Þjóðviljinn - 26.04.1951, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.04.1951, Qupperneq 5
Fimmtudagur 26. a.príl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 í vetur kom út í Stokkhólmi myndabók er nefnist ísland og hefur inni að halda hinar prýði- legustu mjmdir frá íslandi, eft- ir ungan sænskan ljósmyndara. Helgi P. Briem sendihcrra hef' ur skrifað ágætan formála fyr- ir bókinni. Þessi sænski ljósmyndari, Hans Malmberg að nafni, dvaidi um tíma hér á landi og ferðaðist allmikið hér á vegum Flugfélagsins, enda eru mynd- imar víðsvegar að af land- inu, frá atvinnu- og menningar lífi, landslagi í byggð og ó- byggðum. Bókin er 128 bls. og eru í henni um 130 myndir, flestar þeirra sérstaklega góð- ar, Er bók þessi hin bezta land kynning fyrir Island og eiga höfundarnir, Briem sendiherra og hinn ungi sænski ljósmynd- ari Malberg, skilið beztu þakk- ir íslendinga fyrir þessa ágætu bók. — Einhverra mistaka vegna gleymdist Þjóðviljinn þegar höf undurinn var hér á landi í vet- ur, eftir útkomu bókarinnar, og barst blaðinu hún nú fyrir 4 eða 5 dögum, og er það á- stæðan fyrir því; að hennar hef- ur ekki verið getið fyrr. Lagarfoss við bryggju í „Friðarhöfn“ í Vestmannaeyjum öflugarðar fyrir 5 áium höfninni þar sem voru kart- i 28 feta dvpi Miklar hafnarbætur háfa verið framkvæmdar í Vestmanna- eyjum á undánförnum árum, svo þar er nú orðið ein öruggasta höfn landsins. Merkilegasta framkvæmdin innanliafnar, fyrir utan almenna dýpkun á höfninni, er hin svo- nefnda „Friðarhöfn“. Grafinn hefur verið vogur inn í sandinn MINJAGRIPASAMKEPPNI Ferðaskrifstofuimar og Heimilisiðn- aðarfélags Islands Eins og á síðastliðnum vetri hafa Ferðaskrifstofa ríkisins og Heimilisiðnaðarfélag Islands ákveðið að efna á ný til sam- keppni um bezt gerða íslenzka niinjagripi. Samkeppni síðasta árs var einkum miðuð við sölu til er- lendra ferðamanna, en nii er ætlunin að hún nái einnig til hagnýtra muna, sem selja má á innanlandsmarkaðinum. ■— Þá verða og sérstök verðlaun veitt fyrir snjallar hugmynd- ir (teikningar eða framkvæman legar ábendingar) um fram- leiðslu minjagripa, þótt við- komendur hafi ef til vill ekki aðstæður eða hentugleika til að sýna munina fullgerða. Ferðaskrifstofan og Heimilis iðnaðarfélagið efna til sölu- sýningar að lokinni samkeppn- inni í vor og verður hún upp- haf að minjagripa- og heimilis- iðnaðarverzlun þessara aðila. Margs konar munir koma hér til greina, og. má nefna hér sem dæmi: 1. Fjölbreytt prónles. Á- herzla lögð á góðar skíðapeys- ur og sterka stígvélaleista, hyrnur, trefla, vettlinga alls- konar, einnig vinnuvettlinga.. 2. Vefnaður, svo sem javi, refl- ar, mottur og gólfdreglar. 3. Útsaumur eftir íslenzkum gerð- um, gömlum og nýjum. 4. Skinnavara, t.d. hanzkar, barna skór, inniskór, veski og íslenzk ir skór með illeppum. 5. Smá- hlutir, bæði telgdir og renndir, bæði úr horni svo og úr birki og öðru tré. 6. Brenndir og handunnir leirmunir. 7. Telgd- ir eða renndir smáhlutir úr fiskabeinum (t.d. ýsubeinum) svo og úr hvalbeinum. 