Þjóðviljinn - 07.04.1951, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.04.1951, Síða 8
Hluíafélagið Austfirðinpr stofnað til að gera íí einn aí nýju iogurunum Frá fréttaritara Þjóðviljans, Reyðarfirði í gær. I gær var haldinn fundur hér í Reyðarfirði með fulltrúum frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði tii að undirbúa útgerð nýja tog- árans sem Austfirðingum hefur verið úthlutaður. Fundinn sóttu níu fulltrúar, þrír af hverjum stað og ennfremur sýslu- maðurinn í Suðurmúlasýslu. Á fundinum var stofnað hlutafélag sem ber nafnið Aust- firðingur og á togarinn að heita sama nafni. Hlutafé er 710.000 kr. og er þegar innborgað 600.000 kr. Togarinn er væntanleg- úr síðari hluta maímánaðar og verður heimilisfang hans á Eskifirði. Framkvæmdaráð skipa: Arnþór Jensson formaður Eskifirði, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri Reyðarfirði og Guðlaugur Eyjólfsson kaupfélagsstjóri í Fáskrúðsfirði. Miklir erfiðleikar. Miklir erfiðleikar eru hér vegna tíðarfarsins. í gær kom- ust þó bílar yfir Fagradal í fyrsta sinn en voru mjög lengi; fara þeir aðra ferð í dag. Fóð- urbætir er talinn nægilegur hér, ef hægt er að koma honum út um sveitina. Snjóbíllinn hefur gert afarmikið gagn liér með ferðum sínum um sveitina. Menn bíða með óþreyju eftir þíðviðri. Slydda er nú víða og sumstaðar rigning, en gerir lít- ið gagn enn sem komið er. Blindur farþegi S. 1. miðvikudag kom hingað laumufarþegi með skipinu Beatriz, er kom hingað frá London með sementsfarm. Þessi laumufarþegi er finnsk- ur piltur, er hélt að skipið væri á leið til Noregs, en þangað ætlaði hann að komast. Skipið fer héðan til Noregs ög hefur skipstjórinn fallizt á að skrá hann á skipið þangað. Ekki varð vart við piltinn á skipinu fyrr eu degi áður en það kom til Reykjavíkur. Er hann pen- ingalaus og allslaus, en Kristján Sigurgeirsson vararæðismaður Finna lét hann hafa 200 kr. sápu og handklæði. Norðurlandasamningur um gagn- kvæml framfærslufé Á undanförnum áfum hefur áhugi manna á Norðurlöndum fyrir nánara sambandi og samvinnu milli þessara frændþjóða stöðugt farið vaxandi. Fyrsta stóra skrefið á sviði félagsmála- samvinnu þessara ríkja var stigið með undirritun Norðurlanda- samningsins um gagnkvæma veitingu ellilífeyris, sem gerður var árið 1949. Hinn 1. þ. m. gekk í gildi annar samningur milli Norður- landanna fimm, þ. e. samningur um gagnkvæma hjálp handa bágstöddu fólki. Áður var í gildi samningur milli Danmerk- ur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar frá 1928 um þessi mál, «n ísland gerðist aldrei aðili að honum. Þegar eftir síðustu heims- styrjöld var ákveðið að endur- skoða hinn gamla samning og var þá ákveðið að ísland yrði einnig aðili að hinum nýja samningi að endurskoðun lok- inni. Frumvarp að hinum nýja samningi var samþykkt á fundi félagsmálaráðherra Norðurland anna fimm í Osló í ágúst 1949. Af undirritun gat þó ekki orðið þá og drógst hún ýmsra or- saka vegna þar til 9. janúar Framh. á 6. síðu. Rannséknar- réttur I grein í blaðinu'í dag;| kemur Olav Olsen með þáy skemmtilegu hugmynd að I; settur verði „rannsóknar- ;■ réttur“ um hæfni olíukynd-í ingartækja, til að skera