Þjóðviljinn - 07.04.1951, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILIINN — Laugardagur 7. apríl 1951
ÞJÓÐVILJINN
Útg-efandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Askriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Árás sem mistekst
Fordæming sú og fyrirlitning sem Bjarni Ben. og
aSrir hlutaSeigendur að fangelsunum Björns Jónssonar
og Þóris Daníelssonar hafa hlotið fyrir tiltæki sitt er
farin að svíða þeim allsárt, ef dæma má eftir því mikla
kappi sem þeir leggja á afsakanir í öllum blöðum þrí-
fiokkanna, að viðbættum skætingi í garð þeirra manna
sem ofsóknirnar bitna fyrst á. í gær var meira að segja
sóttur ritstjóri Alþýðuflokksins á Akureyri til að skrifa
heilsíðugrein í Alþýðublaðið um málið. Það er prýðileg
lýsing á innræti Braga Sigurjónssonar að hann skuli
fagna því að forsvarsmenn verkalýðsins á Akureyri séu
langelsaðir, enda mun hann ósjaldan hafa sviðið undan
hvössum ádeilugreinum kollega síns við Verkamanninn.
Stefáni Péturssyni var lika kátt þegar ritstjórn Þjóð-
viljans var fangelsuð á stríðsárunum. Fyrirlitning Reyk-
víkinga á slíku innræti reyndist honum þungbær — og
ekki munu Akureyringar fremur kunna að meta þennan
sama smáskítlega hugsunarhátt hjá Braga Sigurjónssyni.
Hvernig sem blöð þríflokkanna reyna að afsaka
Bjarna Ben. verður því ekki haggað að hér er um hefnd-
arráðstafanir að ræða gegn forystumönnum verkfall-
anna 1947 og blöðum Sósíalistaflokksins. Bæjarfógetinn
á Akureyri hefur gefið Bjarna Ben. siðferðisvottorð í
málinu og lýst á hendur sér allri sök af framkvæmd
þessara gömlu dóma. En varla á bæjarfógetinn á Akur-
eyri upptök að því að um sama leyti og farið var að
lramkvæma dómana norður þar, var ritstjóra Þjóðviljans
tilkynnt að til stæði að fara að framkvæma dóma, þar
á meöal persónulega meiðyrðadóma, vegna skriía í Þjóð-
viljanum frá undanförnum árum. Nú er það á allra vit-
orði að slíkum dómum hefur ekki veriö fram fylgt ára-
tugum saman, og getur engin önnur ástæða verið til þess
en sú, að dómar þessir hafa enga stoð í réttarvitund
þjóðarinnar. Sú breyting sem nú virðist snögglega verða
á afstööu ríkisvaldsins er augljóslega fyrirskipuð af
æðstu stöðum, enginn efi leikur á að hér er Bjarni Ben.
að þjóna lund sinni.
Þetta er skiljanlegt með Bjarna Ben. En það er ótrú-
legur skepnuskapur af ritstjórum Reykjavíkurblaðanna
að hælast um fangelsun ritstjóra Verkamannsins, það
er einstakur kvikindisháttur af Valtý Stefánssyni eða Sig
urði Bjarnasyni að birta leiðara til að fagna framkvæmd
dóms gegn kollega þeirra og afsaka hana með því að
hér sé réttvísin að hegna fyrir ,,sóðaleg“ skrif! Þessir
menn vita vel, að hægt er að fá ábyrgðarmann Morg-
unblaðsins dæmdan fyrir meiöyrði nær daglega. Og þeir
hafa sjálfir átt hlut að sarpþykkt Blaöamannafélags ís-
lands um fordæmingu á þeim ákvæðum hegningaiiag-
anna sem blaðaritstjórar verða helzt fyrir. Blaðamenn
af' öllum stjórnmálaflokkum hafa einum rómi stimplað
þau ákvæði sem skerðingu á prentfrelsi í landinu. Meira
að segja tók annar ritstjóri Morgunblaðsins að sér fyr-
ir nokkrum árum að færa þessi mótmæli Blaðamanna-
félags íslands í búning ákveðinna lagabreytingatillagna,
enda þótt ekki tækist að tryggja þehn framgang á Al-
þingi.
