Þjóðviljinn - 30.03.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. marz 1951 -- ÞJóðleikhúsið sýnir leikritið „Flekkaðar hendur“, eftir J. P. Sartre, í kvöld kl. 8. Sýningum Þjóðleikhússins á leikriti jiessu fer nú að ljúka. — Myndin er af tveimur aðalleiburunum í „Flekkaðar bendur“, þeim Herdísi Þorvaldsdóttlur og Gunnari Eyjólfssyni. er íagurfræði? . Prófessor Símon Jóharmes Á- gústsson flytur fyrirlestur í há- tíðasal háskólans n. k. sunnu- dag, 1. apríl er hann nefnir „Hvað er fagurfræði?“. Fyrir- lesturinn hefst kl. 2 e. h. stund- víslega og er öílum heimill að- gangur. I þessu erindi leitast fyrir- lesarinn við að gera grein fyrir Jrví, hvað fagurfræði er. Síð- íui rseðir hann ýmsar skoðanir á hagnýtu gildi fagurfræðinn- ar. >■ siJltí.iÉS marz Framhald af 1. síðu. Vigfússon, Signröur Jóns son og Kristófer Sturlu- son, en Bjami Benedikts- son hefur einnig stefnt málum þeirra til hæsta- réttar. Á mótmælafundi sem Full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Dagsbrún héldu vegna ofsóknanna 30. marz í fyrra, hélt Jóhannes úr Kötl- um mjög snjalla og minnis- stæða ræðu og lauk henni með þessum orðum: „Það er sannfæring mín að hér eigi við orð þjóðskáldsins Davíðs frá Fagraskógi, bróður sakadómarans í Reykjavik: Hér dæma sekir. þeir 8©m sjálfir eru Og ég vil svo enda mál mitt á þessum ljóðlínum sama skálds: Ég fyrirlít þann sem offrar sam- vixku og sál fyrir sllfur og gull, hallir og blóðugt stál, kórónu og lönd. Frægð hans er fúið skip. Ég fyrirlít borgarans logna liá- tíðasvip. Ég fyrirlít varginn sem veröldin dýrkar enn. Vei þeim sem eru kvikindi og þykjast menn“. Jakkaföt Hcfum nú aftur jakkaföt allar stærðir fyrir drengi, margir litir og gerðir, einnig nokkur sett karl- mannaföt. Saumurn úr tillögðum efnum, bæði jakkaföt og stakar buxur. KlæSagerS Ausíurhæiai Grettisg-ötu 6. Sími 6238. Undir eilíiðesrstjörnum. Eftir A.J, Cronin 121 D A G UK. hann úr sér, árvakur og ástúðlegur, þegar hann kom auga á Mawson. Hann hafði átt von á Mawson um tvöleytið, en Mawson borðaði alltaf sunnudagsmatinn heima. Jim þokaði sér með hægð inn eftir troðfullum salnum og settist við borðið hjá Jóa. Lítil, að- gætin augu hans litu á Jóa og hann kinkaði koili til svars: þetta var kveðja manna sem vissu hvað þeir vildu. Það varð dálítil þögn meðan Jim Mawson leit í kringum sig í salnum. „Viltu whiský, Jim?“ spurði Jói loks. Jim hristi höfuðið og geispaði. Aftur varð þögn. „Hvernig gengur það þama efra?“ „Hreint ekki sem verst“. Jói dró bréfmiða upp úr vestisvasanum. „I síðustu viku af- greiddum við 200 tonn af smásprengjum, 10.000 mill af handsprengjum og 1.500 átján punda sprengjur“. „Ja hérna“, sagði Jim og teygði sig rólega eftir tannstöngli í glerskál á borðinu. „Það end- ar með því að þú lýkur stríðinu upp á eigin spýtur, Jói, ef þú ferð ekki varlega". Jói glotti. „Vertu óhræddur, Jim. Sumar af sprengjunum gætu ekki brotið upp kókóshnetu. Ég hef aldrei séð eins margar blöðrur í steyp- unni og í síðustu viku; það er síðasta járnsend- ingin frá þér, Jim. Hræðilegt. Þær voru götóttar eins og svissneskir ostar. Við urðum að troða leir i götin og tvímála þær að utan“. „Jæja“, sagði Jim. „Litið gagn í þeim eða hvað ?