ur!; hver séu hagkvæmust í;; rekstri. Kostnaðurinn við ol- íukyndingu er nú það hár að vafalítið má telja að flest;! ir séu þessari hugmynd Ol- sens fylgjandi. Þorsteinn Ö. Stephensen sem síra Absalon Beyer og Katrín Thors sem Anna Pétursdóttir Sýning annað kvöld í Iðnó Laugardagur 7. apríl 1951 — 16. árgangur — 78. tölublað I sumar fer fram mjög sérstæð og athyglisverS sundkeppni á Norðurlöndum, sem nefnd hefur verið samnorræn sundkeppni, sem Norræna sundsambándið gengst fyrir. Sundkeppni þessi á að leiða í ljós s'undkunnáttu Norður- landaþjóðanna, og er keppnin innifalin í því að keppendur syndi 200 metra vegaléitgd, að viðstöddum sur.dstjóra, og skipt- ir ekki máli hve lengi þeir eru að synda þessa vegalengd. Islendingum er ætlað að 7% af íbúunum geti synt þessa vegalengd, en Finnum, sem eru næst hæstir er ætluð 2,6%. Frjáls verzlun — með kókakólakeim! Björn Ólafsson, viðskipta málaráðherra tilkynnti í áróð- ursræðu sem hann hélt í út- varpið í gærkvöld að ríkis- stjórnin hefði gefið út nýjan frílista með ótal vörum, nú væri allt að verða í lagi svo væri gengislækkuninni fyrir að þakka, verzlunin að verða al- frjáls til stórkostlegra hags- bóta fyrir almenning bara hann hefði vit á því að vera ekki að hækka kaupið, húrra! Kókakólaheildsalinn Björn Ólafsson lét þess hins vegar ó- getið hvern þátt múturnar og betliféð bandaríska á í hinum stundaraukna neyzluvöruinn- flutningi, hanii drap ekki held ur á hvert gag.n atvinnuleys- ingjunum væri að búðum full- um vörum með uppsprengdu verði. Líka láðist honum dð geta hve lengi nýi frílistinn hefði legið í Verzlunarráðinu svo einokunarklíku stóru heild- salanna gæfist tækifæri til að tryggja sér sambönd og maka krókinn á honum. Hann virð- ist búinn að steingleyma að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu árum saman í verstu hafta- og einokunarklík unum. Enda var hann að flýta sér á Varðarfund, til að boða þar fagnaðarerindið með kóka- kólakeim. Síðastliðin þrjú ár hefur KR unnið að því að fá hingað góðan kennara í ýmsum fim- leikagreinum. Það hefur verið erfiðleikum bundið , aðallega vegna þess að slíkir menn eru mjög eftirsóttir og hafa næg- um störfum að gegna heima fyrir. Það er fyrir millgöngu Oslo Turnforening sem KR hefur tekizt að fá mann þennnan. sem er þjálfari Norðmanna und ir Olypíuleikana. Hann er kenn ari hjá Oslo Turnforening, og hefur auk þess smábarnaskóla þar sem hann kennir 4—7 ára börnum leikfimi. Odd Bye-Nilsen kom hingað til lands fyrir viku, og hóf þegar að kenna fimleikaflokki úr KR. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Háskólans. Til þess er einkum ætlazt að hann að- stoði við að koma hér upp úr- vals fimleikaflokkum. I blaða- viðtali vegna komu þessa kenn ara, í gær, sagði Benedikt Jak- obssön, íþróttakennari, að leik fimigreinar þær sem hér væri um að ræða, væru ekki í miklu gengi hér á landi. Þar værum við eftirbátar hinna Norður- landanna. Sýningakeppni. Á morgun (sunnudag) kl. 2 e. h. fer fram sýningakeppni í íþróttahúsi Háskólans. Keppt verður í 10 greinum, og kepp- ir þjálfarinn með. Sýndar verða Ákvörðun um keppni þessa var tekin á þingi Norræna sundsambandsins 16. des. sl„ en I.S.I. hafði ekki efni á að senda þangað fulltrúa og var hin háa hlutfallstala Islands ákveðin án samráðs við I.S.