Árásir ritstjóra aftuvhaldsins í Reykjavík og Akur-
eyri á Þóri Daníelsson, sem mótmælir því aö dómsmála-
ráðherra ætlar að fara aö nota sér- óverjandi dóma til
ofsóknar gegn blöðum ákveðins stjórnmálaflokks, mót-
mælir því á þann áhrifamesta hátt sem hægt er, munu
ckki verða þeim til sóma i sögu íslenzkrar blaöamennsku
Þeir hefðu gott af því að hugleiöa, ritstjórarnir sem hæl-
ast um fangelsun Þóris Daníelssonar, hvort muni holl-
ara orðstír manns, drengileg og kjarkmikil framkoma
Á.rna frá Múla er ritstjórn Þjóöviljans var fangelsuð á
stríösárunum, eða flaörandi vesalmennskan hjá Stefáni
P. og Þórarni Þórarinssyni við það tækifæri. Einkum
hefðu ritstjórar Morgunblaðsins þörf fyrir slíka hug-
leiðingu áður en þeir skrifa næstu skætingsgrein um
jhinn norðlenzka starfsbróður sinn.
Leikföng til íslendinga,
leikföng til Banda-
ríkjamanna.
Kristín skrifar: ,,Kæri Bæj-
arpóstur! — Já, enn er nú
kerlingin komin með sitt rex!
Að þessu sinni þarf ég eigin-
lega að ávíta sjálfan þig ofur-
lítið. Þú birtir bréf frá ein-
hverjum lesanda þínum, þar
sem bann segir frá því að lítil
telpa — mig grunar, að hún sé
dóttir hans — hafi fengið leik-
föng (brúðu?) frá henni ömmu
sinni gömlu, sem dvelur í út-
löndum, verðmæt.i sendingarinn-
ar hafi verið um 40 kr., en af
henni hafi verið teki'ð í tolla
og gjöld samtals 38,50 krónur!
Þú ert sjálfsagt hneykslaður
á svona smásmuguhætti yfir-
valdanna, eins og fleiri, En þú
minnist ekki einu orði á ákveð-
ið airiði, sem í þessu sambandi
skiptir miklu máli, og ég á hér
við leikfangainnflutning þeirra
bandarísku þarna á Keflavfk-
urflugvellinum.
n
Einstæð yfirlýsing
tnllþjóns
„Ég þykist muna það rétt,
að ýms málgögn, nákomin
stjórnarvöldum, hafi látið það
heita gott og blessáð, að Banda
ríkjamenn flyttu hingað inn
leikföng eins dg þeim sýnist,
án þess að borga eyri í toll af
þeim eða önnur gjöld; enda
má kannske segja, að margs
sé fyrr þörf í virðingu þeirra
fyrir íslenzkum lögum, heldur
en þess, að þeir flytji leikföng
inn á heiðarlegan hátt. I einu
blaði gekk þetta jafnvel svo
langt, að sjálfur tollþjónninn,
eftirlitsmaður íslenzkra laga og
réttar þar suður frá, sór og
sárt við lagði, áð hann hefði
alls ekkert skipt sér af máiinu,
hann væri alveg saklaus að því
að hafa sýnt herraþjóðinni þá
móðgun að ætlast til þess, að
hún virti lög undirþjóðarinnar!
Mun það sjálfsagt einsdæmi í
öllum heiminum, að opinber
embættisma.ður hlaupi þannig í
blöð til áð lýsa því yfir, að
hann sé sekur um vanrækslu í
embæi.tisrekstri sínum; hvað þá
heldur hitt, að yfirvö!d laga
og réttar loki alveg augunum
fyrir slíku.
n
Herraþjóðin átti í hlut
„En hvað skal segja? Þarna
átti herraþjóðin í hlut, og
hvernig ættu íslenzk dómsyf-
irvöld, með Bjarna Benedikts-
son í toppinum, að geta leyft
sér annað en að taka yfir-
troðslum hennar með auðmýkt,
bukki og beygingum, þrælsótta
og ræfildómi ? Á meðan geta
þau svo svalað framkvæmda-
þrá sinni með því að þjarma
að löndum sínum, eins og litlu
telpunni, sem Bæjarpósturinn
sagði frá. Það hefði ekki þurft
að borgá mikið í toll af brúð-
unni hennar, ef hún hefði ver-
ið dóttir einhvers Bandaríkja-
mannsins á Keflavíkurflugvelli.
