Þjóðviljinn - 28.04.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1951, Síða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. apríl 1951 r”j ri f ij' ji i,7 ji ji r (MÓÐVILIINN Útg'efandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartanason, Siguröur Guðmundsson (áb.), Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. elnt Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Enginn skylmingaleikur Alþýöublaöið heldur áfram þvaöri sínu um prent- frelsi í gær, en er nú ögn hógværara eftir aö Þjóövilj- inn rakti fyrir því fjölmargar hliöstæöur viö kröfur verkalýðsfélaganna nú, bæði hérlendis og erlendis. Af- sakanir blaðsins eru nú helztar þær aö dæmi þau sem Þjóöviljinn nefndi eigi aöeins viö kaupdeilu prentara sjálfra — og viröist þá helzt eiga aö skilja þaö þannig aö baráttan fyrir mánaöarlegum vísitölugreiðslum á kaup sé ekkert áhugamál íslenzku prentarastéttarinnar! En einnig þessi málsvörn AlþýðublaÖsklíkunnar er þvaður. Þegar brezku verkalyössamtökin stöövuðu öll blöö í Bretlandi nema Daily Herald, blað Verkamanna- flokksins, áttu prentarar ekki í neinni vinnudeilu sjálfir, heldur var um aö ræöa allsherjarverkfall til stuönings viö námumenn. Þar var því seilzt enn lengra en hér er lagt til, því baráttan fyrir mánaöarlegri vísitölugreiöslu er auðvitað einnig launabarátta prentara, þó svo standi á að samningar þeirra séu ekki lausir nú. Annars skal Alþýöublaöinu bent á þaö í fyllstu al- vöru aö barátta sú sem framundan er er enginn skylm- ingaleikur, heldur barátta um lífskjör og lífshamingju sjálfra alþýðuheimilanna og tilveru verkalýðssamtak- anna. Alþýðusamtökin verða aö beita öllu valdi sínu gegn valdi auöstéttarinnar. Ríkisstjórnarklíkan er stað- ráðin í því aö halda baráttunni áfram mánuðum saman og svelta konur og börn; ef hún hefur aðstööu til, og í því skyni hefur hún þegiö 100 millj. kr. mútur aukalega frá Bandaríkjunum. ÞaÖ er því fjarri öllum raunveruleika aö halda nú uppi umræðum um riddaraskap og skylm- ingaraðferðir. Alþýöa íslands hefur veriö beitt ofbeldi af alþingi með vísitölubindingunni og nú er verkefni að hrinda því ofbeldi meö valdi alþýðusamtakanna á eins skjótan og öruggan hátt og kostur er. Eitt beittasta vopnið er aö stööva áróðurstæki auðmannastéttarinnar eins og glöggt hefur komiö í Ijós síðustu daga. ÁburðarverksmiSjan Það er reyndar oröin aðalfrétt á forsíöu Tímans og Alþýöublaösins að íslendingar eigi stórkostlega framtíð armöguieika í fossaafli sínu, hér muni rísa upp stóriðja og hafinn veröa útflutningur á tilbúnum áburði. Og til efni þeirra óvenjulega gáfulegu skrifa er að þetta er ,,álit amei'ískra séi’fræðinga, sem ei'u að undii'búa á- bui’Öarverksmiðjuna hér. “ Fyrir þá íslendinga sem fylgzt hafa meö stjórnmála- lífi undanfai’andi ára eru þetta ekki nýjungar. Þaö er é allra vitorði a'ö risavii’kjanir og ábui’öarvei’ksmiðja til útfiutnings væru nú komnar á veg ef hinar gagnmerku tillögur Sósíalistaflokksins um þessi mál hefðu ekki verið eyöilagöar af meirihlutavaldi Framsóknar, Alþýöuflokks- ins og Sjálfstæöisflokksins á Alþingi. Tillögur Sósíalistaflokksins um tilteknar, skipulegar framkvæmdir aö sköpun stóriöju á grundvelli risastórra xaforkuvera hafa hvaö eftir annaö komiö til kasta stjórn- máiaflokka og Alþingis síðustu 5—6 árin, og hefur bygg- ing áburðai'verksmiöju er framleiddi allt aö 40 þúsund tonn köfnunarefnis einmitt verið talið fyrsta skrefið aö sköpun nýrrar útflutningsframleiöslu er fært gæti íslend- ingum verðmæti er næmi 60—100 milljónum króna. Skammsýni og þjónusta viö erlenda húsbændur hafa valdiö því aö Framsókn, Alþýöuflokkurinn og Sjálfstæö- isflokkurinn hafa hindraö aö tillögur Sósíalistaflokksins um þessar miklu framkvæmdir næöu fram aö ganga. En blöð þessara sömu flokka uppveörast ef ba,ndarískir sérfræöingar benda á hin augljósu sannindi um framtíð- armöguleika raforkunnar og stórrar áburðai’verksmiöju til útflutningsframleiðslu. Tíminn er meira aö segja svo barnalegur að taka 1 alvöru hin skoplegu ummæli um af- buröamennsku Vilhjálms Þór við aö kría út „leyfi“ er- Jendis handa íslendingum til að byggja 6000 tonna verk- ísmiðju! BÆJARPOSTliRIM Vítaverð afstaða bíóeigenda. Hörður skrifar: — ,,Ég var aö lesa kvikmyndagagniýni blaðsins og sá þar, að „E.