Þjóðviljinn - 07.07.1951, Page 4
4)
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. júlí 1951
PIÓÐVIIJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fr'éttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ummæli Alþýöublaðsms um friöarsamningana í
Xóreu voru táknræn fyrir viðhorf Bandaríkjadindlanna
lim gervallan heim. Það lýsti yfir því að vopnahlé væri
ekki ákjósanlegt og að það væri vel skiljanlegt að friður
vckti enga hrifningu. Engin önnur endalok stríðsins væru
viðunandi en þau að Bandaríkjin Ieggi undir sig Norður-
Kóreu alla. .
Ummæli þessi birtust í leiðara Alþýöublaðsins 3. júlí
s.l. og þau voru blessunarlega hreinskilin. Síðan viröist
liafa verió hnippt í Stefán Pétursson og honum sagt aö
slík hreinskilni væri ekki æskileg eins og sakir stæöu, aö
rninnsta kosti hefur hinn stríðsþyrsti ritsstjóri vent kvæöi
sínu í kross síöustu dagana og reynt að halda því fram
að vopnahlé í Kóreu sé mikill „ósigur fyrir Rússa“.
Nú er það svo, eins og alkunnugt er, þótt Stefán Pét-
iirsson vilji ekki vita það, að Sovétríkin eru alls ekki aöili
aö Kóreustyrjöldinni.. Þau hafa ekki tekiö neinn þátt í
henni, hvorki beint né óbeint, enda hafa áróðursstofnanir
Bandaríkjanna ekki einu sinni reynt að halda slíku fram
Hins vegar hafa Sovétríkin aö sjálfsögöu fyllstu samúö
með frelsisbaráttu Kórverja, þótt þau geröu sér hitt ljóst
að þátttaka í Kóreustyrjöldinni hefði haft í för meö sér
lieimsstyrjöld með öllum hennar afleiðingmn. Ögranirnar
liefur ekki skort af hálfu bandaríska auðvaldsins en
Sovétríkin hafa ekki látiö ögra sér.
Sovétríkin hafa hins vegar frá upphafi verið óþreyt-
andi að bera fram kröfur sínar um frið í Kóreu. Þessa
dagana er t. d. tæpt ár lioið síðan mikilvæg bréfaskipti
fóru á milli Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Stalíns,
íorsætisráöherra Sovétríkjanna. Nehru bauöst þar til að
hafa frumkvæði að tafarlausum friðarumleitunum og
friösamlegri lausn, og Stalín svaraöi um hæl og kvaö
Sovétríkin styöja hann af alefli: „Ég fagna friöárfrum-
kvæöi yöar. Ég er algerlega sammála yður um nauösyn
þess að leysa Kóreudeiluna á. friðsamlegan hátt...“ Og
cnn skrifaöi Nehru mjög vongóður 16. júlí í fyrra:
„Ég er ákaflega þakklátur yður fyrir fljót og jákvæð
svör. Ég set mig nú í samband við aðrar ríkisstjómir sem
hiut eiga að máli og vonast til þess að geta fljótlega aft-
ur snúið mér til yðar.“
En Nehru varð fyrir vonbrigðum. Bandaríkin vildu
ekkert viö hann tala um friö í Kóreu, enda þótt þrjú fjöl-
mennustu ríki hnattarins, Sovétríkin. Kína og Indland,
með yfir milljarö íbúa, væru sömu skoöunar um friðsam-
lega lausn Kóreudeilunnai.
Þetta var fyrsta tilraunin, og síðan hafa stjórnmála-
menn Sovétríkjanna aldrei rætt svo um alþjóðamál aö
þeir hafi ekki boriö fram kröfur um frið í Kóreu. Þeim
kröfum hefur hins vegar aldrei verið anzað — fyrr en
nú — heldur hafa árásarherir Bandaríkjanna haldið á-
íram að myrða og tortíma á þann hátt sem lýst var hér
í blaðinu i gær.
