Þjóðviljinn - 15.07.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1951, Blaðsíða 4
— ÞJÓÐVILJINN Sunr.udagur 15. júlí 1951 IMÓÐVILIINM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljan3 h.f. _______________________________________________' Farmannasamningarnir og stjórn Sjómannafélagsins Sú forysta sem veriö hafði áxum saman í Sjómanna- félagi Reykjavikur hafði við síðasta stjórnarkjör í félag- inu fyrirgert svo allri tiltrú sjómanna að ekki þótt til- tækilegt að bjóða hana fram einu sinni enn, ætti að vera nokkur möguleiki fyrir afturhaldið að halda félaginu. Það ráð var því tekið að varpa kexverksmiðjustjóranum og nánustu félögum hans fyrir borð en tjalda í þeirra stað öðrum mönnum úr afturhaldsfylkingunni, í þeirri von að með breyttum nöfnum mætti enn framlengja völd afturhaldsins innan félagsins. Landhcrrunum í Sjómannafélagi Reykjavíkur heppn aðizt þetta bragð. Með hinum nýju nöfnum tókst þeim, að halda stjórn félagsins áfram í sínum höndum, þótt með litlum yfirburðum væri. Sjómenn hafa nú í rúml. hálft ár reynt hina „nýju“ stjóm, sem að vísu er ekki að öðru leyti en því frábrugðin þeirri sem fór, og glatað hafði allri tiltrú vegna þjónustu sinnar við atvinnurek- endur, að nöfnin eru önnur, því að fyrir valinu urðu sauðtryggustu fylgismenn fyrv. stjórnar, stjórnarinnar sem legið hafði árum saman á allri kjarabaráttu sjó- mannastéttarinnar. Og haii sjómenn gert sér einhverjar vonir um breyt- ingar frá hinum alkunnu starfsháttum og útgerðar- mannaþjónustu Sæmundar & Co. hafa þœr áreiðanlega brugðizt með öllu. Þótt ekki sé liðið nema rúmlega hálft ár frá því skiptin urðu, er þegar fengin ótvíræð reynsla sem sannar öllum sjómönnum að enn eiga útgerðar- menn og þeirra hagsmunir sömu ítökin og áður i for- ystu Sjómannafélags Reykjavíkur. Stjórn S.R. reyndi fyrir skömmu að flytja uppsögn togarasamninganna yfir á þann tíma árs, sem er út- geröarmönuum hagfelldastur en ólíklegastur til árang- ursríkrar baráttu fyrir togarasjómenn. Þetta tilræði við hagsmuni togarasjómanna mistókst, vegna þess að þeir voru sjálfir á v-erði og vísuðu uppkasti stjómarinnar frá. Og nú eru farmannasamningamir nýundirritaðir, að sjómönnum fjarverandi. Þeir hafa árum saman búið við fastakaup sem er langt fyrir neðan allt sem tíðkast hjá fullvinnandi mönnum. ÖIl stríðsárin lét fomsta S. R. líða án þess að grunnkaupi farmanna væri komið í viðunandi horf. Á þeim tíma hefði þó verið auðvelt að hækka kaup farmannanna, hefði verið að því staðið af ötulleik og festu. Eri stjórn S.R. einblíndi á hina tíma- bundnu áhættuþóknun, sem vissulega færði farmönnum þá miklar tekjur á hættuleiðum heimsstyrjaldarinnar, en gat aldrei orðið til neinnar frambúðar. Hún vanrækti að nota tækifærin þá til að búa farmönnum mannsæm- andi lífskjör. Og samherjar hennar í Dagsbrún höfðu sömu stefnu. Þeir héldu fram „áhættuþóknun“ en börð- ust gegn hækkun á grunnkapi. Þeirri lausn var hafnað af verkamönnum en grunnkaupshækkunarleiðin valin, eins og sjálfsagt var. Mun enginn verkamaður sjá eftir þeim úrslitum