8. Smá- hlutir, handunnir, úr góðmálm- um, og viljum vér þá sérstak- lega minna á hið íslenzka víra- virki. Einnig smáhlutir úr ís- lenzkum bergtegundum (hrafn- tinnu, silfurbergi o.fl.). 9. Brúður, klæddar íslenzkum þjóðbúningum. 10. Einnig heimaspunnið band, margar tegundir. Ýmiss.konar fleiri munir koma til greina, en umfram allt skal leggja áhrezlu á það, að vandað sé til munanna, þeir séu framleiðendum og ís- lenzku þjóðinni til sóma. Fólk er vinsamlega beðið að senda munina til Ferðaskrif- stofu ríkisins í Reykjavík eða útibúsins á Akureyri, eftir því hvað hverjum hentar bezt, svo íljótt sem auðið er. Um lejð og muninrnir berast verða þeir teknir til athugunar af sérstakri dómnefnd, og þyki þeir í alla staði ákjósanlegir, verða viðkomandi framleiðend- ur þegar beðnir um frekari framleiðslu. Þátttakendur eru beðnir að gæta þess vandlega að hafa góðar umbúðir um muni sína, merkja þá greinilega og láta nafn og heimilisfang sendanda fylgja í lokuðu umslagi; taka fram það, sem þeir telja sér nauðsynlegt að fá fyrir mun- ina. Æskilegt væri, að þátttak- endur úti á landi gætu haft umboðsmenn i Reykjavík, sem mætti snúa sér til. innst í höfninni, og þar gerðar bryggjur fyrir skip allt að 3000 brúttólestir að stærð. Þar sem fyrir nokkrum ár- um voru ræktaðar kartöflur er nú um 20 feta dýpi á stór- straumsfjöru. Er þarna hið á- kjósanlegásta var fyrir stormi og sjógangi og svo gott lægi fyrir stór skip, eins og t. d. nýju ,,fossa“ Elskipafélagsins, að Tröllafossi undanskildum, að vart mun annað betra hér á landi. Nú er það talinn viðburður ef skip þarf að bíða meira en 2—4 tíma til þess að kom- ast i höfn, þar eð dýpi sjálfr- ar innsiglingarinnar er 20 fet á stæstu stórstraumsfjöru, og talið útilokað að skipi hlekkist á innan hafnar eftir að það hefur verið fest við hafnar- bakka. Á föstudaginn var gerðist það sorglega slys á Bræðraá í Sbagafirði, að steinn féll af bæjarþakinu í höfuð þriggja ára telpu og beið hún bana af. Telpan var dóttir bóndans á Bræðraá, Jóns Dagssonar, og voru- börn hans þrjú að leika sér úti. Þýða var og mun bróð- ir telpunnar hafa spyrnt við steininum uppi á þakinu, svo hann rann niður. Læknir var sóttur á Hofsós, en þegar hann kom .var telpan látin. Sýtt knÉtt- spyrnu- sambaitd S.l. mánudág var stoífnað hér í bænum Knattspyrnusamband fyrirtækja í Reykjavík. Á stofnfundinum voru mætt- ir fulltrúar frá eftirtöldum 10 fyrirtækjum: Egill Vilhjálms- ■son h.f., Flugfélag Islands h. f., Héðinn h.f., Hreyfill, Keilir, Landssmiðjan, Olíufélagið h.f., Oliuverzlun íslands, Slippfélag- ið og Strætisvagnar Reykja- víkur. Samþykkt voru lög fyrir sambandið og ennfremur reglu- gerð fyrir væntanlega firma- keppni. Iieppt verður í deildum og er ráðgert að ekki verði fleiri en 6 fyrirtæki í hverri deild. Ákveðið hefur verið, að firmakeppnin hefjist 10. maí n. k. og er öllum fyrirtækjum i Reykjavík heimii þátttaka í henni sé vissum skilyrðum upp fyllt. Þátttöku ber að tilkynna til formanns K.F.R., Baldvins Baldvinssonar c/o Olíuverzlun íslands, eigi síðar en 5 dögum fyrir keppni. Fegrunarfélag Hafnafjarðar Sunnudaginn 21. apríl s. 5. var stofnað Fegrunarfélag Hafnarf jarðar. Var það stofnað að tilhlutan