Þjóðviljinn - 11.05.1951, Qupperneq 8
Styðjið Slysavariia-
félagið!
Enn hefur ekki
fengizt nægilegt ,fé til
kaupa á . helikopter-
flugvél hingað til
lands, en slíkrar vél-
ar er hér mjög mikil
þörf. — Slysavarna-
deildin Ingólfur leit-
ar í dag til bæjarbúa
um fjárstuðning til
þess m. a. að geta
keypt hingað heli-
kopterflugvél.
Raunverulegt kaup Dagsbrúnarmanns
hefur lækkað um nærfellt þrlðjung
GengislœkkunarvísHalan komin upp í
stig - Gamla vísitalan 519 stig!
Hagstoían hefur reiknað út vísitölu maímán-
aðar og reyndist hún 136 stig, og hafði hækkað
nm eitt stig síðan í apríl. Kaup erhins vegar greitt
samkvæmt vísitölunni 123, eins og alkunnugt er,
launþegar eru rændir sem svarar 13 stigum.
Gamla vísitalan hefði samkvæmt þessu átt að
vera komin upp í 519 stig í maí, og hækkunin á
henni nemur 164 stigum síðan gengið var fellt.
Dagsbrúnarverkamaður fær nú kr. 11,37 um
tímann, en samkvæmt gengislækkunarvísitölunni
ætti hann að fá kr. 12,57. Hanri es þannig rændio:
>r. 1,20 á klukkushind, kr. 9,60 á dag, eða sem
svarar kr. 2880 á ári með fuliii aivinnu.
Samkvæmt gömlu vísitölunni ætti Dagsbrún-
armaður hins vegar að hafa kr. 15,99 á klukku-
stund í kaup. Ránið samkvæmt henni nemur þannig
kr. 4,62 á klukkustund, kr. 36,96 á dag —eða sem
svarar kr. 11.088 á ári miðað við fulla atvinnu.
|>að vantar sem sé rúmlega ellefu þúsunáis króna
á það að íuiit kaup Dagsbrúnaimanns hafi lylgzi
með hinni skipulögðu dýrtíð.
Þessi þróun samsvarar því ,að vöruverð hefði
staðið í stað en kaup Dagsbrúnarmanns lækkað úr
kr. 9,24, eins og það var þegar gengið var fellt, í
kr. 6,57, eða um kr. 2,67- á klukkustund. Nemur
raunveruleg kauplækkun þannig 29% eða næstum
því þriðjungi!
þJÓÐVILJINH
Föstudagur 11. maí 1951 — 16. árgangur — 104. tylublað
Vöruskiptajöfnuðurinn í apríS ©hag-
stæður um 35 millj. kr.
a morgim
Níunda Tjarnarboðhlaup KR
verður. liáð á morgun (laugar-
dag) og hefst kl. 3 e. h. Keppt
verður í 10 manna sveitum og
hafa þrjú félög, KR. ÍR og Ár-
mann, tilkynnt þátttöku. —■ I
Tjarnarboðhliaupinu er keppt
um Morgunblaðsbikarinn. Hef-
ur ÍR unnið hann tvisvar og
vinnur hann því til eignar ef
sveit þess vinnur hlaupið á
morgun.
ðætlunarferðir til
Samkvæmt upplý^ingum frá
Hagstofu ísiands var viðskipta-
jöfnuðurinn í aprílmánuði s. 1.
óhagstæður um röskar 35 millj.
kr. Inn var flutt fyrir ~3 milij.
294 þús. kr. í þeim mánuði en
útfluttar vörur fyrir 38 nlillj.
253 þús. kr.
Á fjórum fyrstu mán'uðum
þessa árs hefur vöruskiptajöfn-
uður okkar við útlönd orðið ó-
hagstæður um 29.8 miiljón kr.
Verðmæti útfluttra vara nam
alls 189.145 þúundir króna
mánuðina jan.-apríl, en inn var
flutt á sama tíma fyrir 21S.950
þús. kr.
Til samanburðar er rétt að
taka fram, að sé miðað við nú-
Framhald á 7. síðu.
Hvítasunnuferð Æ. F. R.
Æskulýðsfylkingin efnir til Hvítasunnuferðar í skiða-
og félagsheimili sitt um livítasunnuna. Gengið verður á
Bláfjöli og nágrenni skálans. Dansað verður á laugar-
dagskvöldið undir dynjandi harmonikumúsik. Svo cr fóik
beðið að muna eftir að taka með sér spil, töfl og sauma.
Félagar, fjölmennið í skálann og takið með vini ykkar
og gesti.
Listi er í skrifstofu félagsins fyrir væntanlega þátfc-
takendur.
Afchugið, matur vérður ekki séídur uppfrá.
Skálastjórnin.
I gærkvöld komust bílar frá
Ileykjavík í fyrsta skipti á
þéssu ári alla leið til Akur-
eyrar.
