklingum frelsi til aö byggja sér kofa yfir höf- uðiö, þar sem einhver hús kynnu þá aö sleppa fram hjá hinu bandaríska eftirliti! Enginn þarf aö efa aö fyrirmæli hinna bandarísku ráöamanna veröa látin gilda ssm lög. FrumvarpiÖ sem áður er nefnt er strandaö í efri deild og þingsályktunar- tillagan sofnar nú eflaust svefninum langa í sameinuöu þingi. Og Morgunblaðið er hætt aö birta greinar um á- huga íhaldsflokksins fyrir því aö menn fái frelsi til aö koma sér upp smáíbúöum. Það er alkunna hvernig byggingarvinnan hefur drag- izt saman síðan Bandaríkjamenn hófu eftirlit með fjár- .festingu á íslandi. Á síðasta ári var aöeins hafin bygging nokkurra tuga nýrra íbúöa í Reykjavík, en árið 1946 voru fullgeröar tæplega 700. Fyrir nokkrum dögum skýröu samtök trésmiða frá því aö um 150 smiðir væru nú atvinnulausir. Hliðstætt atvinnuleysi er nú meðal málara og múrara og algert atvinnuleysi meöal bygg- ingarverkamanna. Þetta atvinnuleysi er bein afleiðing hins bandaríska eftirlits. Þaö eru erlendir menn sem skipa fyrir um þaö hversu margar íbúöir megi byggja og sú ákvöröun sker jafnframt úr um hitt hvsrsu margir geti haft atvinnu viö byggingarframkvæmdir og hversu margir veröa aö búa í bröggum og skúrum og saggakjöllurum. Þetta eru staðreyndir sem fólk verður aö festa sér vel í minni: Það er samkvæmt bandarísku valdboði að húsnæðis- eyrndin fer nú daglega í vöxt. Það er samkvæmt bandarísku valdboði að bygging- ariðnaðarmenn og byggingarverkamenn búa nú við at- vinnuleysi og sáran skort þúsundum saman. Það er samkvæmt bandarísku valdboði að meira aö segja sá snefill af „framtaki einstaklingsins“ er kæfður að menn fái sjálfir að basla í því að koma upp þaki yfir höfuðið. Og Iandráðaflokkarnir allir beygja höfuð sín í auð- jnýkt fyrir rödd hins vestræua húsbónda. Berhentir sjómenn afla gjaldeýrls K.L. skrifar!: „Sjómennina í Sandgerði vant- ar vinnuvettlinga. Þeir verða að gera að berhentir. Þessar fregnir fiuttu blöðin í gœr, og ég sé ekki að stjórnarblööin, 'Morgunbl, og Tíminn skamm- ist sín riéitt fyrir þessa. nýj- usþi lýsingu á stjórnarfari Sjálfstæðisflokksins. og Fram- sóknarflokksins. Þetta er þó óvenjulega síáandi mynd. Þau íslenzku fyrirtæki sem fram- leiða vinnuvetlinga fá ekki hráefni til þess. Gjaldeyrinum sém sjómenn áfla, og ætlazt er til að þeir afli berhentir, er hent í braskara sem flytja inn með- það í huga á hverju þeir græði mest, en ekki hitt hvað íslenzkri alþýðu sé lífsnauðsyn að fá innflutt til daglegra þarfa. Það er víðar en í Sand- gerði sem sjómenn og verka- menn vantar vinnuvetthnga, þeir láta bara. alltof sjaldan til sín heyra.slík gegndar- lausa vanræksiu á ekki að láta líðast. Sjái yfirvöldin ekki að sér í þessu efni verða sjómenn og landverkamenn að grípa til róttækra ráðstafana“. • Bréfaskóli Sósíalista- floltksins Sósíalistar á íslandi eiga enn svo lítið af sósíalistískum rit- um á íslenzku að vansæmd er að, því fyrir aðra eins bóka- þjóð, — og jafnöfluga sósíal- istahreyfíngu og hér hefur þró- azt. Nú er unnið að því að bæta úr þessari þörf, en það tekur langan tíma að koma út hin- um nauðsynlegustu fræðiritum sósíalismans. En þeim mun meiri þörf er að nota vel það sem til er, flest höfuðrit sósialismans eru ekki vel lesin nema þau séu oft les- in og vandlega, menn verða að eignast þau. Hér skal aðeins bent á tækifæri að afla