Þjóðviljinn - 25.02.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 25.02.1951, Page 3
'Sunnudagur 25. febrúar 1951. ÞJÓÐVIEJINN ’’qW* 3 na okunnu og í Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu birtist í gær sama grein in þar sem meðlimir Iðju eru eggjaðir á að skipta um stjórn í félagi sínu og kjósa fólk það sem skipað hefur sér á svo- nefndan B-lista. I grein þessari er ráðizt með ókvæðisorðum að forystumönnum Iðju, án þess þó að reynt sé að finna þeim stað og hampað að sama skapi B-listamönnum, án þess að benda á eitt einasta atriði þeim til ágætis. Hvort tveggja er þetta eðlilegt og skiljanlegt. Hátt á annan áratug hafa forystumenn þessa félags, og þá einkum Björn Bjarnason, háð árangursríka baráttu fyrir hagsmunum verksmiðjufólks og þess vegna verið þyrnir í aug- um atvinnurekenda. Þeir vi1 ja því slíka forystu feiga í félag- inu. Hins vegar ala þeir með sér vonir í sambandi við B-lista- mennina, en geta ekki fundið neitt frambærilegt þeim til á- litsauka í félaginu, vegna þess að slíkt er ekki til. Þetta er fólk sem ekki hefur sótt félags- fundi, ekki fengizt til að gera handarvik fyrir félagið, fólk, sem skortir alla félagslega reynslu, brestur bæði áhuga og þekkingu til að geta haft for- ystu fyrir stéttarfélagi, en kem ur nú málhvatt á vettvang, fólk, sem atvinnurekendur yfir- leitt kjósa sér að hafa við samningaborð næst því að ganga af stéttarfélagimi dauðu. Solgull í skýj um Það er ofurlítið einkennileg, og raunar óvenjuleg, tilfinning sem grípur mann eftir að hafa lesið Ijóðabók Kristins Péturs- sonar, Sólgull í skýjum. En við skulum ekkj véra bráðlát, og segja heldur nafn hennar í niðurlagi greinarstúfsins. Það er hvort sem er ekki langt að bíða. Um tvennt a. m. k. er þessi höfundur næsta ólíkur mjög mörgum skáldum okkar þessi árin. Hann er rímhagur -— og hann er kátur, í öllu hófi þó. Dæmi um hið fyrrnefnda blasa við á hverri síðu, og rang- stuðlun finnst ekki i þessari bók, að ég held. Rímþrautir og dýr kveðskapur kemur jafnvel askvaðandi innan úr miðjum kvæðum, eingöngu að gamni síhu. En síðan geta þær einnig orðið okkur til gamans. Annars er höfundur ekki með nein ný form á prjónunum. En margir hættir hans eru smátil- brigði við gamla og þrautreynda kvæðahætti meistara vorra. — Hann liðkar þá ögn í liðamót- unum, ekki sízt vegna þess að það liggur vel á honum. I ó- rímuðu ljóði, Vor ökuför, er stuðlum haldið að mestu. Úr því nafn þessa kvæðis hraut úr pennanum er bezt að skýra misheppnan þess. Það er táknrænt ljóð um )íf vort frá vcggu til grafar. Og misheppn- an þess er fólgin í tvennu. 1 1. lagi er symbólíkin í því .hvers- dagsleg Og margþvæld. I öðru lagi, og það skiptir hér meira máli, er hún fullkomlega vél- ræn. Þetta ber svo að skilja a'ð hvert einasta at.riði ljóðsins er eingöngu til sem tákn, en ber ekki í sér sjálfstætt líf. En það er ekkert lag á táknrænum skáldskap nema hann sé ofinn þáttum sem hvergi þurfa að koma nálægt. neinni symbólík, en fela í sér sjáifstæðan heim áii táknlegrar skírskotunar. Táknan i list vei'ður að vera þannig fyrirkomið að verkið feli í sér skáldskap þótt okk- ur gruni ekki að það toeri einn- ig í sér táknan, symbólík. Lítum til Atómstöðvarinnar. Persón- urnar þar eru bæði einstakling- ar og fulltrúar. Þá er að minnast á hitt atrið- ið. Kátinan ómenguð gerir sig að vísu ekki mjög heimakomna á blöðum bókarinnar. Þó. bregð- ur því fyrir, t. d. í Sálkönn- un, sem ekki væri lakara kvæði fyrir sjálfsmorðingja en Holm- ens havn eftir Laxness. En kímni höfundarins er oft nokkru galli blandin, þ. e. hæðni og ádeilu. Má þar nefna kvæði eins og Séð og heyrt á haustsýn- ingu, og Bæn vegna. húss í smíðum. ’Þar að auki eru svo Ijóð sem ekki verða kennd við neina gamansemi, t. d. litla perian sem heitir Vöggulag, og annað sem heitir Landnám. Og ef við vildum enn leita að rökum þess létta blæs sem um okkur andar