“ þakkar eigendum Nýja Bíós, að þeir skuli ekki hefja sýningar á Önnu Pétursdóttur, fyrr en lokið er við að sýna samnefnt leikrit í Iðnó. Ég veit ekki, hvort „sú linkind, sem þeir sýna fátækri leikstarfsemi okk- ar“, eins og hann kemst að orði, sé svo mjög þakkarverð. Hún á að vera sj'álfsögð. Sú hegðun bíóeigenda, að gera sér ýtrasta far um áð fá hingað til sýninga, samtímis eða áður, heimsfrægar kvikmyndir eftir leikritum, sem af vanefnum er verið að reyna að uppfæra hér, er vægast sagt vítaverð og hefir vakið mikla reiði meðal leikara og annarra leikhús- manna. “ □ Hamlet og Tjarnarbíó. „Mér er tjáð, að stjórnendur Leikfélagsins hafi grátbeðið eig endur Tjarnarbíós um að sýna ekki Hamlet samtímis þeim. En allt kom fyrir ekki — daginn eftir premíu á Iðnó kom mynd- in í Tjarnarbíó. Var það sér- staklega ámælisvert í því til- felli, af því að myndinni fylgdi lágætur íslenzkur texti. Vafa- laust hefur þessi einstæða greiðvikni kostað Leikfélagið tugþúsundir, auk þess, sem furðulega góð uppfærsla á þessu merkisleikriti var gjör- eyðilögð. En þar var ekki látið staðar numið. Það var eins og þessi merkilega framkvæmd beinlínis ýtti undir áðra, að standa sig nú ekki laklegar. □ Heilög Jóhanna. „Næst í röðinni varð ,,Pabbi“. Á síðustu stundu tókst þó að fá ráðamennina ofan af illri fyrir- ætlan í því tilfelli. Þar á eftir fylgdi Heilög Jóhanna. Það, sem þá bjargaði stórskaða fyrir Þjóðleikhúsið, var það eitt, að kvikmyndin var gjörólík Shaw- leikritinu — og hið síðarnefnda margfalt skemmtilegra. — Og svo átti að gera mikia og á- hættusama tilraun í Þjóðleik- húsinu, 'í fyrsta skipti skyldi uppfæra á íslenzku óperu með' íslenzkan söngvara eða leik- ara nærri í hverju hlutverki. Allir biðu með eftirvæntingu. Hvernig skyldi þeim takast? Eru þeir ekki að reisa sér þarna hurðarás um öxl? Og hvað svo ? Ja, það vitið þið eins vel og ég. , □ Rígólettó. „Ef Rígólettó í Tjarnarbíó er eitthvað svipuð La Ttravíata, sem hér var sýnd fyrir skömmu, veit ég hvert fátækur almúgi muni fremur sækja. Og nú voru þeir góðu menn virki- lega komnir á skrið. Anna Pét- ursdóttir skyldi koma næst. Ég sé þó, að tekizt hefur að koma í veg fyrir, að hún yrði sýnd samtímis leikritinu. Og nú allra Síðast hefur því verið fleygt, að eitt (eða jafnvel fleiri) kvik myndahúsanna reyni af fremsta megni að krækja sér í myndina, sem gerð hefur verið eftir leik- riti John Patricks, „The Hasty Heart“ (Stund milli stríða), sem Leikfélagið mun byrja sýn ingar á eftir fáa daga. □ .; Hagnaðarvon eða skilnirigsleysi ? „Og hváð er það, sem veldur því, að svo óséntilmannlega er að farið? Hagnaðarvon? Eða bara tómt skilningsleysi ? Ég held ekki hagnaðurinn sé mjög mikill. En tjónið getur orðið geipilegt fyrir það leikhús, sem í hlut á. Mörgum er svo farið að reynist myndin léleg, nenna þeir ekki að sjá leikritið eftirá; gildi hið gagnstæða, veigra þeir sér við því (sbr. Hamlet). Auk þess er fátækur almúginn orð- inn það auralaus á þessum síð- ustu og verstu tímum, að eigi hann kost á álíka skemmtun fyrir þrjár krónur og fyrir þrjá tíu, kýs hann í flestum tilfell- um hina fyrri. Erlendis vita menn þetta og hegða sér eftir því. Hvergi í hinum siðmennt- aða heimi tíðkast, að kvikmynd ir séu sýndar samtímis leikrit- um — nema í fyllsta samráði við leikhúsin. Við eigum kröfu á, að þannig sé einnig farið að hér, — leikstarfsemi okkar á sannarlega ekki of auðvelt upp- dráttar fyrir því. Hörður". Upplestrar úr ritum Theódórs Friðrikssonar. — Tónleikar. 21.30 Leikrit: „Tengdapabbi flýgur" eft- ir Örnólf í Vík. Leikstjóri: Brynj- ólfur Jóhannesson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dansiög: a) Danslagakeppni Skemmtifélags góðtemplara. b) Ýmis dansiög af plötum til kl. 24. 