Þjóðviljinn - 17.06.1951, Blaðsíða 8
Nýr Reykja-
víkurtogari
Jón Baldvins-
son
Sjöunda togara Reykjavíkur-
bæjar hefur nú verið gefið
nafn og heitir hann Jón Bald-
vinsson, Re 208. Hann er byggð
ur af sömu skipasmíðastöð og
Þorsteinn Ingólfsson og Ólafur
Jóhannesson.
Skipstjóri á Jóni Baldvins-
syni verður Jón Stefánsson, 1.
stýrimaður Páll Björnsson og
1. vélstjóri Jónas Ólafsson.
Jón Baldvinsson er væntanleg
ur um eða eftir næstu helgi.
Nýr útvarpssendir tekinn í notkun
Síðustu 2—3 árin hefur sú hætta vofað yfir, að útvarpssend-
ingar Eíkisútvarpsins stöðvuðust um lengri tíma, vegna þess að
aðalsendir stöðvarinnar á Vatnsendahæð var orðinn gamall og
úr sér genginn og óhægt um skjóta viðgerð á honum.
Þessum áhyggjum hefur nú verið aflétt. I marzmánuð'j s.l.
var byrjað að setja upp nýjan sendi á Vatnsenda og því verki
íokið í maílok. Verður hinn nýi sendir tekinn í notkun í dag.
Hinn nýi sendir útvarpsstöðv-
arinnar er frá Marconi-félaginu
brezka og hafa tveir verkfræð-
ingar þess félags. þeir Dunk
og Spraggs, unnið að uppsetn-
ingunni. Hefur verkinu verið
hraðað svo sem mögulegt var,
en eins og fyrr segir var því
lokið skömmu fyrir síðustu
mánaðamót. Hefur sendirinn
verið reyndur öðru hvoru fiíð-
an. Munu umboðsmenn Marconi
félagsins afhenda Ríkisútvarp-
inu sendirinn kl. 12 á hádegi í
dag og flytur yfirverkfræðing-
nr ’útvarpsins, Gunnl. Briem
þá útvarpshlustendum ávarp í
tilefni þess atburðar.
Mikil breyting til batnaðar
verffur á tóngæðum útvarps-
Baráttan gegn dýitíðinni
Blautsápa íiækkar
um 6%
Enn hgjda hinar skefjalausu
verðhækkanir ríkisstjómarinn-
ar áfram hröðum skrefum.
Samkvæmt tilkynningu frá verð
lagsskrifstofunni sem birt var
í blöðunum í gær hefur verð á
blautsápu verið hækka'ð úr kr.
8.40 f kr. 8.90 (smásöluverð
með söluskatti).
Þessi nýjasta hækkun ríkis-
stjómarinnar nemur 6%. Varla
líður nú svo dagur að aftur-
haldsstjórnin ákveði ekki verð-
hækkun á einhverri nauðsynjá-
vöru almennings.
sendinga við tilkomu hins nýja
sendis, og munu eigendur góðra
viðtækja einkum verða þess var
Listdanssýiiingar
á NorSerlandi
Nú um helgina leggja þær
Sif Þórz, Sigríður Ármann og
Ellý Þorláksson af stað í dans
sýningaför um Norður- og Vest
uriand.
Á efnisskrá verða að jafnaði
ellefu til tólf dansar, og hefur
verið hagað þannig til að sýn-
ingarnar gætu orðið sem fjöl-
breyttastar. Sýndir verða balle
dansar, skapgerðardansar, ný-
tízku sýningardansar, ,,stepp“
og „akrobatik". Dansamir eru
ýmist sólódansar, tvídansar eða
þrídansar.
Fyrst verður dansað á
skemmtun á Blönduósi, 17.
júní, en fyrsta sjálfstæða sýn-
ingin verður á Sauðáhkróki þ.
19. júní Síðan verður farið til
Akureyrar og haldnar sýning-
ar þar og í nágrenninu.
Þetta mun vera í fyrsta
skipti, sem fleiri en einn list-
dansari koma. fram sameigin-
lega á Norðurlandi. Sif Þórz
og Sigríður Ármann hafa áður
haft sýningar víða um landið,
en Ellý Þorláksson hefur ekki
áður sýnt utan Reykjavíkur.
