Þjóðviljinn - 14.02.1951, Síða 3
Æiðvikudagur. 14. februar 1951.
PJÖSVIL JI N N
FES
i
Tvær yflrlplngar o
i.
Æskulýðsfylkingin sendi ýms
um æskulýðsfélögum í Reykja-
vík boð um þátttöku í hinu fyr-
irhugaða Berlínarmóti Alþjóða-
sambands lýðræðissinnaðrar
æsku í sumar og hafa nú bor-
izt svör frá flestum þeirra,
og eru þau ýmist jákvæð eða
neikvæð eins og við var búizt.
Eitt svarið er þó skilorðsbund-
ið (!), og er það frá Sambandi
ungra jafnaðarmanna. Vilja
ungir jafnaðarmenn ólmir taka
þátt í Berlínarmótinu, ef Æsku
lýðsfylkingin geri hvorttveggja
að gefa um það yfirlýsingu í
Þjóðviljanum og beiti sér fyrir
þvi á Berlinarmótinu að „vopn-
aðri árás eða styrjöld sé mót-
mælt, hvort sem hún er gerð i
þágu kommunismans eða kapi-
talismans“ og að „innrás Norð-
ur-'Kóreumanna inn í Suður-
Kóreu sé mótmælt sem ofbeldi
cg yfirgangi, sem stofni heims-
friðnum í hættu“.
Bæði þessi skilyrði bera ljós-
an vott um vitsmunastig þeirra
manna, er hafa forustu á hendi
fyrir Samband ungra jafnaðar-
manna (Vilhelm Ingimundar-
©on' skrifar undir brcfið), en
það skal þó gert þeim til þægð-
ar í þetta skipti að víkja með
örfáum orðum að þessum skil-
yrðum, þótt vita.o sé, að for-
ustumenn ungra jafnaðarmanna
séu rökheldir með öllu.
KI.
Um fyrra skilyrðið, að mót-
mæla vopnaðri árás eða styrj-
öld, er það að segja — ef orða-
lagið er rétt skilið — að ungir
sósialistar hér á landi sem ann
ars staðar fordæma árásarstyrj
aldir og álíta, að hægt sé og
nauðsynlegt só, að leysa öll á-
greiningsmál þjóða i milli án
vopnaviðskipta. Ungum sósíal-
istum er engin launung á þess-
ari skooun sinni. Friðarmót
heimsæskunnar i Berlín í sum-
ar er einmitt haldið i þeim til-
gangi að sýna öllum heiminum,
að æska. heimsins vill frið um-
fram allt og telur styrjöld ekki
óumflýjanlega. Ef ungir jafn-
aðarmenn á íslandi vildu sýna
það, að þeim væri í sannleika
umhugað um, að ágreiningsmál
„Austurs" og „Vesturs" væru
leyst á friðsamlegum grund-
velli og mannkyninu þannig
forðað frá hörmungum þriðju
heimsstyrjaldarinnar, gætu
þeir óhikað fylkt sér í raðir lýð-
ræðissinnaðrar æsku heimsins í
Berlín og tekið undir þá kröfu,
að stórveldin leystu ágreinings-
mál sín á friðsamlegan hátt. Sé
Berlínarmótið
Mjög áríöandi er, að allir, sem hafa hug á aö
taka þátt í Berlínarmótinu, sendi tilkynningu um
. þátttöku sína hiö allra fyrsta. Skriflegar þátttöku-
tilkynningar skulu sendast til Inga R Helgasonar
Hverfisgötu 100 b. Þeir, sem áöur hafa talaö um aö
þeir mundu taka þátt í mótinu og orðaö þaö viö
sambandsstjórnarmeölimi, veröa aö endurnýja til-
kynningar sínar. Mótiö fer fram í ágúst í sumar, og
lauslega áætlaö mun heildarkostnaöurinn ekki fara
mikiö fram úr 3000.00 krónum íslenzkum. Efnt
veröur til þýzkunámskeiös fyrir þá, sem þaö vilja,
og eru menn beönir aö segja til um það atriöi um
ieið' og þeir senda þátttökutilkynningar síhar.
Æskulýðsfylkingin ásamt ýrnsum öðrum æsku-
lýðsfélögum mun opinberlega taka þátt í mótinu,
en vegna fjölda fyrirspurna skal þaö tekiö fram
að sem gestir á mótið án opinberrar þátttöku getur
allt ungt fólk á íslandi komið, sem vill vinna að
varðveizlu heimsfriöarins.