sér sósíalistískrar fræðslu sem er í senn auðvelt og ódýrt að not- færa sér, en það er Bréfaskóii Sósíalistaflokksins. Hann er á byrjunarskeiði, aðeins eitt nám- NR. 34. skeið í .gangi, en það fjallar um mál sem er lykill til skilnings á því þjóðfélagi sem við lifum í; námskeiðið er um kreppurn- ar. Þátttaka kostar aðeins 30 krónur, og með bréfaskólafyr- irkomulaginu verður námsefnið aðgengiiegra og auðveldara en að stunda námið bjálparlaust af bókum. Þekking er nauðsyníeg. :Tjr> T'C - . Einkum.ættu unglr sósíalist- ar, hvar sem er á landinu, að notfæra sér þá námsmöguleika sem Bréfaskólinn býðvjr. Það er ekki hægt að taka veruleg- an þátt í baráttu .hinnar sósí- alistísku hreyfingar nema að hafa vopnað sig þekkingu af nægtabrunnum hinna sósíalist- ísku fræða. :— Bréfaskóli Sósíal istafl. gætí orðið mörgum ungum manni býrjun og leið- sögn í þeirri þekkingarleit. ★★ ★ Lárétt: 1 pexa — 4 gróöurblett- ur — 5 keyrði — 7 vend — 9 auð — 10 ber — 11 huldumann — 13+15 skrifa — 16 drasl. Lóðrétt: 1 samt — 2 heldur sér vel — 3 sérhljóðar — 4 rífur — 6 greinarmcrki — 7 lítil — 8 rán- dýr — 12 kerald — 14 troðningur — 15 þyngdareining. Lausn nr. 33. Lárétt: 1 messa — 4 ný — 5 ná — 7 úða— 9 pól -+ 10 una — 11 för — 13 ræ — 15 et — 16 ræddi. Lóðrétt: 1 mý -r- 2 síð — 3 an — 4 ngpur — 6 ávalt — 7 úlf — 8 aur — 12 önd — 14 ær —- 15 ei. Elmskip Brúarfoss fór frá Hull 8.2. til Reykjavíkur. Dettifoss fer frá R- vík 12.2. til Akraness og vestur og norðui'. Fjallfoss kom til Berg en 9.2. fer þaðan til Frederikstad og Kristiansand. Goðafoss fór frá N.Y. 7.2. til Reykjavíkur. Lagar- foss kom til Grimsby 9.2. fer það- an til Hull, Bremerhavon og Ham borgar. Selfoss kom til Hamborg- ar 9.2. fer þaðan 10.2. til Antverp en og Reykjayíkur. Tröllafoss kom til N.Y. 2.2., hefur væntan- lega farið þaðan 9.2. til Reykjavik- ur. Auðumla er í Hull, íermir vör- ur til Reykjavíkur. Ríkisskip Hekla er væntanleg til Akureyr ar í kvöld. Esja fór frá Reykjavík í gær austur um land til Siglufj. Herðubreið er á leið frá Augtfj. til Reykjavíkur. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var væntanlegur til Hvalfjarðar seint í gærkvöld. Ármann fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestma,nnaeyja. Oddur fór frá Reykjavik i gærkvöld til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Skipadeild S.l.S. Arnarfell er í Denia á Spáni. Hvassafell er í Lissabon. Leiðrétting: 1 frásögn blaðsins í fyrradag af íslenzku listsýning- unni í Osló átti að standa að myndir Gunnlaugs Schevings hefðu fengið einna bezta dóma. , Háskólaf yrirlestu r. Sænski sendikennarinn frú Gun Nilsson flytur fyrirlestur í I. kennslustofu háskólans mánudag- inn 12. febrúar um ljóðskáldið Far Lagerkvist. — Fyrirlesturinn hefst kl. 8.30 e.h. og er öllum heimill aðgangur. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 8.30 i Tjarnarcafé. — Sjá aug- iýsingu á öðrum stað i blaðinu. Helgidagslæknir: Kristján Þor- varðsson, Skúlagötu 54. Sími 4341. Næturvörður er í Ingólfsapóteki, sími 1330. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Landssamband blandaðra kóra gengst fyrir skemmtun í Vctrar- garðinum í kvöld. Söngfólk úr sambandskórnum er látið sitja fyr ir við útvegun aðgöngumiða, fyrir sig og gesti sína. Aðgöngumiðar er hægt að panta í síma 6710. Húnvetnlngafýl. lieldur skemmti samkomu í Tjarnnrcafé n. k. fimmtudag 15. þ.m. Spiluð. vefðúr Framsóknarvist, flutt . erindi og dansað, Skemmtunin þyfst kl.