En hún er íslen/.k telpa, dóttir
íslendings, og á auk þess senni-
lega íslenzka ömmu, og þess-
vegna varð að greiða í tolla og
gjöld af brúðunni hennar næst-
um sömu upphæð og greidd
var fyrir hana í búðinni, að
öðrum kosti hefði hún aldrei
fengið að taka hana í fangið.
— Kristín“.
□
„Listamenn í áróð-
ursheimsókn“
„Gráskeggur" skrifar: „Kæri
Bæjarpóstur. — Þetta er í
fyrsta sinni sem ég skrifa þér
línu, og kannske líka í síðasta.
— Eftir að ég var búinn að
lesa grein á 4. bls. í Alþýðu-
blaðinu þriðjudaginn 3. apríl
er nefndist „Listamenn í áróð-
ursheimsókn“, gat ég ekki set-
ið á mér með að skrifa þér
nokkrar línur til að. láta óá-
nægju mína í ljós út af þeim
illkvitnislegu og mjög svo ó-
sanngjörnu skrifum. Ég ætla
að öðru leyti ekki að eyða orð-
um að þeim blaðaskrifum, enda
voru það tilgangslaus og ónýt
orð, sem þar voru framborin.
Rússnesku listamennimir, sem
hér h#fa dvalið stuttan tíma á
vegum MÍR, hafa áreiðanlega
flutt meiri gleði og frið í hjörtu
margra þúsunda Islendinga en
sumir aðrir gistivinir, sem hér
hafa dvalið. Mætti í þvi sam-
bandi nefna heimsókn banda-
ríska hershöfðingjans Eisen-
howers, sem kom hér við á dög-
unum, í fullum herskrúða með
þrumugný vestrænna fallbyssu-
kjafta að undirspili. — Má það
furðu gegna hvað þeir menn,
sem kenna sig við alþýðu þessa
lands, geta lagt sig lágt við
allskonar áróður og blekking-
ingar. Vonandi væri, að í fram-
tíðinni mættu fleiri menningar-
fulltrúar sem hinir rússnesku
listamenn heimsækja ]and vort.
Með þökk fyrir birtinguna. —
Gráskeggur".
EIMSKJP:
Brúarfoss er á Vestfjörðum.
Dettifoss fór frá Rvik í gærkvöld
til ltalíu og Pálestínu. Fjallfoss
fer frá Kaupmannahöfn í dag
til Leith og Rvikur. Goðafoss er
í Rvík. Lagarfoss fer frá N.Y.
10.4. til Reykjavíkur. Selfoss fór
frá Leith 4.4. til Hamborgar, Ant
verpen og Gautaborgar. Trölla-
foss kom til Rvíkur í gær frá
N.Y. og Baltimore. Dux fór frá
Kaupmannahöfn 3.4. til Rvikur.
Skagen er í Reykjavík. Hesnes fór
frá Hamborg 5.4. til Reykjavíkur.
Tovelil fermir i Rotterdam um
10.4. til Reykjavíkur.
RlItlSSKIP:
Hekla er i Reykjavik. Esja er
í Reykjavík. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið. Skjald-
breið er á leið frá Breiðafirði til
Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík.
Ármann átti að fara frá Reykja-
vík í gær tíl Vestmannaeyja.
Straumey er á Austfjörðum.
Loftleiðir h.f.:
1 dag er áætlað að fljúga til:
Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akur
eyrar, Patreksfjarðar og Hólma-
víkur. — Á morgun er áætlað að
fljúga til: Vestmannaeyja.
Fastir liðir eins og
venjulega. Klukk-
an 18.30 Dönsku-
kennsla; I. fl. —
19.00 Enskuk.; II.
fl. 19.30 Tónleikar:
Samsöngur. 20.30 Upplestur og
tónleikar: Ung skáld og rithöf-
undar lesa frumsamið efni: a)
Böðvar Guðlaugsson: Smásaga. b)
Gunnar Dal: Kvæði. c) Hafliði
Jónsson: Smásaga. d) Hannes Sig
fússon: Kvæði. e) Rósberg Snæ-
dal: Smásaga. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. 22.10 Danslög (plötur).