En hvaö kemur til að allt í einu verða jákvæð við-
brögð viö síðustu ræðu Maliks, sem aðeins var framhald
af tilraunum Sovétríkjanna í heilt ár? Skýringin er án
cfa sú að um sama leyti sendu Bandaríkin frá sér neyöar-
cp til 39 ríkisstjórna um tafarlausar hersendingar til
Kóreu, og Ridgway lýsti jafnframt yfir því aö norðurher-
irnir væru enn ósigraðir og heföu fullan styrk til að hefja
sóknaraögeröir. Baiidaríkin hafa sem sé ekki aðeins myrt
og tortímt, þau hafa einnig beöiö geysilegt tjón og oröiö
aö bera það mestmegnis ein.
Því var það aö fylgiríki Bandaríkjanna, sem höföu
í höndunum kröfur Banclaríkjanna um hersendingar til
Kóreu, brugðu við þegar eftir ræðu Maliks og tóku undir
af alefli, áður en ráðamenn Bandaríkjanna höfðu fengið
nokkuö ráörúm til að senda frá sér fyrirmæli. Eítir það
varð ekki snúið viö, það hefði þýtt einangrun Banda-
ríkjanna og ómótstæðilega sókn friðarhreyfingarinnar á
vesturhveli heims.
Því eru friðarsamningarnir í Kóreu mjög mikilvægur
sigur fyrir stsfnu Sovétríkjanna, en agentar Bandaríkj-
anna, eins og Stefán Pétursson, geta ekki dulið heift sína.
Vilja ekki að sjnn hlut-
ur sé eftir.
Ung kona leit inn til mín í
fyrradag. Hún býr í sumarbú-
stað alllangt frá bænum og
hafði brugðið sér til bæjarins
til að ljúka 200 metra sund-
inu í samnorrænu sundkeppn-
inni. Konan sag'ðist þekkja
margar kynsystur sínar sem
væru í sumarbústöðum og öðru
húsnæði sem fólk verður nú
að gera sér að góðu í húsnæðis-
vandræðunum, og er fjarri bæn
um og því að ýmsu leyti óþægi-
legt að komast þaðan í sund-
laugarnar og Sundhöllina til
æfinga fyrir keppnina. En hún
kvað mikinn áhuga fyrir keppn
inni meðal kvenna og teldu þær
yfirleitt ekki eftir sér þótt þær
þyrftu nokkuð á sig að Ieggja
til þess að þeirra hlutur yrði
ekki eftir. Konan spurði starfs-
fólkið í sundhöllinni um þótt-
tökuna yfirleitt og þá um leið
hvort það teldi hallast á kven-
fólkið í keppninni.
m
200 metramir engin
þolraun.
Þessi kona hafði eftir starfs-
fólkinu að greinilegt væri að
ekki hallaði á kvenfólkið í
keppninni. Þa'ð sýndi mikinn og
vaxandi áhuga og teldi ekki eft-
ir sér æfingar og fyrirhöfn.
Hinsvegar virtist meiri deyfð
ríkjandi meðal karlmannanna
og mættu þeir áreiðanlega taka
betur á þann tíma sem eftir er
ættu þeir ekki að verða eftir-
bátar kvennanna. Sjálfsagt er
að gleðjast yfir þeim áhuga
sem konurnar sýna fyrir sund-
keppninni og sýna þær með þátt
töku sinni að þær hafa vakandi
skilning á þeirri þýðingu sem
þessi samnorræna sundkeppni
hefur fyrir okkur Islendinga.
Er það vissulega líkt konunum
að láta ekki sinn hlut eftir
liggja þegar teflt er um stöðu
íslands í þessari fyrstu al-
mennu sundkeppni milli Norður-
landanna allra. En hva'ð um
karlmennina? Ætla þeir að láta
á sannast að beir standi sig
hlutfallslega ver en konumar;
þvi skal ekki trúað fyrr en í síð-
ustu lög- Bæjarpósturinn
vill því skora á karlmenn-
ina að herða sóknina. Nú
eru aðeins örfáir dagur eftir
og enginn syndur Islandingur
(hvorki karl eða kona) má
bregðast. 200 metra sundið er
svo auðvelt að enginn þarf að
hika við þátttöku sem getur
fleytt sér á annað borð. Ein
æfing er ágæt fyrir þá sem
ekki hafa lengi komið í vatn.
