Þjóðviljinn - 30.03.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1951, Blaðsíða 1
Æ. F. R. Skíðaferð n. k. laugardag kl. 6 eftir hádegi. — Félögum skal bent á að mjög mikill snjór er nú í Bláfjöllum og því gott skíðafæri. — Nauðsynlegt er að skrifa sig á listann. Skálastj. Föstiulagur 30. mar/. 1951 — 16. árgangur — 71. töhiblað Er Vafdimar Stefáfisson sakadómari fjárhagS' lega háður rikisst'jóminni ? Sérsfœð viðskipti ríkisstjórnarinnar og sakadómara um leið og hann kvað upp dómana út af 30. marz Ein meginundirstaöa réttarríkis er að dómstólarnir séu óháðir ríkisvaldinu, að þeir kveöi upp réttláta dóma, þótt í hlut eigi valdamenn þjóðfélagsins, ráðherrar og embættismenn þeirra. Eitt meginverkefni Bjarna Bene- diktssonar hefur hins vegar verið að gera dómstólana sem háðasta ríkisstjórninni og sér persónulega. Hefur honum þegar orðið mjög mikið ágengt á þessu sviði, eins og hin fjölmörgu dæmi um réttarofsóknir síðustu ára sanna, en alvarlegasta dæmið er dómar þeir sem saka- dómarinn í Reykjavík, Valdimar Stefánsson, kvað upp út af atburðum þeim sem geröust við Alþingishúsið 30. marz 1949, fyrir réttum tveimur árum. Dómar Valdimars voru fullkomin réttarhneyksli og öll „rannsókn" hans þverlegt brot á þeim meginreglum réttarríkis sem vikið var að að framan. Dómar þessir og ýms önnur atvik viröast sýna að Valdimar Stefánsson sakadómai’i sé flest- um eða öllum öðrum íslenzkum dómurum háðari ríkis- stjóminni og Bjarna Benediktssyni. Valdimar Stefánsson sakadómari réðst á sínum tíma í að bygqia stórhýsi ásamt öðrum manni við Ægissíðu 98 hér í bæ. Byggði hann efri hæð og ris- hæð hússins, þannig að húsakynni voru ekki smá- vaxin, oa hvergi var í sparað um vandaða smíði né heldúr lúxus og prjál. Bygging þessi varð hins veg- ar svo dýr að í byrjun síðasta árs var sakadómarinn kominn í fjárþrot og virtist að lokum ekki eiga annan kost en að selja hæðirnar og taka á sig bung- bæran fjárhagslegan skell. — En 29. marz í íyrra gerðust þau tíðindi að ríkissjóður tók við þessum tveim hæðum, fyrst með leigusamningi en mun nú vera skráður eigandi, og gerði þær að EMBÆTT- ISBÚSTAÐ VALDIMARS STEFÁNSSONAR SAKA- DÓMARA. Var hinn upphaflegi leigusamningur miðaður við 10. marz, þótt hann væri ekki gerður fyrr en þann 29. Dómarnir út af atburðunum 30. marz voru kveðnir upp 25. marz 1950 — fjórum dögum áður en ríkið leysti fjárhagsvandamál sakadómarans. En þar sem samningurinn er miðaður við 10. marz er augljóst að hann hefur verið á döfinni meðan dóm- arnir voru ákvarðaoir, þótt ríkisstjórnin geymdi sér endanlega ákvörðun þar til mglinu væri lokið. Er það vissulega sérstæð tilviljun. Atburðirnir 30. marz 1949, landráðin innan veggja alþing- is og það fasistíska ofbeldi sem þúsundimar vorii beittar utan veggja þingsins, er ís- jendingum í svo fersku minni að óþarft er að rifja upp. Hins vegar er sérstök ástæða til að vekja athygli almennings á hinni afburðasnjöllu ákæru Ein- ars Olgeirssonar á „réttvísina" út af „réttarrannsókn" saka- dómarans, sem birt var í síð- asta hefti Réttar og verður enn naprari í ljósi þeirrar nýju vitneskju sem hér hefur verið birt. ★ í dag mun íslenzk alþýða senda þeim 20 mönnum sem Valdimar Stefánsson dæmdi saklausa, sem fulltrúa þeirra þúsunda er mótmæltu landráð- unum, hlýjustu kveðjur sínar. Hinir dómfelldu voru þessir: 18 mánaöa fangelsi: Stefán Ögmundsson. 12 mánaða i'angelsi: Stefán Sigurgeirsson, Stefnir Ólafsson og Magnús Jóel Jóhannsson. Þessir fjórir menn voru einnig sviptir mannrétt- indum. 6 mánaða fangelsi: Jón Kristinn Steinsson, Al- fons Guömundsson og Jón Múli Árnason. 4 mánaða fangelsi: Magn- ús Hákonarson, Jóhann Pétursson, Kristján GuS- mundsson, Garðar Óli Halldórsson og Guömund ur Jónsson. 3 mánaöa fangelsi: Friörik Anton Högnason, Gísli Rafn ísleifsson, Árni Páls son, Guðmundur Helga- son, Páll Theódórsson, Ólafur Jensson. Halfdán Bjarnason og Hreggviður Stefánsson. Sýknaöir voru: Stefán O. Magnússon, Guðmundur Framhald á 6. síðu t ! Þeir siija enn á júngi Landráðin 30. marz voru samþykkt af 37 al- þingismönnum, og munu þeir jafnan taldir meðal mestu óheillamanna ísl- leir.'