Þjóðviljinn - 22.02.1951, Síða 6
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 22. febrúar 1951,
- SEXTÖGUB
Markús Jónsson, Svartagili
Það fer nú að síga á seinni
blutann hjá mörgum okkar, sem
•áttum nokkra aðild að upphafi
róttækrar verkalýðshreyfingar
hér á Islandi. Sumir eru látnir,
aðrir hafa horfið í skaut yfir-
stéttarinnar, en nokkrir hjara
cnn.
Margs er að minnast og
margra frá þeim dögum. Ylja
þær minningar hugann og vild-
um við víst fæstir án þeirra
vera. Það er hægt að beita
ckkur allskonar ranglæti . og
kúgun, en þær minningar, sem
við eigum, um góða félaga, get-
vr enginn kreist út úr okkur.
Einn þeirra manna, sem gott
cr að minnast og gott að hafa
kynnst, er minn gamli vinur
lámiSnaðatnemai
Framhald af 8. síðu
Gjaldkeri Ólafur Bjarnason,
Meðstjórnandi Halldór Þor-
beigsson.
F'ramhaldsaðalfundur félags
ins verður haldinn n. k. föstu-
dag í Baðstofu iðnaðarmanna
k]. 9 e. h.
FékgsheimiH V. R.
P’ramh. af 8. síðu.
við á í hvert skipti. Kaffi og
heimabakað brauð verður einn-
ig á boðstólum, en ekki verður
um veitingasölu að ræða nema
cítir fyrirfram gerðum pöntun-
um, þ. e. a. s. ekki verður opin
veitingastofa, eins og t. d. var
á stríðsárunum.
Simdmót K.R.
Framhald af 8. slðu.
vera þær Lilja Auðunsdóttir og
Sesselja Friðriksdóttir. I 100
m flugsundí keppir methafinn
Sigurður Jónsson KR og tveir
afirir. I 400 m bringusundi
karla eru 11 keppendur, m. a,
Sigurður Þingeyingur, og Atli
Steinarsson. I 50 m baksundi
er búist við að Herði JóhanneS'
syni takist að setja nýtt Islands
met, en þar keppa einnig Ari
Guðmundsson (núverandi met
hafi) og Ólafur Guðmundsson.
Þá verður .keppt í 100 m skrið-
sundi drengja og 100 m bringu
sundi telpna. I 100 m skrið-
sur.di kvenna verður keppt um
flugfreyjubikarinn og er hand-
hafi hans, Anna Ólafsdóttir,
meðal keppenda. Loks er 100
m bringusund drengja og 4x50
m skriðsund karla, en í því
taka þátt 6 sveitir, 2 frá Ægi,
2 frá Ármanni og 1 frá hvcru
félaganna ÍR og KR.
og félagi Markús Jónsson, sem
nú býr að Svartagili í Þing-
vallasveit. Það er nú langt um
liðið síðan við kynntumst fyrst,
heima. hjá Ólafi Friðrikssyni í
húsinu hans Ólafs heitins Ei-
ríkssonar, söðlasmiðs, h’klega
33-34 ár. Eg var þá unglingur
en Markús hafði i margt ratað,
þó ungur væri. Hann hafði
siglt um heimshöfin, hann
hafði verið við hvalveiðar í Suð
urhöfum, tekið þátt í verkaiýðs
baráttu á erlendum vettvangi,
en var nú loks kominn heim aft
ur. Enda lá hann heldur ekki
á liði sínu.
Markús var karlmenni og
hann kunni ekki að hræðast —
það kann hann ekki frekar nú.
Hann tók þátt í stofnun rót-
tækrar deildar innan Alþýðu-
flokksins, hann var tugthúsað-
ur ásamt okkur, sem sigruð-
umst á vopnaðri hvítliðaupp-
reisn árið 1921, hann barðist
við lögreglu og verkfallsníðinga
sumarið 1923. Já það var ekk-
ert hik á Markúsi, þegar hann
las sig upp borðstokkinn á
Gulltoppi, en lögreglan og
verkfallsníðingar tættu hold
frá beini á höndum hans með
kylfum og járnfleinum. Þá sat
Björn heitinn B’ö-ial (hann
kunni heldur ekk' -5 hræðast)
og hélt „herteknum“ níðingum
í kví aftur í lögreglubátnum.
Á meðan þessir tveir sjómenn
framkvæmdu samþykkt Sjó-
mannafélagsins, samdi formað-
ur þess uppi á Kolagarði við
lögreglu um að níðingum skyldi
heimilt að spilla verkfallinu. —
Þegar kolaverkfallið mikla
var í Bretlandi, 1926, hafði
Markús litla kaffistofu við
Grænland. Hann gaf til styrkt-
ar verkfallsmönnum allt, sem
inn kom í vikutíma. Hafði hann
þó ekki gnægð veraldargæða
þá, frekar en endranær. En
svo var stéttarkennd hans rík,
að honum var brezkur verka-
maður i baráttu kær bróðir.
