Þjóðviljinn - 13.06.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. júní 1951
giJÓOVILIINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóti: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiöja Þjóðviljans h.f.
_______________________________________—'
í einokunarklétn
MorgunblaÖið skýrir frá því í gær að tveir
brezkir forstjórai 'nafi dvalizt hér undanfariö og fest
kaup á 6000 smálestum af freðfiski. Foi’stjórar þessir eru
starfsmenn Bemast, Ltd., sem Morgunblaöið kallar
„stærsta fisksölusamlag Bretlands“ og segir aö að því
standi „fimm af stærstu fisksölu- og fiskframleiöslufirm-
um Bretlands“. Gefur blaöiö þar meö í skyn aö þarna
sé um aö ræða írjáls samtök ýmissa brezkra aöila, sem
aöeins hafi samíök sér til hægðarauka.
Sannleikurinn er hins vegar sá aö þau fyrirtæki sem
þarna er um aö ræöa eru öll í eigu eins og sama aöila.
Orðiö Bemast er tengt saman úr nöfnum þriggja stór-
íyriltækja, Bennett, Mac Fisheries og Smethurst. Mac
Fisheries var kevpt upp af Unileverhringnum, einum
voldugasta einokunarhringi heims, 1920. Smethurst var
keypt upp 1946 af Unileverhringnum. Og Bennett *var
keypt upp skömmu seinna af hinum sama Unileverhring,
og þá var samsteypan Bemast mynduö. Þarna er sem sé
ekki um neitt „fisksölusamlag" að ræöa, heldur einok-
unarfirma sem er hluti af einum ríkasta auöhring heims.
Og þessi angi Unileverhringsins er ekki aöeins „fisk-
sölufélag“. Það hefur einnig innan vébanda sinna stærsta
togaraflota heims, stærstu hraðfrystifyrirtæki Bretlands,
stóra síldveiöiflota o. s. frv. Þarna er sem sé um að ræöa
einliverja stærstu keppinauta íslendinga, og þaðan eru
árlega sendir stórir ránsflotar á íslandsmið til að ræna
auóiindir íslenzku þjóðarinnar.
Það er þannig einn einokunarhringur, fjandsamleg-
ur hagsmunum íslenzka sjávarútvegsins, sem kaupir
allan þann freöíisk sem seldur er til Bretlands. Þannig
er til komiö hið , frjálsa framboö" og hin „frjálsa verö-
myndun“ á heimsmarkaðnum sem afturhaldsblöðin láta
eer jafrian t.íörætt um þegar rætt er um afuröasölumálin;
það er valdboö brezka einokunarhringsins. Og þaö er
0:kki aöeins freöfiskurinn sem fer um hendur einokunar-
hringsins, þaö er einnig Unilever sem kaupir síldarlýsið
sem til Bietlands er selt, en þaö er sem kunnugt er
meginhluti framieiöslunnar.
íslendingar hafa langa reynslu af því hvernig Uni-
leverhringurinn beitir aöstöðu sinni, og hefur sú saga
oft verið rakin hér í blaöinu. Sérstaklega er minnisstætt
hvernig verðinu á síldarlýsi var haldið niðri á styrjaldar-
árunum,- og hvernig sósíalistum tókst aö stórhækka þaö
með því að koma á viðskiptasamböndum vió Sovétríkin
og þannig frjálsrf verömyndun. Eftir að þau viöskipta-
sambönd hafa veriö slitin hefur Unileverhringurinn á ný
beitt einokunaraöstööu sinni í vaxandi mæli og lækkaö
verö íslénzkra afuröa ár frá ári. Hefur Thorsaraklíkan
oröiö uppví§ að því að selja ár eftir ár bæöi freðfisk og
síldarlýsi til Unileverhringsins á'miklu lægra veröi en
fáanlegt hefur verið annars staðar, og getur skýringin
ekki verið önnur en sú að Thorsararnir standi í einhverju
annarlegn sambandi við valdamenn innan Unileverhrings
ins, báöum til ábata. íslenzkur almenningur hefur hins
vegar oröið að bera þungann af þessum viöskiptum, og
hefur hann bæöi komiö fram í mikilli framleiöslutregöu
og síhækkandi álögum tikað greiða bætur á of lágt verð.
