Þjóðviljinn - 13.06.1951, Page 6

Þjóðviljinn - 13.06.1951, Page 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. júní 1951 Valur vann Víking 1:0 — Tilþrifa- lítill leikur Ný Rafskinna Á sunnudaginn var mátti sjá mikinn mannfjölda fyrir utan glugga Rafskinnu í Austur- stræti. Leyndi það sér ekki að eitthvað var þarna um að vera. Þegar betur var að gáð kom í ljós að í gluggann var komin alveg ný útgáfa af Rafskinnu, hinni þekktu og vinsælu aug- lýsingabók Gunnars Bach- manns, sem allir bæjarbúar Ikannast við. — Það er alltaf at burður í bæjarlífinu þegar ný Rafskinna er til sýnis í gluggan anum í Austurstræti. Kjörorð Rafskinnu er að þessu sinni: „Hafið stefnumót við Raf- skinnugluggann“, og ekki verð- ur annað sagt en það ætli að bera tilætlaðan árangur. Marg- ar smellnar og nýstárlegar aug lýsingar prýða Rafskinnu nú eins og jafnan áður. Þoni skólaæskannar atviimuiaus Framhald af 3. síðu. lega atvinnuástandi, sem nú ríkir hjá þorra skólaæskunnar í Reýkjavík. Þetta eru „ráðstaf- anir“ íhaldsins. Það ætti að skammast sín. — En æskan má ekki láta þetta íhald sitja á sér með öllum rassþunga. Æsk an verður að koma teikniból- um fyrir og það mörgum. Að vísu er hún of sein þetta árið. En næsta vetur verða skóla- félögin að skipuleggja sína starfsemi með tilliti til baráttu fyrir sumarvinnu. Slík starfsemi skólafélaganna yrði aðalmál seinni hluta vetrar. I öðrum löndum hefur þessi starfsemi reynzt árangursrík. Þetta er ein bezta aðferðin til að fá nákvæmar upplýsingar um at- vinnuþörf námsfólksins og til að s'kipuleggja liina atvinnu- lausu skólaæsku til virkrar starfsemi í þessum málum. Slík starfsemi væri ‘studd af foreldrum og kennurum. Hún er eina svarið, sem æskan get- ur gefið hinu sljóa, atliafna- lausa íhaldi, sem nú þegar hef- ur dregið dug úr fjölda náms- manna og spillt námsmöguleik- um sumra alveg. Þetta er uppá- stunga um aðrar leiðir en þær. sem tiltækar eru nú. Þetta eru leiðir þeirra, sem íhaldið hefur ekki tekizt að stöðva á náms- braut sinni næsta vetur. Það sem nú liggur fyrir er að: Gefa sig fram til skráningar, og Iáta sem mest fara fvrir sínu atvinnuleysi í Öllum við- tölum. Ö.J. Aðstaða til að leika knatt- spyrnu á mánudagskyöldið var fremur slæm. Töluverð rigning sem gerði völlinn sleipan og knöttinn líka. Er í þessu áð finna nokkra afsökun fyrir þeim lélega leik sem félögin sýndu. En þetta er ekki nóg til afsökunar. Þó völlur sé blautur og knöttur þungur og háll þá er hægt að gera tilraun- ir til skipulegs leiks fyrir því. En það var mjög sjaldan sem manni virtist spyrnan hafa á- kveðinn tilgang og oft virtist sem menn væru í vafa um það á hvort markið þeir léku. Nei- kvæður þversumleikur var al- gengur, og menn oft svo staddir að sá sem hafði knöttinn átti erfitt með að finna samherja, og of sjaldan leituðu menn að eyðum til að senda knöttinn í og koma þannig_svolítið á ó- vart. Að sjálfsögðu brá fyrir samleik hjá þessum meistara- liðum og þó sérstaklega hjá Val í síðari hálfleik. 1 fyrra, hálf- leik (móti vindi) lá þó heldur á Val en til þess að eitthvað gæti skeð var sókn Víkings of tilviljanakend. Það er því mikið meira efni að skrifa um það sem ekki var gott í þessum leik en það sem vai einhvers virði. Það er í rauninni alvar- legt íhugunarefni hvað ungum mönnum fer lítið fram eftir að þeir komast í meistaraflokk og væri hægt að benda á mörg dæmi úr öllum félögum. Menn sem hafa lofað góðu í II. flokki hafa hætt að taka framförum. 