Þjóðviljinn - 07.04.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1951, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. apríi 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 . ■ ★ ★ ★ Haukar 20 ára Svo algengt mun það vera, að drengir sem í bæjum búa, stofni méð sér félag til að iðka knattspymu, að flestir mið- aldra menn minnast þess að bafa tekið þátt í stofnun eins eða fleiri slíkra félaga. Oftast eru það drengir sem búa við sömu götu eða í næsta ná- grenni. Tildrög þessara félaga- stofnana eru venjulega þau, að stóra félagið sem þeir hafa látið skrá sig í, hefur ekki tekið nægjanlegt tillit til sinna yngstu félaga. Flest eiga þessi félög það sameiginlegt að saga þeirra verður ekki löng. Þó eru nokkrar undantekningar og verður á eina minnzt hér. 12. apríl 1931, komu saman 13 drengir á fermingaraldri, sem þá voru innan vébanda K.F.U.M., í þéim tilgangi að stofna íþróttafélag. Nær því allir þessir drengir bjuggu við Reykjavíkurveg og vestast við Austurgötú í Hafnarfirði. I samræmi við aldur drengjanna var rösklega tekið á málinu. Nöfn stofnenda rituð í fundar- gerðarbók. Stjóm kosin, fjTsti form. Karl Auðunsson, Austur- götu 7. Samkv. uppástungu séra Friðriks var félagið nefnt „Knattspymuféiagið Haukar“. Nærri sjö árum síðar er stofnuð kvennadeild innan fé- lagsins með það fyrir augum að iðka fimleika og handknatt- leik. Alit frá stofnun hefur félag- ið háð æfinga og keppnisleiki bæði innanbæjar og utan. Frammistaða félagsins hefur bá oft á tíðum verið með mestu ágætum. Má þar til nefna að báðir flokkar, bæði karl- og kvenfiokkur, hafa oftar en einu sinni orðið ísiandsmeistarar. Annars er það ekki ætlun mín að rekja hér sögu Hauka, því hún er eins og saga flestra íþróttafélaga í okkar þjóðfé- lagi. Hún er um baráttu til að 'bæta skilyrði til íþróttaiðkana. Hún er um baráttu við fjár- hagsörðugleika. Hún er um bar áttu við íhaldssemi og þröng- sýni bæjaryfirvaidanna. Hún er barátta við tómlæti og skiln ingsleysi foreldranna. Hún er um vonbrigði og sigra, en um- fram allt sagan um hinn óbil- andi kraft og kjark sem í ís- lenzkum æskuiýð býr. Það sem ég vil með þessum Kappleikur milli Hauka og F.H. 17. júní 1944. ★ línum er að færa „Knattspyrnu fél. Haukar“ mínar beztu óskir á 20 ára afmælinu og þakka það mikla uppeldisstarf sem fé- iagið hefur unmð Hafnarfjarð- arbæ á undanförnum árum. Og sérstakar þakkir til fyrstu Hvaða olíukyndingartæki eru bezt? GUÐSVEINN ÞORBJÖRNSS. formaður Hauka kennara félagsins, Gísla Sig- urðssonar og Halldórs heitins Ámasonar. Til Karls Auðuns- III. flokkur Hauka í Handknattleik 1932 Steína ieppstjórnarinnar: Á sama tíma og kaup Iaunþega er bundið með' þrælalögum, heldur ríkisstjórnin áfram að nema verðalágséftiriitið úr gildi. Sérstaklega er athyglis- vert að hún leyfir nú yfirleitt ótakmarkaða álagn- ingu atvinnurekenda á vinnu verkafólks, þótt kaup- gjaldiö sé bundið. Fyrir nokkrum dögum voru af- ’ numin öll ákvæöi um eftirlit meö álagningu á vinnu í bifreiöaverkstæðum, vinnu pípulagningamanna og raflagningarmanna. Mega þá atvinnurekendur leggja ótakmarkaö á alla vinnu nema í vélsmiðjum, skipasmíðastöövum og netaverkstæöum, en þar var álagningarheimildin hækkuö aö mun fyrir nokkr- um dögum. Stefna ríkisstjórnarinnar er því þessi: Kaup verkafólks skal bundið, en álagning atvinnu- rekencla á vinnu íólksins má fara upp úr öllu valdi. Éngin íslenzk ríkisstjórn hefur vegið jafn grímulaust aö verklý.