Morgunblaðið getur þess ekki hvert verð fáist fyrir
freöfisk þann sem nú hefur verið seldur til Unilever-
hringsins, en kemst hins vegar þannig aö orði: „Verðið
mun vera hagstætt, eftir atvikum.“ Hvaöa atvik þarna
er um aö ræða er ekki ljóst, en hitt er alkunnugt að freð-
fiskurinn sem fór til Unileverhringsins í fyrra var seldur
a. m. k. 10% undir framleiösluveröi. Og til þess aö geta
haldið slíkum viöskiptum áfram er okurgjaldeyriskerfið
til komið. Útvegsmenn fá aö ráöstafa helmingi þess gjald-
eyris sem þeir fá fyrir freðfiskinn hjá Unileverhringnum
að eigin geöþótta án nokkurs verðlagseftirlits. Það okur
sem þannig er framkvæmt er beinn skattur Unilever-
hringsins á íslendingum, á lagður til að bæta upp það
lága verö sem einokunarherrarnir skammta.
Þetta eru ástæðurnar til þess að Morgunblaðið skírir
einn versta auöhring heims „fisksölusamlag“.
Engin barnamjólk
í gær hringdi til'mín maður
og vakti athygli á því, að
Mjólkursamsalan hér hefði
enga barnamjólk á boðstólum.
Hann minnti á, að nauðsynlegt
væri að mjólk sem gefin væri
smábörnum væri sem allra rík-
ust af kostum, en f.aldi, og
vafalaust með fullum rétti, að
samsölumjólkin almennt sem
seld er í búðunum væri- ekki
hæf sem ungbamafæða; Á
þessu þyrfti að verða breyting
til batnaðar.
Sérstök barnamjólk
sekl á Akureyri
Þegar við fórum að spjalla
um þetta nánar rifjaðist það
upp fyrir lrunningja mínum, að
norður á Akureyri þar sern
hann átti heima áður en hann
flutti hingað, hefði mjólkur-
samlagið jafnan barnamjólk til
sölu í útsölum sínum. Þessi
mjólk er valin frá þeirn heim-
ildum á samlagssvæðinu, sem
reynsla og rannsókn hefur sýnt
að skila beztri mjólk, hreinni
og fiturikri. En það er vitan-
lega nauðsynlegt að lögð sé
áherzla á, að barnamjólk sé að-
eins tekin frá viðurkenndum
þrifnaðarheimilum. En í því
efni eru sveitaheimilin misjöfn
eins og gengur.
Ekki gefandi smábörnum
Þessi kunnungi minn sagði
ennfremur: .,Hér fæst nú aldrei
skyr sem forsvaranlegt er að
gefa börnum. Skyrið sem við
fáum hér frá Mjólkursamsöl-
unni er ekki aðeing gróft og
hrjónungslegt heldur svo að
segja undantekningarlaust súrt
eða fúlt. Ég veit ekki live langt
er síðan mitt heimili hefur
fengið skyr sem kallast get-
ur mannamatur. Þó kom þa'ð
fyrir einstaka sinnum í vetur
og töldum við þá að það væri
ofan úr Borgarfirði. En Borg-
arfj.skyr hefur alltaf haft betra
orð á sér en skvrið frá Mjólk-
urbúi Flóamanna. Hvað þessu
veldur veit. ég ekki, en ma.nni
dettur helzt i hug sú skýring.
að Mjólkursamsalan sé farin
að hræra þessu öllu saman. svo
enginn munur finnist lengur á
gæðum. — Ég ber fram þá ein-
dregnu ósk að forráðamenn
Mjólkursamsölunnar kippi þessu
í lag og hafj á boðrtól-
um skyr sem fært er að gefa
börnum, þvi vel tilbúið skyr er
hollt og mesta kostafæða".