við lestur bókarr innar, þá er þau einnig að finna í sjálfum yrkisefnunum. Skáldið er nefnilega. í talsambandi við lífið. Eitt kvæða hans heitir Vertíðarvísur. Það getur raun- ar gerzt mörg sorg á vertíðinni cins og annars stáðar í lífinu. En það andar sjávarseltu og hafvindum frá Ijóði Kristins, svo þægilega ólíkt hinu inn- hverfa og þokukennda sálar grufli og harmtölum sem við þekkjum orðið svo vel úr ljóði voru þessi árin. Það er varla til svo stór sorg í hinu raun- verulega lifi 'að það sé ekki éftirsóknarverðará að lesa um hana en þá heimatilbúnu sál- arkröm sem er að gera lestur ljóðabóka vorra að sjúkravitj- un — að banabeði skilst manni. Hver er hún þá, að lokum, hin óvenjulega tilfinning í upp- liafi þessa máls? Jú, manni finnst að Kristinn Pétursson sé meira skáld en einstök kvæði hans, í sjálfum sér, vitna þó um. Það skyldi þó aldrei vera að vaxtarskilyrði manna fælust m. a, í sjávarseltu og hafvind- um — ef maður léti þau leika um vit sin og brjóst. B. B. B-Iistinn er listi hinna ókunnu og ókunnugu, ætlað það hlut- verk að fiska atkvæði þeirra, er allra minnst vita urn máia- vöxtu, koma að þessu fólki ó- viffbúnu og tryggja atvinnu- rekendum ítök í stéctarfélagi þess. Sú staðreynd, sem blöð at- vinnurekenda hampa nú gleið- fosalega, að svona fólk hafi vérið kjörið á samb.þing, er ein- mitt sterkasta vitnið gegn B- listanum og víti til varnaðar. Það var einmitt fólk af þessu tagi sem tryggði öflum gengis- lækkunar og dýrtíðar undirtökin á tveim síðustu Alþýðusam- bandsþingum- og gerði verka- fólkið berskjaldað fyrir þeim ókjörum, sem verkalýðurinn hefur átt í vaxandi mæli við að búa síðan. Að fela svona fólki forsjá Iðju væri ráðstöfun til að opna flóðgáttir nýrra árása á hendur vinnandi fólki. Eina leiðin til að venda til hagnýtra ráðstafana í kjara- málum verkafólksins og gagn- sóknar er það að fela engum trúnaðarstarf í verkalýðsfélagi nema þeim er sýnt hafa sig verðuga trúnaðar þess. Vörumst því þá, sem atvinnurekendur mæla með. Fylkjum okkur því um reyndustu forystumenn verksmiðjufólksins. — Kjósum A-listann. L. M. Teikningar, svartlist og vatnslita- myndir íslenzku Oslósýningarinnar 1 þetta sinn verða hér birt ummæli tveggja blaða um teikn- ingar, svartlist og vatnslita- myndir Oslósýningarinnar, og er þar með lokið yfirlitinu um blaðadómana, sem íslenzka sýn- ingin hefur hlotið og að und- anförnu hafa birzt í Þjóðvilj- anum. Hákon Stenstadvold skrifar í Aftenposten í Osló á þessa leið: „Vatnslitamyndir, svart- list og teikningar íslenzku sýn- ingarinnar hafa verið hengdar upp í Galleri Per (ekki í Lista- mannahúsinu). Þetta er heldur ruglingslegt fyrirkomulag, því persónulega hef ég aldrei skilið hversvegna myndir, sem gerðar eru á pappír, mega ekki hanga með myndum, sem gerðar eru á léreft. Það er t. d. feiknarlega eftirtektarvert að bera vatns- litamyndir Ásgfíms Jónssonar saman við olíumálverk hans. Vatnslitirnir voru fyrsta túlk- unarmeðal Ásgríms, — með þeim leitaðist hann við að ná fram liinum sterku áhrifum vinda og veðurs á landslagið, og þeir veittu honum þá loft- kenndu áferð, sem hann leitaði, jafnvel þegar hann notaði lit- ina eins sterka og hann frek- ast gat. Með samsvarandi lit- notkun í olíu náði hann sterk- um krafti, en sem alveg eyddi andrúmsloftinu í myndunum, — og siðan telrur hin nauðsynlega litskipting við, í pensilförum ólíkra lita. Einnig hefði ég gjarnan vilj- að sjá teíkningar og vatnslita- myndir Guðmundar Thorsteins- sonar við hlið hinnar dálítið ógreinilegu altaristöflu. Því í myndum þessum fáum vi’ð veru- lega innsýn í fjölbreytta hæfi- leika þessa angurværa og þó gáskafulla ævintýramanns. Hér eru hreinar, klassiskar teikn- ingar, áhrifaríkar vatnslita- myndir og hér eru undarlegar draumsýnir trúarlegs eðlis, eins og „Sjöundi dagurinn í Para- dís“, sem er gerð úr lituðuml gljápappír. Hér komumst við einnig að því að