Undirleik á þessum sýningum
annast Jón Óskar Ásmundsson.
ir. Með nýja sendinum, sem er
20 kw, verður hægt að halda
meðalstyrk sendinganna meiri.
Sendir þessi er loftkældur, en
þa'ð hefur mikinn sparnað í för
Framhald á 6. síðu.
Skólagjöld felld
niður
Svo sem vitáð er hafa skóla-
gjöld verið talsverður liður í
námskostnaði íslenzkra stúd-
enta í Sviþjóð. Nú hefur tek
izt svo til, að samkomulag
hefur orðið milli sendilierra Is
lands í Stokkhólmi og háskól-
anna í Stokkhólmi, að fallið
verður frá skólagjöldum fyrir
íslenzka stúdenta í Stokkhólms
háskóla (voru s. kr. 250.00 á
ári) og við dýralæknaháskól-
ann. 1 verkfræðiháskólanum
njóta íslendingar sömu kjara
og Svíar, greiða fjór'ðung hins
opinbera skólagjalds.
Heildsala-
blaSiS hófar
Það er greinilegt af leiðara
Vísis í fyrradag, að húsbóndi
blaðsins og eigandi, Björn Ól-
afsson símamálaráðherra, hefur
orðið fyrir miklum vonbrigðum
í sambandi vi’ð lausn vinnu-
deilu símlagningamanna. En í
þeirri deilu ætlaði Coca-Cola-
ráðherrann að svifta símlagn-
ingamenn mikilsverðum fríðind
um sem þeir hafa notið árum
samkn, en varð að láta í minni
pokann. Nú krefst Vísir þess
að hér verði á ný innleiddur
gerðardómur í kaupdeilum og
vitnar til Ástralíu sem fyrir-
myndar. Það sem Vísir heimtar
eru þrælalög, hernaðarofbeldi
og fangelsanir yfir verkamenn,
en viö þáð á nú verkalýðshreyf-
ing Ástralíu við að búa. Það
er gott að heildsalablaðið leynir
ekki fyrirætlunum liúsbænda
sinna og yfirboðara. Hinu
gleymir Vísir í ofsa sínum og
fjandskap að íslenzkir verka-
menn liafa fengið forsmekkinn
af því sem hann boðar. Og
hvernig fór? Er heildsalablað-
ið búið a'ð gleyma endalokum
gerðardómsins 1942 og ósigri
afturhaldsins þá. Hótanir Vísis
eru ekki einhiítar. Vcrkalýðs-
hreyfingin býr yfir nægum
þrótti og styrkleika til þess að
láta söguna endurtaka sig
reyni húsbændur Vísis að gera
hótanir hans og svigurmæli að
veruleika.
Útvarpssendirinn nýi á Vatnsendahæð. (Ljósm. Pétur Thomsen)
Sunnudagur 17. júní 1951 — 16. árgangur — 133. tölublað
„Island í augum barna"
Skemmtileg sýning List-
vinasalarins — Fyrsta
kynningarkvöldið
Listvinasalurinn við Freyju-
götu heldur nýstárlega og
skemmtilega sýningu nú um
helgina. Er það úrval teikninga
og annarra mynda eftir börn,
allt frá 2 ára aldri til 13. Er
uppistaða sýningarinnar valin
úr myndum eftir reykvísk skóla
börn, sem undanfarið hafa ver-
ið sýndar í Þýzkalandi og víð-
ar. Gefur sýningin ferska og
Nauthólsvík
opuar í dag
I dág verður sjóbaðsstaður-
inn í Nauthólsvík opnaður al-
menningi og verður baðvcrður
á staðnum alla daga kl. 1—7,
og hefur Karl Guðmundsson
íþróttakennari verið ráðinn til
þess starfs.
Staðurinn er enn hlýlegri en
áður, grasbollarnir orðnir bet-
ur grónir og búið að hreinsa
fjöruna eftir veturinn. Sund-
flekum, stigum og bjarghring-
um hefur verið komið fyrir á
staðnum. Fólk er áminnt um að
ganga hreinlega um, skilja ekki
eftir flöskur, umbúðapappír,
sígarettupakka eða annað rusl.