80 ára er í da.g Valdimar Lofts- son, 'iakarameistari, Laufásveg 65. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. — Sínii 1760. HVAÐ hefur þú gert til að út- vega Þjóðviljanum áskrifendur ? Hjónunum Guð- M — rúnu og Sigurði \ ý- S. Waage fæddist l w v dóttir í gær. 27. aprll. — Bólusetning gegn harnaveiki. — Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 1. maí kl. 10—12 f. h. í síma 2781. — Ríkisskip Hekla er í Rvík; fer þaðan á mánudag vestur um land til Þórs- . hafnar. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í dag að vestan og norðan. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Skjald- breið er á Austfjörðum á norður- leið. Þyrill er væntanl. til Rvíkur í dag. Ármann fer frá Rvik i dag til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss er i Hulj; fer þaðan til Reykjavikur. Dettifoss kom til Haifa í Palestinu 21. apríl. Fjall- foss fór frá Rvík 26. april til vestur- og norðurlandsins. Goða- foss er i Rvik. Lagarfoss var væntanlegur til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Selfoss fór frá Gauta- borg 22. apríl; væntanjegur til Reykjavílcur i dag. Tröllafoss kom til New York 24. april. Tovelil fór frá Rotterdam 25. apríl til Rvíkur. Barjama fór frá Leith 25. apríl til Rvíkur. Dux fermir í Rotterdam og Hamborg um þessar mundir til Rvíkur. Hijde Fermir í Rotterdam og Leith um jjessar mundir til Rvíkur. Hans Boye fermir í Álaborg og Odda i Noregi í byrjun maí til Rvíkur. Liibeck fermir í Antwerpen og Hull 2.—6. maí til Rvíkur. Teddy fermir í Khöfn um 30. apríl til Rvíkur. 8.30 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádeg- isútvarp. 15.30 Mið- degisútv. 16.25 Veð 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veð- urfregnir, 18.30 Dönskukennsla; I. fl. 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar. Sam söngur (pj.) 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Tríó í B-dúr eftir Mozart. 20.45 tJfvarpsiriðliidi, 5. tbl. þ. á. er kom- ið út. Efni: Fylgt úr hlaði. Dagskrá- in: Björgvin Guð- mundsson sextug- ur, Þættir af skáldinu Erni Arn- arsyni, Héðan og handan. Ald- arafmælis Indriða Einarssonar verður minnzt í Þjóðjeikhúsinu og ríkisútvarpinu. Var barið að dyr- um. Leikrit Þjóðleikhússins. „Halló — þetta er rikisútvarpið... .“ og „Samband útvarpshlustenda"., — Iþróttablaðið, aprílheftið 1951, er komið út. Efni: Ávarp um þátt- töku í samnorrænu sundkeppn- inni. Skiðamótin. 10 km hlaupið, Badminton-meistaramótið. Sund- samband lslands stofnað. Yngstá iþróttafélag Reykjavíkur. Knatt- spyrnan:" Tveir landsleikir næsta sumar. Fjölbragðaglíman. Sund- mót 1R. Úr vesturför Ásmundar. Samnorrænar áhugamannareglur. Á grasafjalji. Bændaglíman mikla að Grund. Frumíþróttir. Fréttir frá I.S.I. Messur á morgun. Laugarneskirkja. Messa kl'. 2 e. h. (Bænadagurinn) — Sr. Garðar Svav- arsson. — Foss- vogskirkja. Messa kl. 5 e. h. (Bænadagurinn) — Sr. Garðar Svavarsson. — Óháði frikirkju- söfnuðurinn. Messa í Aðventkirkj- unni kl. 2 e. h. (Bænadagurinn) — Sr. Emil Björnsson. — Fríkirkj an. Messa kl. 2 e. h. (Bænadag- urinn) —- Barnaguðsþjónusta kl. 11. — Sr. Þorsteinn Björnsson. — Nesprestakali. Messað í kapellu. Háskólans kl. 2 e.h. — Sr. Jón Thórarensen. Nýiega öpinberuðu trúlofun sína ung- frú Ásthildur Ól- afsdóttii-, Tjarnar- •braut 11, Hafnar- firði og Hörður Zópóniasson frá Akureyri, nem- andi í Kennaraskólanum. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Kat- rín Sæmunds- dóttir frá Höfn i Hornafirði og Eiríkur Guðjónsson frá Steinholti í Leirársveit. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. — Simi 5030. SÖFNIN: Landsbókasafnið er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 aila virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laugardaga yfir sumarmánuðina kl. 10—12. Listasafn Einars Jóns- sonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga ki. 1—4. Náttúrugripasafnið opið sunnudaga kl. 1.30—3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2—®,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.