Þjóðviljinn - 08.07.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1951, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júlí 1951 ÞlÓÐViLJINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línui'). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. >___________________________1------------------——/ Hámark hræsninnar „í dag helga Bandaríkin sig að nýju þc-im hugsjón- um, er sköpuöu grundvöllinn aö lýðveldisstofnun vorri. Vér helgum oss aö nýju trú vorri og trausti á þeim rétt- indum, sem guð heíur gefiö öllum mönnum. „Þessi réttindi liáfa verið gerö kunn á ýmsum tím- um, á ólíkum tungum og á margan hátt. Oss voru þau kunngjörö í sjálfstæöisyfirlýsingu vorri á þennan hátt: „Þaö ér álit vort, aö það sé auösætt og ótvírætt, aö allir menn séu fæddir jafnir, að skapari þeirra hafi veitt þeim ákveöin, óskoruö réttindi, en þar á meöal eni lífið, írelsið og leitin aö. lífshamingju.“ Svo fagurlega kcmst Truman Bandaríkjaforseti aö prði í ávarpi sem hann sendi frá sér á 175 ára afmæli Bandaríkjanna fyrir nokkrum dögum, en ávarpið var sent út á marsjallíslenzku af utanríkisráöuneytinu hér og m.a. lesið í heild í ríkisútvarpinu og birt í marsjall- blöðunum. En á sama tíma og Truman buröaðist við aö setja saman þessar göfugmannlegu setningar um hugsjónir Bandarikjastjórnar, var allt hiö volduga lögreglukerfi þessarar sömu stjórnar ao hefja hundeltingu á fjórum bandarískum þegnum, miöstjórnarmönnum Kommúnista- ílokks Bandaríkjanna. Sjö miðstjórnarmenn höföu þegar verið settir í fangelsi, en þessir fjórir höfðu ekki fundizt. Hvaö höföu þessir menn til saka unniö? Sök þeirra var ein og aðeins ein. Þeir höföu gerzt svo ósvífnir að halda fram skoöunum sem brutu í bága við hagsmuni bandarlska auövaldsins og berjast fyrir framkvæmd þeirra skoöana á lýöræðislegan hátt. Dómstóllinn sem dæmdi þá haföi engav aðrar sakir en þær aö sakborningarnir héldu fram kenningum Marx og Leníns. Þeir höföu bar- izt fyrir framkvæmd sósíalismans, þeirrar stefnu sem er beint áframhaid þeirra hugsjóna sem mótuöu sjálfstæðis- yíirlýsingu Bandaríkjanna fyrir 175 ámm. Og á meðan blóöhundar lögregluvaldsins snuöruðu í Icit að mönnum þeim sem gerzt höfðú svo djarfir aö taka sjálfstæöisyfirlýsinguna bókstaflega, hélt fatasalinn í embætti forsetá áfram: „Eigi leitumst vér við aö þröngva öðrum til þess aö taka upp háttu vora. Eigi leitumst vér heldur viö aö auka auð vorn á kostnaö annarra." Um söinu mundir var liöið eitt ár síðan Bandaríkin hófu ofbeldisárás sína á Kóreu, til þess aö þröngva kór- verskri alþýðu til að beygja sig undir vald bandaríska auð- valdsins. Á því ári höföu bandarískir auðhringar grætt meira en nokkvu sinni fyrr f sögu sinni á moröum og tor- tímingum þar eystra. Einnig um sömu mundir voru þrjú ár liöin síðan marsjall-„hjálpin“ kom til framkvæmda, aðferð Banda- ríkjanna til að leggja undir sig fjárhagskerfi þjóöanna í Vesturevrópu. Við íslendingar vitum manna bezt aö þau þrjú ár hafa með öllu kippt undirstööunni undan efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, þannig aö valdamenn- irnir í Wall Street ráða nú öllu sem þeir vilja ráöa um lífskjör og athafnir almsnnings hér á landi. Og söm hafa áhrifin prðiö hjá öörum þeim þjóðum sem notið liafa þessarar sérstæðu hjálpsemi Bandaríkjanna. ★ En hverju máli skiptir veruleikinn, þegar Bandaríkin hafa áróðurskerfi sitt í lagi! Þá geta ótal blöö og útvarps- stöðvar haldiö því fram aö allir menn séu jafnir í Banda- ríkjunum á sama tfma og negrar eru ofsóttir á sama liátt og Gyðingar í Þýzkalandi nazismans. Þá er hægt að básúna þaö yfir heiminn að Bandaríkin séu háborg frelsisins á sarna tíma og menn eru fangelsaðir og eltir cf blóðhundum fyrir aö halda fram skoðunum sínum. Þá er hægt aö setja saman háfleyg ummæli um göfgi og ósérplægni milljónaranna í Wall Street á sama tíma og veriö er aö gera æ fleiri þjóöir af ófrjálsum bandarískum nýlendum. Athyglisverð auglýsing. Eftirtektarverð auglýsing birtist i fimmtudagsblaði Þjóð- viljans frá Efnagerðinni