.ku þjóðariunar. Níu þeirra eiga ekki sæti á þingi lengur, og í dag* ber íslenzkri alþýðu að sterngja þess heit að hrekja þá 28 sem eftir eru af löggjafarsainkomu þjóðarinnar. Þeir eru þessir: Ásgeir Ásgeirsson Bernharð Stefánssotn Bjarni Benediktsson Björn Ólafsson Bjarni Ásgeirsson Emil Jónsson Eysteinn Jpnsson Finnur Jónsson Gísli Jónsson Gunnar Thoroddsen Halldór Ásgríiusson Helgi Jónasson Ingólfur Jónsson Jóhann Hafstejn Jóhaiin I*. Jósafsson Jón Gíslason Jón Pálmason Jón Sigurðsson Jörundur Brynjólfsson Lárujs Jóhannesson Ólafnr Thors Páll Lorsteiusson Pétur Ottesen Sigurður Bjarnasoii Stefán Jóliann Stefánsson Stefán Stcfánsson Steingríinur Steinþórsson Þorsteinn Þorsteinsson ISæsíiréttur ffaillar vænt- aialega ima flóiiiaua íit af 30. inarz í Jaisaf n. k. Þjóðyiljinu snevi sék í gær til Ilákoiuu* Guðmniulssonar, rit- ara hæstaréttar, og spuröist fyrir uni það, livenær vænta mætti pess að liæstiréttur taeki til nieðferðar dóma saka- dómarans út af atburðunum 3ö. mai’z. Hæstaréttarritari kvað málið svo umsvllamlkið að ekkl liefði enn unnizt tíini tii að búa það endanle^a til flutnings. Hins vegar mætti búast við að ]>að yrjSl tilbúið siðari iiluta niaimánaðar og því ekkl otrú- legt að málflutnins'ur gæti farið fram í jiini, en réttaríri hefjast 1. júlí. !: Búizt er við samkomulagi urn fjórveldafund í París Fréttaritarar í París eru þgirrar skoðunar, aö efth' síöustu tillögur Gromikos geti ekki liðið á löngu aö sam- komulag náizt um dagskrá fyrir fund utanríkisráðherra fjórveldanna. Sumir fréttaritararnir full- yrða jafnvel, að fundur utan- ríkisráðherranna muni hefjast í Washington innan tveggja vikna. Þeir benda á að Gromi- ko hafi gengið verulega til móts við sjónarmið Vestur- veldanna í síðustu tillögum sín- um. Fundi frestað. Fundi fulltrúa utanríkisráð- herranna, sem verða átti í gær var fi-estað þangað til í dag að bei'ðni Vesturveldafulltrú- anna, sem kváðust ekki geta tekið afstöðu til tiljagna Gromi- kos nema ráðgast fyrst við stjórnir sinar. Utanrikismála- fréttaritari brezka útvarpsins sagði í gær, að innan Vestur- veldasendinefndanna í París væri viðurkennt, að Gromiko hefði sýnt samkomulagsvilja, enda þótt hann hefði ekki upp- fyllt allar kröfur Vesturveld- anna. Vesturveldin ósammála ? Ýmsir fréttaritarar í París Verlækjkiin í telja, að Vesturveldin sáu ekkí á eitt sátt um afstöðuna til FramhaJd á 5. síöu. byggingar Fréttaritari Reuters í Was- hington skýrir frá því, að bandarískir byggingarmeistarar hafi nú lokið við að reisa á kóraley í Eniwetok eyjaklass- anum byggingar af ýmsum gerðum, og er tilgangurinn að' reyna livemig hver um sig stenzt kjarnorkuárás. Banda- ríska kjarnorkunefndin hefur varað skip og flugvélar við að koma nærri Enhvetok fyrst um sinn. Kjarnorkutilraim ir „við rússnesk Bi&lgarlu Búlgariustjórn hefur afnum- ið skömmtun á öllum iðnaðar- vörum og jafnframt lækkað þær í verði um 10 til 45%. Jafn- framt fá iðnaðaryerkamenn í landinu kaup sitt hækkað. 1 tilkynningu stjórnarinnar seg- ir, að framkvæmd fimm ára á- ætlunarinnar um aukningu fram leiðslu á iðnaðarvarningi hafi gengið svo vel, að það hafi gert mögulega verðlækkun og kaup- hækkun til verkamanna samtím is og jafnframt afnám skömmt- unar. Skýrt hefur verið frá því í Washington, áð einhverjar Ale- utaeyja nyrzt í Kyrrahafi verði teknar fyrir æfingasvæði með kjarnorkusprengjur. Fréttarit- arar segja, að tilgangurinn sé að varpa kjarnorkusprengjum úr mikilli hæð við „rússnesk veðurskilyrði" og láta þær springa á jörðu niðri en ekki i lofti. ta Súesskurð Komin er fram á egypzk-a. þinginu tillaga um að Súes- skurðurinn verði þjóðnýttur. — Hann er nú í eigu hlutafélags, þar sem Bretar hafa öll ráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.