Að henni lokinni taka menn
200 metrana eins og ekkert
þrifamáli", að mig minnir. En
það er í sjálfu sér athyglisyert
ef Víkverji fer að taka stefnu-
breytingu, og ef sú breytta
stefna yrði varanleg lijá honum
og hans flokki mun það ver'ða
mörgum gleðiefni. En „þjóð-
þrifamálið“ sem Víkverji ræddi
í pistli sínum þennan umrædda
dag var dömufrí á dansleikjum.
Þau eru að visu stundum á
gömlu dönsunum. en ekki nógu
oft, en hinsvegar aldrei á nýju
dönsunum. Ég gæti trúað því
að vinsælt yrði að hafa dömu-
frí yfirleitt 15—20 mínútur í
senn tvisvar eða þrisvar sinn-
um á hverjum dansleik. hvort
sem þar eru dansaðir nýir dans
ar eða gamlir. Það ætti a. m.
k. engu að spilla.
Heiíir á Björn R. Ein-
arsson.
„Annars finnst mér að hljóm-
sveitarstjórarnir ættu að taka
þessa nýbreyttni upp og sér-
staklega vil ég skora á mitt
uppáhald í þeirra hópi, Björn R.
Einarsson, að gera það. Þær
muna honum það áreiðanlega
sem mest á þessu græða, þ. e.
þær sem verða alveg útundan
með núverandi fyrirkomulagi.
Fullt jafnrétti karla ok kvenna
er krafa nútímans, og þess
vegna á að vinna að því að
dömufri verði tekin upp á hverj
um dansleik. Um það er ég Vík-
verja alveg sammála þótt margt
beri annars í milli. — Áskrif-
andi.“
Skipatlelld SIS
Hvassafell losar salt á Húsavík.
Arnarfell lestar saltfisk á Patreks-
firði. Jökulfell er á leiðinni frá
Guayaquil til Valparaiso í Chile.
Ríkisskip
Hekla er væntanleg til Glasgow
í dag\ Esja er á leið frá Aust-
fjöröum til Akureyrar. Herðu-
breið er væntanleg til Rvikur í
dag frá Vestfjörðum. Skjaldbreið
verður væntanlega á Skagagtrönd
í dag. Þyrill er norðanlands. Ár-
mann fer frá Rvík i dag til Vest-
mannaeyja.
Flugféiag' lslands
1 dag eru áætlaðar flugferðir
til Akureyrar (kl. 9,15 og 16,30),
Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauð-
árkróks, isafjarðar, Egilsstaða,
Siglufjarðar og frá Akureyri til
Siglufjarðar. — Á morgun er ráð-
gert að fljúga til Akureyrar (kl.
9,15 og 16,30), Vestmannaeyja og
Sauðárkróks. — Gullfaxi fór i
morgun til Khafnar; væntanlegur
annað kvöld kl. 20,15 frá Kliöfn
og Osló. Frá Osló kemur knatt-
spyrnuliðið frá norska knatt-
pyrnufélaginu Vaalerengen.
væri.
Víkverji og dömufrí.
„Áskrifandi" sendir mér eft-
irfarandi pistil um Víkverja og
dömufrí á dansleikjum: ,,Til-
efni þess að ég skrifa. þér er
að mig langar til að drepa á
mál, er minrrt var á í dáiki Vík-
verja í Mbl. 15. júní s. I. Vík-
verji lauk þá dálki sínum með
þeim orðum, að hér væri valtið
máls á „menningar- og þjóð-
Elmskip
Brúarfoss kom til Antwerpen 4.
þm.; fer þaðan til Hull og R-
víkur. Dettifoss er í N. Y. Goða-
foss og Selfoss eru í Rvík. Gull-
foss fer frá Reykjavík kl. 12,00 á
hádegi í dag til Khafnar og Leith.
Lagarfoss fór frá Húsavik 3. þm.
til Gautaborgar. TröIIafoss er í
Hull; fer þaðan væntanl. 10. þm.
til London og Gautaborgar. Barj-
ama fer væntanl.'frá Leith í dag
til Rvíkur.
Loftleiðir h. f.
1 dag er ráðgert að fljúga til
Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akur-
eyrar og Keflavíkur (2 ferðir). —
Frá Vestmannaeyjum verður farið
til Hellu og Skógasands. — Á
morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja og Keflavíkur (2
ferðir.)