Stjam an. Þetta fyrirtæki tilkynnti að það gæti ekki auglýst hina margeftirspurðu framleiðslu sína, Stjörnu-búðinga, þar sem það hefði ekki getað fengið innflutningsleyfi fyrir hráefn- um í þá. Jafnframt tók fyrir- tækið fram, að Stjörnu-búðing- ar myndu verða 60—80% ódýr- ari en þeir búðingar sem fluttir eru nú inn frá Hollandi, og hefðu ekki reynst betri. Lengri var tilkynningin ekki, en hún var nógu löng og skilmerkileg til þess, að hún ætti að vekja menn til umhugsunar um, hvem ig ástandið er orðið í atvinnu- og viðskiptamálum þjóðarinnar, undir forustu núverandi ríkis- stjórnar. Allt fyrir „jafnvægið“. Og hvað segir þessi litla aug- lýsing okkur. Hún segir okkur þann sannleika, sem öllum ætti að vera kunnur, að ríkisstjórnin er með þólitík sinni að drepa íslenzka iðnaðinn. Iðnaðinum er neitað um nauðsynlegustu hrá- efni til að vinna úr og ekkert um það skeytt þótt framleiðsl- an dragist saman, fyrirtækin stöðvist, og fólkið sem við þau vinnur missi atvinnu sina. I þessu sambandi skiptir það engu fyrir ríkisstjórnina og innflutningsyfirvöld hennar þqtt sannað sé og margreynt, að framleiösla íslenzka iðnaðar- ins geti verið og sé langtum ódýrari en sambærileg erlend iðnaðarvara, sem flutt er til landsins fullunnin. Allt skal til þess unnið að geta svift iðnað- inn möguleikum til vaxtar og þroska, og fólkið sem við hann vinnur atvinnu sinni. Þetta er ein leiðin sem ríkisstjórnin fer til sköpunar jafnvægisins, sem hún og hagspekingar hennar keppa að, þ. e. minnkaðrar at- vinnu og skertrar kaupgetu hins vinnandi fólks. Sundlaug í vesturbæn- um. að líða mörg ár þangað til þessu áhugamáli okkar verður hrundið í framkvæmd. Ég tel að við vesturbæingamir eigum fullan rétt á, að tillit sé tek- ið til óska okkar og þarfa í þessu efni. En ef svo kyniii nú að fara, mót von minni, að einhver dráttur yrði enn á byggingu sundlaugar fyrir þennan t bæjarhluta, þá er það algjör lágmarkskrafa okkar að bærinn komi hér einhversstað- ar upp almenningssólbaðsskýli. Hér er hvergi nokkur blettur sem almenningur getur á frjáls an hátt gengið að og notað til sólbaða. Við höfum fundið sárt til þess á góðviðrisdögunum und anfarið hvað okkur vantar á þessu sviði. Ég vona að þess verði ekki langt að bíða að þetta áhugamál okkar nái fram að ganga. Við þurfum að fá sólbaðsskýlið án frekari tafar, og ætti það sannarlega ekki að vera bænum ofviða. — Vestur- bæingur". * ★ * Eimskip Brúarfoss kom til Antwerpen 4. þm.; fer þaðan til Hull of Rvíkur. Dettifoss er í N. Y. Goðafoss og Selfoss eru í Rvík. Gullfoss fór frá Rvík í gær til Leith og K- hafnar. Lagarfoss kom til Lysekii 6. þm. frá Húsavík. Tröllafoss er i Hull; fer þaðan væntanl. 10. þm. til London og Gautaborgar. Barj- ama fór frá Leith i gær til R- víkur. Skipadeild SIS Hvassafell losar salt á Bakka- firði. Arnarfell lestar saltfisk í Ólafsvík. Jökulfell fór í fyrradag frá Valpariso í Chile áleiðis til Guayaquil i Ecuador. Ríkisskip Hekla kom til Glasgow um há- degi í gær. Esja var væntanleg til Akureyrar í gærkv. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið var á Skaga strönd síðdegis i gær. Þyrill er norðanlands. Ármann átti að fara frá Rvík í morgun til Vestmanna- eyja. ,,Vesturbæingur' ‘ skrifar: — Vlig langar til áð biðja Bæjar- óstinn að vekja athygli á máli, :m við hér í vesturbænum höf- m mikinn áhuga fyrir. En það • bygging sundlaugar og sól- iðsskýlis einhversstaðar í vest rbænum. Mér er kunnugt um, 5 þessu máli hefur oft verið -eyft í bæjarstjórn undanfar- ídi ár, í sambandi við af- ’eiðslu fjárhagsáætlunar bæj- dns, en það ekki náð fram að mga. Tel ég það illa ráðið. eykjavík er orðin stór bær og arlægðir allar fara vaxandi. ið er t. d. býsna langt fyrir tkur hér í vestasta hluta bæj- ins að fara inni í Sundhöll a sundlaugar, ef okkur dettur hug að skreppa í sund. Að- aða okkar í þessu efni myndi :rða allt önnur og bet.ri ef rggð væri sundlaug hér í vest bænum. Sólbaðsskýíi. „,Ég vona að ekki þurfi enn Fiugfélag fslands 1 dag er áætlað að