nú. Nú hugðust farmenn að fá verulega lagfæringu á sínum óviðunandi kaupkjörum með hækkun fastakaups- sins. Frá þcim kröfum farmanna hefur stjórn S.R. hlaup- ið, á htnn smánarlegasta hátt. Hún hefur látið hin for- ríkú skipafélög — sem græða milljónir á ári hverju, sleppa með smávægilegar orðalagsbreytingar og lítilfjörlegar lagfæringar á löngu úreltum samningum, um enga hækkuh er samið á sjálfu mánaðarkaupinu, enn einu sinni verða farmenn að sætta sig við gömlu og úreltu smánarkjörin, sem setja þá skör lægra en allar sam- bærilegar starfsgreinar vinnandi fólks. Þannig hefur stjórn S.R. á rúmu hálfu ári vegið tvisvar að hagsmunum meðlima Sjómannafélgsins og gerazt ber að opinberri þjónustu við útgeröarauövaldið. Núverandi stjórn S.R. fylgir trúlega fordæmi fyrirrenn- ara sinna, Sæmundar & Co., sem sjómenn vörpuðu fyrir borö við síðasta stjórnarkjör og neituðu að sýna nokkurn trúnað. Hún hefur sannað sjómönnum með atferli sínu Aðrir gestir í sætunum „X“ skrifar: „Skyldi það geta komið fyrir í nokkru leikhúsi, nema Þjóðleikhúsi Islendinga, að tveimur aðilum væru seldir aðgöngumiðar að sömu sætum á sömu sýningu? — Á næstsíð- ustu sýningu Þjóðleikhússins á óperunni um daginn varð hóp- ur gesta frá að hverfa, þótt þeir hefðu rétta aðgöngumiða — það voru bara aðrir gestir fyrir í sætunum. líka með rétta aðgöngumiða að þeim sömu sæt- um á þessa sýningu. vafið. Smjörlíkið verður fyrir bragðið ógeðslegt á að líta þótt þetta kunni að vera meinlítið þá gerir það vöruna fráh/md- andi. Ég vona að framleiðend- umir lagi þetta fljótlega með því að skipta um pappírinn eða litarefni, hvoru sem um er að kenna, því þetta smjörlíki á skilið að seljast meðan það heldur núverandi gæðum. — Freyja“. ★ -V * Á kjaftastólum eða uppi undir þaki Leiðréttingu var enga að fá á þessu, nema ef menn vildu sitja á kjaftastólum einhvers- staðar í horaum eða uppi undir þaki, eða fá miðana endur- greidda (þó það nú væri). Og ég hef heyrt fólk kvarta um þetta sama áður þegar mikil aðsókn var að sýningum. Eitt- hvað hlýtur því að vera bogið við hina æðri á stjórn aðgöngu- miðasölunni. Eru kannski marg- ir sem ráða þar? Við skulum samt vona að þetta séu undan- tekningar og annað eins komi ekki fyrir oftar, enda er þett fullkomin hneisa fyrir Þjóðleik- húsið. • ' Óskemmtilegar trakteringar Það er heldur ekkert gaman fyrir leikhúsgesti að verða fyr- ir slíkum trakteringum sem þessum. Maður hefur kannski boðið nokkrum kunningjum og vinum, og er mættur í tæka tíð fyrir sýningu, klæddur sínu bezta stássi og dömurnar salla- fínar. — Og maður hefur pant- að borð í veitingasalnum, í hié- inu, til þess að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir gesti sína. En viti menn, maður hefur þá ekki gætt þess að verða á undan hinum náunganum,' sem keypti aðgöngumiða að sömu sætunum þetta kvöld. — X“. • Gott smjörlíld — en galli á umbóðum „Freyja“ skrifar: „Samband íslenzkra samvinnufélaga sendi á markaðínn í vor nýtt smjör- líki með vöniheitinu „Flóra“, en það er framleitt af Kaupfé- lagi Eyfirðina. Mér