Aldurshámark er 35 ár.
Sérstakur feröasjóður hefur veriö stofnaöur og
velunnarar Æskulýðsfylkingarinnar og áluigaménn
um Berlínarmótið géta lagt í sjóöinn bæði fé cg frí-
merki, sem veitt veröur mótttöku í skrifstofu ÆF
að Þórsgötu 1.
Útvarpað er reglulega frá Praha fréttum af þátt-
töku æskulýJsfélaga um allan heirn og skýrt. frá
undirbúningi mótsins svo ssm liér segir (Green-
wich-tími):
Mánudaga (enska) . .
Mánudaga (norska) ..
Mánudaga (sænska) ..
Þriöjudaga (enska) ..
Þriöjudaga (enska) ..
31 57 metrar
31.57 metfar
49.92 metrar
31 41 metrar
25.34 metrar
,kl. 19.15
kl/20 45
kl. 20.45
kl. 24.00
kl. 00.20
SENBIÐ ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR SEM FYRST
hins vegar orðalag Vilhelms
Ingimundarsonar „vopnuð á-
rás eða styrjöld“ skilið á þann
veg, að hann eigi við borgara-
styrjaldir (báða aðilana þar),
frelsisstríð eða vopnaðar upp-
reisnir kúgaðra stétta eða
þjóða, þá hefur hann farið í
geitarhús að leita ullar, ef hann
ætlast til, að ur.gir sósíalista
fordæmi í eitt skipti fyrir öll
slík átök, því að það mundi
einfaldlega leiða það af sér, að
við fordæmdum t.d. frönsku
stjórnarbyltinguna, rússnesku
öreigabyltinguna, fordæmdum
hina. hugrökku spænsku alþýðu
fyrir að taká upp vopn gegn
Franco, Búa fyrir að taka upp
vopn gegn Bretum og baráttu
Indonesa gegn Hallendingum,
fordæmdum, sjálft frélsisstríð
■Bandaríkjanna og. fordæmdum
Abraham Lincoln sem argan of-
beldissegg fyrir að grípa til
vopna til að binda endi á þræla-
hald í Ameríku o. s. frv. o. s.
frv„ hvað við sannarlega ger-
um ekki.
m.
Um hitt skilyrðið, að mót-
mæla innrás Norður-Kóreu-
manna inn í Suður-Kóreu sem
ofbeldi og yfirgangi, gegnir allt
öðru máli. Innrás Norður-kóreu
manna í Suður-Kóreu sem upp-
haf vopnaviðskiptanna í Kóreu
er ekki staðreynd heldur áróð-
urslygar bandaríska auðvalds-
ins, sem ungir jafnaðarmenn
illu heilli hafa gleypt við, en
við byggjum ekki yfirlýsingar
okikar á fölskum forsendum.
Eitt af gjallarhornum ame-
rískra stríðsæsingamanna og
hérlendra. hervæðingarsinna, AI
þýðublaðið, hefur að visu hald-
ið því fram dag eftir dag, að
Kóreustyrjöldin hafi byrjað
með ,,innrás“ Norður-Kóreu-
manna í Suður-Kóreu, og ungir
jafnaðarmenn hafa að sjálf-
sögðu lagt trúnað á það, en lyg-
in hefur aðeins áhrif, meðan
menn halda að hún sé sann-
leikiir, og hinir ungu jafnaðar-
menn á íslandi munu áður en
iýkur komast að því, að „innrás
Norður-Kóreumanna“ er ámóta
vel undirbúin auðvaldslýgi og
þýzki þinghúsbruninn, sem
kommúnistum var kennt um, og
á að þéna eins vcl i baráttunm
gegn kommúnismíuum og þing-
húsbruninn gerði. Þetta ættu
ungir jafnaðarmenn að geta séð
nú þegar af framferði Banda-
ríkjamanna í Asíumálunum, ef
Framhald á 6 síðu
Æskan verður að vera samtaka
um byggingu Æskulýðshallar
Sýnum samlakamált okkar, með því að gera
árangurmn aí kappdrætti B/£R glæsilegan
Bandalag æskulýðsíélaganna í Reykjavík
heíur nú staríað í rösk þrjú ár, og hefur það
unnið markvist að því að koma upp Æskulýðs-
höll. Eitt af því, sem stendur í vegi fyrir fram-
kvæmdum, er vöntun á fé til byggingarinnar.