-8.80 i e.h. Sl. föstudag i opin- beruðu trúlofun sina, ungfrú. Erla Kristjánsd., Miklú- ftrauí .40 og Frosti Bjarnason, Lauga- tfiig 3. —■ Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristbjörg Björnsdóttir, Brekku, Glerárþorpi og Aðalsteinn Hjaltason, R.útsstöð- um, Eyjafirði. Nýlega vorú gefin saman í hjónaband aí sr Bja'rna JónS- syni, Áslaug Jónsdóttir hár greiðslukona pg Sveinn Björnsson, forstjóri. Heimili brúðhjónanna, verður að Leifsgötu 27. — Ný- lega voru gefin saman í hjóna- band á Akureyri ungfrú Erla Austfjörð og Hörðui' Þorfinnsson bakari. — Nýlega voi u gefin sam an í hjónaband af sr. Kristjáni Róbertssyni, uiigfrú Sigurborg Jakobsdóttir, Reykjavik' og Hörð- ur Steinbergsson, Strandgötu 23, Akureyri. Kl. 13.00. Erindi eftir C.D. Darling- tón prófessor: Um líf á öðrum plánet um (Hjörtur Hall- dórsson mennta- skólakennari þýöir og flytur). 15.30 Miðdegistónleikar. 16.30 Fráv opnun íslenzku myndlistarsýning- arinnar í Osló 27. janúar s.l. Ræðu menn: Lars Moen fræðslumálaráð- herra Noregs, Gísli Sveinsson sendiherra, Ulrich Hendriksen for- maður norska listamannasam- bandsins og Valtýr Stef.ánsson ritstjóri. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen): a) Þriggja . ára telpa syngur. b) Ævintýri: ,,A1- finnur álfakóngur og Trítill son- ur hans“ — niðurlag (Ragnhildur Steingrímsdóttir leikkona). c) Samleikur á munnhörpu og gítar. d) Ævintýri: „Litli bróðir og litla systir" (Stefán Jónsson námsstj.). 19.30 Tónleikar: Walter Gieseking leikur á píanó. 20.20 Tónleikar. 20.45 Kínabréf til Islendinga ’frá Jóhanni Hannessyni kristniboða (Sigurbjörn Einarsson prófessor les). 21.20 Kórsöngur: Polytekn- ikkojen Kuoro (karlakór finnska verkfræðiháskólans) syngur. Söng- stjóri: Ossi Elokas. Einsöngvarar: Kim Borg, Matti Lehtinen Qg Antti Koskinen. Á söngskránni: Finnsk lög. (Söngurinn tekinn á segulband á hljómleikum í Austur- bæjarbíói 15. október s.l.). 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrarlok. Útvarpið á niorgim: 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórar inn _ Guömundsson stjórnar. 20.45 Um daginn og veginn (Halldór Kristjánsson blaðamaður). 21.05 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur., 21.20 Erindi: Júdas frá Kariot (séra Pétur Magnússon). 21.45 Tónleikar. 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstarétt- arritari). 22.10 Passíusálmur nr. 19. 22.20 Létt lög. 22.45 Dagskrár- lok. Nú þorir enginn frainar aö minn- ast á Bjarna Ben. seiit dómsmálaráð- herra síðan hann liélt því fram á Alþingi að ef menn hrytu lög og reglugerðir nögu víða, iiðgu oft og nógu lengi, ka-niist hefð á lög- brotin og allt væri í stakasta lagi. Enda niun í ráði að lireyta em- bættislieiti lians og verði þaö hér eftir: Hæstvirtur Bjarni Ben., fylliríis- og utar.ríkisráðherra. Leiðréttingar við próf í Háskóia Islands. Jón P. Eniil?, cand. jur., hiaut X. einkunn, 224% stig (ekki 230yo), Jón Ó. Hjörleifsson, cand. oecon., hlaut I. einkunn, 254stig (ekki 154%). — Þá hefui' þess ekki ver- ið getið, að Runólfur ÞjOrarinsson, lauk kennaraprófi í íslenzkum fræðum í september 1950 og hlaut I. einkunn, 119% stig (meðaleink- unn 11.92).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.