hefur reynzt þetta smjörlíki góð vara, hvort heldur ef til viðbits (eftir því sem smjörlíki getur verið) eða baksturs og virðist mér það taka langt fram öllu öðru smjörlíki sem fáanlegt er. En sá galli er á gjöf Njarðar að iitur úr prentun á umbúðunum gengur í gegn um pappírinn og er smjörlíkistaflan öll í græn- um lit þegar utan af henni er Skipadeild S.I.S.: Hvassafell kemur tii Álaborgar í dag. Arnarfell er í Vestmanna- eyjum. Jökulfeil er á leið til Ecua dor frá Chile. Ríkisskip Hekla er í Reykjavik og fer það- an kl. 8 á þriðjudagskvöld til Glas- gow. Esjá fer frá Reykjavík ann- að kvöld vestur um land til Akur- eyrar. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Skjald breið var á Akureyri í gær. Þyrill var í Skerjafirði i morgun. Ár- mann fór frá Reykjavík í gær til Vestmánnaeyja. Flugfélag lslands 1 dag verður flogið til Vest- mannaeyja, Akureyrar (kl. 9,15 og 16,30) og Sauðárkróks. Á morgun verður flogið til Vestmannaeyja, Akureyrar (kl. 9,15 og 16,30), Siglu fjarðar, Ólafsfjarðar, Kópaskers, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Horna- fjarðar og Kirkjubæjarklausturs. Frá Akureyri verður flogið til Ól>- afsfjarðar, Siglufjarðar og Kópa- skers. — Gulifaxi fer til Khafnar í dag kl. 9,30 og kemur aftur til Rvíkur i kvöld. Flugvélin fer til London kl. 8,00 á þriðjudag og er væntanleg þaðan ki. 22,30 á þriðju- dagskvöld. LoftleiSlr h. f. 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar og Keflavikur (2 ferðif). Á morgun á að fljúga til Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akureyrar, Hellisands og Keflavikur (2 ferðir). 5 Fastir liðir eins og 1i I Vv.' vénjulega: Kl. 11.00 Messa í Dómkirkj- unni. (Björn Magn- ússon prófessor). '15.15 Miðdegist.ón- leikar (plötur): a) „I þersneskum garði“, lagaflokkur fyiir f jórar söngraddir .og píanó eftir Lizu Leh- mann (Herbert Bedford stjórnar). b) Ungversk fantasia fyrir pianó og hljómsveit eftir Liszt (Jasques Dupont og Sinfóníuhljómsveitir. í París leika; Ruhlmann stjórnar). 16.15 Fréttaútvarp til Islendinga eriendis. 18.30 Barnatími (Þoist. Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar (plötur): Kóralforleikur nr. 3 i a- moll eftir César Franck (Fernando Germani leikur). 20.20 Tónleikar (plötur): Tíu tilbrigði í " G-dúr eftir Mozart (Lili Kraus leikur). 20.35 Erindi: Engey (Jónas Árna- son alþm.) 20.55 Tónleikar Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Einsóngvaii Else Múhl ópersusöngkona. Stjóni- andi: dr. Victor LTrbancm. a) Pastorale eftir þórarin Jónssoa. c) Offertorium í C-dúr op. 45 et' ir Schubert. Einléikari á clarinot':: Egill Jónsson. d) Tilbrigði et'tir Adolf Adam um stef eftir Moz- art (A, b, c, d —). Einleikari á flautu: Ernst Normann. 21.15 Upplestur: Sigfús Elíasson íes frumort kvæði. 21.30 Tónleikar (pl.): Gátutilbrigðin eftir Elgur (Sinfóníuhljómsveit brezka út- varpsins; Adrian Boult stjórnar). 22.05 Danslög (pl.) til 23.30. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13.00—13.30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einarsson). 