1 þessum leik skár.u þeir sig út úr með góðan leik. Hafsteinn var þó bezti maður vallarins. Vörn Vals var ,,taktiskt“ betri en Víkings enda fékk Val ur meiri tækifæri sem þó voru öll misnotuð nema eitt þar sem markmaður hafði hlaupið of fljótt út og Halldór lyfti knett inum yfir hann. Dómari var Jörundur Þor- steinsson. Áhorfendur fáir. Bandarískur yfirforingi í Miðjarðarhafi Reutersfréttastofan segist hafa það eftir góðum heimild- um í London, að ákveðið hafi verið meðan Bradley herráðs- forseti Bandaríkjanna dvaldi þar í síðustu viku, að gera bandaríska aðmírálinn Howley að yfirmanni A-bandalagsflot- ans á Miðjarðarhafi. Áður hafði verið ákveðið, að bandaríski að- mírállinn Fechteler skyldi stjórna flota A-bandalagsins á Atlanzhafi. ’ Undir eilífðcirstiörnum Eftir A. J. Cronin 'j 180. DAGUR stjóra blaðsins. Ritstjórinn tók mótmælum hans mjög kurteislega — honum þótti þetta auðvit- að afar leitt, en þó áleit hann ekki að þetta gæti verið til tjóns á nokkurn hátt. Þvert á móti. Var þetta ekki einmitt ágæt auglýsing — prýðileg auglýsing? Frú Tucker botnaði ekki heldur í gremju hans; sjálf var hún afar á- nægð með að sjá nafn sitt 'á prenti, og það á heiðarlegan hátt, bætti hún við. En þegar Davíð gekk til þings um morgun- inn fannst honum hann afar smár og órétti beittur. Hann vonaði af öllu hjarta að enginn hefði tekið eftir greininni — en sú von rættist ekki. Þegar hann gekk inn var tekið á móti hon- um með hæðnishrópum. Þetta var þá fyrsta upp- skeran hans: að verða að athlægi. Hann laut höfði og vangar hans voru eldraúðir af skömm yfir því að þeir skyldu álíta að hann hefði sjálf- ur staðið á bak við þessa auðvirðilegu aug- lýsingu. „Hlæðu bara að þessu“, sagði Nugent. „Það er eina ráðið — slá þessu upp í gaman“. Nug- ent skildi hann. En það gerði Bebbington ekki. Hann var háðskur og tortrygginn: hann áleit að þetta hefði allt verið fyrirfram ákveðið og hik- aði ekki við að segja það. Ef til vill öfundaði hann Davíö af þeirri athygli sem hann vakti. Um kvöldið kom Nugent í heimsókn til Da- víðs. Hann fékk sér sæti og tók upp pípuna og horfði rólegum, alvarlegum augum í kringum sig í herberginu. Hann var .óásjálegri en nokkru sinni fyrr og þunnar hárlýjumar löfðu niður á enni en góðlyndi hans og glettni voru óbreytt. Hann kveikti í pípunni og sagði: „Ég hef lengí verið að hugsa um að líta inn til þín. Þetta er allra notalegasta vistarvera hjá þér“. „Já, hún gæti verið verri fyrir eitt pund á viku“, svaraði Davíð stuttur í spuna. „En það fylgir aúðvitað fleira. Steikarapannan illræmda hangir frammi í eldhúsi". Það kom glettnisglampi í augu Nugents. „Hamingjan góða, taktu þetta ekki svona nærri þér“, sagði hann vingjarnlega. „Þetta gæti jafnvel orðið þér í hag hjá kjósendum þínum“. „Reyndar var það ég sem átti að vinna þeim í hag“, tautaði Davíð. „Það kemur seinna", sagði Nugent. „Við getum ekki gert annað en bíða fyrst um sinn. Við stöndum andspænis heilum múrvegg af tórýjum — 419 þingmönnum á móti 151 hjá okk- ur. Hverju er hægt að hrinda í framkvæmd undir slíkum kringumstæðum ? Við þurfum bara að reýna að vera staðfastir og bíða þangað til röðin kemur að okkur. En ég skil þig mæta- vel. Þú þráir að koma einhverju í verk. Þú ert orðinn þrautleiður á formsatriðum, kosningum og látalátum, Þú vilt sjá einhvern árangur. En bíddu hægur, Davíð, bráðum kemur röð- in að þér“. Davíð sat þögull stundarkorn. Svo sagði hann hægt: „Það er eitthvað á seyði í námunum heima — á því er enginn vafi. Þegar fréttist um nýju sam- þykktina, bregða eigendurnir við, heimta Iengri vinnutírna og lægra kaup. Og á meðan er allt látið danka“ . „Menn eru enn að dekra við hugmyndina um nýjan rikisstyrk“. Nugent brosti hlýlega. „1921 var tíu milljónum punda eytt í ríkisstyrk. Svo fékk einhver þá snjöllu hugmynd að setja nefnd á laggirnar. En áður en þessi nefnd komst að nokkurri niðurstöðu varð ríkið að leggja fram DAVIÐ nýjan styrk. Svo birtust niðurstöður nefndar- innar og þar voru allir ríkisstyrkir fordæmair. Þetta er afar lærdómsríkt. Næstum skemmti- legt“. „En hvenær í ósköpunum getum við komið á þjóðnýtlngu ?“ spurði Davíð ákafur. „Hún er eina lausnin. Eigum við að bíða þangað til þeir koma sjálfir og bjóða okkur hana?