ðssamtökunum og sú leppstjórn Bandaríkjanna sem nú situr við völd á íslandi. sonar, Óskars A. Gíslasonar, Hermanns Guðmundssonar, Jóns Egilssonar og Guðsveins Þorbjörnssonar fyrir allt þeirra mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins. Haukar, megi ykkur auðnast að fá betri skilyrði til íþrótta- iðkana, Megi ykkur lánast að halda félaginu fjörugu og van- rækja ekki vngstu félagana, og megi ykkur takast að missa ekki baráttuna — ekki sigrana. Kristján ^ndrésson. Bæiarfrétiir íí’ramh. af 4. síðu fara héðan aftur sama dag til Færeyja og- Kaupmannahafnar. Næsta ferð Drottningarinnar verð- ur svo 12. maí frá Káupmanna- höfn beint- til Grænlánds nveð fár-' þega. Kemur hún við í Reykja- vík i bakaleiðinni og fer héðan 30. maí til Færeyja og Kaup- mannahafnar. — Hinar reglulegu hraðferðir byrja svo föstudaginn 8. júní, og fer skipið svo úr því annan hvern föstudag frá Reykja vík og ICaupmannahöfn um Fær- eyjar, og verða þessar ferðir til septemberloka. Notkun hráolíu til upphitun- unar húsa hefur vaxið stórl. á síðustu árum. Má hiklaust telia að varla sé svo reist nýtt íbúð- arhús. að það sé ekki hitað upp með olíu og viðbúið, að svo verði enn um skeið a. m. k. Auk þess hefur f.iöldi manna, sem áður höfðu kolakyndingu, skipt um og nota nú olíu í stáð kola. Ástæðan er fyrst og fremst hin miklu þægindi. sem olíu- ltyndingu eru samfara miðað við kolakyndingu. Við þessa þróun hefur skapazt allmikill mark- aður fyrir olíukyndingartæki, bæði katla og brennnara. All- mörg fyrirtæki hafa selt slík tæki undanfarin ár. Það er engum efa undirorpið. að tæki bessi eru miög misjöfn að gæð- um hvað olíueyðslu snertir. — Dæmi eru til bess, að menn hafi minnkað olíueyðslu sína um allt að helming við það að skipta um miðstöðvarketil. — Reynsla fólks í notkun þessara tækja er tiltölulega stutt og mönnum. sem hafa hug á að fá sér olíukyndingartæki, er nokkur vorkunn. þótt þeir séu í allmiklum vafa um, frá hvaða fyrirtæki þeir skuli fá sér ketil. Én þarna er um áð ræða mikið hagsmunamál hjá hverri fiölskyldu, bar eð hitunarkostnaður er nú orðinn bað stór liður í ýtgjöldum heimilisins. að naumast verð- ur undir risið fyrir láglauna- menn. Þess var getið hér að framan. að dæmi væru til þess að menn hefðu sparað allt að helming upphitunarkostnaðar við það að skipta um ketil. Vil ég nú sanna það mál með eft- irfarandi vottorðum: „Síðast liðið haust tók ég í notkun miðstöðvarketil smiö- aðan í vélsmiðiu 01. Olsen í Ytri-Njarðvík. Áður notaði ég amerískan ketil. sem ég keypti nýjan frá EJding Tfading Comp any á árinu 1949. Var talið, að sá ketill væri byggður sér- staklega fyrir olíukindingu, enda paníaCu. þanníg. Við Ol- sen-ketilinn heíi ég notað sama sjálfvirka kyndingartækið sem fylgdi hinum katlinum. Hús- rúmið. sem kötlunum er ætlaö- að hita, er ein hæð 140 ferm. að stærð. eitt herbergi í kjall- ara og þvottahús. Reynsla mín af Olsen-katlinum er sem hér segir: Mánuðina nóvember, des- ember. ianúar og febrúar hef- ur hann notað að meðaltali 20 lítra af olíu á dag eða 600 lítra á máriuði. Hinn ketillinn notaði sömu mánuði sl. vetur rúma 33 lítra á dag eða 1000 lítra á mánuði. Hiti frá Olsen-katlinum hefur reynzt betri. þótt olíueyðslan hafi ekki veri'ð meiri en 3 á móti 5 miðað við hinn. Þess utan er Olsen-ketillinn mun fljótari að hita miðstöðvarkerfið. Mun láta nærri að hann fullhiti það á helmingi skemmri tíma en hinn ketillinn gerði. 16. marz 1951. — Stefán Jónsson Melhaga 1. Reykjavík.1 (sign).