hinn þunghenti málarr Jóhannes Kjarval býr sem teiknari yfir sérstökum hæfi- leikum til þess að gefa því gildi, sem er mest einkenn- andi í fyrirmyndinni. Af teikn- ingum hans eru hér aðeins mannamyndir, gerðar með vatni. og túski. Þær eru dimmar og þungar, en eins og málverkin. fela þær allar í sér eitthvað, sem listamaðurinn veit að hann einn þekkir. Barbara Árnason hefur hér heilan vegg með hinum tækni- lega fullkomnu tréskurðarmynd um sínum. Barbara Árnason er, ensk, bæði að ætt og menntun, og verk hennar eru frábær Framhald á 7. síðu. SKAK Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Frá afmœlismótinu Rossolimo gerði jafntefli við Ásmund Ásgeirsson í síðustu umferð en í næstu umferð á undan var hann búinn aö tryggja sér fyrstu verðlaun, hvernig sém síðasta skákin færi. Hann hlaut 7y2 vinning af 9 mögulegum, vann 6 skákir en gerði 3 jafntefii. Rossolimo sigraði með meiri yfirburðum en Euwe og Janowsky, hann var aldrei í taphættu. Ungu mennirnir Guðjón og Friðrik skiptu 2. og 3. verðlaunum með 6 vinninga hvor. Þeir tefldu saman í síðustu umferð, og leit framan af út fyrir, að sú skák myndi skjótt taka enda á hinn friðsamlegasta hátt, en svo. náði Guðjón nokkrum tök- um og- reyndi lengi að vinna, en Friðrik varðist örugglega og komu þeir sér saman um jafn- teflið eftir 5 stunda tafl. Skák þeirra Baldurs og Steingríms var ekki tefld,' sök.um forfalla Baldurs. Hann liggur á sjúkra- húsi og mun ekki tefla um sinn. Stéingrímur bauð jafntefli á skákina óteflda, og var það boð þegið. Baldur hlaut því 4. verð- laun. Hann hafði 5 vinninga. Ásmundur og Guðmundur S. koma næstir með 4% vinning eða 50%. Árni- Snævarr og Eggert Gijfer hlutu 3y2 vinning hvor, Steingrímur 2þú og Sturla tvo. Fáum mun hafa komið á ó- vart. að Rossolimo skyldi bera sigur úr býtum. Hann er sízt lakari en orð fór af, og er að öllu einhver hinn skemmtileg- asti og snjallasti skákmaður, sem okkur liefur gizt. Að öðru leyti kom röð keppenda á marg- an hátt á óvænt. Frammistaða Friðriks og Guðjóns er þeim til hins mesta sóma. Guðjón mun vera snjallasti hraðskák- maður hérlendis sem stendur, og á þessu móti virtist hann einna snjallastur íslendinganna. Friðrik virðist standa jafnfæt- is okkar beztu mönnum nú þeg- ar, og kemst fram úr þeim áður en varir, ef hann heldur svona áfram. Annars var aðstaða keppend- anna dálítið misjöfn eins og nefnt var í síðasta þætti, því að flestir keppendanna urðu að stunda vinnu sína jafnframt skákinni og er það meira en ei’fitt þegar teflt er á hverju kvöldi, fimm stundir i senn. Skipulagning öll i Sambandi við mótið hvildi á herðum Guðmund ar S. og bætir það ekki aðstöðu hans. TVÆR STUTTAR SKÁKIR FRÁ MÓTINU Steingrímur tapaði í rúm- lega 20 leikjum fyrir Árna. Höfuðsynd hans var sú, að hann lét Árna hafa of frjáls- ar hendur á kóngsvæng, gætti ekki að sér fyrr en við ofur- efli var að etja. Árni Síeingrímur 1. e2—e4 Rb8—cS 2. Rgl—Í3 e7—eG 3. d2—d4 d7—d5 4. e4—e5 Rc6—e7 5. Bfl—d3 e7—c5 6. c2—c3 caxd4 7. c3xd4 Re7—g6 8. 0—0 Rg8—e7 9. Rbl—c3 Re7—c6 10. a2—a3 Bf8—e7 11. Bcl—e3 0—0 12. g2—g3 Rc6—a5 13. Ddl—e2 Bc8—d7 14. h2—h4 Hf8—e8 15. Rf3—g5 Rc6—a5 16. Rg5xh7! Rc4xe3 17. Í2xe3 Be7xh4 Þetta er örvænting, svartur sér að Kxh7 svarar hvítur með h5 og vinnur skjótlega. Nú gæti hvítur tekið biskupinn (gxh4, Dxh4, Kg2 eða Hf2), en velur annað framhald skemmtilegra. 18. De2—h5 Bd7—c6 Bxg3, Rg5 eða Be7, Hxf7!, Kxf7, Bxg6 — og mátar í 3. leik. 19. Bd3xg6 f~xg6 20. Dh5xg6 Dd8—e7 Hvít-ur hótaði Hf7, 21. g3xh4 De7xh4 22. Rh7—f6— Kg8—hS 23. Kgl—g2 Gefst upp. ÁRNI — ÁSMUNDUR Fyrstu leikirnir eru eins í þessari skák og fyrri skákinni, en aðeins fyrstu leikirnir. Ás- mundur fer fljótt á aðrar braut- ir. Hvíta kóngspeðið, sem var hyrningarsteinn í kóngssókn hvíts, er nú einangrað og illa valdað. Árna sést yfir þýðhig-. Framh. á 7. aíðu j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.