Þjóðviljinn - 08.07.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1951, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN (3 Með ky rrum kiorum í eftirmála nýju bókar sinnar, Með liljóðstaf, gerir höfundur- inn, Jón úr Vör, svofellda grein fyrir henni: „Þegar ég bjó Þorpið til prentunar, veturinn 1945 og sumarið 1946, voru til í hand- riti allmörg kvæði, sem þar áttu ekki heima. Þau, og nokk- ur til viðbótar, urðu nú enn fyrir mér, er ég hóf s. 1. vetur að efna til nýrrar bókar, og virtust aftur ætla að verða hornrekur. Það varð að ráði, að ég valdi úr þeim og tveim fyrstu ljóðakverum mínum og setti saman í þá bók, er hér liggur. Kemur hún út á undan þeirri, sem var hið eiginlega verkefni mitt um þessar mund- ir, en hún er prentuð samtím- is. “ Úrvalið úr tveimur fyrstu ljóðakverunum er meira en helmingur þeirrar bókar ,,er hér liggur“. Allmörg þeirra ljóða er ekki hafa á bók komið hafa þó birzt á prenti, í blöð- um og tímaritum. Hér er því fátt um bláókunnug kvæði. Þau ljóðin sem við höfum ekki áður séð virðast ekki bæta neinu við vöxt höfundar sins. En hann smækkar ekki heldur af þeim. Þau eru mjög í sama stíl og önnur kvæði í bókinni.. Því skulum við láta sem öll kvæðin séu ný, .og höfundurinn scjmu- leiðis, og reyna að gera okkur örstutta grein fyrir skáldi þeirra. Fyrsta kvæðið nefnist Sumar- dagur í þorpinu, og kom í Rauðum pennum hinum megin við heimsstyrjöldina. Þar er lýst lífinu í þorpinu við sjóinn og ævisögu fólksins „um sól- skinbjarta sumarsins daga. En svo kemur vetur með frostið og snjóinn". Það er táknrænt að þar endar kvæðið. Jón úr Vör er sem sé sumarskáld sem teygir höndina eftir blómum og ilmgrösum, en kippir henni að sér við heilsan vetrarins, í mannlífi og náttúru, og verður sorgbitinn við slíka kveðju. Eins og barn er verður fyrir vonbrigðum sem enginn hefur valdið. Það er einnig táknrænt að aðra bók sína, er kom út í hernumdu landi, í eldi heims- styrjaldar, nefndi hann Stund milli stríða. Skáldið veit af hörmungunum, eitt sumar er umlokið tveimur vetrum, en Ijóð hans og bók eru hans frið- ur, fagnaður hans og sumar. Hann yrkir að vísu bæði um fyrra stríðið og örlög Krists. En þau kvæði, sem önnur í bók hans, eru aðeins geðhrifamynd- ir, hvorki kveðin af stórri sýn né heitu skapi, heldur látleysi og mildum trega. Á Dauðmanns- hæð við Verdun gleymir skáld vort meira að segja öllu nema ungum fótum í grasi og ilmi nýrra blóma. En það ber líka vitni sjálfsBkilningi að höfund- urinn skuli aldrei freistast til að ofstopast út af veröldinni og manndrápunum. Sú brýnda rödd er ekki hans rötdd, háværð hans yrði öskur eitt. Rödd hans liggur á lágum tónum og mjúk- um. Þetta er hvorki lof né last, heldur tilraun tii skáldlýsingar. Hins vegar auglýsi égseftir of- stopamönnum í skáldskap. Voð- felld tregaljóð um heiminn og ástandið eru'í bezta falli meinlít- il og hafa takmarkað gildi úti fyrir þýðleik í máli og kveðandi. En þau eiga það líka til að verða skrök. Frá sjónarmiði máls og kveðandi er t.d. ljóð Jóns úr Vör Stillt og hljótt lastalaust verk, meira að segja fallegt. Og það er víst, sem þar segir, að heimins nauð mun ekki eyðast með orðaflaumi — ekki honum einum. En það er heldur ekki nóg að kom í brauð vaxi kyrrt og rótt í jörðu. Þ. e. a. s.: brauðið verð- ur að skiptast jafnt á milli allra. Nú þegar er nóg af kyrru korni í heimsins jörð. En spyrjið Ihdverjann og Kór- verjann hvert gagn þeim sé að að slíkri kyrrð og ró. Ég veit ekki hvort borðið er ríkmann- legra: Það sem kúfað er orða- flaumi, eða það sem er hlaðið því brauði sem djöflar hafa stolið frá manni. Skáld má svei mér vara sig á of miklum Framhald á 6. síðu. IMBRUDAGAR (Ljóð eftir Hannes Sigfússon) Við fyrsta lestur þessarar bókar hélt ég, að upphafs- og lokaljóðið væru bezt gerðu ljóð alls safnsins, nú efa óg, að svo sé, því jafn vel þótt sum hinna kunni að vera miður unnin sem heild, luma þau máski á enn fyllri töfrum. Yfirleitt minna þessi undarlegu ljóð einna helzt á veðurfar: Maður finn- ur blæ þeirra bg sólskin leika um vanga sér. Storm þeirra regn og frost fara hreinleik um sál sína. Maður lifir mitt í þeim eins og angan af rakri mold og grasi og hafsöltum vindum. Maður nýtur þeirra á- valt þótt maður skilji þau hins vegar ekki nema stundum — eða skilji þau mörgum skiln- ingi, eins og t.d. hið seiðsterka inmemoriam, þjóðvísu eða á- deilu, sem hefst þannig: Er fiðlustrengir regnsins rauða brustu sem reiðir vindar struku fast með boga hins bljúga tímaskeiðs er röðlar ráða var rekvíem míns föður flutt til helftar. Ljóð eins og það, sem hér bendir til, yrkir sá einn, sem er hvortveggja í senn, ósvikið skáld og ósvikinn listamaður. Og þó er það dálítið óviðkunn- anlégt, að í miðri tjáningunni skuli allir stuðlarnir gufa upp eins og heilagir spámenn, ljóðið bréyta um hátt og hrynjandi þótt hugblærinn sé að vísu sjálfum sér samþykkur. En þetta er náttúrlega smekksatr- iði fremur en alvarlegur galli. Annað, sem ergir mann dálítið við lestur þessara ljóða er, að sumstaðar finnst manni eins og um fleiri ljóð sé að ræða þar, sem skáldið gefur þó ekki ann- að til kynna en aðeins eitt sé á ferðinni. Þannig er um tvö Ijóð með svo látandi upphafs- orðum: Svo feldi björkin laufið og, Treglega slær hjarta turn- klukkunnar. Bæði eru þó mjög skemmtileg á köflum. Eftirfar- andi er úr Turnklukkunni: Andardráttur næturinnar er eins og flögrandi skuggar. Á bleiku enni vetrarins glitra snjókristallar. Maríuhárið er storknað af köld- um svita. Myrk hugboðin seiða eyru næt- urinnar með vængjablaki. Þetta minnir að vísu fremur á glitrandi hráefni en unna vöru, en er jafn gott fyrir því. I vísum þessa ljóðs fyrir- finnst eitt niðurlag, sem mér virðist dálítið skringilegt: eins og loftbelgur í leit að víðernum í luktri skurn eggstofunnar. Hvaða eggstofu ? Hvaða andskotans eggstofu ? Er kannski eitthvað til, sem heitir eggstofa? Hugsar kannski skáld ið sér eins og svo sem hundrað Framhald á 7. siðu. Háskólalóðin og arkífektar Það hefur komið fyrir að hverir hafa flutt sig úr stað, breytt um farveg. Þessir flutn- ingar geta oft orðið all óþægi- legir mannskepnunni. Dæmi er um það, að hver brauzt uppúr götu að bæ, svo að gera varð nýja. Af eðlilegum ástæðum kunni bóndinn ekki að meta þetta skraut náttúrunnar á þessum stað. Hann vildi hafa sína götu greiðfæra, enda til þess gerð. En hér var móðir náttúra að verki og því ekki við neinn að sakast. Nú hr 'a þau tíðindi gerzt að nokkur fenómen virðast hafa tekið upp háttu hveranna. Hverir grafa sig upp úr jörðinni en þessi fenómen fara að á annan veg, þau grafa sig niður í jörð- ina og má búast við gryfjum þeirra á óheppilegustu stöðum. Þannig hefur leið þessara manna legið um götu að æðstu menntastofnun Islendinga, Há- skólanum. Er þar komin gryfja mikil í miðja götuna einna lík- ust sprengjugýg sem erlendir þekkja og líta á sem hvumleiða farartálma í sínum götum. Fáir munu skilja landspjöll þessi nema ef vera kynnu steggir þeir sem sofa með nef undir væng á kvöldin í lóni, sem mynd azt hefur þar í gryfjunni. I hinu nýja timariti arkitekta „Byggingarlistin" stendur á ein um stád: „Vitrir menn hugsa áður en þeir tala — heimskir menn reisa hús áður en upp- drættimir eru gerðir“. Hvar eru uppdrættimir að skipulagi Háskólalóðarinnar? Hörður Bjarnason skrifar í Vísi 2. þ. m. grein sem sjálfsagt á að vera skýring á þessum furðu- legu framkvæmdum, en er slík endemis þvæla, að við sjálft liggur að halda, að maðurinn sé að sýna sjálfum sér fram á, hve hann sé sérstaklega fær um áð fara hvergi inn á aðal- atriði þessa máls. 1 greininni seg ir Hörður: „Háskólinn hefur lagt sig mjög fram við að örva til þátttöku í samkeppninni jafnt arkitekta sem aðra“. — Og á öðrum stað: „Nú er það svo, að samkeppnistíminn var óvenju langur og jafnvel fram- lengdur. Enginn húsameistari tók þó þátt í keppninni og urðu það mikil vonbrigði". Er þetta sannleikur arkitekt- ar ? Hvers vegna tókuð þið ekki þátt í keppninni ? Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana, áð ambisjónir ykkar liggi aðeins í hinum viðbjóðslegu rjómatertu- húsum stríðsgróðans. Ef skipu- lagsstjórinn fer með rangt mál þar sem hann segir, að þið haf- ið verið örvaðir til þátttöku hversvegna hreyfið þið þá ekki mótmælum. Eruð þið hræddir um að þið eigið ekki fyrir soðningu á morgun ef þið mót- mælið máli sem þið í hjarta ykkar finnið að er rangt. I tutt- ugu og fjögurra manna hóp arkitektafélagsins er óhugs- andi annað en að finnist ein lifandi sál, manneskja sem ekki selur skoðun sína fyrir þorsk í soðið. Hörður Bjarnason segir einn- ig, að ofsnemmt sé að deila á framkvæmdir á Háskólalóðinni, þar sem þær séu aðeins ný hafn ar og því ekki nærri lokið og tekur sem dæmi að ofsnemmt sé að' dæma ófullgerð málverk. Mér er spurn. Ætlar Hörður að skipuleggja lóð á sama hátt og málari gengur að auðu lérefti sínu. Heldur Hörður að það sé eins auðvelt að fjarlægja ný- byggð hús sem hann kann að staðsetja rangt, eins og það er að skafa út lit af lérefti? EngU SKAK Ritstjóri: GuSmundur Arnlaugsson DrerigjamófíS I Birmingham. Hljótt hefur verið um för Friðriks Ólafssonar á alþjóða- mót drengja í Birmingham. Um það leyti að hann fór af stað voru birt hér ummæli forstöðu- manna mótsins, mjög lofsamleg í hans garð, en þeir þekktu hann frá drengjamótinu í fyrra- sumar. Töldu þeir líklegt, að hann yrði einn hinna efstu ef ekki efstur. Þegar á mótið leið, og það kom í ljós ,að þessi spá mundi ekki rætast, fór að bera minna á fréttunum og leiksloka mun aðeins hafa verið getið í útvarpinu. Friðrik kom heim með Heklu úr síðustu Skotlandsför hennar. Skákmótinu lauk þannig, að hæstur varð Júgóslavinn Bora Ivkoff, eins og flestir, sem eitt- hvað þékktu til, munu hafa bú- izt við. Hann hafði talsverða yfirburði yfir keppinauta síná, vann 8 skákir, gerði 3 jafntefli, en tapaði engri, hlaut því 9y2 vinning. Næstur honum kom drengjamestari B'reta, Malcolm Barker, með 8 vinninga. Báðir voru eins fullorðnir og keppend- ur máttu framast vera, Ivkoff 19 ára, en Barker vantaði að- eins fáa daga í tvítugt. Þriðji varð piltur frá Argentínu, R. C. Cruz með 7 vinninga. Faðir hans, sem er kunnur skákmað- ur, kom nieð honum frá Argen- tínu og var hjá honum meðan keppnin stóð yfir. Friðrik lenti í miðjum hópi með slétt 50%. Hann vann 4 og tapaði 4, en 3 af skákum hans urðu jafntefli. Þessi lciks- lok munu hafa orðið mörgum vonbrigði, ekki sízt vegna um- mæla í blöðum hér áður en Friðrik lagði af stað. Það er tvíeggjað og reyndar oftast til ills eins að spenna bogann of hátt fyrirfram, koma mönnum til að vænta þeirra leiksloka, sem bezt geta orðið. Fáir sem til þekktu munu hafa ætlað Frið riki sigurvonir á við Ivkoff, sem ferðaðist með landslði Júgó- slava um Evrópu í fyrrasumar og átti sinn þátt í hverjum sigri þeirra á fætur öðrum. En Júgóslavar munu vera öflug- ustu skákþjóð þeirra, er kepp- endur sendu á þetta mót, svo að einnig að því leyti voru úr- slitin sanngjörn. Flestir munu hafa búizt við að Friðrik yrði ofarlega, en fæstum tekst alltaf jafnvel upp, og skákir Friðriks frá mótinu bera það með sér, að honum hefur eigi sóttst hugsanaróður- inn jafnlétt þarna og stund- um áður. Friðrik sótti þetta mót nýsloppinn úr erfiðu prófi, sem mörgum stendur stuggur af, landsprófinu, og hann var þarna einn síns liðs. Enn hann hefur tímann fyrir sér. I ráði er að þessi drengjaskákmót verði haldin á árs fresti eða tveggja, og þar verður Friðrik hlutgengur aldursns vegna enn um hríð. Og enn er sagan ekki öll.. FRIÐRIK FYRIR OFAN TARTAKOWER, UNZICKER, ROSSOLIMO, DONNER OG MATANOYIC! Samtímis drengjaskákmótinu fór fram minningarskákþing- það, sem haldið er í sambandi vð Bretlandshátíðina. Þess hef- ur verið getið í þessum dálkum áður og verður nánar vikið að því síðar. Tefldu báðir flokkar 1 sama salnum, annar á morgn- ana, hinn síðari hluta dagsins. Að þingunum loknum fór frarn hraðskákamót. Þar tefldu allir Framhald á 6. síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.