fljúga til Ak- ureýrar (kl. (9,15 og 16,30), Vest- mannaeyja og Sauðárkróks. — Á morgun eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar (kl. 9,15 og 16,30), Vestmannaeyja, Ólafsfjarðar, Norð fjarðar, Seyðisfjarðai', Kirkjubæj- arklausturs, Hornafjarðar, Siglu'- fjarðar, Kópaskers og frá Akúreyri til Siglufjarðar, Ólafsf jarðar og Kópaskers. — Gullfaxi er vænt- anlegur kl. 20,15 í kvöld frá K- höfn og Osló. Meðal farþega er norska knattspyrnuliðið Váler- engen. Loftleiðir h. f. 1 dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja og Keflavíkur (2 ferðir). Á morgun á að fljúga til Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akur- eyrar, Hellissands og Keflavíkur (2 ferðir). I gær voru gef- in saman x hjónaband af sr. Þorsteini Björns syni Kristín M. Böðvarsdóttir og Hinrik Finns son. Heimili þeirra verður á Lauf- ásvegi 24. — S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thórarensen ungfrú Krist- björg Hjartardóttir og Einar F. Hafberg. Heimili þeirrá er á Öldu- götu 41. — 1 fyrradag voru gefin saman í hjónaband Erla Páls- dóttir og Hörður Hjartarson: — Heimili þeirra er á Lindargötu 63. —- 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Gai'ðari Þbr- steinssyni Ólafía Laufey Guð- mundsdóttir og Þorkell Aðalsteins- son. Heimili þeirra verður í Sand- gerði. son, sjómaðui’, S. 1. föstudag opin- beruðu trúlofun sína ungfr. Magða- lena Ólafsdóttir, Laugarnesveg 58 og Björn Björns- Langholtsvegi 45. Hafdísi Eggerts- n ,_> pj " dóttur og Valentín- Aí us' Guðmundssyni, í \ Mávahlíð 19, fædd- [ v ist 14 marka dótt- ir 6. júlí s. 1. Happdrætti Iláskóla Islands Dregið verður i 7. flokki n. k. þriðjudag. Endurnýjun fer frarn á morgun, og ættu menn að gæta. þess að gleyma ekki að endrn- nýja. 'ili Vi-'IS Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f. h. ■rJ|PP|j Sr. Garðar Svavars llHHpg kirlcja, Messa kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. Nesprestakall. Messa fellur niður vegna viðgerða bæði á kapellu Háskólans og Mýrarhúsa- skóla. Sr. Jón Thórarensen. theol. til Næturlæknir er í læknavarðstof- unni. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. — Simi 1616. Helgidagslæknir er Alfreð Gisla- son, Barmahlíð 2. — Sími 3894. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 10,30 Prestvígslumessa í Dómkirkjunni. — Biskup vígir Björn H. Jórisson cand. Árnesprestakalls í Strandaprófastsdæmi. — Sr. Jón Auðuns dómprófastur þjónar fyrir altari. Sigurbjörn Einarsson próf. lýsir vigslu. Aðrir vígsluvoftar: Ásmundur Guðmundsson prófessor og séra Jón Guðnason skjalavörð- ur. Hinn nývígði prestur prédikar. 14.00 Þýzk messa í Dómkirkjunni (séra Horst Schúbrig prófastur i Hessen). 15,15 Miðdegistónleikar. 16.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 18.30 Barnatími (Þor- steinn Ö. Stephensen). 19,30 Tón- leikar (pl.) 20,20 Frá Þjóðleikhús- inu: Óperan „Rígólettó" eftir Giu- seppe Verdi. Hljómsveitarstj.: dr. Victor Urbancic. Leikstjóri: Sim- on Edwardsen. Söngvarar: Stefán íslandi, Guðmundur Jónsson, Else Múhl, Kristinn Hallsson, Guðt munda Elíasdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, ffivar Kvaran, Gunn ar Kristinsson, Einar Sturluson, Sigurður Ólafsson, Elín Ingvars- dóttir, Karl Sigurðsson og Hanna Helgadóttir. Ennfremur söngmenn úr karlakórnum „Fóstbræður". — 22,35 Fréttir og veðurfregnir. 22,40 Danslög (plötur) til 23.30. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. 13,00—13,30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einarsson). 19,30 Tón- leikar: Lög úr kvikmyndum (pl.) 20,20 Útvarpshljómsveitin; Þórar- inn Guðmundsson stjórnar. 20,45 Um daginn og veginn (séra Eirík- ur Brynjólfsson á Útskálum). 21,05 Einsöngur: Gerhard Húsch syngur (pl.) 21,20 Erindi: Undrabarnið í Lúbeck; síðara erindi (séra Sig- urðui' Einarsson). 21,40 Tónleikar (pl.) 21,45 Frá Hæstai'étti (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,10 Létt lög (pl.) til 22,30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.