Fastar ferðir eru ekki enn
komnar á suðuréftir en von til
að úr því rætist.
heillandi innsýn í hi'ð ríka hug-
myndaflug barna, og má segja
að innan um séu hrein snilldar
verk. Sýningin verður opin
fram á mánudagskvöld — að-
gangur er ókeypis fyrir börn,
í fylgd með fullorðnum, 5 kr.
fyrir fullorðna.
Að venju er sýningin ókeypis
fyrir styrktaraðila.
Listvinasalurinn heldur
fyrsta kynningarkvöld sitt fyr
ir styrktaraðila í húsakynnum
sínum annað kvöld, mánud.,
og hefst það kl. 21 stundvís-
lega.
Þar les Þórbergur Þórðarson
upp, Wilhelm Lanzky-Ottó leik-
ur „Myndir á málverkasýningu“
eftir Mússorgskí og frú Ólöf
Nordal les upp úr kvæðabók
Sigurðar Nordals, „Skottið á.
skugganum“.
Noriiænii sumacháskóii
í Rsk®v
Að Askov í Danmörku verð-
ur í sumar starfræktur í fyrsta.
sinn sameiginlegur háskóli fyrir
Norðurlönd. Skólatíminn er að
þessu sinni frá 11.—25. ágúst,
og aðalnámsefni verður orsaka-
lögmálið.
Væntanlegir þátttakendur
héðan geta fengið nánari upp-
lýsingár í skrifstofu Stúdenta-
ráðs n.k. þriðjúdag og miðviku
dag kl. 11—12 f.h., og er nauð
synlegt, að umsóknum verði
Skilað fyrir 1. júlí.
Flugfélag íslands hefur farið
6000 ferðir milli Akureyrar
og Reykgavíkur s. I. 13 ár
Þegar Douglasflugvélin „Gunnfaxi“ lenti á flugvellinum
við Akureyri s.l. fimmtudag, var það í 3000. skipti, sem flugvél
frá Flugfélagi Islands flýgur frá Reykjavík til Akureyrar. Hafa
því flugvélar félagsins farið alls 6000 ferðir á milH þessara
staða, en vegalengdin er um 1V2 milljón kílómetrar, sem flogið
hefur verið. Svarar það til, að farnar hefðu verið 38 ferðir um-
liverfis hnöttinn.
Liðin eru nú 13 ár sfðan
Flugfélag Islands hóf flugferð-
ir á milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar. Fyrsta ferðin var farin
2. maí 1938 á fjögurra farþega
Waco sjóflugvél, sem stjórnað
var af Agnari Kofoed-Hansen
núverandi flugvallastjóra. Flug-
stjóri á „Gunnfaxa“ í 3000. ferð
inni var Sigurður Ólafsson.
líafa flutt rösklcga
46.000 farþega
Waco sjóflugvélar 350 ferðir.
Ör þróun
Þróunin í fiugsamgöngum við
Akureyri hefur orðið mjög ör
Framhald á 3. síðu.
Á þessu timabili sem Flug-
félag Islands hefur haldið uppl
flugferð'um milli Reykjavíkur
og Akureyrar, hafa flugvélar
þess flutt rösklega 46 þúsund
farþega, 240 þús. kg. af ýmiss-
konar varningi og um 150 þús.
kg. af pósti, á þessari flug-
leið. Af þeim 3000 flugferðum,
scm farnar hafa verið til Ak-
ureyrar, hafa Douglas fiugvél-
ar og Catalina flugbátar farið
flestar ferðir, eða alls 1559.
Þá hafa 5—8 farþega flugvél-
ar (Grumman, Beechcraft og
Rapide) flogið 1091 ferð og
77 ára gamall maður synti
200 m í gærmorgun og er hann
clzti þátttakandinn í samnor-
rænu sundkeppninni. Maður
þessi heitir Vilhjálmur Arnar-
son og á heima að Lindargötu
11 hér í bæ.
Nú fer að líða á þann tíma
er sundkeppnin stendur yfir og
ríður á að enginn liggi á liði
sínu. Ýmsir, sem lítið hafa synt
síðustu árin æfa nú af kappi
með það markmið í huga áð
synda hina tilskyldu 200 metra
áður en keppninni lýkur hinn
10. júlí.