“ „Heldur lítið, Jim“. „Hvaða vandræði", sagði Jim og notaði tann- stöngulinn sleitulaust. Svo bætti hann við: „Hvað geturðu tekið mikið í þessari viku ?“ Jói hallaði undir flatt eins og hann væri að hugsa sig um. „Gætirðu ekki sent mér 150 tonn“. Mawson kinkaði kolli. „Og heyrðu, Jim“, hélt Jói áfram. „Láttu faktúruna hljóða á 350. Ég er orðinn leiður á þessu smáskitiríi“. Ihugult augnaráð Jims spurði: Er þáð óhætt? „Ekki fara of geyst“, sagði hann ]oks. „Gleymdu ekki Dobbie“. „Skítt með Dobbie. Þegar faktúran er i lagi er öllu óhætt. Hann hefur ekki hugmjmd um hvað við notum mikið í bræðsluna. Ef tölurnar standa heima hjá honum, þá heldur hann að allt sé klappað og klárt“. Það var illa duiin gremja í rödd Jóa. Tilraunir hans til að múta hinum stirðbusalega, magra gjaldkera höfðu far- ið út um þúfur. Jæja, það var aúðvelt að vefja honum um fingur sér, ef honum skyldi detta í hug að fara að snuðra eitthvað í reksturinn. Tölurnar voru hið eina sem hann treysti. Og hann hafði ekkert vit á sjálfum rekstrinum. Mánuðum saman höfðu Jói og Mawson leikið hinn áfiægjulega leik sinn. í dag hafði hann til dæmis pantað 150 tonn af járni, en faktúran hljóðaði á 350 tonn og Dobbie, mundi greiða þau skilvíslega og Jói þurfti ekki annað en leika sér fyrir mismuninn sem var 1400 pund, þ. e. a. s. 200 ímynduð tonn á 7 pund hvert. Þetta var aðeins lítið dæmi um snilli þessara tveggja manna, en þó nóg til þess að þeir voru stríðinu þakklátir. Þegar viðskiptum dagsins var lokið, fór Maw- son af stað í klúbbinn sinn, Jói gekk rösklega að bílnum sínum. Hann setti vélina í gang og ótk í áttina til Wirtley: hann hafði lofað að sækja Láru. Hann ók hugsandi um mannauðar DAVÍÐ götumar, með hugann fullan af nýjustu ráða- gerðum Mawsons, perlingum, viðskiptum, sprengj- um, stáli og magann fullan af kjamgóðum mat °S drykk og hann hugsaði með velþóknun um það sem beið hans. Hann brosti sjálfánægju- brosi. Lára var ágæt, hann stóð í þakkarskuld við hana. Hún hafði frætt hann um svo margt, kennt honum að binda nýja slifsið sitt og hjálp- að honum að velja sér litlu hentugu íbúðina, sem hann hafði nú búið í í sex mánuði. Hún hafði betrumbætt hann á margan hátt. En hvað um það, henni þótti sjálfri gaman að gera allt mögulegt fyrir hann, svo sem að veita honum inngöngu í klúbbinn og kom því til leið- ar að hitt og þetta heldra fólk byði honum heim. Já, hún var alveg vitlaus i honum. Bros hans breikkaði. Nú skildi hann Lám fullkom- lega. Hann hafði alltaf hrósað sér af því að hann. þekkti konur: hinar hræddu, hinar kulda- legu — ’ þær voru algengastar — cg svo þessar sem voru með látalæti; en hann hafði aldrei áður rekizt á konu eins og Láru. Og það var því ekkert óeðlilegt að hún yrði að