Vill fá Iag við
„Drekktu nú garmurinn“
„Hrafn“ er enn við góða
heilsu og skrifar okkur 10.
júní á þessa leið: „Góði póst-
ur.' Enn sendi ég þér fáar lín-
ur. Orsök þess er hið nýja
smellna kvæði eftir „Skattborg-
ara“, sem þú færðir mér í
dag. „Drekktu nú garmurinn".
Færðu skáldinu mínar beztu
þakkir. Hér sannast sem fyrr:
„Þegar eitt er fengið er annars
vant“. Við kvæðið vantar lag,
gott lag, þá fyrst fá ljóðin
gildi sitt þegar hægt er að
syngja þau. — Þú sem ferð
svo Víða, ættir nú að ýta und-
ir tónsmiðina um samningu á
góðu lagi, svo hægt sé að
syngja eitthvað nýtt á ferða-
lögunum í sumar. — I sumar-
friði. — Þinn Hrafn.“ — Við
þökkum bréfið og komum orð-
sendingunni hér með á fram-
færi við tónsmiðina. Vonandi
láta þeir ekki Hrafn verða fyrir
vonbrigðum og semja lag við
kvæðið.
Nýtt Iandnám samvinnu-
stefnunnar.
Blöðin hafa skýrt frá því ný-
lega að Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis hafi opnað nýtt
brauðgerðarhús í Tjamargötu
10, þar sem áður var braugerð
Ingólfs Petersen. í sambandi
við brauðgerðarhúsið verður út-
sala á framleiðslu þéss og út-
sölur víðar um bæinn. Allir unn
endur samvinnuhreyfingar
munu fagna þessu nýja spori,
sem KRON hefur nú stigið til
bættrar og aukinnar þjónustu
við almenning. Svona þarf að
halda áfram, eftir því sem
möguleikar eru á. Samvinnu-
samtök alþýöunnar þurfa áð
láta æ fleiri og fleiri greinar
framleiðslu og verzlunar .til sín
taka. Með því er bezt séð fyr-
ir vöruvöndun, réttu verðlagi
og almennum neytendahags-
munum.
Stefnt sé framar öllu að
vöruvöndun.
Nú þegar KRON opnar sínar
útsölur og hefur sölu á framl.
vörum síns brauðgerðarhúss og
kökugerðar, fylgja þessum fram
kvæmdum beztu óskir allra
kaupfélagssinna En jafnframt
er^rétt að leggja áherzlu á það,
að til þess er ætlazt af neytend
um og húsmæðrum bæjarins,
að þessi stofnun stefni öllu fram
ar að því að vanda vöruna,
gera hana á allan hátt sem bezt
úr garði og skapa henni stfax
í byrjun það álit sem nægir til
þess að tryggja öruggan fram-
tíðarrekstur þessarar nýju grein
ar á stofni samvinnusamtaka
reykvískrar alþýðu. Ég veit að
forvígismenn KRON og starfs-
fólk brauðgerðarhússins hafa
á þessu fullan hug, en ekki
sakar að á þetta þýðingarmikla
atriði sé minnzt.
Ríkisskip
Hekla er í Glasgow og fer það-
an á morgun til Reykjavíkur. Esja
fór frá Reykjavík í gærkvöld aust
ur um land til Siglufjarðar. Herðu
breið er væntanleg til Reykjavík-
ur í dag að austan og norðan.
Skjaldbreið fer á morgun frá R.-
vík til Húnaflóahafna. Þyrill er í
Faxaflóa. Ármann átti að fara frá
Reykjavík i gærkvöld til Vest-
mannaeyja.
Eimskip
Brúarfoss er í Hamborg. Detti-
foss er í Reykjavik. Goðafosá fór
fi'á Patreksfirði í gær 12.6. til
Breiðafjal'ðar og Vestmannaeyja.
Guilfoss fór frá Reykjavik 9.6. til
Leith og Kaupmannahafnar. Lag-
arfoss fói' frá Rotterdam 11.6. til
Antverpen og Hull. Selfoss er í
Reykjavík, Tröllafoss kom til Hali
fax 10.6. fer þaðan til Reykjavik-
ur. Katla fór frá Gautaborg 9.6.
til Húsavíkur.