Nú situr Markús að búi sínu,
þótt ekki sé það stórt, í Svarta-
gili í Þingvallasveit. Hann er
sextugur í dag, hvítgrár fyrir
hærum, heilsulítill, en óbrotinn
hið innra. Þessar fáu og fátæk-
legu línur mínar sendi ég hon-
um í kveðjuskyni, með þökk
fyrir góða vináttu og allt það,
sem hann gerði vel. Eg óská
honum að elli beygi hann aldrei
til undanhalds eða samkrulls
við óvini verkalýðshreyfingar-
innar, né sosialdemokratisma,
hvafan sém hann kann að koma
(jafnvel úr ólíklegustu átt).
ffendrik Ottósson
Undir eiláfðarstj örnum
Eftir A.J, Cronin
96.
D A G U B
„Svona lei'ð mér fyrst í stað. Ef til vill verr. .
.. ég var fullur af hatri.... beizkju, kveljandi
hatri. En ég hef reynt að losna við það. Það
er erfitt. Þegar einhver kastar sprengju á eftir
manni, þá dettur manni fyrst í hug að taka
sprengjuna upp og fleygja henni í hann aftur.
Ég hef talað um þetta allt við Nugent æ ofan í
æ, þegar hann var hér. Ég vildi óska að þér
hefðuð kynnzt honum, Arthur, ég hef aldrei
hitt mann með jafn heilbrigða hugsun. En það
er tilgangslaust að fleygja sprengjunni í mann-
inn aftur. Þa'ð er langtum betra að hætta að
hugsa um manninn sem fleygði sprengjunni, en
hugsa í þess stað um orsakirnar til þess að
hann gerði það. Það er tilgangslaust að ein-
beita sér að Neptúnnámuslysinu einu, þegar hin
raunverulega sök liggur hjá heilu þjóðfélags-
kerfi. Skiljið þér hvað ég á við, Arthur? Það
er tilgangslaust að höggva eina grein af tré,
þegar sjúkdómurinn er í rótinni".
„Eigi'ð þér við, að þér ætlið ekkert að gera?“
spurði Arthur örvæntingarfullur. „Ekkert? Alls
ekki neitt.?“
Davíð hristi höfuðið. Augnaráð hans var und-
arlegt, það var í senn kuldalegt og þrungið inni-
legri hryggð.
„Ég ætla að reyna að gera eitthvað“, sagði
hann hægt. „Þegar striðdnu lýkur. Ég veit ekki
á hvern hátt. En þér ver'ðið að trúa mér, ég skal
ekki bregðast".
Þeir þögðu lengi. Arthur strauk hendinni yfir'
augun. Svitadropar stóðu á enni hans. Síðan
reis hann á fætur og.bjóst til að fara.
„Þér viljið þá ekki hjálpa mér?“ spurði
hann þungbúinn.
Davið rétti fram höndina.
„Hættið þér við þetta, Arthur", sagði hann
hiýlega og innilega. „Látið þetta ekki eyðileggja
yður. Það kemur engum að gagni. Reynið að
gleyma því‘.
Arthur eldroðnaði, og það kom undarlegur
kviða- og hræðslusvipur á fíngert andlit hans.
„Ég get það ekki“, sagði hann. „Ég get ekki
gleymt því“.
Hann gekk fram í þröngt anddyrið. Davið
opnaði útidymar. Úti var rigning. Arthur leit
undan þegar hann kvaddi ,og hvarf út i hrá-
slagalegt myrkrið. Davíð stóð andartak kyrr
á þröskuldinum og heyrði fótatakið fjarlægj-
ast. Svo heyrði hann aðeins regnhljóðið.
30
Arthur kom ekki að „Brekku“ fyrr en klukk-
an var farin að ganga átta. Hann var að vona
að hann gæti verið einn með hinar kveljandi
hugsanir sinar. En fólkið var einmitt að borða
kvöldverð þegar hann kom heim.
Barras var í upþnámi, hann hafði verið i
Tynecastle og kom heim með fréttir af nýj-
um sigri. Það var við Loos, hinn 26. september;
brezka herliðið á vesturvígstöðvunum hafði unn-
ið glæsilegan sigur og ekki misst nema 15.000
menn. „Tynecastle Pósturinn" áætlaði að úr liði
óvinanna hefðu 19.000 fallið og særzt, 7000 fang-
ar og 125 herteknar fallbyssur. „Pólstjarnan"
gaf hins vegar upp 21.000 fallna óvini og 3000
fanga.
Barras ljómaði af hrifningu. Meðan hann
bprðáði kjötið las hann upp úr „Pólstjörnunni"
með þurri, blælausri rödd. Barras hafði aldrei
DAVÍ8
áður keypt kvöldblað. „Time“ hafði dugað
honum, en nú þurfti hann alltaf að fá annað-
hvort „Póstinn“ eða „Stjörnuna“, helzt bæði.