láta í minni pokann fyrir honum, eða öllu heldur fyrir sjálfri sér. Um leið og hann ók inn á torgið bak við Wirtley verksmiðjurnar — þau hittust alltaf þar af skiljanlegum ástæðum — kom Lára fyrir hornið glæsileg í fasi. Hann var hrifinn af stundvísi hennar. Hann tók ofan hattinn og opnaði bílhurðina fyrir henni án þess að fara út. Hún settist inn og án þess að segja neitt ók hann, áleiðis til íbúðar sinnar. Þau þögðu bæði í nokkrar mínútur, þögn hins nána kunningsskapar. Honum líkaði vel að hafa hana við hlið sér: hún var sérlega vel búin og dökkblátt klæddi hana betur en nokkur annar litur. Honum þótti vænt um hana á sama hátt og manni, sem er ennþá ástfanginn af konunni sinni. Aúðvitað var nýjabrumið horfið af sam- bandi þeirra; meðvitundin um algera uppgjöf hennar dró nokkuð úr ákafa hans. „Hvar borðaðirðu hádegismat?“ spurði hún loks . „Á Central." Rödd hans var kæruleysisleg. „En þú?“ ,,Eg fékk mér fcrauðsneið í klúbhnum.“ Hann hló góðlátlega; hann vissi að hún hafði ekki mikinn áhuga á mat. „Ertu ekki bráðum búin að fá nóg af þessu starfi ?" sagði hann. „Að standa og mata kan- arífuglana?" „Nei,“ svaraði hún. „Eg er að reyna að við- halda trúnni á það að eitthvað gott sé eftir í mér.“ Hann hló aítur, hætti við þetta umræðuefni og þau fóru að tala um daginn og veginn þangað til þau komu að götunni sem Jói bjó við. Það var íbúð á neðri hæð tvílyfts húss, herbergin voru há ti] lofts, amarnir stórir og skemmti- legt útsýni yfir garðana fyrir framan og aftan húsið. Lára hafði séð um innréttinduna fyrir hann með sínum örugga smekk — hún hafði næma tilfinningu fyrir öllu þess konar. Á morgnana kom kona til að hreinsa hjá lionum, og þar eð Yarrow var næstum átta kílómetra í burtu voru þau nokkurn veginn óhult þarna. Og þeir sem sáu Láru koma og fara, vissu ekki anna’ð en hún væri systir Jóa. Jói opnaði dyrnar með smekkláslyklinum og fór inn ásamt Láru. Hann kveikti á rafmagns- ofniiiúm í setustofunni, settist niður og fór aö feimá frá feér skóna, Lára hellti mjólk í glas handa ' sér,' dreyjpti á því og horfði á hann‘á meðan. ’ V „Viltu whisky og sóda,“ sagði hún. „Nei, mig langar ekki í það.“ Hann tók upp sunnudagsblaðið sem lá á borðinu, fletti því sundur og fór að lesa fjármáladálkinn. Hún virti hann þegjandi fyrir sér meðan hún Jauk vi’ð mjólkina. Svo fór hún að dútla við ýmislegt í stofunni, færa til hluti eins og hún væri að bíða eftir að liann segði eitthvað, síðan gekk hún hljóðlega inn í svefnherbergið. Hann heyrði til hennar þegar hún háttaði sig og hann brpsti með sjálfum sér bak við blaðið. Þau fóru í rúniið á hverjum súnnudegi, róléga og virðú- le^a eins^og þegar fölk fér í kirkju, en upp á BjðknstiðVþegar ástríða hans sjálfs hafði hjaðn- að lítið' eitt, Iiafði hann haft gaman af að stríða henni dálítið. Núna beið hann í fullan hálftíma og þóttist lesa, síðan reis hann á fæt- ur, geispaði og fór síðan inn í svefnherbergið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.