BÆR hefur nú farið af stað með happdrætti til
styrktar þessu þjóðþrifamáli — að koma upp
menningarheimili fyrir reykvíska æsku, heim-
ili, sem er trygging fyrir heilbrigðu skemmt-
analífi meðal æskunnar. — Aldrei hefur nauð-
syn á Æskulýðshöll verið eins brýn og nú, þeg-
ar allur fjöldi æsk.ufólks á ekki annars úrkost-
ar, en að skemmta sér í hinum andstyggilegu
brennivínssamkomuhúsum, þar sem það eitt er
látið sitja í fyrirrúmi að græða sem mest og
vinna að því beint og óbeint að gera æskuna
ofurselda spillingu hinnar svokölluðu brenni-
víns-,,drykkjumenningar''. — Nú ríður á, að
æska Reykjavíkur sýni vilja sinn í þessu máli
og taki öflugan þátt í sölu happdrættismiða
BÆR. Hverjum einasta æskumanni ber skylda
til að vinna að sölu happdrættismiðanna og á
þann veg leggja fram krafta sína til að flýta
fyrir því að hafizt verði handa um. byggingu
Æskulýðshallar í Reykjavík. — Sérstaklega
skorar Æskulýðssíðan á meðlimi ÆFR að vinna
ötullega að sölunni — Æskulýðshallarmálið er
eitt aí þeim málum, sem Æskulýðsíylkingin
hefur haft efst á stefnuskrá sinni og meðlimir
hennar ávallt sýnt mikinn áhuga íyrir íram-
gangi málsins. — Nú eru aðeins örfáir dagar
þar til dregið verður. — Vinnum öll sem eitt
að því að koma upp Æskulýðshöll í Reykjavík.
Verum samtaka um að gera árangurinn aí sölu
happdrættismiðanna sem glæsilegastan og sýn-
um með því vilja okkar í verki.
Malgagn Æskulýðsfylk-
ingarinnar — sambands
ungra sósíalista
RITSTJÖRAR:
Guðlaugur E. Jónsson
Halldór B. Stefánsson
Sig Guðgeirsson (áb.)
ALÞJÖÐfiSAMBAND LÍÐRÆÐISSINNAÐRAR ÆSKN,
Stofnskrá
4. kafli — Starfsemi
Tilgangi sínuna hyggst sambandið ná með eftirfarandi starfsi
semi:
a) Að rannsaka allar þarfir æskunnar, og að leita opinbersi
stuðnings til að leysa vandaniál hennar. Ennfremur, að hag-
nýta sér í þessum tilgangi, blöð, útvarp, fjöldafundi, útgáfu-
starfsemi o. s. frv.
b) Að annast fréttaþjónustu, til að halda eins nánu sam-
bandi og mögulegt er milli æskulýðssamtakanna í hinumi
ýmsu löndum.
c) Að efna til alþjóðlegra æskulýðsráðstefna, til að ræða vanda
mál utfgá fólksins, og að ;gera þær ráðstafanir, sem nauð-
synlegar kunna að reynast til að koina- ákvcii'ðumim slíkrá
r^ðstefna í framkvæmd, í samræmi við stofnskrána.
d) Að halda uppi miðstöð fyrir bréfaskipti milli æskulýðs-
samtaka og ungs fólks úr öllum löndum.
e) Að skipuleggja skipti æskufólks milli allra landa með
skemmtiferða-áætlunum, einkaheimboðum o. s. frv., og
stuðla að stúdentaskiptum *g skiptum á vinnandi æskufólkil
o. s. frv.
f) Að halda eins nánu sambandi og mögulegt er við samtök:
Sameinuðu þjóðanna — sérstaklega við Uppeldis-, Vís-
inda- og Menningarstofnanir Sameinuðu þjóðanna og við
Þjóðfélags- og Efnahagsráðin. .
g) Að halda eins nánu sambandi og mögulegt er við Alþjóða-
samband verkalýðsfólaganna, og að meta mikilvægi sam-
vinnunnar við vérkalýðshreyfinguna. Sambandið mælir með
því við allt ungt fólk, að það gangi í sín stéttarsamtöki
og gerist þar virkir meðlimir.
Framhald á næstu æskulýðssíðui.