CiVVi’n Laugarneskirkja.
Messa kl. 11 f. h.
‘F'wPaíi Séra Garðar Svav-
arsson. — Foss-
l [Oslýí^ vogsklrkja. Messa
kl. 2 e. h. Séra
Garðar Svavarsson. — Nespresta-
kall. Messa fellur niður vegna við-
gei-ða bæði á kapellu Háskólans
og Mýrarhúsaskóla.
19.30 Tónleikar:
Samsöngur (plöt-
ur). 20.30 Útvarps-
tríóið: Tveir kaflar
úr tríói i G-dúr
eftir Mozart. 20.45
Leikrit: „Andrés og hvalurinn“
eftir Gunnar Falkás. Leikstjóri:
Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikend-
ur: Emilía Jónasdóttir, Þorsteinn
Ö. Stephensen, Steindór Hjörleifs-
son, Guðný Pétursdóttir, Hólm-
fríður Pálsdóttir og Einar Pálsson.
21.30 Tónleikar (pl.) 21.35 Erindi:
Kirkjubæjarklaustur (frú Guðrún
Björnsdóttir frá Kornsá). 22.10
Dansdög (pl.) til 24.00,
Hinn 30. júní
voru gefin sam-
ap. í hjónaband
af séra Pétri
Sigurgeirssyni
ungfrú ^Sólveig
Hermannsdóttir og Gunnar Ólafs-
son sjómaður Lækjargötu 3 Akur-
eyri. —
Ekki var Tímiim
borubrattur í gær.
Framboðsfundirnir
_ , í Mýrasýslu hafa
alveg farið fram
lijá honum líkt og
finnsku þingkosningarnar skutust
l'rain hjá Morgunblaðlnu á dög-
unum. Þessi þögn Tímans er stað-
festing á undanlialdi Framsóknar-
mannaklíkunnar og sókn Bergs
Sigurbjörnssonar í Mýrasýslu og
veit á gott. Fundarmenn á fram-
boðsfundunum voru að yfirgnæf-
andi melrililuta til á máli Bergs.
Hjóminum Hlín
‘Ingólfsdóttur og'
Árna Einarssyni
Reykjalundi fædd-
ist 17 marka son-
ur hinn 18. júní s.I.
Iíappdrætti Háskóla lslands.
Dregið verður i 7. flokki næstk.
þriðjudag. Endurnýjun fer fram í
dag og á mánudag, og ættu menn
að gæta þess að verða ekki of
seinir að endurnýja.
\ '
Hinn 30. júni s. 1.
opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú
Arnheiður Guð-
mundsdóttir og Á-
gúst Hafberg.
forstjóri Landaleiða. —
Hclgidagslæknir: Alfreð Gíslason
Barmahlíð 2. — Simi 3894. —
Ósköp hafa Al-
þýðublaðsmenn
verið úti á þekju
í fyrrakvöld. — 1
blaðinu í gær er skipið, sem ketil-
sprenging varð í í Berlín, orðið
leið yfir brú“ (1. síða) og á 8.
síðu segir, að ellefu brezkir her-
menn, sem herréttur í Ivóreu
dæmdi í tveggja ára varðhald ut-
an Bretlands, hafi verið sýknaðir.
Verður helzt af þessum fáránlega
fi'éttaflutningi ráðið, að mennirnir
séú svo langt leiddir, að þeirn
sé orðið gersamlega fyrirmunað að
segja satt frá nokkrum hlut.
Hjúkrunarkvenna-
blaðið, 2. tbl. 27.
árgangs er nýkom-
ið út og flytur m.
a. grein eftir Þór-
arin Guðnason lækni, sem hann
kallar Umhverfi kabbameins3júlc-
linga. Sigrún Magnúsdóttir hjúkr-
unarkona skrifar Eitt ár við
heilsuvernd í Ameríku og Sigríður
Eiriksdóttir skrifar hugleiðingar í
sambandi við doktorsritgerð (Sig-
urðar Sigurðssonar berklayfirlæl\n-
is). Ýmislegt fleira er í ritinu
Framhald á 6. síðu.