Bílar þessir voru með drif á
öllúm hjólum, og fóru þeir á
sujóuum á kafla á Öxnadals-
heiðinni. Bílarnir voi’u frá
Norðurleiðum og tjáði Ingi-
mundur Gestsson Þjóðviljanum
áð fyrsta áætlunarferðin frá
Akureyri yrði farin á morgun
(laug'ardag) og yrðu fyrst um
sinn hafðir bílar með drifi á
öllum hjólum til að „ferja“
yrir snjókaflann á Öxnadals-
heiðinni. — Leiðin til Akureyr-
ar hefur verið lokuð síðan um
mánaðamótin nóv.—des. eða í
5 mánuði.
SÍS stofnar vinnu-
málasamband
SlS hefur nú stofnað sér-
stakt „vinnumálasamband“ er
þeir stjórna Vilhjálmur Þór og
Egill Thorarensen, ásamt fleir-
um. Eftirfarandi frétt er frá
SlS:
,,Að tilhlutan stjórnar Sam-
bands íslenzkra samvinnufé-
laga hafa SÍS og félög innan
þess myndað með sér samtök,
sem er ætlað að koma fram
gagnvart verkalýðsfélögunum
sem samningsaðili fyrir hönd
þessara félaga og dótturfélaga
Frámhald á 6. síðu.
Fjölmennið á kvikmyndasýningu
Sésíalistafélagsins í Stjörnu-
bíéi í kvöld
Svo sem getið hefur verið hér í blaðinú efnir Sósíalisfca-
félag Reykjavíkur ’til kvikmyndasýningar í Stjörnubíói í
kvöld kl. 9. Sýndar verða kvikmyndirnar „1. maí í Moskvu
1950“ gullfalleg litmynd tekin í agfalitum og „Eýðimörk
breytt í akuryrkjulönd“ sem sömuleiðis er tekin í agfalitum.
Mynd þessi fjalJar mn hinar stórvirku framkvæmdir á
sviði jarðræktarmála er verið er að framkvæma í Sovét-
ríkjunum og kallaðar hafa verið framkvæmd kommún-
ismans. Sýnir hún hvernig eyðimörkum og hrjóstrugum
jarðvegi sem enginn hefur fram til þessa iátið sér í hug
detta að hagnýta, er breytt í frjósöm akuryrkjuhéruð.
Ennfremur hvernig stórvirkum og nýjum vélategundum
er beytt til þessara hluta, hvernig vélin á að leysa manuinn
af, hvernig tæknin er hagnýtt til nytsamlegra hluta. Við
Islendingar sem höfum svo mikil kynni af hrjóstrugri jörð>
höfum mikið af þessari mynd að læra. Notum því þetta
einstæða tækifæri til þess að sjá þessa mynd. Ennfremur
verða sýndar nýjar fréttamyndir frá Soivétríkjunum.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag í skrifstofu Sósíal-
istafélags Reykjavíkur Þórsgötu 1, sími 7511. — Athugið
að myndir þessar verða aðeins sýndar í þetta eina skipti.
Verk eítir Mnssorgskij, Aram Khat-
sjatúrían og Rimskij-Korsakov
flutt á músikfundi tónlistardeildar
MÍR í kvöld
Tónlistardeild MÍR heldur músíkfund í kvöld kl. 8.30 í
Aðalstræti 12 (uppi). Hefst fundurinn með einleik á píanó:
Dr. V. v. Urbantscic flytur tónverkið „Myndir á málverkasýn-
ingu“ eftir Modest Mussorgskij, en síðan verða flutt af hljóm-
plötum verk fleiri rússneskra tónskálda s. s. dansar úr ballett-.
inum „Gajane“ eftir Aram Kbatsjatúrían og kafli úr óperunni
,.Mja!]hvít“ eftir Rimskij-Korsakov.
Efnisskrá fundarins verður
sem hér sgir: Modest Muss-
orgskij: Myndir á málverkasýn-
ingu. Dr. V. v. Uúbantscic
leikur á píanó. Dunajevskij: I
timglsljósi. (Sungið af Katul-
skaja og Borisénko). A. Novi-
kov: „Krasnotal“. (Sungið af
Katulskaja og Borisénko). —
Rimskij-Korsakov: Kupaveg og
Berendej úr óperunni „Mjall-
hvít“. (Sungið af A.A. Ivanova
og S. J. Lémésjev með aðstoð
hljómsveitar Stóra Íeikhússins
í Moskva undir stjórn K P.
Kondrasjún. A. Gurilév’: Ser-
enada. (Sungið af G. P. Vino-
gradov). A. Varlamov:-Snemma
grænkar. (Sungið af G. P. Vino-
gradov). Síðasta atriðið á efn-
Framhald á 7. síðu. ‘ Aram Khatsjatúrían.
Kjötvörur hækka enn í vsrði
Stjórnarvöldin hækka í dag verð á kjötvörum (sem
bráðum verða ófáanlegar!) um 8%. Hækkun þessi er vafa-
laust gerð eftir reglunní að því eldra sem kjöt sé orðið,
því hærra verð. — Hækkínirnar eru sem hér segir:
Bjúgu hækka úr kr. 16,00 kílóið í kr. 17,25.
Vínarpylsur hækka úr kr. 16,00 í kr. 17,25.
Kjötfarshækkar úr kr. 10,00 í kr. 10,50.
Miðdegispylsur úr kr. 14,75 í kr. 15,75 kilóið.