Í., en hún sýnir hinsvegar hvers álits Islendingar njóta á Norð- urlöndum eem sundþjóð. I.S.I. skipaði þá Erling Páls- son form. Sundsambands Isl. Þorgeir Sveinbjarnarson vara- forseta I.S.I. og Þorstein Ein- arsson íþróttafulltrúa í fram- kvæmdanefnd til að undirbúa þátttöku íslands. Skýrðu þeir gólfæfingar, æfingar á dýnum, í hringjum, á svifrá, tvíslá, á kistu og hesti. Inn á milli sýna KR-menn ýmsar æfingar. Einn- ig verða sýndar uppmýkingar. Bláðamönnum var boðið að skoða fyrirtæki þetta í gær í tilefni af fimm ára afmælinu. Forstjóri fyrirtækisins er Sig- urður Jóhannesson, og var hann stofnandi þess, ásamt þeim Gi'ími Grímssyni, Jóni Bjarna- syni, Kai Andersen, Þórði Þor- lákssyni og Úlfari Þorlákssyni. Sérfræðingur fyrirtækisins hef- ur frá upphafi verið Tékkinn Karel Vorovka, sem er þekkt- ur fyrir ferðamennsku, en það er hann sem t. d. Karelshellir í Hekluhrauni er kenndur við. Blaðamönnum voru sýnd ým? vottorð frá einstakiingum og blaðamönnum frá þessu í gær. Undirbúningur að þátttöku er þegar hafinn, hvert íþrótta og ungmennafélag skipar 3ja manna þátttökunefnd, ennfrem ur hvert héraðssamband og einnig eru myndaðar sund- nefndir í skólunum. ADir syndir tnenn gefa verið þátítakendar. Keppni þessi er þó alls ekks b'undin \ið þá eina sem eru í íþróttafélögum, þvert á móti er þetta keppnt milli þjóðanna sem heilda. Aliir á aldrinum 10 til 80 ára gefa tekið þátt í keppninni, en hún er fólgin í að synda 200 mefra og mega menn vera eins lengi eins og þeir vilja, Það er alls ekki keppt um að symda vegalengd ina á neinum ákveðnum ííma, heldur hitt: hve ifiargir geta synt 200 meíra, Þeir Erlingur Pálsson, Þor- steins Sveinbjarnarson og Þor- steinn Einarsson eru hin raun- verulega framkvæmdanefnd keppninnar, en auk þess hafa ýmsir fleiri tekið sæti í henni og mun Þjóðviljinn birta ávarp ’frá nefndinni á morgun. fyrirtækjum sem votta það, að sólaðir bílsólar frá fyrirtækinu séu yfirleitt betri, og venjulega miklu endingarbetri en nýir hjólbarðar. Til marks um það hvílíkur gjaldeyrissparnaður er fólginn í þessari starfsemi er vert- að benda á, að jafnframt því að sólaðir hjólbarðar frá fyrirtækinu eru mun endingar- betri en nýir hjólbarðar, er efni til þeirra er aðeins lítið brot af því sem nýir hjólbarð- ar kosta. Verðið á sóluðum hjól barða frá fyrirtækinu er nú orð ið aðeins x/% af verði nýs hjól - barða. Norskur fimleikakeimari hér á vegum K.R. KR hefur fengið hingað norskan fimleikakennara, Odd Bye-Nilsen að nafni. Hann var Noregsmeistari í fim- leikum á árunum 1934—1939, og er nú þjálfari Norö- manna fyrir Ólympíuleikana. Hann hefur verið fimleika- kennari í Svíþjóð og Finnlandi. betri eo nýr Kostar |ió aóeisis þriðjung af vertli iivs hjólbarða Fyrir 5 árum var í fyrsta sinn hafizt handa um að sóla bíiadekk hér á landi. Var það fyrirtækið „Hjólbarð- inn“ sem hóf þessa starfsemi. Síðan hefur það sólað um 10,000 hjólbarða. Hafa allir þessir sóluðu hjólbarðar reynzt betur, og sumir miklu betur en nýir hjólbarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.