19.30 Tor- leikar: Lög úr kvikmyndum (pl ' 20.20 Tónleikar: Boston Proiren- ade hljómsveitin leikur (pl); a) „Grímudansleikurinn" lagaflokkur eftir Khatsjatúrían. b) Polkar eft- ir Johann Strauss. 20.45 Um öag- inn og veginn (Gísli Kristjá.nsson ritstjóri). 21.05 Einsöngur: Ric- hard Tauber syngur (plötur). 21,°0 Erindi: Á‘ Serkjaslóðum (Mar- grét Indriðadóttir fréttamaður) 21.45 Tónleikar: Lög efitr Irving Berlin (plötur). 22.10 Búnaðarbitt- ur: Júgurbólga í kúm (Páll Pals- son dýralæknir. 22.30 Dagskrárlok. MYNDIR af skemmtifpr kvenpa úr Slysavarnadeild Reykjavíkur og Hafnarfjarðar verða. til sýnis á skrifstofu Slysavarnafélagsins mánudaginn 16. þ.m. kl'. 8 e.h. Geta konurnar pantað eftir mynd unum, en þess er óskað að þær borgi pöntun . sína þá. S.JÖTUG er í dag Sigríður Helga dóttir frá Urðarteigi nú til heimil- is að Nökkvavogi 4 Reykjavík. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. — Sími 1616. Næturlæknir ér í læknavarðstof- unni. — Sími 5030. Helgidagslæknir er Ólafur Sig- urðsson, simi 81248. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn Björnsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 árdeg- is. Séra Björn Magnússon prófes- son. \\f's nú aS fyrir hagsmunum sínum geta þeir engum trúað nema sjálfum sér, og að baráttan fyrir þeim lífskjörum sem sjómannastéttin verðskuldar er órjúfanlega tengd því, að stærsta sjómannafélag landsins verði leyst úr viðjum landherranna, sem liggja eins og mara á allri hagsmunabaráttu stéttarinnar og ganga erinda stéttar- andstæðingsins í öllum átökum milli hans og sjómanna- stéttarinnar. Iíjónunum Þóru _ \ „-p ' og Hauki Clausen W yjj stud. med. fæddist ^rjj v* 13 marka sonur l C hinn 12. júli. — Hjónunum Elínu Magnúsdóttur og Stefáni Halldórs- syni verkamanni Nesveg 49 fædd- ist 12 marka sonur hinn 12. júií. —Hjónefnunum Huldu Bjarnadótt- ur og Karli Björnssyni Kjartans- götu 7 fæddist 13 marka dóttir hinn 11. júlí s.l. Nýlega opinberuðu trúlofun ‘sína, ung- fr. Elín Guðmunds dóttir, tannlækiia- nemi, Sólvallagötu 24 og Jón Ingimars son stud. jur. Vita stíg 8a. — Hinn 10. júlí opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Anna Þóra Thoroddsen Reynimel 27 og Örn. Claúsen stud. jur. Pétur Þorsteinsson. • Lögfræðingur hefur nýverið loto- ið héraðsdómslögmánnsprófi og er á skrifstofu með Jóni Ólafssyni lögfr. í Útvegsbankahúsinu. .. Eins og að undanfömu eru allar heimsóknir foreldra til barna á barnaheimilinu Vorboðinn í Rauð- hólum bannaðar. Börnunum líður öllum ágætlega. ÁRÉTTING: Fimmtudaginn 12. júlí var hér í blaðinu birt fréttatilkynn- ing frá verðlagsdómi Reykja- víkur, þar sem sagt var, að Heildverzlun Guðmundar Guð- mundssonar hafi verið sektuð um 300.00 krónur fyrir verð- lagsbrot. Guðmundur Gúð- mundsson & Co. Hafnarstræti 19 biður þess getið, að hér sé ekki átt við það firma. Vaxmyndasafnið var opnað í gær í húsakynnum Þjóðminja- safnsins. Verður aðgangseyrir- inn 10 kr. fyrir fullorðna og 5 krónur fyrir börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.