Með blaðið í hendinni reis hann upp frá borð-
inu og gekk að einum veggnum, þar sem stórt
landakort hékk uppi með fánum sem sýndu
herstöðuna! í samræmi við blaðið flutti hann
til nokkra fána. Hann færði þá fram. Banda-
menn sóttu fram undir hendi Barrasar.
Meðan Arthur virti föður sinn fyrir sér, á-
sótti hræðileg hugsun hann. Barras, sá sem
flutti til fánana, var driffjöður styrjaldarinn-
ar. I hinum viðbjóðslega fögnuði sínum yfir
hertöku nokkurra skotgrafa, hafði hann í raun-
inni mörg þúsund mannslíf á samvizkunni.
Þegar hann hafði flutt fánana til, rannsakaði
hann kortið gaumgæfilega. Hann tók þátt í
styrjöldinni af lífi og sál. Hann var sannur
föðurlandsvinur, hann lifði í vímu gleymskunn-
ar. Hann átti þegar sæti í sex nefndum og
hafði von um að verða skipaður i nefndina.
sem átti að skipuleggja flóttamannabúðir. Sím-
inn hringdi frá morgni til kvölds. Rauði bíll-
inn ók í sífellu milli Tynecastle og Sleescale.
Kolin streymdu upp úr námunni og hurfu jafn-
óðum fyrir 40 skildinga tonnið.
Barras settist aftur við borðið. Um leið og
hann settist gaut hann augunum til Hildu, Grace
og Arthurs, eins og til að athuga, hvort þau
hefðu tekið eftir fánaflutningunum, síðan hélt
hann áfram að lesa blaðið með ánægjusvip.
Fálæti hans og kuldi voru úr sögunni. Æðarn-
ar í gagnaugum hans voru þrútnar. Hann var á
eilífum þönum, hann minnti á sjúkling sem er
á fótum þrátt fyrir bann læknisins, mann með
efnaskiptasjúkdóm eða of háan blóðþrýsting.
Meðan hann las, sló hann fingrunum án afláts í
borðið. <
Um stund ríkti þögn í stofunni, ekkert heyrð-
ist nema fingrasláttur húsráðandans. Svo gerðist
hið ótrúlega. Barras tvílas eina klausuna í blað-
inu. Svo leit hann upp.
„Kell lávarður hefur með sinni venjulegu
rausn, boðizt til að lána hús sitt í London sem
sjúkrahús. Breýtingin á því tekur einn mánúð,
Það er auglýst eftir hjúkrunarkonum. Kell lá-
'’arður hefur látið þá ósk í ljós, að stúlkur úr
heimahögum hans gangi fyrir“". Barras þagnaði.
Hann leit á Hildu og Grace. „Mynduð þið vilja
íara?“
Arthur sat eins og dæmdur. Var þetta faðir
hans, hið óbifanlega bjarg sem allar bænir
Hildu höfðu hingað til hrokkið af. Arthur varð
náfölur. Hann leit snögglega á Hildu.
Hilda hafði orðið rjóð í kinnum. Hún virtist
ekki trúa sínum eigin eyrum. Hún sagði:
„Er þér alvara, pabbi?“
„Er mér ekki venjulega alvara, Hilda?“
Poðinn hvarf úr kinnum Hildu eins snögg-
lega og hann hafði komið. Hún leit á Grace,
«em sat stóreygð og áköf við hlið hennar. Rödd
hennar titraði af niðurbældum fögnuði.
„Ég held við viljum báðar fara, pabbi“.
„Gott og vel“. Barras hélt áfram að lesa
blaðið. Þetta var klappað og klárt.
Slúlkurnar litu hvor á aðra. Svo spurði Hilda:
„Hvenær heldurðu að við förum, pabbi?“
„Mjög bráðlega býst ég við“, heyrðist fram-
undan blaðinu. „Sennilega í næstu viku. Ég
á að hitta Leaclr umboðsmann í Tynecastle á
morgun. Ég skal tala við hann og gera allar'
nauðsynlegar ráðstafanir. „Dálítil þögn, svo
bætti hann við með hátíðlegri röddu. „Ég er
feginn því, að þið, Hilda og Grace gerið að
minnsta kosti skyldu ykkar gagnvart föðurland-
inu“.
Það fór hrollur um Arthur. Hann ætlaði að
rísa á fætur og fara upp, en hann gat það ekki.
Hann sat eins og lamaður og starði niður á
diskinn sinn. Honum varð óglatt eins og ævin-
lega þegar hann komst í gcðshræringu.
Hilda og Grace hurfu, hann heyrði þær hlaupa
upp á loftið til að tala um þetta dásamlega
fyrirbæri. Carrie frænka var farin upp til að
sinna móður lians. Hann gerði nýja tilraun til
að rísa á fætur, en fæturnir neituðu að lilýða.
Það var eins og hinn bitri, nístandi kuldi, sem
streymdi á móti lionum frá hinum ehda borð'sins,
lamaði hann.
Svo kom það. Faðir hans lét blaðið síga og
sagði: „Mér þótti vænt um að sjá ákafa systra
þinna í að þjóna föðurlandinu".