Rotaryklúbbs Hafn a.rf jarðar. Á fundinum var kosin 7 manna stjórn, skal hún starfa fram að næsta aðalfundi og safna félagsmönnum, skulu all- ir er ganga inn til næsta aðal- fundar teljast stofnendur félagp ins. Tilgangurinn er að prýða Hafnarfjarðarbæ. hagkvæmari vinnubrögð Atvinnumálaráðuneytið hef- ur skipað þriggja manna nefnd íil að „gera tillögur um bætt vinnuskilyrði og hagkvæmari vinnubrögð við íslenzkan iðnað og önnur þau atriði, sem máli skipta í því sambandi“. I nefndinni eru Þorbjörn Sig- urgeirsson framkvæmdastjóri rannsóknarráðs, og er hann for maður nefndarinnar, Þorsteinn Gíslason vélaverkfræðingur og Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenzkra iðnrek- enda. Erfendir rsnn- séknarieiðangrarf Á s. I. ári voru hér allmargir erlendir rannsóknarleiðangrar. Á þessu ári hefur frain að þessu fjórum slíkum leiðangr- um verið eitt leyfi til raim- sókna í sumar. Rannsaka framburð jökulvatna. Fyrsti leiðangurinn er frá. Svíþjóð, undir forustu prófess- ors Hjulströms, ætlar hann að rannsaka framburð jökulvatna og sanda í nánd við Hornaf jörð. I leiðangrinum eru 5 menn, eir.n þeirra íslenzkur, Jón Jónsson. jarðfræðistúdent er hefur dval ið við nám í Uppsölum í Sví- þjóð. Leiðangurinn mun senni- lega koma hingað í júní. Frá Durhamháskóla. Þá er væntanlegur hingað 7 manna hópur frá Durhamhá- skóla í Bretlandi. Ætla þeir að dvelja við jökulrannsól uir, grasafræðirannsóknir og athug anir á fuglalífi á Breiðamerkur sandi. Mun s‘á leiðangur starfa í samráði og samvinnu við Jón Eyþórsson veðurfræðing, a, m. k. hvað jöklarannsóknirnar snertir. Brezkir skólapiltar. Ennfremur er væntanlegur hópur skólapilta frá Bretlandi er mun ferðast -eitthvað um ■landið, en tæpast mun hægt að telja þá för til vísindarann- sókna nema þá að einhverju takmörkuðu léyti. Þýzkur jarðfræðingur. Loks mun svo Emmy Todt- man, þýzkur jarðfræðingur, halda áfram rannsóknum sín,- um á jökulruðningi austur við Vatnajökul, en hún var hér slíkra erinda á s. 1. ári, auk. þess sem hún kom hingað laust eftir 1930. I FYRRA. S. 1. ár vo.ru hér 3 brezkir leiðangrar, 1 austurrískur, 1 hollenzkur, einn Þjóðverjí (Emmy Todtmann) og 3 Fralíkar úr Grænlandsleiðangri Victors. Þrjú erlend hafrann- sóknaskip voru um tíma við Is- land. Lögreglan eignast hund Morgunblaðið skýrir frá þvi að lögreglan hafi eignazt hund, hinn fyrsta lögregluhund hér. Morgunbl. tekur það skýrt fram að þetta sé „íslenzkur“ lög- regluhundur, en kunni þó ekki nema dönsku, en hann sé nú sem óðast að læra íslenzku, enda bæði gáfaður og vel ætt- aður. — Lögregluhundinum er ætlað það hlutverk að haía u.ppi á sökudólgum, finna týnt fólk o. fl. Skaut á vegfar- anda úr loftbyssu Maður nokkur, sem var á gangi eftir Tjarnargötu á mánu dag varð fyrir skeyti úr loft- byssu og hlaut nokkurn ávérka, á læri, þar eð skeytið úr byss- unni gekk inn úr fötum hans. Skyttan var 15 ára ungling- ur, sem hafði það sér til af- þreyingar að skjóta á vegfar- endur. Maðurinn sem varð fyrir skotinu kærði þetta atferli fyrir lögreglunni og gerði hún byss- una upptæka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.