“ ________ „Við undirritaðir Jón Gunn- laugsson og Ragnar Bjarkan, stiórnarráðsfulltrúar í Réykja- vík, tökum hér með eftirfar- andi fram að gefnu tilefni: Frá bví við fluttum í hús okk- ar Háteigsveg 40. sumarið 1948, notuðum við í tvö ár nýjan kolaketil með íslenzkri olíu- kyndingu til upphitunar í hús- inu. Varð kyndingarkostnaður- inn það mikill bennan tíma, að við ákváðum að skipta um ketil. Á s. I. sumri fengum við ný.ian ketil, smíðaðan af Olav Olsen í Njarðvík, og treystum við okkur að fullyrða að þessi nýi ketill sparar minnst 30—40% af olíueyðsl- unni miðað við evðslu kolaket- ilsins. Nemur sparnaður þessa eina ketils, sem hitar allt hús- ekki minna en 5.000.00 kr. á ári miðað við núverandi olíu- verð. Þess skal getið. að við erum einnig að öðru levti vel ánægð- ir með þessi nýju olíukypding- artæki. bæði er þægilegþ; að kveikja upp í þeim og öryggis útbúnaður sýnist í góðu lagi. i Rvík. 14. marz 1951. — Ragn. ar B.iarkan, Jón Gunnlaugsson. (sign).“ Dæmi þessi sýna. hve miklar upphæðir menn geta sparað sér í hitunarkostnáði. ef þeir fá sér beztu fáanleg tæki, sem á boðstólum eru. Það er m.ö.o. sannað mál, að mikill fjöldi heimila getur sparað sér upp- hæðir sem skipta hundruðum og þúsundum árlega Með til- liti til þess, hve þýðingarmikið það er fvrir hverja fjölskvldu og landið í heild, að ekki sé verið a'ð eyða óþarfa fiármun- um í olíubrennslu, vil ég levfa mér sem einn framleiðandi olíu- kat'a að bera fram ákveðna til- lögu í þessu hagsmunamáli al- mennings. Hún er sú. að sett- ur sé á stofn einskonar rann- sóknarréttur dómbærra manna á gildi þeirra olíukatla. sem á boðstólum eru. Virðist eðlilegt að framkvæmd málsins sé í höndum Fjárhagsráðs, þar scuj hér getur verið um að ra 3a verulegt gjaldeyrismál. Fram- kvæmd málsins get ég hugsað mér bannig t. d.. áð öll bau fyrirtæki. er slíka katla og kyndingartæki hafa á boð- stólum. láti nefndinni í té til af- nota einn ketil í einskonar prof raun. Síðan eru allir bescir \katlar settir upp á bar til völdum stað undir eftirliti fram leiðendanna og látnir starfa hæfilega lengi við nákvæmlega samskonar skilvrði. og árang- urinn síðan mældur og útreikn-- aður í tölum. svo engar brigð- ur verði á báð boraar. hver hafi sigrað í samkeppninni, og niðurstöðurnar siðan rækilega auglýstar almenningi til leið- beiningar. Vænti ég bess, að allir beir. sem slíka miðstöðv- arkatla framleiða, verði mér sammála um nauðsva þessa 'annsóknarréttar og telii mik- ils virði að fá úr því skorið á1 þennan hát.t. ? livaða stigi fram. leiðsla þeirra stendur í sam- keppninni. —• Rannsókn lessi þyrfti ekki á3 kosca það mikJa fiármum að slíkt hi: Jraði þessa framkvæmd. Væri n’id- Framhald á 7. síðu. Stolnar fiaðrir Margt getur skríttlegt skeð. 1 gær er Alþýðublað- ið komið á það stig að lýsa því með f jálglegu orða- lagi kvernig stjóm Stefáns Jóhanns lsafi barizt gegn dýrtíðinni og lækkað verðið á nauðsynjum ahnennings. Það tekur þó af skiljan- legum ásteðum aðelns eitt da'.mi, verð á rúgbrauði, franskbrauöi og vínarbrauði, og ber sainai! verðið í des- ember 1947 og desemher 19-19. Og sjá! Rúgbrauðin hafa á þeim tíma Jækkað um 50 aura, franskbrauðin um 10 aura og vínarbrauð- in staðið í stað. Alþýðublaðinu láist hins vegar að geta þess að fyrir desember 1947 hækkaði stjórn Stefáns Jóhanns rúg- brauðin um 20 aura. I.ækk- un sú seni síðar kom er ekki heldur að neinu leyti verðleikar Stefáns Jóhanns stjómarinnar, heldur staf- aðl hún af því að stórvirk brauðgerð tók hér til starfa og háfði' sú umbót öll ver- ið undirbúin al’ nýsköpun- arstjórninni. Þannig eru þa'r stolnu fjaðrir sem Alþýðublaðið reynir nú að nota til að fegra síður sínar. Barátta Stefáns Jóhanns gegn dýr- tíðinni! Ekki nema það þó!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.