I
Skipadeild SÍS
Hvassafell er væntanlegt. til
Ibiza í dag, frá Napoli. Arnarfell
er í Ibiza. Jökuifell er í Guaya-
quil í Ecuador.
,/K ) ^ .00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.10—13.15 Hádeg
isútvarp. • — 16.25
Veðurfregnir. 19.30
Tónl.: Óþerulög.
20.30 Upplestur: Saga Gústafs
Vasa eftir Jacob Riis, í þýðingu
séra Röngvalds Péturssonar; fyrri
lestur (Einar Guðmundsson kenn-
ari les). 20,50 Tónleikar: Norsk
þjóðlög. Gudrun Grave Nordlund
syngur; Magne Mannheim leikur
á harðangursfiðlu; Ólafur Gunn-
arsson frá Vik í Lóni flytur skýr-
ingar (tekið á plötur í Osló i.nóv.
s. 1.). 21.20 .Erindi: Alþjóðasam^
s'tarf veðurfræðinga og -alþjóða
veð.Urfræðistofnunin 'J frú Theresla
Guðmundsson veðurstofustjóri)',
21.40 Djasstónleikar: „Fats“ ffall-
er og Count Basie leika. 22.10
Danslög. 22.30 Dagskrárlok.
Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína,
ungfrú Brynja Her
mannsd. og Har-
aldur Ólafss., rak-
aranemi, Akureyri.
Ungbarnavernd Líknar Templ-
arasundi 3' er opin þriðjudaga ki.
3,15—4 og fimmtudaga kl. 1,30 til
2.30 e. h.
Öldungurinn Guðjón Guðmunds-
son á Ljótunnarstöðum í Hrútaf.
er staddur i bænum um þessar
mundir og býr að Egilsgöui 16.
Þrátt fyrir háan aldui', en Guðjón
er 84 áya, er hann heilsuhraustur,
léttur á sér sem ungur væri og
fer allra sinna ferða. Hann mun
dvelja í bænum fram á næstu
helgi en heldur þá norður aftur.
S. 1. iaugardag
voru gefin sam-
an í hjónaband
af séra Jakobi
Jónssyni ungfrú
Ásthildur Tóm-
Snorri Gunnarsson,
Heimili þeirra er i Úthlíð 16.
Flugfélag íslanas
Innanlandsflug: í dag eru ráð-
gerðar flugferðir til Akureyrar,
Vestm.-eyja, Sauðárkróks, Hclli-
sands, Siglufj., Isa’fj. og Hólma-
víkui'. — Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Vestmanna-
eyja, Seyðisfjarðar, Neskaupstað-
ar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð-
ar, Sauðárkróks, Blönduóss, Siglu
fjarðar og Kópaskers. Flugferð
verður frá Akureyri til Ólafsfjarð
ar. — Millilandaflug: Gullfaxi
kom frá London í gærkvöld.
Víðförli, tímarit
um guðfræði og
kii'kjumál, 1. heftí
1951, er komið út.-
Éfni: Skírn— ung
barnaskírn, eftir
Sigurbjörn Einarsson. Kirkjulif á
Grikkiandi, eftir Eric Segeiberg.
Gildi lúthersku játmngarritanna,
eftir Alfred Th. Jörgensen.
Himnaför Mai’íu. Hefur kristin-
dómurinn gert gagn? eft'ir Sigur
björn Einarsson. Til alþingis-
manna, eftir Ingólf Ástmarason.
Niður i bráðan Breiðafjörð, eftir
Sigurbjörn Einarsson. Berginál,
júni-heftið 1951, er komið út. Efni:
Allt vitlaust í vinnustofunni. gleði
saga frá Stokkhóimi. Heimsökn í
Sþandaufangelsið. Talað af reynslu,
smásaga eftir Skerrat. Þegar mað-
urinn minn gerðist árisull, skop-
saga. Síðasti fresturinn sakaxaála-
saga. Úr heimi kvikmyndanna.
Trúlofun slitið, smásaga.' Orðiaus,
skopsaga. Læknisfrúin, framhalds«
saga, o. fl. , _
asdóttir