24.00 Dagskráriok.
1 dag verða gef
in saman í
hjónaband af
séra Sig. Páls-
syni, Hraun-
* gerði frk. Elsa
J. Theódórsdóttir og Lúðvík
Hjaltason, starfsm. hjá S. 1. S.
Heimili þeirra verður á Skóla-
vörðustíg 3 A.
Happdrætti Háskóla íslands.
Dráttur í 4. flokki happdrættis-
ins fer fram þriðjudag 10. apríl.
Síðastí söludagur er á mánudag.
Vinningar eru 40Ó, samtals
219 100 kr. Athygli skal vakin á
því, að engir miðar verða af-
greiddir á þriðjudagsmorgun.
I j Hjónunum Helgu'
jjj, / og Hilmari Bier-
ing, prentara,
\ Bröttukinn 5, Hafn
arfirði, fæddist
sonur 4. apríl s. 1.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
heldur afmælisfund í Tjarnarcafé
annað kvöld kT. 8. Nánar í augl.
í blaðinu í dag.
MlR-sýningin frá neðanjarðar-
járnbrautinni í Moskvu er opin
kl. 1—10.
Hallgrímskirkja.
Klukkan 11 f. h.
Messa, séra Jakob
Jónss. Ræðuefni:
Hjálpræðið í
Kristi. Kl. 1.30
Barnaguðsþjónusta séra Jakob
Jónsson. Kl. 5 é. h. Messa, séra
Sigurjón Þ. Árnason. — Laugar-
nesprestakall. Messað kl. 2. Ferm
ing. Sr. Garðar Svavarsson. Barna
guðsþjónusta fellur niður vegna
fermingarinnar. — Nesprestakall.
Messa í kapellu Háskólans kl. 2
e. h. Sr. Jón Thorarensen.
Ferming í Laugarneskirkju kl. 2
(séra Garðar Svavarsson).
DRENGIR:
Einar Guðmundsson, Höfðaborg
31. Hreiðar Bragi Eggertsson,
Mávahlíð 19. Ivar Svanberg Guð-
mundsson, Langholtsveg 198. Jó-
hann Gunnar Gíslason, Bjarnastöð
um, Tunguveg. Kristján Steinar
Kristjánsson, Hliðarveg 14, Soga-
mýri. Ólafur Guðmundsson, Otra-
teig 6. Ólafur Gunnarsson, Hrísa-
teig 24. Skæringur Hauksson, Lang
holtsveg 198. Svavar Sigurðsson,
Nökkvavog 40. Sveinn Þorkelsson,
Heiði við Kleppsv. Stefán Bjarna
son, Laugarnesveg 85. Valur
Waage, Stórholti 25. Þórir Hörður
Jóhannsson, Fögruhlíð, Fossvogi.
Örn Steinar Steingrímsson, Efsta-
sund 37.
STÚLKUR:
Arnheiður Eggertsdóttir, Sam-
túni 22. Bogga Sigfúsdóttir, Máva
hlíð 40. Elísa Dagbjört Guðjóns-
dóttir, Hlíðarveg 40, Kópavogi.
Gréta Guðmundsdóttir, Balbocamp
8. Guðrún Ragna Pálsdóttir, Digra
nesveg 26. Lilja Gísladóttir, Álf-
hólsveg 67. Ragna G.G. Ragnars-
dóttir, Sogamýrarbl. 46. Sigríður
H.Á. Ágústsdóttir, Dverghamri,
Háaleitisveg, Sigurbjörg Sigurjóns
dóttir, Lagnholtsveg 104. Sólveig
Jóhannsdóttir, Snælandi, Nýbýla-
veg. Valgerður Guðlaitg Skaftfeld
Guðmundsdóttir, Langholtsv. 188.
Þóra Stefánsdóttir, Nýbýlaveg 34.
Ferðlr m.s. Dronning Alexandrine
í sumar:
Sameinaða gufuskipafélagið hef
ur nú gefið út áætlun yfir hrað-
ferðir m.s. Dronning Alexandrine
næsta sumar. Skipið er nú í þurr-
kví til hreinsunar og málningar.
Fer það því ekki frá Kaupmanna-
höfn fyrr en 25. apríl og kemur
til Reykjavíkur 2. maí. Á það að
Framhald á 3. síðu.