“ „Við verðum að bíða þangað til við fáum verkamannastjórn sem getur komið henni á“, sagði Nugent og brosti rólega. „F'ram til þess tíma máttu leika þér að bláu bókunum þínum og steikararpönnunni". Eftir stutta þögn hélt hann áfram: „Aðalatriðið er að hafa alltaf takmarkið í huga. Það eru svo margar villgötur sem hægt er að glæpast út á ef ekki er verið á veröi. Hvergi koma’ veikleikar mannsins eins skýrt fram og í stjórnmálalífinu. Það er metnaðar- girnin og eigingirnin sem eyðileggur allt, Davíð. Tökum vin okkar Bebbington sem dæmi. Hvað heldur þú að hann skeyti um þessa tuttugu þúsund námuverkamenn í Burham sem kusu hann á þing? Ekki hót. Hann hugsar ekki um neitt nema Bebbington. Það er sárgrætilegt. Og Bob Ghalmers. Hann var logandi hugsjónamaður þegar hann var kosinn á þing fyrir f jórum árum. Hann sór þess dýran eið með tárvot augu að hann ætlaði að koma á sjö stunda vinnudegi í ullarverksmiðjunum, þótt það kostaði hann líf- ið. En sjö stunda vinnudagurinn er ekki enn kominn á í Lancashire og Bob lifir í vellyst- ingum praktuglega og dansar i kringum gull- kálfinn. Hann er kominn í tæri við Clinton og Konsorter og notfærir sér þekkingu sína til að græða í kauphöllinni. Um Cleghorn er næstum sömu sögu að segja. Það var hégómaskapur sem lagði hann að velli. Hann kvæntist hefð- arkonu og nú vanrækir hann hvaða fundi sem vera skal ef hann á kost á frumsýningu í West End. Ég vil ógjarna fella dóma yfir mönnum, en mér finnst þetta hörmulegt. Ég er enginn dýrlingur, en ég vona að ég sé að minnsta kosti heiðarlegur. Þess vegna gleðst ég yfir því af öllu hjai'ta að þú skulir lifa óbrotnu og heiðar- legu lífi. Haltu því áfram, Davíð lofaðu mér því“. Davíð hafði aldrei fyrr séð Nugent svona æstan. En það var aðeins andartak. Svo stillti hann sig og sami jafnvægissvipurinn kom á andlit hans. „Fyrr eða síöar teygir spillingin klærnar á eftir manni. Enginn kemst hjá því að rekast á hana. Varaðu þig á drykkjustofnuninni í þing- húsinu, Davíð. Láttu þér ekki standa á sama með hverjum þú drekkur Varaðu þig á Bebb- ington, Chalmers og Dickson. Ég veit vel að þetta hljómar eins og siðaprédikun, en þetta er bláber sannleikurinn. Ef maður getur verið heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, þá stendur rétt á sama hvað fyrir Jcemur“. Hann sló ösk- una úr pípunni, „Jæja, ég skal hætta að prédika — ég þurfti bara aö létta á hjarta mínu. Og ef ég kem hingað einhverntíma og sé ótal, tepru- leg boðskort liggja á arinhillunni þinni, þá skaltu fá fyrir ferðina. Ef þú þarft á dægra- styttingu að halda, geturðu komið með mér í cricketklúbbinn þegar veðrið fer að skána. Ég er félagi í honum og ég hef ánægju af því“. Davíð brosti. „Það er þín spilling". „Já, einmitt. Þetta kostar mig tvö pund á ári. Og ég vildi ekki fara á mis við það, þótt ég ætti kost á áð verða formaður flokksins“. Hann leit á úrið sitt. Svo reis hann hægt á fæt- ur og teygði úr sér. „En nú verð ég að fara“. Hann gekk til dyra. „Annars er ég ekki búinn að gleyma jómfrúræðunni þinni. Þú færð af- íbragðs iækifæri eftir hálfan mánuð þegar Clarke j’eggur fram breytingatillögu við lögin um ríkis- eftirlit á námunum. Þá færðu tækifæri til að segja ýrnislegt af því scm þér liggur á hjarta. Góða nótt“. Þegar Nugent var farinn, settist Davíð fyrir framan arininn. Nú leið honum betur— Nugent hafði ævinlega róandi áhrif á hann. Það var satt að hann hafði verið óánægður. Deyfð stjórn- málalífsins hafði haft lamandi og óþægileg áhrif á hann eftir hina virku kosningabaráttu og sjálfur hafði hann brennandi áhuga og trú á málefnið. Honum gramdist þessi sóun á tíma og orku, hin óendanlegu ræðuhöld, hinar inni- haldslausu spurningar og innantómu svör, hin kurteislega hræsni — þetta sífellda hjakk í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.